Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976.
............................
Án konu engin moður
KERAMIK
Sjónvarpsleikrit eftir Jökul Jakobsson
Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson
Stjórn upptöku: Egill Eðvarðsson
Tónlist: Spilverk þjóðanna.
Þaö er seint til fulls úr nál-
inni bitið. í sjónvarpsleikriti
Jökuls Jakobssonar á páskun-
um var staða konunnar í borg-
aralegu samfélagi enn á dag-
skrá, kvenfrelsismálin, kvenna-
árið — sem í leikritinu var líka
nefnt kvennafárið, og kvenfólk
sagt að tröllriði öllu, líka hver
annarri. Þetta var auðvitað
karlmanns-sjónarmið, eigin-
manns, föður og fyrirvinnu,
framamanns í sínu karlmanna-
samfélagi. Fyrir hann er heim-
ilið, fjölskyldan, nauðsynlegur
bakhjarl í borgaralegri tilveru
sem annars fer fram utan
veggja einbýlishússins fína.
Þar er eiginkona, móðir og
rekkjunautur að sínu leyti
eftirskilin í einhvers konar raf-
mögnuðu nútíma-helvíti þar
sem allt er fullkomnað að hús-
búnaði og vélakosti. En þar er
kannski svolítið erfitt að verða
að vera manneskja.
Nú er ekki ætlunin að fara að
halda því fram að Keramik sé
enn eitt „innlegg á kvennaári”,
nýjasta barátturit hinna ósigr-
andi kvenfrelsishreyfinga þar
sem þær geysast fram yfir lönd-
in. Gæti annars karlmaður sam-
ið slík rit? En Jökull er svo sem
ekki heldur að leggjast í gegn
kvennamálunum. Þau eru öllu
heldur umgerð efnisins, bak-
grunnur allt að því ljóðrænnar
stúdíu í einmanaleik og mann-
legu umkomuleysi. Eins og
aðrir stuttir leikir Jökuls að
undanförnu, útvarpsleikritið
Kalda borðið í fyrra, þátturinn
Hlæðu Magdalena sem leikinn
var í svonefndu liöfundaleik-
húsi í fyrravor, er Keramik
kannski ekki nema smámunir
til að sjá. En smámunir þá sem
snúast um raunveruleg efni
sem farið er með þau af skáld-
legum næmleik og hagleik. Og
mætavel held ég að Hrafni
Gunnlaugssyni leikstjóra og
myndatöku- og tæknimönnum
sjónvarpsins hafi tekist að
halda efninu til skila svo að
kostir þess fengju aó njóta sín.
Tæknilega kann Keramik vel
að vera með bestu verkum sjón-
varpsins við leikritagerð.
Leikurinn hefst í dálítið
óvanalegum kringumstæðum á
heimilinu. Konan hefur verið
úti á sveimi alla nóttina og
kemur ekki heim fyrr en að
morgni. Er viö því að búast að
manninum sé sama: konan
kannski farin að halda fram hjá
honum? En það var nú ekki svo
vel. Konan hafði í staðinn setið
á tali við vinkonu sína, frjálsa
nútímakonu sem hún hafði ný-
skeð kynnst á keramiknám-
skeiði, konan var í seinni tíð
farin áð leggja sig eftir hinum
og þessum hugðarefnum og
finna til löngunar að lifa ein-
hverju eigin lífi. Og til þess var
sem sé ekki ýkja mikið svigrúm
á hinu borgaralega uppgangs-
heimili í fyrirskrifuðu hús-
freyjuhlutverki þar. Það
verður úr að eiginkona og
móðir hellir sér alfarið yfir í
keramikina: kannski hún finni
sjálfa sig þar. En hver tekur þá
að sér að hugga eiginmanninn,
skipar sér í sess hennar innan
veggja hins hataða heimilis og
fjölskyldulífsins, önnur en
hennar skáldlega vinkona af
námskeiðinu? Frelsið var sem
sé ekki tómt sjálfstæði, ekki
bara skáldleg kenning: það er
líka einmanaleiki, peninga-
leysi, angist. Betra að vera í
skjóli!
Keramik er í fyrsta lagi
skáldlegur leikur með alvöru-
gefið yrkisefni. Þar var margt
gert með hnyttni og hagleik.
Eitt er aðkoma eiginmannsins:
Sigurðar Karlssonar eftir að
kona hans er farin í frelsið:
allar rafmagnsgræjurnar í
gangi með ærandi hávaða í
hinu fullkomna helvíti. Annað
er ræða hans yfir þeim stöllum
og vinkonum um hlutverk
einstaklingsins í þjóðfélaginu
og nauðsynlegar forsendur þess
að frelsi og framtak hans fái að
njóta sín, það innra kerfi sem
ber uppi þjóðfélagið, en kóróna
þess er hinn frjálsi og sjálf-
stæði maður-sem kunnugt er.
Sigurður fór fjarska smekklega
með dálítið vandmeðfarið hlut-
verk. Það var svo ljóst að undir
mannalegu fasi hans bjó að
sinu leyti líka umkomuleysi og
ótti, að án heimilis, fjölskyldu,
konunnar var þrátt fyrir allt
lítið eftir af honum. Án konu
enginn maður!
En trúlega verða næmleg
andlit kvennanna tveggja
y v T
ÓLAFUR IMK' iLeiklist
JÓNSSON JP w
\ . s L
Keramik: Hrönn Steingrímsdóttir og Halla Guðmundsdóttir
minnisstæðust úr leiknum,
Gerðar og Auðar: Hrannar
Steingrímsdóttur og Höllu Guð-
mundsdóttur, svo lík og ólík í
senn. Þar var fallega farið með
myndavél að tveimur fjarska
álitlegum leikurum úr hóp
okkar efnilegu ungu leik-
kvenna.
Efnið var ekta
Fyrir tveimur vikum eða
þrem var leikið í útvarp nýtt
íslenskt leikrit: Venjuleg helgi,
eftir Þorstein Marelsson. Það
skilst mér að eftir Þorstein hafi
áður birst ein tvö útvarpsleik-
rit, en hvorugt þeirra hef ég
heyrt, því miður. Það er á hinn
bóginn svo sjaldgæft að fram
komi nýir höfundar, frumsamið
(og frambærilegt) efni, að ef til
vill er óhætt að geta hér að
lokum nokkrum orðum, þótt
seint sé, um hið nýja leikrit
Þorsteins.
Það er nú annars ekki ætlun-
in að fara að bera eða jafna
saman leikritum þeirra Jökuls
Jakobssonar. En allténd eiga
þau það sammerkt að yrkisefn-
in eru sótt í daglegt fjölskyldu-
líf. Jökull fjallar um tryggð og
ótryggð, frelsi og ófrelsi. Áhugi
Þorsteins beinist einkum að
drykkjuskap sem hann virðist
telja að sé verulegt heimilisböl
miðaldra eða ívið yngra dags-
daglegs hjónafólks.
Nokkuð kann að vera til í því.
Og tvímælalaust er yrkisefni
hans raunverulegt: fólk sem
lifir lífi sínu fyrir helgarnar
þegar það fer út „að skemmta
sér” eins og sagt er. En
skemmtunin er löngu orðin
marklaus, aðeins tilefni að fá
sér í staupinu, gleyma um
stund í vímunni amstri og úr-
ræðaleysi hins daglega lífs! Á
móti hinum leiða hversdags-
leika dugir skammt draumur-
inn um vorið sem bráðum, ein-
hvern tíma, hlýtur að koma.
Efnið er ekta. En Þorsteini
Marelssyni er að svo komnu
ekki ýkja lagin raunhæf per-
sónusköpun, málfæri sem
megni að gæða fólk og viðfangs-
efni hans eigin lífi. Hjónin
tvenn í leikriti hans höfðu satt
að segja ósköp fátt til mála að
leggja annað en sama suðið um
að „fá sér í glas”. Að sönnu var
auðheyrt að bæði höfundur og
enda persónur hans með hon-
um töldu þetta leiðan löst og
óvana, ef eindhverjum þykir
slik kenning kostur á leikriti,
en ekki löstur.
ÚRKOMA í VETUR 50%
UMFRAM MEÐALLAG
Hitinn einnig undir meðallagi og mun hvassara
Alla vetrarmánuðina,
desember-marz, hefur tíðarfar
suðvestan- og sunnanlands
verið mjög erfitt. Hitinn í
Reykjavík var að meðaltali 0,9°
undir meðallagi og úrkoman
50% umfram meðallag.
Hvassviðri með átta vind-
stigum eða meir var í fjörutíu
daga og í átján daga naði mesta
veðurhæóin níu vindstigum.
Síðastliðin tíu ár náði
veðurhæð átta vindstigum að
meðaltali í tuttugu óg sjö daga
og níu vindstigum í ellefu daga
Slydda eða snjókoma var í
níutíu og tvo daga þessa
mánuði en á síðastliðnum tíu
árum voru þeir fimmtiu og þrír.
Snjór var á jörðu í sjötíu og tvo
daga, en þrjátíu og níu daga á
síðastltðnum tiu árum.
-A. Bj.
Landsmenn eru að vonum
orðnir langþreyttir á rysjóttu
vetrarveðri og horfa langeygir
til vors og hækkandi sólar.
Ljósm. DB-Bjarnleifur.
UM NÝn KJÖR-
Á SUÐURNESJUM
RÆTT
DÆMI
Stofnun sérstaks kjördæmis í
Gullbringusýslu var til umræðu
á sameiginlegum fundi allra
sveitarstjórnarmanna á Suður-
nesjum fyrir skömmu. Hér eiga
hlut að máli Grindavík, Hafna -
hreppur, Njarðvíkur, Keflavík,
Miðneshreppur, Gerðahreppur
og Vatnsleysustrandarhreppur.
Málinu var vísað til stjórnar
samstarfsnefnda framan-
greindra sveitarfélaga til
frekari meðferðar og fram-
gangs.
Formaður þessarar nefndar,
Guðmundur Hauksson, sveitar-
stjóri i Vatnsleysustrandar-
hreppi, sagði í viðtali við Dag-
blaðið að með þessari hugmynd
væri engan veginn verið að
kasta rýrð á þingmenn
kjördæmisins eins og það er í
dag. Hins vegar kvað hann það
aðgætandi aó samanlögð um 12
þúsund manna byggðarlög á
Reykjanesskaganum ættu
engan heimamann á Alþingi.
Þar sæti nú enginn Suðurnesja-
maður.
„Sveitarfélög þessi eiga
mikla og vaxandi samleið á
margan hátt, bæði um at-
vinnulega samvinnu og aukinn
sameiginlegan rekstur sveitar-
félaganna í fjölmörgu tilliti,”
sagði Guðmundur Hauksson.
Mætti þar til nefna bruna-
varnir, heilsugæzlu, og nú
síðast hitaveitu. Með fram-
kominni hugmynd væri stefnt
að jöfnun á atkvæðisrétti íbúa
þessa landshluta til samræmis
við aðra með hliðsjón af
þéttbýlinu þarna.
Guðmundur gerði ráð fyrir
því að fundur samstarfs-
nefndarinnar, sem haldinn yrði
nú í vikunni, myndi senda
sveitarstjórnunum þetta erindi
til umsagnar. Að þeim
umsögnum fengnum yrði
áskorun um breytingu í
framangreinda átt væntanlega
send Alþingi.
„Með hliðsjón af endur-
skoðun stjörnarskrárinnar nú,
þykir okkur tímabært að tjá
sameiginlegar óskir okkar í
þessu efni. Teljum við að sterk
rök styðji þá bre.vtingu á kjör-
dæmaskipun sem væntanlega
verður lögð til,” sagði Guð-
mundur Hauksson að lokum.
-BS-
Milljónagjafir til
Barnageðdeildar
Nýlega átti Barnageðdeild
Barnaspítala Hringsins fimm ára
afmæli. Af því tilefni gaf Kven-
félagið Hringurinn tíu náms-
styrki á kr. 150 þúsund hvern og á
að veita tvo styrki árlega.
Sr. Arelíus Nielsson færði
deildinni röska hálfa millj. kr. frá
Ásgrími Jósefssyni til minningar
um Jónínu Sólveigu Pálsdóttur,
ciginkonu hans. Verður þessi gjöf
höfuðstóll að sjóði sem stonfaóur
hefur verið við deildina.
Þá hefur deildinni einnig borizt
minningargjöf um Ragnheiði
Jónasdóttur frá Brennu og Arna
Jónsson frá Múla frá börnum
þeirra. Er það Borgundarhólms-
klukka sem stendur i anddyri
deildarinnar.
Páll Asgeirsson yfirlæknir
deildarinnar færir gefendum
beztu þakkir deildarinnar.
-A. Bj.