Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRtL 1976.
Þessi hrina mældist 9,9 stig á Richterkvarða og LA fór í rúst.
Þetta er
raunveru-
leg hryll-
ingsmynd
Ekki þrœl-
góð, heldur
þrœkigóð
Austurbæjarbíó: Mandingo ★★★ 118mín.,
bandarísk, gerð 1975, Technicolor, breið-
tjald,
Leikstjóri: Richard Fleischer.
Mandingo fjallar um líf feðga
sem hafa þá atvinnu að rækta
upp negra til sölu á þræla-
mörkuðum. Umbótamenn eru
farnir að láta í sér heyra og
vilja afnám þrælahalds. En þeir
feðgarnir halda áfram að
gamna sér með kvenkynsþræl-
unum sínum á milli þess sem
þeir halda áfram viðskiptum
sínum. Að lokum kemst sonur-
inn að því að gildismat hans á
heiminum er rangt.
Eg bið oftast spenntur eftir
að sjá nýjar myndir eftir Dick
Fleischer en ég verð að játa að
ég varð fyrir nokkrum von-
brigðum með Mandingo. Fleisc-
her hefur oft verið hnitmiðaðri
og betri. Að vísu er Mandingo
ágætis mynd en á köflum er
hún ansi langdregin. Hún er vel
leikin og má sérstaklega benda
á Perry King en hann sást
síðast í myndinni Djöfulæði
sem sýnd var í Hafnarbíói.
Persónulýsingar eru með
ágætum og að flestu leyti er
myndin ágætlega gerð tækni-
lega, Mandingo vekur hjá
manni ýmsar áleitnar
spurningar um þrælahald og þá
sem það styðja. I heild má segja
að Mandingo sé góð af-
þreyingarmynd með þjóðfélags-
legum undirtón og hin ágætasta
skemmtun, jafnvel þótt hún sé
nokkuð langdregin á köflum
eins og fyrr sagði.
Kvik
myndir
— þar sem fólk er gjörsamlega
varnarlaust
Laugarásbíó: Jarðskjálftinn (Earthquake)
★ ★ ★ ★
129 mín. bandarísk, gerð 1974. Technicolor,
Panavision.
Leikstjóri: Mark Robson.
Mynd þessi er um eyðingu
Los Angeles af völdum jarð-
skjálfta og ýmis vandamál sem
fylgja í kjölfar hans.
Það er fremur lítið um eigin-
legan söguþráð en sagan er
sögð í mörgum smásögum sem
byggja upp áhrifaríka heildar
mynd. Það er að vísu einn galli
við myndina, en hann er sá að
ekki var hægt að fá hingað með
myndinni sérstaka lágtíðni-
hátalara sem virkilega auka
áhrifin af myndinni. En þar
sem þessir hátalarar eru dýrir í
leigu hefði myndin aldrei getað
borið sig nema með all-verulega
hækkuðu miðaverði, og því var
ekki unnt að fá þá með, þar sem
slík hækkun hefði ekki verið
leyfð. En hvað um það, myndin
er sérstaklega vel gerð tækni-
lega og getur hver sem er haft
af henni hina bestu skemmtan.
George Kennedy og Charlton Heston eru þarna að bjarga fólki úr
kjallara þar sem það var lokað inni.
Nú og ekki vantar leikara. myndin haft minna til síns
Aðalleikarar eru hvorki meira ágætis. Sem sagt góð mynd og
né minna en 10 og hefur mörg vel gerð.
Besta póskamyndin?
Stjörnubíó: California Split ★ ★ ★ ★ ★ 105
min., bandarisk, gerð 1974, Panavision og
Motrolitir,
Leikstjori: Robert Altman.
California Split fjallar um
tvo at vinnufjárhættuspilara
sem lenda i ýmsum ævintýruin
og eru ýmist ríkir eða fátækir.
Þessi mynd er að töluverðu
leyti ..impróviseruð” eða leikin
án' þess að hafa nákvæmlega
skrifað textahandrit. Altman
hefur fengizl töluvert við svo-
leiðis tilraunir og hefur honum
yfirleitt gengið mjög vel með að
fá það fram sem hann var að
sækjast eftir. California Split
er gerð næst á undan Nashvillé.
sem var sýnd í ' Háskólabíói,
fyrir skömmu, og myndin sem
Altman gerði á undan Cali-
fornia Split er á dagskrá hjá
Hafnarbiói fljótlega en hún
liéiiii images og fjallar unt geð-
veiki. California Split er
einhver sú hlægilegasta mynd
sem ég man eftir í langan tíma
og er hún ekki verri en
M.A S H sem Altman gerði á
sínum tima og markaði tímamót
í gerð stríðsgamanmynda. Það
verður enginn svikinn sein fer í
Stjiirnubíó þessa dagána til að
--..m sagt m.jög góð
meðmæli.
Gammur-
inn er
hrœœta
Nyja bió: Gammurinn á flótta (Three Days of
the Condor) ★★★ 115 mín., bandarísk,
gerð 1975, Panavision, Technicolor,
Leikstjóri: Sidney Pollack.
Gammurinn fjallar um mann
sem kemst að leyndarmáli
vinnuveitenda sinna en það er
CIA.bandariska leyniþjónustan,
og fer hann í hálfgildings stríð
við hana. Að sjálfsögóu kemst
hánn frá því með heiðri og
sóma og skammar yfirmann
sinn fyrir barnaskap. Þessi
mynd er sæmilega gerð og á
köflum feikilega spennandi,
jafnvel svo að maður fer að
rtaga neglur. Persónulýsingar
og leikur er hreint með ágætum
þótt það slái svolítið útí fyrir
Redford í lokin. Það kemur
kannski ekki að sök þar sem
hann er búinn að töfra lýðinn
upp úr skónum allan fyrri
hluta myndarinnar. Það er
annars einkennilegt að hann
skuli hafa kenninafnið
Gammur en allir vita það að
Gammurinn er hræfugl.
Redford er ekkert nálægt þvi
að vera hræfugl en það eru
vinnuveitendur hans aftur á
móti. Þegar maður fer aó hugsa
urn myndina eftir á þá eru í
henni nokkrar veilur sem
gaman er að velta fyrir sér. T.d.
hvað kom til að Kathy Higgins
hjálpar Turner án þess að fá
fullnægjandi sannanir f.vrir því
að hann væri sá sem hann þótt-
ist vera? Hvernig stendur á því
að Turner getur labbað inn í
hverfisstöð símans í New York
og tengt saman 20 simalinur án
þess aö vera stöðvaður? Af
hverju gengur það svo illa hjá
CIA að koma honum fyrir
kattarnef með alli i þeirri tækni
og mannafla sem þeir hafa á að
skipa? En hvað um það maður
fer ekki að brjóta um þetta
heilann f.vrr en eftir á og getur
haft af myndinni hina beztu
skemmtun. Fær þess vegna
ágæt nteðmæli.
Feögarnir á Falconhurst
Maxwell (James Mason) og
Hammond (Perry King).
Susan George leikur Blanche,
vanrækta eiginkonu
Hammonds, en hún Iék sem
kunnugt er eiginkonu Dustin
Hoffman í mynd Peckinpah
Straw Dogs, sem sýnd var í
Haf narbíói á sínum tima.
Joe Turner (Redford) ásamt
Kathy Hale sem ieikin er af
Faye Dunaway.
Joubert ieigumorðingi
leikinn af Max von Sydow.
John Houseman leikur einna
skemmtilegasta karakter
m.vndarinnar, yfirmann áætl-
unardeildar CIA.