Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976. 23 I Útvarp Sjónvarp Útvarpið í kvöld kl. 20.00: Á kvöldvökunni Hugleið- ingar umdýr „Þetta eru frásagnir Benedikts frá Hofteigi um dýr, sem hann umgekkst og kynntist á sinni löngu ævi heima í Hofteigi” sagöi Gunnar Valdimarsson sem les síðari hluta hugleióinga Benedikts um dýr. Á kvöldvökunni sl. mið- vikudag var meðal annars minnzt á tófuhvolp sem hafði orðið eftir í greni er tófan flutti sig burt með fjöl- skyldu sína. Enga skýringu fann Benedikt á því hvers vegna hvolpurinn hefði orðið eftir, hélt jafnvel að það hefði verið eitthvað dularfullt, en sá litli var aðalskemmtikrafturinn á bænum í heilt sumar. Benedikt minnist hesta sinna, en hann átti töluvert af hestum og það góðum. Hann ferðaðist aðallega á þeim fyrstu búskaparár sín og eiginlega alla slna búskapartíð. Eitt sinn er hann var á heimleið úr fundarferð frá Egilsstöðum á Völlum á Héraði á dimmu haustkvöldi sá hann allt í einu I myrkrinu, þar sem hann knúði hest sinn all fast, að maðurá bleikum hesti þaut fram hjá. Benedikt varð svo mikið um þetta að hann stanzaði á bænum Hvanná á Jökuldal til að jafna sig. Morguninn eftir fréttist að rannsóknaskipið Pourqoui Pas hefði farizt vestur á Mýrum einmitt um svipað leyti og þetta skeði. Og vitanlega er ekki hægt að minnast á dýr öðruvísi en minnast á hunda og það verður talað um Kát, hinn einstaklega vitra hund Benedikts. EVI Gunnar Valdimarsson les hug- leiðingar um dýr eftir Benedikt frá Hofteigi. Útvarp ó morgun kl. 20.00: Meistaraverk eftir Strindbera ó dagskró Flutt í tíl- efni 50 ára leikafmœlis Vals Gíslasonar „Að mínum dómi er Faðirinn eftir Strindberg einn af merk- ustu atburðum í sögu Þjóðleik- hússins og flestum sýningum áhrifameiri á landi hér — þar fór saman þróttmikil og raun- Þjóðleikhúsið sýndi Föðurinn eftir Strindberg árið 1958 og fór þá Valur með aðaihlutverkið, sem hann leikur einnig í upptökunni sem flutt verður annað kvöld. Guðbjörg Þorbjarnardóttir ieikur hlutverk eiginkonunnar sem hann hatar. sönn túlkun leikenda, máttugur hugblær og spenna og góður samleikur, hið geigvænlega og hatri þrungna einvígi hjónanna varð óhugnanlega sterkt og lifandi, nísti merg og bein.” Þetta segir Ásgeir Hjartar- son, sem var leikhúsgagnrýn- andi Þjóðviljans um árabil, í grein er hann nefnir „Litið um öxl” og birt er í tíu ára afmælis- bók Þjóðleikhússins. 50 ára leikafmœli Vals Það er einmitt leikritið Faðirinn sem við fáum að heyra annað kvöld í útvarpinu. Leikritið er tekið til flutn- ings í tilefni af 50 ára leik- afmæli Vals Gíslasonar, sem er á föstudaginn 23. apríl. Valur leikur aðalhlutverkið í leikrit- inu, riddaraliðsforingjann, en með önnur stór hlutverk fara þau Jón Aðils, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir, Haraldur Björns- son og Kristbjörg Kjeld. Leik- stjóri er Lárus Pálsson og þýðandi Loftur Guðmundsson. Upptaka þessi var áður flutt í útvarpinu fyrir níu árum. Gegndarlaust hatur Faðirinn var frumsýndur í Casiono-leikhúsinu _. í Kaup- mannahöfn árið lá87. Þegar Strindberg skrifaði leikritið var hann kvæntur fyrstu konu sinni, Siri von Essen. Hafði hún leitað ráða hjá svissneskum geðlækni vegna þess að hún taldi mann sinn geðveikan. Strindberg hataði konu sína gegndarlaust fyrir þetta athæfi hennar og kemur það glögglega fram í leikritinu. Beitir kona hans (leikin af Guðbjörgu Þorbjarnardóttur) öllum tiltækum ráðum til þess að fá hann til að missa stjórn á skapi sínu, þannig a^ hægt sé að loka hann inni á geðveikra- hæli. Þegar því var að skipta hlífði Strindberg engum, ekki einu sinni fjölskyldu sinni. Hafði áhrif á síðari tíma rithöfunda Það er mikil harmsaga, sem liggur á bak við þetta meistara- verk, og stendur fyllilega fyrir sínu enn þann dag í dag. Leik- ritið er þrungið dramatískri spennu og sálfræðilegu innsæi. Strindberg hefur haft mikil áhrif á leikritahöfunda síðari tíma svo sem Tennessee Williams og Arthur Miller. Hann var sjálfur enginn gæfumaður. Hann léitaði allt sitt líf að þeirri móðurhlýju sem hann fór á mis við i æsku, en fann hana aldrei. Þessi innri barátta hans setur mark^sitt á verk hans og þar er Faðirinn engin undantekning. Þjóðleikhúsið sýndi Föðurinn árið 1958 og var hlut- verkaskipan sú sama og í út- varpsupptökunni. —A.Bj. Góðir myndaflokkar fyrir börn og unglinga SAMADRENGURINN ANTE BER ÞÓ AF ÖLLUM „Norski myndaflokkurinn um Samadrenginn Ante er alveg stórgóður og ber af öðru sjónvarpsefni sem á boðstólum hefur verið fyrir börn,” sagði þýðandi þáttanna, Jóhanna Jóhannsdóttir. Ante er á dag- skránni kl. 18.40 í kvöld. Er það 6. og síðasti þátturinn og nefnist Pétur og stúlkan. „Hann er eðlilegur og vel leikinn. Mér er kunnugt um að sá sem leikur föður Ante er atvinnuleikari en bæði börnin og gamla fólkið, sem fram kemur í myndinni, eru ekki leikarar að atvinnu en skila sín- um hlutverkum mjög vel. Þarna eru einnig óvenju vel gerðar og fallegar náttúru- myndir.” — Nú er þetta leikið á máli Sama, skilur þú það? „Ég get rétt aðeins fylgzt með því, en þó með ærinni fyrirhöfn,” sagði Jóhanna. „En ég fæ handrit á norsku og þýði eftir því. Samamálið er alveg sérstakt mál.” Jóhanna Jóhannsdóttir er stúdent frá Noregi með norsku og norskar mállýzkur sem aðalfag. Jóhanna er einnig þýðandi annars myndaflokks fyrir börn og unglinga sem er á dag- skránni á miðvikudagskvöld- um, en það er myndaflokkurinn um Robinsonfjölskylduna. Hann er á dagskrá kl. 18.15 í kvöld. Sýndur er 11. þáttur sem nefnist Dauðsmannsgull. Jóhanna sagði að alls væru til þrettán þættir um Robinson- fjölskylduna hjá sjónvarpinu hér, en henni væri kunnugt um að aðrir þrettán þættir hefðu verið gerðir en ekki hefði verið ákveðið hvort þeir yrðu teknir til sýningar. „Þetta eru einnig skemmti- legar barna og unglingamynd- ir,” sagði Jóhanna Jóhannsdótt- ir. —A.Bj. Fimmtudagur 22. apríl 8.00 HeiloaA sumri. a. Ávarp útvarps- stjóra. Andrésar Björnssonar. b. Sumarkomuljóð eftir Matthías Jochumsson í flutningi Herdlsar Þor- valdsdóttur leikkonu. c. Vor- og sumarlög. sungin og leikin. 8.45 Morgunstund barnanna. Hreiðar Stefánsson heldur áfram að lesa sögu sína „Snjalla snáða" ( 3). 9.00 Fréttir og veðurfregnir. Otdráttur úr forustugreinum dagbl. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Fiðlusónata í F-dúr ..Vor- sónatan” op. 24 eftir Beethoven. David Oistrakh og Lev Oborín leika. b. Sinfónía nr. 1. „Vorhljómkviðan" op. 38 eftir Schumann. Sinfóníuhljómsv. Lundúna leikur, Jósef Krips stj. c. Konsert fyrir flautu, hörpu og hljóm- sveit (K299) eftir Mozart. Werner Tripp, Hubert Jellinek og Fíl- harmoníusveit Vínarborgar leika, Karl Miinchinger stj. 11.00 Skátamessa i Neskirkju. Séra Guð- mundur Oskar Ólafsson Hrefna- Tynes predikar og organleikari er He.vnir Jónasson. 12.00 Dagskráin. Tónreikar. Tilkynning- ar. 1?.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir. óskalög.sjómanna. 14.15 Á afmæli Snorra Hjartarsonar skálds. Sverrir Hólmarsson menntaskóla- kennari talar um Snorra og skáldskap hans og lesið verður úr ljóðum skálds- ins. 15.00 Miödegistónleikar: Frá Berlínarút- varpinu. Flytjendur: Christian Zachar- ias. Istvan Gati og Sinfóníuhljómsveit Berllnarútvarpsins. Stjórnandi: Peter Schrottner. a. „Slðdegi fánsins" eftir Claude Debussy. b. Þrjár aríur eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c. Planó- konsert I G-dúr eftir Maurice Ravel. 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. Barna- luörasveit Árbœjar og Breifiholts leikur. Stjórnandi: Ólafur L. Kristjánsson. 16.40 Bamatími í samvinnu vifi barnavina- fólagifi Sumargjöf- Fósturnemar sjá um val og flutning á efninu. 17.30 Stúlknakór danska útvarpsins syng- ur í sal Menntaskólans við Hamrahlið 3. þ.m. Söngstjóri: Tage Mortensen. Píanóleikari Evvind Möller. Einnig leikur kvartett Pouls Schönnemanns. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.25 „Vorifi er komifi” Haukur Hafstað framkvæmdastjóri Landverndar flyt- ur erindi. 19.45 Einsöngur í útvarpssal: Gufimundur Jónsson syncur Iöe eftir Kristin Reyr og Knút R. Magnússon. Olafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 20.00 Leikrit Þjófileikhússins: „FaAirinn" eftir August Strindborg.Áður ÚtV. 1959 og 1967. Nú flutt á 50 ára leikafmæli Vals Gíslasonar. . Klemenz Jónsson leiklistarstjóri flytur ávarpsorð. Þýð- andi: Loftur Guðmundsson. Leik- stjóri: Lárus Pálsson. Persónur og leikendur: Riddaraliðsforinginn- Valur Gíslason., Lára-Guðbjörji Þor- bjarnardóttir., Ostermark-Jón Aðils., Presturinn-Haraldur Björnsson., Fóstran-Arndis Björnsdótttir., Berta- Kristbjörg Kjeld,. Nöjd-Erlingur Gíslason.. Umsjónarmaður-Klemenz Jónsson. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sá svarti senuþjófur." œvisaga Haralds Björnssonar. Höfundurinn. Njörður P. Njarðvík. les (12). 22.35 Danssýningaríög> Fílharmóníu- hljómsveitin í Berlín leikur, Herbert von Karajan stj. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 23. apríl T.OOMorgunutvarp. Veðurfr. kl. 7.00 8.15 Og 10.10. Morgunleikf. kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15. 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Séra Þórir Stephensen flytur Morgunstund bam- anna kl. 8.45. Hreiðar Stefánsson heldur áfram sögu sinni „Snjöllum snáðum" (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallafi vifi bændur kl. 10.05. Úr handrafianum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. .Frönsk tónlist kl. 11.00: Edith Peineman og Tékkneska fílharmoníu- sveitin leika „Tzigane", konsert- rapsódíu fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Ravel. Peter Maag stjórnar/IJljóm- sveit Tónlistarskólans I París leikur „Phédre”, ballettmústk eftir Auric, Georges Tzipine stj./ Aimée van de Wiele og hljómsveit Tónlistarskólans I Parls leika „Concert champétre” fyrir sembal og hljómsveit eftir Poulenc, Georges Prétre stj. 12.00 Dagskráin. Tilkvnningar. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. \ 13.00 Við vinnuna: Tónleikar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.