Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 12
12 D/UiBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 21. APRÍL 1976. Iþróttir þróttir Iþróttir íþróttir Úrslitaleikur Evrópubikarsins ó Hampden Úrslitaleikurinn í Evrópubikarnum milli Bayern Munchen «g S(. Etienne veröur á Hampden Park i Ulasgow 12. maí eins «g í upphafi' var ákvertió. Talsmartur Evrópusambandsins skýröi frá þessu í Berne í gær — en tilmæli höfrtu komirt frá Bayern aö leikdegi yrrti breytt, þar sem Skotland—Eng- land leika á Hampden þremur dögum^ eftir úrslitaleikinn og töldu Þjórt- verjarnir að það mundi draga úr artsókn art Evrópuleiknum. Þeir vildu, aö leikurinn yröi annaðhvort háöur í Amsterdam eða Milanó. UEFA ákvart aö breyta engu eftir að hafa fengið fréttir frá Skotum um sölu aðgöngu- mirta á leik Bayern og St. Etienne. Þau brezku banda- rískir meistarar Gillian Gilks og Paul Whetnall, Bret- landi, sigrurtu í einlirtaleikjunum á bandariska meistaramótinu í badmin- ton, er lauk í Philadelphiu á laugar- dag. Gilks sigraöi Lenu Koppen, Dan- mörku, í úrslitaleiknum í kvenna- flokki meö 8-11, 11-5 og 11-6. Whetnall sigraði Svíann Thomas Killström í úr- slitum 17-14, 15-10. Listafólk í badminton fró Kína í heimsókn og leikur við íslendinga — Þaö er staðreynd, aö Kín- verjar eiga á aö skipa einhverjum snjöllustu badmintonleikurum heims og þeir senda ekki nema sitt bezta fólk til keppni á erlenda grund. Því eigum viö von að sjá mikla snillinga í badminton i keppni hér á Íslandi næstu daga, sagöi Rafn Viggósson, blaöafull- trúi Badmintonsambands íslands virt Dagblartið í morgun. Níu kínverskir badmintonleik- arar — fjórir karlar og fimm konur — komu til íslands í morgun ásamt þjálfara og tveimur fararstjórum. Þessi hópur er að hefja kynnisferð unt Evrópu með Ísland sem fyrsta áfangastað. Afburðafólk i sinni íþrótt. Kínverjarnir munu taka þátt í fjórum mótum hér ásamt íslenzk- um badmintonleikurum. Fyrsta mótið verður í Laugardalshöllinni á morgun, 22. apríl, og hefst kl. 14.00. Meðal áhorfenda verður forseti íslands, Kristján Eldjárn. Daginn eftir fara Kínverjarnir upp á Akranes og taka þar þátt í móti um kvöldið ásamt keppend- um frá Akranesi. A laugardag er fyrirhugað, að Kínverjarnir fari til Siglufjarðar og sýni fólki þar listir sínar — en þó aðeins að veður verði svo gott að hægt sé að fljúga fram og til baka á sama degi. Lokakeppni Kínverjanna hér verður svo í Laugardalshöll á sunnudag kl. 14.00. Kínverjar eru nteðal snjöllustu badminton- leikara heims, én þar sem þeir eru ekki enn orðnir aðilar að Alþjóðaþadmintonsambandinu hafa þeir ekki keppt rnikið á stærstu mótum heims. Þess má þó geta, að á Asíulefkunum síðustu sópuðu Kinverjar inn verðlaun- um. Badminton er álíka vinsæl íþróttagrein í Kína og borðtennis — og í báöum greinum eiga Kín- verjar íþróttafólk á heimsmæli- kvarða. Chen Hsing-hui — ein snjallasti badmintonmaður Kínverja. íþróttir Haukar kœra Haukar hafa nú kært úrslitin í 2. flokki kvenna í handknattleik. Vilja Haukarnir meina art þeir hafi verið sviptir réttinum á art leika i úrslita- keppninni — þess í start hafi Arntann fengirt réttinn. Sunnudaginn 15. tnarz átti art lara fram leikur IA og Hauka i 2. fl. kvenna á Akranesi. Haukastúlkurnar höfrtu pantart lar mert Akraborginni en ekki var farirt vegna verturs. Þá var reynt art komast meö langferöabíl en bifreirtar- stjóri þess bíls áleit art ekki væri hættandi á art fara vegna verturs. Þetta var Akurnesingum tilkynnt svo og mótanefnd. Ba-rti ÍA og móta- nefnd samþykktu þetta fyrir sitt levti og var leikurinn settur á 2. apríl. Sama dag mátti lesa í daghlörtum art Armann væri sigurvegari í rirtlinum þrátt f.vrir art Haukar hefðu hlotð stigið meira. — Þetta bafa Haukar kært og krefjast að úrslitakeppnin verrti dæmt ógild og leikirt verrti aftur með þátttöku liðs Hauka í stað Armanns. Uppskeruhátíð HSÍ Uppskeruhátið HSÍ verður í kvöld í Sigtúni og hefst kl. 7.20. Verður þar matur og síðan verða verðlaun afhent — en eins og kunnugt er sigraði FH bæði í deild og bikar, Fram, í 1. deild kvenna, ÍR í 2. deild og Stjarnan í 2. deild. 11. deildina eftir 65 ár Bristol City vann sér í gær rétt til art leika í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar næsta keppnistíma- bil, þegar lirtið vann Portsmouth á heimavelli 1-0. Tími til kominn að margra áliti, því 65 ár eru sirtan Bristol Citv hefur leikið í 1. deildinni — og hitt Bristol-liðið, Rovers, hefur aldrei leikirt í 1. deild. Þó er Bristol inertal stærstu borga Englands meö um 600 þús- und íbúa. Strax á 3ju mín. skoraði Clive Whitehead fyrir Bristol-liðið, en þar við sat og leikmönnum þess tókst ekki að skora fieiri mörk gegn neðsta liði deildarinnar, Portsmouth, sem á fyrstu eftir- stríðsárunum var rneðal sterkustu liða Englands — tvívegis enskur meistari. En þetta eina mark nægði Bristol City til sigurs og sætis í 1. deild. Á sama tíma lék West Bromwich Albion í Lundúnum gegn Orient í 2. deild- inni og náði ekki nema jafntefli. Leikmenn WBA verða því að sigra í Oldham á laugardag til að tryggja sér sæti í 1. deild á ný. Staða efstu liða í 2. deild er nú: Sunderland41 23 8 10 65-36 54 Bristol C. 41 19 15 7 58-33 53 WBA 41 19 13 9 49-33 51 Bolton 40 18 12 10 56-37 48 Aðeins einn leikur var háður í 1. deild í gær. Leicester sigraði Leeds á heimavelli sínum 2-1. Terry Yorath hjá Leeds var rek- inn af velli fyrir að kasta rusli í Chris Garland hjá Leicester. Yorath er fyrirliði Wales og mun leika í Evrópuleiknum gegn Júgó- slavíu á laugardag. Úrslit í gær í Englandi urðu annars þessi: 1. deild Leicester — Leeds 2-1 2. deild Blackpool — Sunderland 1-0 Bristol City — Portsmouth 1-0 Carlisle — Hull 0-0 Nottm. For. — Blackburn 1-0 Orient — WBA 0-0 3. deild C. Palace — Aldershot 0-0 Port Vale — Mansfield 2-2 Rotherham — Preston 1-1 Sheff. Wed. — Halifax 1-0 Swindon — Millvall 0-2 4. deild Darlington — Rochdale 4-0 Hartlepool — Workington 0-2 Scunthorpe — Northampton 1-1 Swansea — Bournemouth 1-1 Millvall nálgast 2. deildina með sigrinum í Swindon. John Seasam skoraði á 70. mín. og á lokamínút- unni skoraði Phil Sumerill annað mark Lundúnaliðsins. Millvall hefur nú leikið 15 leiki án taps. Hins vegar tókst Crystal Palace, sem í desember hafði sjö stiga forustu í 3. deild, ekki að ná nema jafntefli gegn Aldershot og það á heimavelli. Aldershot er að berj- ast í botninum í 3. deild. Palace verður nú að sigra í þeim tveimur leikjum, sem liðið á eftir, til að komast í 2. deild. Þá vann Sheff. Wed. — það fræga lið — sigur og er nú í 19. sæti í 3. deild. Þó enn í alvarlegri fallhættu. SKÍÐASKÚU INGEMARS STENMARK 5( é>0 Það er miklu erliðara að vera á skiðum í djúpum snjó en i tilbúnum brautuin og trortnum. Naurtsvnlegt er art hafa hrartann meiri og það er erliðara ;ið taka beygjur. Ekki er heldur hægt art nota kantana á skírtunum eins og i tilbúinni braut. Yfirleitt eru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.