Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 13
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUK 21. AFKÍL 197(i.
13
islendingarnir skoruðu
flest marka Dankersen
r
— Urslitaleikirnir um Þýzkalandsmeistaratitilinn hefjast 24. apríl
Dankersen 12.4.'76
Átjándi og siöasti leikdagurinn
í báðum deiidum Bundeslígunnar
var sl. laugardag. Eftir þann dag
liggur nú ljóst fyrir hvaða lið
mætast í úrslitum og einnig
hvaða lið munu berjast um
fimmta fallsætið. Gummersbach,
sem sigurvegari í norðurriðli,
mætir Rintheimliðinu, sem
krækti sér óvænt í annað sætið í
suðurriðli. Dietzenbach, sigurveg-
ararnir í suðurriðli, mætir
Dankerscn og um fallsætið berj-
ast lið Bad Schwartau og
Göppingen. Fyrri leikir þessara
liða verða þann 24. apríl, en
seinni þann 2. maí. Úrslitaleikur-
inn um Þýzkalandsmeistaratitil-
inn verður 15. maí.
Dankerscn — Kiel 24-25 (mið-
vikudaginn 7. apríl)
Þennan leik þurfti Danker-
sen nauðsynlega að vinna
til að tryggja sér úrslitasætið
í riðlinum. Fvrir Kielarliðið
þýddi þessi leikur ekkí
mikið, því liðið var ekki í
fallhættu og átti heldur ekki
möguleika á að blanda sér í topp-
baráttuna. Dankersen tók strax
öll völd í sínar hendur og í hálf-
leik var staðan 12—7 þeim í vil.
Lokatölur urðu 24—15 Dankersen
i vil. Fyrir Dankersen skoruðu:
Axel 11/1. Busch 3/1, Waltke 3/1,
Krauer 3. Buddenbohm 2, Ólafur
1. Fyrir Kiel skoruðu Krause 5/4
og Harbs 4 mest.
Gummersbach — Derschlag 13-10
Hér var um derbyslag að ræða,
því þessi lið eru nágrannar.
Margir af leikmönnum Derschlag
eru fyrrverandi leikmenn
Gummersbach. þ.á m. fyrirlíði
þess, Klaus Brand, sem áður fyrr
var fyrirliði Gummersbach og
leiddi það m.a. tvívegis til sigurs í
Evrópukeppni meistaraliða.
Derschlag hafði sigrað Gummers-
bach i fyrri leik liðanna með
15—14 og Gummersbach hefndi
því fyrir þann ósigur með 13—10
sigri og varð þar með yfirburða-
sigurvegari í norðurriðli. Deck-
arm varð markhæstur hjá
Gummersbach með 7 mörk, en
Lavrnic hjá Derschlag með 5
mörk.
Rheinhausen — Hamborg 17—16
Lið tslendingsins Einars
Magnússonar kvaddi deildina í ár
með eins marks tapi í slökum leik
á heimavelli Rheinhausen. 2500
áhorfendur studdu vel við bakið á
sínum mönnum, en sigur Rhein-
hausen var sannarlega mikill
heppnissigur. Einar og Pichel
voru atkvæðamestir h.já Hamborg
með 5 mörk hvor, en Rhein-
hausenleikmennirnir Schuitz 6
mörk og Nagel með 5 skoruðu
mest fyrir sitt lið.
Phönix Essen — Willinghofen 14-
21
Essenliðið, sem veitti Danker-
sen á sinum tíma harða keppni
um annað sætið í riðlinum, tapaði
öllu lofti á lokasprettinum.
Aðeins eitt stig úr 4 síðustu leikj-
unum þýddi að liðið varð að sætta
sig við 7. sætið. í þessum síðasta
leik sínum á heimavelli gegn
Wellinghofen sýndu leikmenn al-
gjört áhugale.vsi og töpuðu því
stórt. Leikmenn Wellinghofen
gengu ákveðnir til leiks og var
sigur liðsins sízt of stór. Rethig og
Rogge voru markhæstir hjá
Wellinghofen með 7 og 5 mörk.
Bad Schwartau — Altenholz 22-12
Þó Schwartauliðið hafi átt
léttan dag, gátu þeir þó ekki
forðað því að þurfa að leika um
fimmta fallsætið gegn Göppingen
úr suðurdeildinni. Görtz með 6
mörk og Kluth 4, voru markhæst-
ir hjá sigurvegurunum.
Suðurdeild
Dietzenbach tryggði sér sigur i
riðlinum með 17—12 sigri yfir
Neuhausen og þar með er Neu-
hausenliðið fallið. Milbertshofen
átti mesta möguleika á að komast
í úrslitakeppnina ásamt Dietzen-
bach, en tap liðsins í Húttenberg
25—14 gerði þá von að engu, því
Rintheim skauzt upp í annað
sætið með sigri sínum yfir
Reinichedorfer Fuchse 13—12.
Reinichedorfer Fuchse er því
ásamt Neuhausen fallið í aðra
deild. Hofweier sigraði Grosswall-
stadt 23—16 og náði þar með 3.
sætinu í riðlinum á betri marka-
tölu en Milbertshofen. Göppingen
gerði jafntefli í sínum síðasta leik
við Leutershausen 19—19.
Gunnar Einarsson var veikur aila
síðustu viku og ætlaði í fyrstu að
hætta við þátttöku í leiknum.
Hann lék þó með og skoraði eitt
mark og fiskaði tvö víti.
Emmercih skoraði mest fyrir
Göppingen eða 8, en misnotaði
á
> Ólafur H.
Jónsson
Handboltapunktar
frá V-Þýzkalandi
Axel
Axelsson
eitt víti í leiknum, sem háður var
frammi fyrir 3 þúsund áhorf-
endum. Sem fyrr segir leikur
Göppingen við Bad Schwartau um
fallsætið lausa og verður fyrri
leikurinn háður í Schwartau. Það
gæti verið hagstætt fyrir
Göppingen að Ieika seinni leikinn
á heimavelli. Ölafur Einarsson
mun leika báða leikina með
Göppingen og er nú þegar
byrjaður að æfa með liðinu.
Derschlagleikmennirnir Ufer
og Lavrnic urðu markhæstir í
Bundeslígunni í ár með 90 mörk
hvor, en í þriðja sæti varð Obers-
chedt frá Essen með 85 mörk.
Gunnar Einarsson varð ofarlega
með 77 mörk, en fyrir Dankersen
í ár skoruðu þessir leikmenn.
Bundesliga: Evrópukeppni:
Axel 60 Axel 32
Ólafur 52 Busch 30
Walthe 48 Krami'r 24
Busch 45 Waltke 15
Kramer 30 Becher i2
Becher 21 Grund 11
Buddenbohml7 Buddenbohm 8
von Oepen 14 Ólafur 7
Grund 12 van Oepen 5
Rehse 4
Lokastaðan í
þannig:
riðlunum varð
Vfl (lummersbach 18
TSVGW
Dankersen 18
Tus Derschla«
NORÐUHDEILD
15 1 2 338:252 31
Tus Wellinghofen 18
THW Kiel 18
OSC Rheinhausen 18
Phönix Essen 18
Vfl Bad Schwartau 18
Hambureer SV 18
TSV Altenholz 18
112 5
8 4 6
9 0 9
302:259 24
288:272 20
263:257
8 2 8 278:275
9 0 9 295:296
18
18
18
7 3 8 295:303 17
7 2 9 260:293 16
4 2 12 228:268 10
4 0 14 242:314
SUÐURDEILD
SG Dietzenhach 18 12 1 5
TSV Rintheim 18 10 2
TuS Hofweier 18 10 1
TSV Milbertshofen 18 9 3
SG Leutershausen 18 8 4
TV HuttenherK 18 10 0
TV Grosswallstadt
FA Göppingen
Reinickendf.
Fiichse
TV Neuhausen
18
18
18
18
9 0
6 2
4 3
3 2
302:276
291:262
305:293
276:265
287:279
320:314
268:245
291:324
259:305
274:310
Lokosprettur Anderlecht
komofseint
Liege, 12:4 ’76
Belgísku liðin FC Brugge og
Anderlecht, sem á miðvikudags-
kvöldið leika síðari leiki sína í
undanúrslitum UEFA og Evrópu-
bikarkeppninnar (bæði komust í
úrslit — innsk. I)B) áttu mjög
góða leiki í 32. umferð deilda-
keppninnar.
Þegar í byrjun leiks Ander-
lecht og Beersehot kont í l.jós hvor
aðilinn var sterkari. Hollenzku
landsliðsmennirnir hjá Ander-
lecht sýndu allir mjiig góðan leik.
þó Rensenhrink bæri af á vell-
inum. Ilann skoraði sjálfur mark
og átti þátt i hinum tveimur
mörkum. Anderlecht hefur hlotið
13 stig í siðustu 7 leikjum en það
dugir skammt — til þess hefur FC
Brugge of ntikla forystu.
Það hlaut að koma að þvi að
Antwerpen sýndi sitl rétta andlit
og að þessu sinni var það á móti
FC Bruggc. Leikurinn var vel
leikinn al' beggja hálfu og spenn-
andi Iram á siðustu minútu.
Brugge varð l'yrri til að skora —
Vaii Cool á 12. min. með góðu
skoti. I hálfleik varstaðtm 2—2 —
Smelders 1—1 og Van der Kyken
1—2. og síðan Kidel 2—2. Ant-
werpen náði siðan Idiyslu um
miðjan siðari hálfleik með marki
Austurrikismannsins Kidel beint
úr aukaspyrnu. FG Brugge sótti
látlaust og lengi leit út fvrir að
sigur Antwerpen væri í höfn. Svo
átti þó ekki að verða — þegar
venjulegum leiktíma var lokið
sendi Volders knöttinn í mark
Antwerpen með þrumuskoti af 25
metra færi. Svo naumt var það að
ekki gafst tími til að hefja leikinn
aftur.
Anderlecht hefur nú hlotið
sömu stigatölu og Lokeren sem
sat hjá i gær. Meistararnir
KWDM eru nú komnir í sitt gamla
góða form og cru líklegir til að ná
fullu húsi stiga i þeim fjórum
leikjum sem eftir eru. Eftir jafn-
teflið í Lokeren síðasta miðviku-
dag vann RWDM auðveldan sigur
í Ostende. Johan Boskamp átti
enn einn störleikinn og skoraði
tvö fyrstu mörk RWDM —
það fyrsta á 15. mínútu úr víta-
spyrnu og hið síðara aðeins
tveimur mínútum síðar. Hin
mörkin skoruðu Koens, WeHens
og Teugels fyrir RWDM og
Simoen svaraði fvrir Ostende —
1:5.
Beveren krækti sér í tvö
dýrmæt stig gegn FC Brugge og
Waregem vann Lierse. Öll þessi
lið eiga möguleika á EUFA sæti
næsta ár.
Standard átti ekki í erfið-
leikum með FC Malines — sigraði
heima 3—0. Leikið var i 25 stiga
hita og hafði það slappandi áhrif
á leikmenn beggja liða. Leikurinn
var því ekki eins fjörugur og
búizt hafði verið við. La Barke
skoraði fyrsta markið a 27. mín.
og þannig var staðan i hálfieik. í
síðari hálfleik bættu Gorz og Van
Moer við sitt hvoru markinu.
La Louviere er nú næstum
öruggt að halda sæti sínu eftir
1—2 útisigur 1 Berchem. RC
Malines botnliðið, sem sigraði FC
Liege með 4—1 er ásamt Berchem
þegar fallið í 2. deild.
Þriðja liðið sem dæmt verður
til að leika í 2. deild næsta ár er
annaðhvort Charleroi eða Bering-
en. I gær fékk Charleroi Beringen
i heimsókn. Leikurinn þótti
afburða lélegur af beggja hálfu.
Beringen lék sterkan varnarleik
og átti auðvelt að brjóta niður
hinar örfáu og hættulausu
sóknarlotur Charleroi. Leiknum
lauk því með marklausu jafntefli
— sem gerir stöðu Charleroi anzi
hættulega þar sem Beringen
hefur hlotið stigi meira en
Sebrarnir. Kveðja
Asgeir Sigurvinsson
KNATTSPYRNAN
I BELGIU
Ásgeir
Sigurvinsson
sigur a ný
Nú er deildakeppnin í Hollandi
að koniast á lokastig og um
páskana voru tvær umferðir
leiknar. Ut úr þessum umferðum
kom PSV Einhoven — hollcnzku
meistararnir — með 4 stig —
Feyenoord 2, Ajax 3 og Twente 2.
Því hefur PSV nú tveggja stiga
forystu í deildinni og auk þess
langbeztu markatöluna.
Lítum á úrslit toppliðanna:
NAC—Ajax 0-0
NEC—PSV 1-4
Feyenoord—AZ '67 3-2
Twente-Excelsior 4-0
og þá 29. umferð:
Ajax—NAC 5-0
Excelsior—Twente 4-2
PSV—NEC 1-0
AZ ’67—Feyenoord 1-0
Staðan eftir 29. umferð er:
1. PSV Eindhoven 46-79-24
2. Feyenoord 44-64-33
3. Twente 41-58-25
4. Ajax 41-61-31
I dcildinni eru 18 lið og því
leiknar 34 umferðir.
Leik Úlfanna
og Liverpool
frestað
Kcppninni í 1. deildinni ensku
lýkur ekki fyrr en fyrstu vikuna í
maí. Liverpool, sem samkvæmt
niðurröðun leikja, átti að Ieika
við Ulfana á laugardag, hefur
fengið þcim leik frestað til 4. maí.
Wales leikur á laugardag í
Evrópukeppninni — og tveir af
leikmönnum Liverpool eru í
landsliði Wales. Þá hefur verið
ákveðið, að leikur Manchester-
liðanna, United og City, verði á
Oid Trafford 5. maí — en þeim
leik var frestað vegna keppni
Manch. Utd. í bikarnum.
QPR leikur við Leeds á laugar-
dag — Leeds bað ekki um frest á
lciknum, þó svo tveir leikmenn
liðsins leiki með Wales, og þá
leikur Manch. Utd. gegn
Leicester á útivelli.
Fer ekki til
Arsenal
Miljan Miljanic, þjálfari Real
Madrid, skýrði frá því í
Lundúnum í gær eftir viðræður
við forstjóra Arsenal, Denis Hill
Wood, að hann mundi ekki gerast
þjálfari Arsenal-liðsins.
Samningur hans við Real stendur
þar i veginum —og spánska liðið
vill ekki gefa Miljanic eftir.
Franskur sigur
gegn sovézkum
Atta-Iiða úrslit Evrópukeppni
landsliða undir 23 ára eru þegar
vel á veg komin. í gær léku
Frakkar og Sovétmenn fyrri Ieik
sinn í keppninni og fór leikurinn
fram i París. Frakkar sigruðu 2-1
eftir að Frakkar höfðu haft yfir
1-0 í hálfleik. Rampillon og
Zimako skoruðu mörk
Frakkanna, en Chengelev svaraði
fyrir Sovétmenn. Síðari leikurinn
fer fram í Moskvu á sunnudag.
Skíðaskólinn
í Kerlingarfjöllum
Bókanir hjá Zoéga.
Sími:25544