Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 6
6 DAtíBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976. Ástralía: Sexmenn rœndu 700 mi/f/. kr. í morgun Sex stigamenn, vopnaðir vélbyssum, réðust inn i lok- aðan íþróttaklúbb í Melbourne í Ástralíu í morgun, þar sem verið var að deila út verðlaunafé úr veðhlaupakeppni, og höfðu á brott með sér sem svarar allt að sjö hundruð milljónum króna. Haft er eftir lögregluforingjum í borginni, að stærra rán hafi aldrei verið framið í Astralíu. Vegatálmanir hafa verið settar upp víðs vegar um borgina á meðan ræningjarnir ganga lausir. Ræningjarnir voru grímu- klæddir í siðum rykfrökkum þegar þeir réðust inn í húsa- kynni klúbbsins og tóku pening- ana á annarri hæðinni. Þeir komust í burtu án þess að vekja eftirtekt vegfarenda. Framkvæmdastjóri klúbbsins sagði mennina hafa haldið um fjörutíu skrifurum í gíslingu á annarri hæð hússins í um það bil tíu mínútur. ,,Þeir hirtu hverja einustu krónu, mjög skipulega,” sagði framkvæmdastjórinn, ,,og hótuðu að skjóta hvern þann, sem léti á sér kræla.” Verið var að greiða út verð- launafé eftir veðhlaup fimm daga í röð og er það ástæðan fyrir þess- ari háu upphæð. Áður en ræningjarnir yfirgáfu klúbbhúsið slitu þeir allar síma- línur úr sambandi og eyðilögðu einu lyftuna í húsinu. Bretadrottning fímmtug: Elísabet II. dansaði frarn á rauða nótt — en Callaghan mátti ekki vera að því að koma í afmœlisveizluna Elísabet Englandsdrottning dansaði í fimmtugsafmæli sínu fram á rauða nótt og söng með rúmlega 500 gestum svo undir tók í Windsor kastala. I gullskreyttum danssal drottningarinnar, sem raunar var byggður af Karli II. og hefur verið notaður við svipuð veizluhöld í þrjár aldir, dönsuðu gestir valsa og supu kampavín fram eftir allri nóttu. Klukkan 02.40 i nótt var sér- staklega skálað fyrir fæðingar- stund drottningarinnar fyrir hálíri öld. Meðal konunglegra gesta voru Margrét prinsessa, systir drottningar, og eiginmaður hennar, Snowdon lávarður, en þau skildu fyrr í þessum mánuði. Áður en afmælisdansinn hófst í gærkvöld hélt drottning kvöldverðarboð fyrir sextiu nána ættingja og vini. Auk ættingja voru þar meðal annarra Harold Wilson fyrrum forsætisráðherra og leiðtogar tveggja stærstu stjórnarand- stöðuflokkanna, Margaret Thatcher og Jeremy Thorpe. Athygli vakti, að James Callaghan, hinn nýi forsætis- ráðherra, sást hvergi. Sam- starfsmenn hans sögðu hann ekki hafa komizt í veizluna vegna anna í nýja starfinu. Drottningin fór úr veizlunni kl. 03.15 í nótt, fimmtán mínútum eftir að henni átti að ljúka. Urn miðnætti sungu allir viðstaddir: ,,Hún á afmæli í dag.. .” Jan-Otto Andersson, háskólakennari frá Abo, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. apríl kl. 20.30. Fyrirlesturinn veróur fluttur á sænsku og nefnist: „Förándringar av ekonomiska styrkeförhállanden í várlden”. Norrœni sumarháskólinn Norrœna húsið AHir velkomnir NORRÆNA HÚSIÐ Eþíópía: „Þjóðaráœtlun" Japon: Umferðar- lömunin verður œ meiri — verkfallið breiðist út sett í framkvœmd Milljónir japanskra veg- faranda stóðu framrni f.vrir algjöru umferðaröngþiveiti annan daginn í röð. Verkfall járnbrautalestarstarfsmannana og áætlunarbílstjóra breiðist stöðugt út, og hafa nú um tvö hundruð minni fyrirtæki bætzt í hópinn. Talið er að allt að 38 milljön- ir manna hafj orðið fyrir barðinu á verkfallsaðgerðun- um. Upphaf verkfallsins var að starfsmenn ríkisjárnbrautanna og járnbrautarfyrirtækja í einkaeign hófu þriggja daga verkfall i gær til að leggja áherzlu á kröfur sinar um nteira en 10% kauphækkun. Ilundruð þúsunda manna urðu að dveljast á vinnustöðum og í hótelum í nótt vegna um- ferðarlömunarinnar. Bráðabirgðaherstjórnin í Eþíópiu hefur tilkynnt, að nýrri þjóðaráætlun verði hrint í fram- kvæmd í dag, og jafnframt að samkvæmt þessari áætlun verði hægt að stofna Verkamannaflokk alþýðunnar í landinu. í tilkynningu herforingja- stjórnarinnar, sem lesin var upp í Addis Ababa-útvarpið í nótt af Méngistu Haile Mariam, ,,fyrsta varaformanni", sagði að nýi flokkurinn myndi veita allri al- þýðu manna tækifæri til að fylgja hinni réttu leið til sósíalisma og samhyggju í landinu. Nýja þjóðaráætlunin mun verða fólki til hjálpar til að ,,rísa sameiginlega gegn þremur óvin- um landsins — lénsskipulaginu, heimsvaldastefnunni og auðvalds- stefnu skrifstofuveldanna”. Nánar verður greint frá þess- um áformum í Eþíópíu þar suður frá í dag. Bandaríkin: Drápu félaga sinn við œfingar Liðsforinginn hvatti þá áfram Óbreyttur hermaður í land- gönguliði bandaríska hersins var laminn til dauða af félögum sínum í herdeildinni, á meðan þjálfari þeirra hrópaði: „Drepa! drepa! drepa!”, segir í hljóð- ritaðri vitnaleiðslu tveggja ungra manna úr herdeildinni. Fórnarlamb barsmíðarinnar var nýliðinn Lynn McClure, en atburðurinn átti sér stað í æfingastöð hersins í San Diego. Foreldrar piltsins, sem var tví- tugur, hafa nú höfðað mál gegn ríkissjóði og krefjast 3.5 milljóna dollara í skaðabætur. Lögfræðingur hjónanna lét fréttamönnum í té segulbands- upptöku af frásögn hermannanna tveggja, sem sögðu þar, að þeir hefðu tekið þátt í barsmíðinni með þrem eða fjórum öðrum úr herdeildinni. Sagði annar þeirra, að liðþjálf- inn hefði æst herdeildina á stig brjálæðis. Og hann bætti við: „Við vorum eins og dýr......ég get aldrei gleymt þessu. Eg þarf ekki annað en að hugsa um þetta og þá get ég ekki sofið. Þá heyri ég bara ópin í honum og grát- bænir hans um miskunn.” Skipstjóri óskast á 200 tonna togskip. Sími 23464. Vélvirkjar — plötusmiðir Vélsmiðjan Stál Seyðisfirði óskar að ráða nokkra vélvirkja og plötusmiði. Upplýsingar í síma 97-2302 eóa í síma 15739 milli kl. 18 og 20 í dag. Dodge Dart Óska eftir að kaupa Dodge Dart Swinger, sjálfskiptan með vökva- stýri, 2ja dyra, árg. 1972 eða 1973. Aðeins góð bifreið kemur til greina. Upplýsingar í símum 23442 og 42837 eftir kl. 5.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.