Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 7
DAC.BLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUK Lítill príns fórí fýlu... Felipe, hinn sjö ára gamli krónprins Spánar, var í gær sagður í fýlu vegna þess aö skólafélagi hans bauð honum ekki í teveizlu. Sofía drottning gerði sér þá lítið fyrir, hringdi í foreldra teboóshaldarans og fór síðan með litla prinsinn sinn þangað heim. Skömmustulegir foreldrar gestgjafans eru sagðir hafa út- skýrt fyrir drottningu, að syni hennar hefði ekki verið boðið vegna þess að þau þekktu ekki til siðareglnanna, er farið væri eftir í slíkum tilfellum. „Það eru engar siðareglur,” er haft eftir Sofíu drottningu, „og ef ykkur er sama, þá ætla ég að koma með Felipe yfir til ykkar strax, þvi hann er mjög óhamingjusamur.” Talsmaður konungsfjöl- skyldunnar í Madríd hefur ekkert viljað segja um þessa sögu. Erlendar fréttir REUTER Austur-Tímor: „Indónesar burt án tafar" — segir í tiHögu, sem lögð verður •• fyrir Oryggisráð SÞ í dag Talið er nær víst, að tillaga verði i dag lögð fyrir Öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna, þar sem Indónesar verða hvattir til að kalla allt herlið sitt heim frá Austur-Timor, „án frekari tafa” Haft er eftir diplómötum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, að tillagan verði lögð fram af C.íneu og Tanzaníu, en hún muni væntanlega einnig njóta stuðnings nokkurra ann- arra ríkja, einkum frá þriðja heiminum. Talið er mögulegt, að til- lagan hljóti samþykki allt að þrettán af fimmtán ríkjum, sem sitja í Öryggisráðinu. 21. APKÍL 1976. 7 í Dýrustu flugvélar heims? „Dómsdœgursþotur" Banda- ríkjahers eiga að bjarga ráðamönnum í atómstríði Að sögn bandaríska þing- mannsins Les Aspins, hefur bandaríski flugherinn eytt hundruðunt milljóna dollara í tilraunir með byggingu mjög tæknilega fullbúinna flugvéla, sem fl.vtja eiga Bandaríkjafor- seta og aðra háttsetta stjórnar- meðlimi frá Washington, ef til kjárnorkustyrjaldar kemur. Sagði hann að svokölluð „Áætlun um fljúgandi her- stöð,” sem eru sex flugvélar, búnar öllum hugsanlegum tölv- um og tækjum, hefði hækkað í verði frá því sem upphaflega var áætlað, úr 485 milljónum dollara í um 880 milljónir doll- ara. „Verð stöðvarinnar hefur ekki aðeins nánast tvöfaldazt,” sagði Aspin, „heldur eru enn ekki talin hundruð milljóna, sem liggja í duldum kostnaðar- liðum.” Hann sagði, að í verðinu, sem nú væri tilgreint, væri ekki innifalið mjög fullkomið tölvu- kerfi fyrir hverja vél, sem kosta myndi um 150 milljónir dollara á vél. „Stjórnstöðin fljúgandi" á að' geta flogið frá Washington með forsetann og aðra helztu ráða- nienn innanborðs, ef til kjarn- orkustyrjaldar kemur. Lýsti Aspin flugvélunum sem „þot- um dómsdægurs.” Vélar þessar eru án efa dýrustu flugvélar, sem flug- herinn hefur látið smíða fyrir sig. Aðalverktakarnir eru Boeing-verksmiðjurnar. Segja yfirmenn flughersins, að í vél- unum verði stjórnstöð fyrir allar herstöðvar á jörðu niðri. Ródesia: Árásin á S-Afríku-leslina vekur ugg hvíta nvnnihlutans Aðalvegur Ródesíu til Suður- Afríku er enn lokaður á meðan hermenn leita sem ákafast skæru- liða úr röðum þjóðernissinnaðra blökkumanna, sem réðust á þessa samgönguæð á sunnudag- inn var og skemmdu verulega. Hvítir og svartir hermenn úr liði Ródesíu könnuðu svæði nálægt veginum, á meðan mikið lið öryggissveita fínkembdi landa- mærahéruðin við Mosambique. Skæruliðarnir, sem trúlega hafa verið um 15 til 20, drápu þrjá suður-afríska ferðamenn á vegin- um og sprengdu upp hluta af nær- liggjandi járnbraut til Suður- Afríku. Járnbrautin hefur nú verið opnuð fyrir umferð að nýju eftir viðgerð, en áhafnir lestanna hafa beðið um hervernd og vilja ekki aka á nóttinni. Um járnbrautina fer mestur hluti inn- og útflutn- ings Ródesíu. Er það hald manna, að skæruliðarnir hafi nú breytt um bardagaaðferðir og einbeiti sér nú að því að ráðast á flutninga- línu Ródesíu til umheimsins, en þær liggja allar til Suður-Afríku. Munu þeir ætla að koma af stað efnahagslegu hruni í stað beinna bardaga við herlið hvítu minni- hlutastjórnarinnar I Ródesíu. Fram til þessa hafa skærulið- arnir aðallega haft sig i frammi í norðausturhluta landsins og þar er álitið, að allt að sex þúsund skæruliðar hafi komið yfir landa- mærin frá Mozambique. Mestur hluti gjaldeyristekna Ródesíu er ágóði af sölu málma til útlanda, sem eru fluttir með lest- um um járnbrautina til Suður- Afríku, auk tekna af ferðamönn- um frá Suður-Afríku sem ferðast eftir veginum. Frakkland: Skólarnir opnir fyrír almenning Stúdentar og kennaralið við háskóla í Frakklandi hafa ákveðið að gangast fyrir þriggja daga mót- mælaaðgerðum gegn tillögum rik- isstjórnarinnar um endurbætur á menntakerfinu og ætla i því skyni að bjóða almenningi að kynna sér aðstæður við menntastofnanir. Markmið þessara aðgerða stúd- entanna er að reyna að afla sér stuðnings verkamanna gegn til- lögum ríkisstjórnarinnar um það að gera háskólanám háðara eftir- spurn á vinnumarkaðinum. Verkamenn og verkalýðshreyf- ingar hafa enn ekki tekið beinan þátt i aðgerðum þessum, en vitað er, að stúdentarnir hafa fullan stuðning allra vinstri nianna í landinu. Samkvæmt Hlliigum stjórnar- innar er gert ráð fyrir, að háskóla- nám í vissum greinum verði tengt eftirspurn á vinnumarkaðinum eftir menntuðu fólki á þeim sviðum. Segja stúdentarnir, sem njóta stuðnings velflestra háskólarekt ora landsins, að slikt geti aðeins haft í för með sér það, að fámenn- ur hópur gáfnaljósa fái atvinnu, en hinir verði atvinnulausir. Auk þess gangi tillögurnar al- gjörlega i berhögg við þá megin- stefnu, að allir, sem uppfylli sett skil.vrði, eigi rétt á því að hefja háskólanám. Sl. sunnudag fóru um 50 þús- und stúdentar í fjöldagöngu um götur Parísar. Urðu við það átök við lögroglu, sem óneitanlega minntu á óeirðirnar miklu, árið 1968. Hinn hvíti minnihluti, sem fer með öll völd í Ródesíu og vill ekki sleppa þeim, er nú orðinn ugg- andi um sinn hag. Burton leikur í „Exorcist II" — á máti Lindu Blair Richard Burton undirritaði í gær samning um að leika aðal- Bandarikjamenn eru frægir fyrir það að endurtaka og re.vna að mergsjúga það sem vel geng- ur fjárhagslega. Þannig hafa þeir farið að með flestar kvik- hlutverkið í framhaldskvik- myndinni „Exorcist II,” helzta gróðafyrirtæki kvikmynda- félagsins Warner Brothers frá upphafi. Mótleikari Burtons í mynd- inni verður stjarna fyrri myndarinnar um „særinga- manninn," stúlkubarnið Linda Blair. Burton hefur að undanförnu leikið í leikritinu „Equus" á Broadway. Kvikmyndin „Exorcist II” verður gerð í kvikmyndaveri Warner Brothers í Kaliforníu, í Washington, Rómaborg og Afríku. m.vndir eða leikrit, sem vinsæl hafa orðið, gert framhalds- myndir eða sjónvarpsþætti byggða á upphaflega verkinu. Burton ætlar nú að láta sig hafa það að taka þátt í leiknum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.