Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976. Farið aftan að láglauna- mönnum: r MED ÞVÍ AÐ HÆKKA r UTBORGUNIVERKA- MANNABÚSTÖDUM Láglaunamaður hringdi: „Svokallaðir verkamanna- bústaðir eru mikil nauðsyn svo efnaminna fólk eigi auðveldara með að eignast þak yfir höfuðið og stjórnvöld hafa þannig með byggingu þeirra reynt að stuðla að því að íslendingar gætu eignazt þak yfir höfuðið. Við síðustu úthlutun þá var útborgun 10% af verði íbúðar —5% greiddust við samning og 5% þegar fólk flutti inn, en frá því samningur er gerður og þangað til fólk flytur inn líður stuttur tími. Það hefur því verið nokkuð erfitt fyrir fólk áð kljúfa þetta en þó viðráðanlegt. Nú eiga að koma til úthlutunar verkamanna- bústaðir í Seljahverfi en um leið var gerð lagabreyting, þar sem útborgun var hækkuð upp í 20%. Þetta þýðir að í 4ra herbergja íbúð nemur útborgun VA milljón króna. Dágóður peningur sem fólk þarf að snara út á skömmum tíma. Það háðulega í þessu er þó, að þeir sem hafa meira en VA milljón í árstekjur fá ekki úthlutað. Með öðrum orðum — fólk með minna en l'/í milljón kr. árstekjur þarf að snara út VA milljón króna á skömmum tíma. Þetta eru afarkostir sem vart er hægt að hlíta og alveg sérstaklega þar sem þessi nýju lög hafa rétt tekið gildi. Þarna var komið aftan að fólki — meðal annarra mér og ég varð að hætta við að sækja um íbúð vegna þessara afar- kosta.” Eggjárn á varðskipin — ristum herskipin upp eins og niðursuðudósir Ragnar Sigurðsson skrifar: „Margt og mikið hefur verið rætt og ritað um Land- helgisgæzluna okkar og hafa þar komið fram margar hug- myndir. Sumir vilja breytingu í stjórn hennar en aðrir láta sér nægja að koma á framfæri hug- myndum sem mundu hjálpa okkur að verjast ásókn Bretans. Eitt er víst að við höfum ekki efni á því að láta eyðileggja fyrir okkur skip, sem kosta okkur mikið fé, við eigum ekki svo mikið aflögu. Þetta er módel sem Ragnar kom með og sýndi okkur. Eg hef hér smá hugmynd um það hvernig við getum varið skip okkar ásiglingum. Ef soðnir eru stálbitar með eggjárni utan á skipin móts við skammdekk og höfð þrjú á hvorri síðu mundu Bretarnir hugsa sig um tvisvar áður en þeir eyðilegðu herskip sín. Þessir dallar þeirra mundu ristast upp eins og niðursuðu- dósir og ætli þeir legðu til atlögu nema einu sinni. Þessir menn skilja ekki neitt nema hörkuna og því verðum við að sýna þeim í tvo heimana. FREYJU en mistökin, sem þeir hafa gert, verða ekki dulin, til þess eru þau of oft fyrir augum manns svo sem afleiðingar Spánar- ævintýrisins, en það er bezt að sú upprifjun bíði betri tíma, nema tilefni gefist.” Raddir lesenda Sé beðið um lagfœringar þó: r TALAÐU VIÐ ÞORSTEIN, JA EÐA HJÖRT, NEI KANNSKI ER BEZT AÐ TALA VIÐ GUÐMUND en við skorum á Utvarpið að lifga upp á dagskrána eftir hádegið, segja 5 menntskœlingar úr Hamrahlíð Fimm nemar í Menntaskólan- um við Hamrahlíð, sem tala fyrir munn fjölmargra, skrifa: Við viljum með bréfi þessu skora á Ríkisútvarpið, hljóð- varp, að sjá sóma sinn í því að taka tillit til allra þeirra sem látið hafa í ljós óánægju sína yfir dagskránni eftir hádegið fjóra daga vikunnar, en þá eru leikin Lögin við vinnuna, — steindauðir' 6 tíma tónlistar- þættir þar sem oftast eru drep- leiðinleg lög kynnt af þul í belg og biðu. Forráðamenn útvarpsins hljóta að gera sér grein fyrir því hversu stór sá hlustenda- hópur er sem hefur aðstöðu til að hlusta á þessum tíma, — flestar húsmæður, fjöldinn allur af skólafólki auk allra þeirra er hlusta á vinnustað en þeir eru ófáir. Óhikað má telja þetta einna almennastan hlust- unartíma dagsins ef fréttatíma er sleppt. — Hvað kom eigin- lega til að tveir af vinsælustu þáttum útvarpsins (með ekki svo ósvipuðu sniði) voru felldir niður á sama tíma? Sérstak- lega söknum við þáttar Jóns B. Gunnlaugssonar „Eftir hádegið” sent lengst af var á þriðjudögum, lifandi með góöu lagavali og oft á tíðum bráð- skemmtilegum og jafnvel fróð- legum viðtölum sem tekin voru upp nær samtímis útsendingu. — Hinn þátturinn sem við eig- um við var þáttur SvavarsGests en hann var á sunnudögum. Við höfum nú reyndar fengið Steina og Stínu en það er önnur saga. — Vonandi tekur útvarps- ráð af skarið, en okkur er kunn- ugt um að þótt hringt sé í ráða- menn stofnunarinnar þá er það eins og að beria höfðinu við steininn þött ekki vanti elsku- leg svör: „Alveg sjálfsagt að taka þetta til athugunar, — annars ættuð þér að tala unt þetta við hann Þorstein — já eða Iljört — nei, kannski væri bezt að tala við Guðmund!!” — Við skorum á lesendur að láta í ljós skoðun sína.— 3 Spurning Ætlarðu í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta? Ólafur Halldór Garðarsson 12 ára. Nei, ætli ég nenni því. Ég fer niður í bæ og geri eitthvað þar, horfi á einhver skemmtiatriði þar sem þau verða. Friðrik Arnason 11 ára. Já, ég held að það fari einhver skrúðganga niður í bæ svo ætla ég að horfa á skemmtiatriðin ef ég' hef ekki neitt sérstakt að gera. Olafur Melsteð 10 ára. Já, ætli það ekki ef það verður einhver. Ég býst við að ég fari og horfi á skemmtiatriði í einhverju. bíói. Ragnheiður Ásgrímsdóttir 8 ára. Eg held ekki. Ef það verður rign- ing fer ég sko ekki. Ætli ég geri ekki eitthvað heima hjá mér. Elsa Ævarsdóttir 8 ára. Já, ég held að hún fari frá Mela- skólanum. Ef hún fer niður í bæ þá fer ég ekki alla leið með. Aðalheiður Asgrímsdóttir 10 ára. Nei, ég ætla að fara í Laugardal- inn, þar eru svo mörg skemmti- atriði. Það var svo gantan síðast.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.