Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976. MMSBUWB frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjðri: Sveinn H. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Bir«ir Pétursson. Ritstjörnarfulltrúi: Haukur Hel^ason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Re.vkdal. Handrit: Ás^rímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Asjíeir Tómasson, Bolli Héðinsson. Brafíi Sigurðsson, Erna V. Ingölfsdöttir. Gissur Sigurðsson. Ilallur Hallsson. Helgi Pétursson. Katrín Pálsdóttir.'Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðiðhf. ogStcindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12.Prer.tun: Árvakur hf.. Skeifunni 19. Óleyfilega duglegur Aðalritstjóri Tímans og krafta- verkamaður Ólafs Jóhannessonar hefur hrundið af stað í blaði sínu herferð gegn Kristjáni Péturs- syni, deildarstjóra tollsins á Kefla- víkurflugvelli. í greinum og nafn- lausum lesendabréfum er Kristján sakaður um óhæfilegan dugnað við rannsókn og uppljóstrun sakamála. Enginn vafi er á, að Kristinn Finnbogason gerir þetta með vitund og vilja Ólafs Jóhannes- sonar dómsmálaráðherra, æðsta yfirmanns hins hataða Kristjáns Péturssonar. Er þetta leiðindamál eitt dæmið um, hve illa slæmur félagsskapur er að fara með ráðherrann. Hin sjúklega aðför að Kristjáni Péturssyni náði einna lengst í grein merktri Oddi Ólafs- syni blaðamanni. Þar var Kristján sakaður um að hafa farið langt út fyrir verksvið sitt í rannsókn ótal sakamála, ekki aðeins þeirra, sem snerta aðstandendur Tímans, heldur einnig ótal annarra. Inn á milli línanna má lesa, að óleyfilegur dugnaður Kristjáns eigi meginþáttinn í upp- ljóstrun flestra þeirra alvarlegu auðgunar- glæpa, sem upp hafa komizt. Ef þetta er rétt væri nær að gera Kristján að yfirmanni lög- gæzlu og tollgæzlu á íslandi, heldur en að veitast að honum með gamalkunnum karga- þýfisaðferðum Tímans. Svo virðist sem farið sé að hitna óþægilega undir ýmsum skuggaöflum þjóðfélagsins. Þau virðast ekki treysta á lipurð framsóknarmanna þeirra, sem ráða mestu í sakamálakerfinu. Þau vilja því koma Kristjáni úr starfi, svo að feimnismálin fari alls ekki í gang í sakamála- kerfinu. Tilraunin til aó bola Kristjáni úr starfi er dæmd til að mistakast. Þjóðfélagið er að opnast á þessum síðustu mánuðum. Minni líkur eru á, að fjárglæframenn og aðrir glæpamenn geti látið stjórnmálamenn vernda sig gegn lögum og rétti eins og þeir hafa löngum getað gert. Þorri lesenda Tímans hefur ógeð á skrifum blaðsins um Kristján Pétursson. Þau munu um síðir valda upphafsmönnum sínum vandræð- um, því aó einhvern tíma munu framsóknar- menn opna augun og byrja að moka flórinn. Burt með Stóru norrœna Stærsti minnisvarðinn um nýlendukúgun íslendinga er Stóra norræna ritsímafélagið. í skjóli áratuga einokunar á símasambandi frá íslandi hefur þessi norræni auðhringur haft af íslendingum ótalda milljarða á núgildandi verólagi umfram eðlilegan viðskiptakostnað. Um þetta vitnar kostnaður neytenda af notkun sæstrengja fyrirtækisins. Nú hefur ísland tækifæri til að losna úr heljargreipum Stóra norræna ritsímafélagsins og tengjast um leió nýrri og ódýrri tækni fjarskiptahnatta. Það kostar meira í fyrstu, en ætti aó borga sig á fáum árum. Stjórn Pósts og síma á íslandi er enn í ánauó Stóra norræna ritsímafélagsins og það má ekki leyfa henni að framlengja nýlendukúgunina. BARNAEFNI í LEIKLISTAR- LÍFINU Leikbrúðuland 1976 Karlinn á þakinu. 1976 Milli himins og jarðar. t tilefni af alþjóðlega barna- bókadeginum 2. apríl stóðu ís- lenzku bókavarðafélögin fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu, sem hafði yfirskriftina: Börn og fjölmiðlar. Fjallað var um 4 þætti fjölmiðlunar: leikhús, barnabækur, sjónvarp/útvarp og kvikmyndirfyrir börn. Var hver þáttur innleiddur með stuttu erindi, síðan voru al- mennar umræður um málið þar sem forsvarsmönnum allra þessara fjölmiðla gafst kostur á að skýra stefnu sína og aðstöðu, og var mætt til leiks frá öllum nema kvikmyndahúseigendum, enda virtist hlutur þeirra hvað verstur, og væri ekki vanþörf á að þeim bærist til eyrna álit ráðstefnugesta á kvikmynda- sýningum þeirra fyrir börn. Sjálf hafði ég tekið að mér að innleiða efnið börn og leikhús, og varð sú litla könnun sem ég gerði á leiksýningum fyrir börn tilfni þess að mig langar nú til að kynna fyrir lesendum Dag- blaðsins það efni sem ég kom fram með á ráðstefnunni og reyna að bæta nokkru við. Ég hef kosið í þessu stutta spjalli að einskorða mig við þau tvö atvinnuleikhús sem ég þekki, Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið, þótt vitanlega fari fram mikið leiklistarstarf utan þeirra, einnig fyrir börn. Ber þar hæst útvarp, ýmis áhugamannafélög svo og brúðu- leikhúsið, sem hefur miðað alla starfsemi sína við þarfir barna. Ég hafði hugsað mér að fá svar við þremur spurningum varð- andi barnaefni leikhúsanna. 1. Hver er staða barnaefnis í leiklistarlífi okkar hlutfallslega miðað við annað efni? 2. Hvernig kemur barnaefni út rekstrarlega séð, miðað við ann- að efni? 3. Hafa þessi tvö leikhús mót- aða menningarpólitíska stefnu? En þegar til átti að taka var mér ókleift að átta mig nokkuð á tveim fyrstu spurningunum, því merkilegt nokk gefur hvor- ug þessara virtu og tiltölulega umfangsmiklu stofnana út árs- skýrslu um reksturinn. Þriðju spurningunni hef ég reynt að svara með því að rýna í leik- skrár, en efnisval hlýtur að segja mikið til um hvaða menn- ingarpólitík þessar stofnanir reka. Barnaleikrit Þjóðleikhússins (ef marka má leikskrár) eru þessi: 1964 Kardimommubærinn. 1965 Mjallhvít og dvergarnir sjö. 1966 Ferðin til Limbó. 1967 Galdrakarlinn í Oz. 1968 Galdrakarlinn í Oz. 1968 Bangsímon. 1968 Sfglaðir söngvarar. 1969 Síglaðir söngvarar. 1970 Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur. 1971 Litli-Kláus og Stóri-Kláus. 1972 Glókollur. 1973 Ferðin til tunglsins. 1974 Köttur úti í mýri. 1975 Kardimommubærinn. 1975 Furðuverkið. Barnaleikrit Iðnó frá 1964 eru: 1964 Almansor konungsson. 1965 Grámann. 1966 Kubbur og Stubbur. 1967 Snjókarlinn okkar. 1968 Rabbi. 1969 Einu sinni á jólanótt. 1970 Ekkert. 1971 Leikhúsálfarnir. 1972 Leikhúsálfarnir. 1973 Síðdegisstundin. 1974 Ekkert. 1975 Kolrassa. F10T1Ð SOFANDI AD FEIGDARÓSI V Þessa dagana verður liðið hálft ár síðan fram komu mjög alvarlegar aðvaranir til stjórn- valda um takmarkað veiðiþol flestra botnfiskstofna við íslandsstrendur. Þegar litið er nú um öxl, yfir þessa sex mánuði sem liðnir eru, og aðgætt til hvaða aðgerða hafi verið gripið til þess að vernda þessa fáu titti sem eftir eru kemur í ljós að ekkert hefur verið gert sem máli skiptir fyrir stofnana sem heild. Gripið hefur verið til lokunar veiðisvæða til vernd- unar smáfiski, en þær friðunar- aðgerðir hafa því miður ekki borið tilætlaðan árangur, því hvorki Bretar né íslendingar hafa virt þær í reynd. Sóknin í þorskstofninn, sem er verst útleikinn, er óbreytt frá október 1975. Allt útlit er fyrir að smá- fiskur og millifiskur sé stærri hluti heildaraflans nú en fyrir ári. Skipum hefur fjölgað á mið- unum, en ekki fækkað. Hrygningarstöðvar og upp- vaxtarsvæði eru ekki betur varin í reynd fyrir veiðum fiskiskipa nú en var fyrir ári síðan. Því miður eru fullar líkur til þess, að heildarbotnfiskaflinn á tslandsmiðum fyrstu þrjá mánuði þessa árs sé fyllilega sambærilegur við sömu mánuði ársins 1975, ef ekki meiri. Allar ber þessar niðurstöður að sama brunni. Virk stjórnun fiskveiða hefur ekki náðst sex mánuðum eftir að hinar alvar- legu aðvaranir komu fram um ástand fiskstofna. Við íslendingar erum að vakna upp við vondan draum þessa dagana. Kostnaðurinn við allar aðgerðir tengdar fiskveið- um og fiskvinnslu vex hröðum skrefum og stefnir á geigvæn- legar upphæðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.