Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 8
Hugmyndir að Norðurlandsvirkjun: Ríkið eigi 40% — sveitarfélög 60% í frumhugmyndum að stofnun Norðurlandsvirkjunar um rekst- ur Kröfluvirkjunar og hugsan- legra annarra stórvirkjana norð- anlands er gert ráð fyrir að ríkið eigi 40% hlut á móti 60% hluta sveitarfélaga á Norðurlandi en sem kunnugt er eiga Reykjavíkur- borg og ríkið Landsvirkjun saman til helminga. Lárus Jónsson alþingismaður, formaður nefndar þeirrar sem unnið hefur að undirbúningi og tillögugerð að Norðurlands- virkjun, sagði í viðtali við DB í gær að nefndin myndi á næstunni skila af sér hugmyndum og til- lögum að stofnun virkjunarinnar. Hins vegar væri of snemmt að greina frá þeim í smáatriðum á þessu stigi þar sem nefndin mun bráðlega funda um þær og fullmóta þær. Þá væru ýmisleg þýðingarmikil atriði enn óljós, svo sem hvaða Iánakjara af hálfu ríkisins væntanleg virkjun myndi njóta, en virkjanir hérlendis njóta mjög mismunandi kjara hjá því opinbera. Virkjunin gæti að sjálf- sögðu ekki tekið á sig óheyrilegar skuldbindingar því gera yrði ráð fyrir því að raforkuverðið stæði undir rekstri og stofnkostnaði og ekki væri hægt að stilla því í óhóf. Að lokum sagði Lárus að augljóslega væri talsvert verk óunnið þrátt fyrir skil nefndarinnar á álitsgerð, ríkis- valdið og sveitarfélögin ættu eftir að komast að niðurstöðu hvort þessar hugmyndir eða aðrar kæmust í framkvæmd og hvenær. -G.S. „Nýja bryggjan" í Hafnarfjarðarhöfn rifin: Munaði 500% á hœsta og lœgsta tilboði Hafnarfjarðarhöfn óskaði nýlega eftir tilboðum í að rífa svonefnda Nýju bryggju i Hafnar- fjarðarhöfn, en hún var orðin ónýt. 12 tilboð barust frá jafn- mörgum aðilum en sá, sem bauð lægst, dró sig til baka. Að tilboði hans slepptu hljóðaði næsta tilboð upp á rúml. 2,4 millj., en hæsta tilboð var röskar 12,4 milljónir og var munur á hæsta og lægsta tilboði því hvorki meiri né minni en 516%. Lægsta tilboð átti Andrés Arnason, Digranesvegi 18 í Kópavogi, en Haraldur Haraldsson, Hraunbæ 17 I Reykjavík átti það hæsta. Næsthæsta tilboð hljóðaði upp á 6,4 milljónir og næstlægsta við það, sem tekið var 3,2 milljónir. Andrés er nú byrjaður á verkinu. -G.S. Stolið frá Mexíkó fyrir hálfa Hljóðfærum og hljómtækjum, sem metin eru á að minnsta kosti hálfa milljón króna, var stolið nýlega frá hljómsveitinni Mexikó, þar sem hljómsveitin hefur aðsetur sitt til æfinga í gamla Ármannshúsinu við Sigtún. Það var að morgni mánudagsins 29. marz að félagarnir í hljómsveitinni urðu þess varir að einhver hafði farið inn í æfingahúsnæðið og haft á brott með Sér þrjá AKG hljóðnema, einn Electrovoice hljóðnema, Hitachi snældutæki milljón og stórt fjögurra rasa National segulbandstæki. Að auki hurfu ýmsar rafmagnssnúrur, sem nauðsynlegar eru svo þessi tæki gegni tilætluðu hlutverki sínu. Að sögn Jens Gíslasonar, fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar, var þjófnaðurinn kærður til rann- sóknarlögreglunnar en þar engin von gefin um endurheimt tækjanna, bezt væri að fylgjast með smáauglýsingadálkum dag- blaðanna. -ÓV. Nýr flokkur stofnaður — Kommúnistaflokkur íslands Nú um páskana fæddist nýr stjórnmálaflokkur, Kommúnista- flokkur Islands. Mun hann vera stofnaður upp úr Kommúnista- samtökunum Marz-lenínistunum, hópum vinstrisinnaðra verka- manna og fleiri stjórmhala- einingum. Gunnar Andrésson er formaður hins nýja flokks sem hélt stofn- þing sitt um páskana og Kristján Guðlaugsson er einn af forvígis- mönnum hans. —G.S. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976. Stefán Jóhann Stefánsson um leyniskýrslurnar: „Bandaríkjamenn sjá kommana víða u „Ekki varð ég var við það, en hjá Bandaríkjamönnum er það ekki alveg ómögulegt því að þeir eru nokkuð móðursjúkir þar sem kommúnistar eru annars vegar. Þeir sjá komm- ana víða.” Þannig svaraði Stefán Jóhann Stefánsson fyrrverandi forsætisráðherra spurningu Dagblaðsins um hvort Banda- ríkjamenn hefðu óttazt bylt- ingu kommúnista á tslandi í þann mund sem við gengum í Atlantshafsbandalagið. Nú nýlega hafa verið birtar skýrslur, sem áður voru leyni- skýrslur, um viðskipti íslenzkra og bandarískra ráðamanna á þessum tíma. Stefán Jóhann var forsætisráðherra árið 1949 en skýrslurnar taka til þess árs. Menn hafa talið sig geta ráðið af skýrslunum að ótti hafi verið við ástandið á Islandi sjálfu og hugsanlega valdatöku manna úr Sósíalistaflokknum. Við spurðum Stefán Jóhann þess vegna hvort ótti við valda- töku kommúnista hefði ein- hverju ráðið um áhuga íslenzkra ráðamanna á inn- göngu tslands í NATO. „Ég varð ekki var við það og hafði það ekki á tilfinningunni,” sagði Stefán. „Það var alft annað sem réð mínum gerðum og þeirra ráðherra sem ég hafði nánast samstarf við.” Stefán sagði að ráðamönnum hefði ekki þótt viðunandi að tsland væri „óvarið fley, á hverju sem gengi 1 heiminum,” Þeir hefðu talið mikilvægt að tsland tæki sér stað réttum megin í heimsmálunum. —HH 150 þúsund krónu bros Þeir Erlingur Gíslason og Hákon Waage hlutu styrki þessa árs úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. Styrkina afhenti Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, þá er Náttbólið var sýnt síðast leikrita fyrir páskana. Þeir Erlingur og Hákon hlutu 75 þús. kr. hvor. Þrátt fyrir ekki hærri upphæð virðast þeir hinir ánægðustu á þessari DB -mynd Bjarnleifs. Borgfirðingavakan hefst á morgun Borgfirðingar ætla ekki að verða eftirbátar annarra hvað menningarneyzluna varðar. Á morgun, sumardaginn fyrsta, hefst Borgfirðingavakan svo- kallaða. Vakan hefst með kvöldvöku í Logalandi annað kvöld. Þar verða kynnt verk skáldanna Jóns Helgasonar frá Rauðsgili og Jóns frá Stóra-Botni. Þá verður kórsöngur, þjóðdansasýning og flutt verða gamanmál — spurningar og svör í ljóðum. Á þessari kvöldvöku fer einnig fram afhending á verólaunum til þess manns sem þótti ganga einna snyrtilegast um eignir sínar á síðasta ári. — Öll þessi atriði, nema verðlaunaafhendingin, verða endurtekin í Borgarnesi á sunnudaginn. Á miðvikudags- og laugardags- kvöld fer fram leiksýning í félags- heimilinu í Brún. Sýnt verður leikritið Leynimelur 13. I félagsheimilinu í Valfelli verður listsýning alla fjóra daga Borgfirðingavökunnar. Þar verða sýnd verk Ásgríms Jónssonar í tilefni af 100 ára afmæli hans. Sýning þessi hefst á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. A sunnudaginn verða haldnir tónleikar í félagsheimilinu Lyng brekku. Þar leikur lúðrasveitin Svanur frá Reykjavík. Einnig verða sýndir þjóðdansar. Þetta mun vera i þriðja skiptið, sem Borgfirðingavakan er haldin. í öll skiptin hefur hún hafizt á sumardaginn fyrsta og staðið fram á sunnudag. Að vökunni standa eftirtalin félög: Ungmennasamband Borgarfjarðar, Samband borgfirzkra kvenna, Búnaðarsam- band Borgarfjarðar, Tónlistar- félag Borgarfjarðar og Kirkju- kórasamband Borgarf jharðar- prófastsdæmis. -AT- Björn á Löngumýri vann fjór- böðunarmólið fyrir Hœstarétti Björn á Löngumýri vanh fjárböðunarmáliö fyrir Hæsta- rétti en dómur gekk í málinu i gær. Hæstiréttur skiptist, an meirihluli hans dæmdi Birni I vil. Sératkvæði skiluðu þeir Magnús Þ. Torfason og Þór Vilhjálmsson en meirihluti Hæstaréttar, Benedikt Sigur- jónsson, Logi Einarsson og Björn Sveinbjörnsson.dæmdi svo uð úrskurður Sakadóms Húnavatnssýslu, sem skyldaði Björn á Löngumýri til að þola tvíböðun á fé sínu, skyldi úr gildi felldur. Niðurstöður Hæstaréttar eru þær, að ekki hafi verið fullnægt ákvæðum laga um liirtingu fyrirmæla landbúnaðai- ráðherra um tvíböðun sauðfjár í Húnavatnssýslu. Meö iiiiösjuii al eíai fyrirmælanna og viðurlögum gegn brotum á þeim taldi meirihluti Hæsta- réttar að þau hefðu átt að birtast í Lögbirtingarblaðinu skv. 3. gr. laga nr. 64 frá 1943 og að því hefðu auglýsingar í út- varpi ekki verið nægar. í dómi Hæstaréttar segir ennfremur: „Þá þykir ljóst, að ekki hafi verið sýnd mikil festa við framkvæmd fyrirmæla landbúnaðarráðherra og mis- munandi reglur gilt um böðun sauðfjár á því svæði sem þau tóku til.” Þá er og talið að óþarft hafi verið að kveða á um framkvæmd böðunarinnar með dómsúrskurði þar sem fram- kvamid verksins hafi borið undir sýslumann sem lögreglu- stjóra-. en ekki sem héraðsddómara, skv. til- vitnuðum reglugerðarákvæðum Sératkvæði telja hins vegar að úrskurðurinn hefði átt að gilda. Kærumálskostnaður var felldur niður. Lögmaður Björns Pálssonar á Löngumýri var Jón E. Ragnarssom hæstaréttarlög- maður. -BS- Leiðrétting við slysið á hestunum Hestamaður nokkur, sem varð vitni að hinu hörmulega slysi þar sem tveir hestar drápust á skírdag, vildi koma leiðréttingu við fréttina á framfæri. Rangt var farið með að verið væri að reka hestana eftir Vestur- landsvegi, heldur voru þeir á ferð utan vegar sem þrengist allmikið við slysstaðinn. Þetta olli því, að reiðskjóti hestamannsins hnaut og knapinn féll af baki. Slitu tveir hesta hans sig þá lausa og hlupu eftir Vesturlandsvegi. Reyndi knapinn að halda á eftir þeim og stöðva þá, en um seinan. Hestarnir urðu fyrir bílnum áður en til þeirra náðist. -BH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.