Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 24
Þorskastríðið talið kosta
Breta yfir 800 milljónir
Brezka varnarmálaráðu-
neytið heldur leyndum kostn-
aðinurn við þorskastríðið. Við-
gerðarkostnaður herskipa, er
verða fyrir spjöllum í land-
helgisstríðinu, fæst ekki upp
gefinn en hann er áreiðanlega
yfir 330 milljónir íslenzkra
króna, segir brezki þingmaður-
inn John Prescott. Þegar þessu
er bætt við kostnaðinn við að
leigja dráttarbáta verður
heildarkostnaður Breta af
þorskastríðinu. ekki undir 825
milljónum króna.
Þetta segir Prescott. Frank
Judd aðstoðarflotarhalaráðherra
svaraði skriflegri athugasemd
Préscotts í þinginu á þá leið að
engin leið væri að segja til um
viðgerðarkostnað fyrr en við-
gerðum væri lokið. Prescott
sagði að þetta væri fráleit stað-
hæfing hjá aðstoðarráðherran-
um. Áður en viðgerð væri gerð,
yrði að meta kostnaðinn við
hana. Þessar tölur væru því til.
Þingmaðurinn sagði að ráðu-
neytið héldi tölunum levndum
af því að það skammaðist sín
fyrir hversu háar þær væru.
Miklum fjárhæðum væri sóað í
heimskulegt þorskastríð.
Ian Gilmour, sem er
talsmaður Ihaldsflokksins um
varnarmál í stjórnarandstöð-
unni, sagði í umræðum í þing-
inu að her.skipin væru illa fall-
in til að mæta aðferðum íslend-
inga í stríðinu. Freigátur væru
ekki byggðar til að þola
árekstra. Kostnaðurinn hlyti að
vera gifurlegur. Þorskastríðið
væri í klandri að því er tæki til
Breta.
Kostnaður við viðgerð á frei-
gátunni Diomede hefur verið
metin á 100 milljónir, segir
brezka blaðið Times.
Þingmaðurinn Prescott kom
til íslands í vetur. Hann er
þingmaður Verkamannaflokks-
ins. —HH
'Prescott talar á fundi í Reykja-
vík.
Ölvaðir
aka ó hús
á Akureyri
Þrír menn um tvítugt voru
handteknir á Akureyri í nótt
eftir að hafa ekið á íbúðarhús.
Voru piltarnir þrir, sem eru
19, 20 og 25 ára, að skemmta
Sér í gærkvöld með Bakkusi og
afréðu að fara í smáökuferð.
Var sá piltanna sem minnst
var drukkinn valinn til aé
stjórna bílnum, en sá var
hængurinn á að hann hafði
ekki bílpróf. Engu að síður
földu hinir. honum stjórn
bílsins, en eigandi hans var sá
elzti þeirra.
Á Norðurgötunni fékk ferð
þeirra félaga skjótan endi
þegar þeir lentu á húsinu
númer 34 við götuna. Þar tók
eigandi bifreiðarinnar við
stjórn hennar og ók í brott.
Seinna hafði lögreglan upp á
bílnum sem skráður var á
Reykjavíkurnúmer þó svo
eigandinn væri Akureyringur.
Stóðst það á að bíllinn sem
þeir fundu var skemmdur að
framan og sami litur á honum
og skilinn hafði verið eftir á
húsinu.
Eftir langa og stranga yfir-
heyrslu viðurkenndi loks
eigandinn hvernig málum
hefði verið háttað og var hann
þá enn lítillega undir áhrifum
áfengis. -BH-
Bráðkvaddur
undir stýri
Tilkynnt var til lög-
reglunnar í Reykjavik um
hádegisbilið í gærdag aö
maður sæti inni í bifreið við
Hæðargarð og hallaðist fram á
stýrið.
Var maðurinn látinn er lög-
reglan gætti að og mun hann
hafa orðið bráðkvaddur. Var
maður þessi utan af landi en
hafði skroppið til Reykjavíkur.
-BH.
Hassinu var smygiað til landsins í formi fimm LP hljómplatna. Þyngdin var um 1.2 kg. Til þess að
koma efninu í flatt form varð smyglarinn að bleyta það upp, með þeim afleiðingum, að það rýrnaði um
50-100 grömm. Verðmæti rýrnunarinnar nemur því um 75-150.000 krónum. DB-mynd: Bjögvin
Pálsson.
Hljómplötuhassíð:
HATT A 3. TUG MANNA
VIÐRIÐNIR HASSMÁLIÐ
Rannsókn hassmálsins. sem
kom upp hér á landi um
mánaðamótin marz/apríl, er
nú að mestu lokið. Alls munu
urn 30 manns hafa komið við
sögu í því en aðalmaðurinn var
18 ára gamall piltur sem
smyglaði efninu frá -Tíaup-
mannahöfn i formi fimm hljóm-
platna.
Alls mun magnið, sem piltur-
inn reyndi að smygla til lands-
ins, hafa numið um 1.2 kg.
Hann skildi eftir annað. eins í
Kaupmannahöfn og átti að
sækja það seinna.
,,Við komumst á snoðir um
þetta hass í Kaupmannahöfn
við yfirheyrslur,” sagði Arnar
Guðmundsson fulltrúi hjá
Fíkniefnadómstólnum. ,,'Kaup-
mannahafnarlögreglunni var
þegar gert viðvart um málið og
hún handtók danskan mann og
íslenzka stúlku sem höfðu
hassið undir höndum. Ekki
hefur sannazt að þetta fólk eigi
meiri hlut að þessu máli en að
geyma hassið svo að við förum
ekki fram á að stúlkan verði
framseld. Það er í höndum
dönsku lögreglunnar hvað gert
verður við fólkið
Þó að um 30 manns séu við-
riðnir þetta mál eru ekki nema
um 20 þeirra sakhæfir. Að öll-
um líkindum verður máli
þeirra lokið með dómsátt.
Markaðsverð á hassi er um
þessar mundir um 1.500 krónur
grammið. Verð í Hollandi, sem
er miðstöð eitúrlyfjadreifingar
í Evrópu, er um 200 krónur
grammið. Það er því vís stór-
gróði af hasssölu hér á landi —
ef smyglið heppnast á annað
borð. —ÁT
trjálst, úháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1976.
Nefbraut
eiginkonuna
Lögreglunni var klukkan
tæplega tíu í gærkvöld til-
kynnt um hávaða og læti er
bárust frá íbúö nokkurri í
austurbænum. Er lögreglan
kom á staðinn var þar fyrir
kona nokkur, nefbrotin og
fötin rifin utan af henni.
Við eftirgrennslan kom í
ljós, að þarna hafði eigin-
maður konunnar verið að
verki og var hann horfinn á
braut. Ekki hafði tekizt að
hafa upp á honum í morgun en
von var á að hann fyndist
fljótlega.
-BH.
Tekinn fyrir
kynferðis-
afbrot
Tæplega fertugur maður
var handtekinn í gærkvöld
fyrir meint kynferðisafbrot á
unglingi.
Atti þetta sér stað um hálf-
tíu leytið að maðurinn var
handtekinn í húsi við Lindar-
götuna, en þar mun hann hafa
haft kynmök við fimmtán ára
gamlan dreng. Var maðurinn
handtekinn og fluttur í fanga-
geymslu lögreglunnar unz mál
hans verður tekið fyrir.
-BH.
Tékkhefti
stolið ó
Röðli
Tuttugu og fjögurra ára
gamall maður var í gærkvöld
staðinn að því að gefa út
ávísanir úr hefti er hann
hafði stolið skömmu áður.
Átti þetta sér stað á veitinga-
húsinu Röðli, en þangað hafði
maður nokkur farið sér til
afþreyingar og skemmtunar.
Kynntist hann þar manni
nokkrum sem gerði sér lítið
fyrir og náði af honum
veskinu. Hafði þjófinum tekizt
að gefa út nokkrar ávísanir
áður en upp komst um iðju
hans. Var lögreglan strax
kölluð á vettvang og tók hún
manninn, sem var ölvaður, í
sína vörzlu.
-BH.
15 tonn þorsks á
línu — tvö í netin
Morðið á Akureyri:
SEGIST NÚ EKKI HAFA ÆTLAÐ
AÐ SKJÓTA GUÐBJÖRN HEITINN
— heldur vildi pilturinn ekki að byssuþjófnaðurinn kœmist upp
,,Það hefur einkennt þessa
vertíð, að það hefur verið mok-
fiskiri á línu, en lítið í netin.
Skipstjórum, sem ég hef talað
við, ber saman um að fiskur hér
í kring, jafnvel allt upp í land-
steina í Faxaflóanum, hafi
verið einstaklega mikiil i vetur,
meira að seg.ja gamall fiskur og
stór, sem maður hélt að væri
ekki til lengur.” sagði
Sturlaugur H. Böðvarsson, út-
gerðarmaður á Ákranesi, við
DB i morgun.
Einn Akranessbátanna,
Iliifrungur II., var í fyrrakviild
að veiðum nteð net fyrir
sunnan Reykjanes. Örskammt
frá var Sandgerðisbátur á línu-
veiðum. Sá var búinn að fá ein
fimmtán tonn af vænum þorski.
en Hiifrungur ekki nema tvö
eða þrjú í netin.
„Fyrr i vetur kom það einu
sinni fyrir,” sagði Sturl-
augur. „að þessi sami Snd-
gerðisbátur lá með línuna
yfir netin hjá Höfrungi II. og
i'ékk þá tólf tonn af vænum
þorski en Höfrungur i mesta
lagi þrjú tonn. __óV!
„Við teijum málið að fullu
upplýst þótt enn eigi eftir að
fara fram einhverjar yfir-
heyrslur. Rannsókninni getur
ekki lokið formlega fyrr en við
höfum fengið krufningsskýrslu
og niðurstöður ýmissa tækni-
rannsókna úr Reykjayík. Þá
erum við einnig að athuga
möguleikana á að geðrannsókn-
in fari fram hér á Akure.vri
enda teljum við að það geti flýtt
fyrir málsmeðferð,” sagði
Freyr Ofeigsson, héraðsdómari
á Akureyri. i samtali við frétta-
mann blaðsins í gær um rann-
sókn morðmálsins á Akureyri.
Átján ára gamli pilturinn,
sem játaði morðið á Guðbirni
Tryggvasyni að morgni 4. þessa
mánaðar, hefur i engu breytt
framburði sínum um atburði
þessarar öriagaríku nætur
nema hvað að hann segist nú
ekki hafa ætlað sér að skjóta
Guðbjörn. það hafi hann gert
þegar hans varð vart og þá vildi
hann koma í veg fyrir að upp
kæmist um innbrotið í sport-
vöruverzlunina.
Að sögn Freys virðist piltur-
inn fullkomlega í andlegu jafn-
vægi. Geðlæknir er á Akur-
eyri, reiðubúinn að taka geð-
rannsóknina að sér, en beðið er
eftir staðfestingu á að það verði
leyft.
—ÖV.