Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1976.
5
FJOLBREYTT SKEMMTIATRIÐI
Á SUMARDAGINN FYRSTA
— Skátafélögin og Sumargjöf sameinast um skemmtiatriðin
Að vanda verður margt til
skemmtunar fyrir börn og ung-
linga á sumardaginn fyrsta.
Undanfarin ár hafa Barnavina-
félagið Sumargjöf og skáta-
félögin í Reykjavík séð um
þessi hátíðahöld hvor í sínu lagi
en að þessu sinni sameinast
þessir aðilar um að sem flestir
finni eitthvað skemmtilegt við
sitt hæfi.
St. Georgsgildið í Reykjavík
hyggst einnig leggja sitt af
mörkum á sumardaginn fyrsta
og gengst fyrir kvöldvöku í
porti Austurbæjarskólans.
Dagur St. Georgs er haldinn
hátíðlegur 23. apríl en ákveðið
var að færa skemmtun félags-
ins fram um einn dag. — Að
öðru leyti verður dagskrá
sumardagsins fyrsta þessi:
Kl. 10.15: Skrúðganga leggur af
stað frá gatnamótum Alfa-
bakka og Stekkjarbakka.
Gengið verður upp Alfabakka,
beygt til vinstri og gengið
Arnarbakka hringinn. Göng-
unni lýkur við Breiðholtsskóla.
Lúðrasveitir Arbæjar- og
Breiðholtsskóla og Lúðrasveit
verkalýðsins leika fyrir göng-
unni undir stjórn Ölafs L.
Kristjánssonar. Skátafélagið
Urðarkettir sér um skrúðgöng-
una.
Kl. 11.00: Skátamessur í Breið-
holtsskóla og Neskirkju.
I Breiðholtsskóla prédikar
Páll Gíslason skátahöfðingi en
séra Lárus Halldórsson þjónar
fyrir altari. Áður en messan í
Nekirkju hefst mun skátafélag-
ið Ægisbúar gangast fyrir
skrúðgöngu um hverfið.
Kl. 13.00: Skrúðganga frá Hóla-
torgi. Gengið verður um Suður-
hóla, Vesturberg, Norðurfell að
Fellaskóla. Lúðrasveit fer fyrir
göngunni. Einnig sér skáta-
félagið Hafernir um að mynda
fánaborg í fararbroddi. Umsjón
með göngunni hafa
íþróttafélagið Leiknir, Fram-
farafélag Breiðholts III og Haf-
ernir.
Kl. 14.00: Skrúðgöngur frá
Hljómskálagarðinum og Sjó-
mannaskólanum. Gangan frá
Hljómskálagarðinum fer um
Sóleyjargötu, Hringbraut og
Barónsstíg að Austurbæjarskól
anum. Skrúðgangan frá Sjó-
mannaskólanum fer um
Stakkahlíð, Flókagötu og Egils-
götu, að Austurbæjarskólan-
um þar sem útiskemmtun fer
fram.
Lúðrasveitir Árbæjar- og
Breiðholtsskóla og Lúðrasveit
verkalýðsins leika fyrir annarri
göngunni. Ólafur L. Kristjanss.,
stjórnar. Fyrir hinni göngunni
leikur Lúðrasveit Reykjavíkur.
Stjórnandi er. Björn R. Einars-
son. Skátafélögin i Reykjavík
sjá um gönguna.
Kl. 14.45: Austurbæjarskólinn
(barnaskóli): Tívolídagur
skátafélaganna í Reykjavík.
Lúðrasveit barna undir stjórn
Páls P. Pálssonar og Stefáns Þ.
Stephensen leikur á meðan
tívolíatriðin standa.
St. Georgsgildið gengst fyrir
pönnuköku- og kakósölu á
svæðinu. Ágóði af sölunni renn-
ur til styrktar húsbyggingar-
sjóði skátanna. — Barnaleik-
völlur verður einnig starfrækt-
ur á svæðinu.
Kl. 16.30: St. Georgsgildið
gengst fyrir kvöldvöku með
skátasniði við Austurbæjar-
skólann. Gildið sér einnig um
veitingasölu á svæðinu.
Inniskemmtanir
KI. 13.30. Austurbæjarbió:
Námsmeyjar úr Fósturskóla
íslands endurtaka skemmtun
sem þær fluttu í Austurbæjar-
bíói 10. apríl síðastliðinn. Að-
göngumiðar verða seldir frá kl.
12.30. Verð miða er kr. 200.
Kl. 14. Fellahellir: Leikbrúðu-
land sýnir tvö brúðuleikrit,
Grétu og gráa fiskinn og Meist-
ara Jakob og tröllið Loðin-
barða. Aðgöngumiðar verða
seldir frá kl. 13.00. Verð er kr.
300. -
Kl. 16. Arbæjarskóli:
Leikbrúðuland sýnir Grétu og
gráa fiskinn og Meistara Jákob
og tröllið Loðinbarða. Miðar
verða seldir frá kl. 15.00 og
kosta 300 krónur.
Kl. 15—16: Félagar í Hesta-
mannafélaginu Fáki verða með
hesta sína við gamla skeiðvöll-
inn. Þeir leyfa börnum 10 ára
og yngri að bregða sér á bak.
Kl. 16.40. Barnatíminn: Fóstur-
nemar sjá um barnatímann að
þessu sinni.
Merkja- og fánasala.
Merki Sumargjafar verða
seld og kosta 100 krónur. Þau
verða afhent sölubörnum um
morguninn kl. 10—12 í eftir-
töldum skólum:
Álftamýrarskóla, Arbæjar-
skóla, Austurbæjarskólanum,
Breiða/gerðisskóla, Breiðholts-
skóla, Fellaskóla, Fossvogs-
skóla, Hlíðaskóla, Hólabrekku-
skóla, Hvassaleitisskóla, Lang-
holtsskóla, Laugarnesskóla,
Melaskóla, Vesturbæjarskóla
og Vogaskóla.
Einnig geta sölubörnin
fengið afhenta íslenzka fána í
sömu skólum. Þeir verða seldir
í skrúðgöngunum og á skemmt-
unum. Fánarnir kosta 100 krón-
ur. —AT—
HÚSEIGNIN
sími 28370
Hraunbœr:
4ra til 5 herb. 110 ferm íbúð
á 2. hæð. Utborgun 6
milljónir.
Miklabraut:
5 herb. risíbúð, 125 ferm.
Utborgun 6 milljónir.
írabakki:
4ra herb. íbúð, 170 ferm.
Utborgun ca. 5,5 milljónir.
Sólvallagata:
5 herb. íbúð, 170 ferm.
Skipti á minni íbúð æskileg.
Kópavogur:
Stór sérhæð með lltilli íbúð í
kjallara v/Nýbýlaveg. Góður
bílskúr. Utborgun ca. 10
milljónir.
Húseignin
Fasteignasala — Laugavegi
24, 4. hæð.
Pétur Gunnlaugsson lög-
fræðingur,
Símar 28040 og 28370.
0GNAR0LDIN A RAUFARHOFN VAR
HR0ÐALEGUR MISSKILNINGUR
Frá fréttariturum Dágblaðsins
á Raufarhöfn (JFG) og á Kópa-
skeri (A.B.) hafa borizt óskir um
birtingu eftirfarandi skýringa.
Tilefnið er 12 lína fréttaklausa í
blaðinu 2. apríl. Hefur sú frétta-
klausa misskilizt illilega á Mel-
rakkasléttunni. í klausunni er
hvergi að því vikió að skipverjar
Rauðanúps séu upphafsmenn eða
aðilar að drykkjuskap sem á
Raufarhöfn hefur orðið vart þá er
togarinn kemur til hafnar.
Verður þá hins vegar mikil vinna
í landi og aðkomufólk drífur að.
Hefur þá komið til ófriðar og slys
hlotizt af. En hér koma skýringar
fréttamannanna:
Um hrœðilega skálmöld
á Raufarhöfn
Ibúar Raufarhafnar eru vægast
sagt óánægðir með fréttaklausu
sem birt var í Dagblaðinu 2/4
(merkt AB/ASt) og fjallaði um
hroðalega skálmöld sem hér upp-
hæfist í hvert sinn er b/v Rauði-
núpur ÞH 160 kæmi til hafnar.
Var helst að skilja að þar um borð
væri samvalinn hópur drykkju-
og ofstopamanna.
Við viljum alls ekki kannast við
að hér skapist sérstakt vandræða-
ástand þegar togarinn kemur inn,
þvert á móti, eftir því sem heima-
mönnum hefur fjölgað um borð
hefur landlegugleðskapur orðið
minni í sniðum og geta þeir, sem
eitthvað eru viðriðnir útgerðina
(undirritaður þar á meðal), borið
vitni um það að aldrei hefur verið
eins auðvelt að henda reiður á
mannskapnum og nú þegar hægt
er að treysta þvi að hver maður
komi til skips á þeim tíma er um
hcfur verið lalað. Þen' aðkomu-
menn, sem á skipinu eru og
margir hverjir hafa verið lengi,
eru flestir fullorðnir menn og upp
til hópa afbragðsmenn sem vissu-
lega ættu annað skilið af fólki hér
en að birtar væru af þeim róg-
fréttir handa fjölskyldum þeirra
að lesa þegar þeir sjálfir eru
hvergi nærri til að rétta hlut sinn.
Enda er frétt þessi ekki upprunn-
in hér á staðnum, merking
hennar gefur til kynna að hún
muni fædd hér í næsta plássi.
Auðvitað er ekki hægt að banna
mönnum að auglýsa fáfræði sína,
en hitt er alvarlegra þegar nefnd
fáfræði birtist á opinberum vett-
vangi sem rakalaus áburður á
saklausa menn.
Þó er kannski verst af öllu að
hafa ekkert frétt um þetta fyrr,
við hérna hefðum sannarlega haft
gaman af að sjá eitthvað af
þessum ólátum og veseni, sem hér
á að hafa dunið yfir, en það er
eins og vant er, aðrir vita alltaf
betur um það sem hér er að
gerast.
JFB.
Ógnaröldin á Raufarhöfn
er ekki til staðar:
í Dagblaðinu föstudaginn 2.
apríl birtist rammafrétt með
ómaklegri yfirskrift, þ.e.a.s.,
..Togarakoma boðar ógnaröld”.
Þar er talað um hinn mesta
drykkjuskap og að ógnaröld ríki í
þorpinu þegar togarinn Rauði-
núpur kemur inn til löndunar á
Raufarhöfn.
Allmikið hefur þessi frétt
brenglazt og margfaldazt í með-
förum og skal það tekið fram að
áhöfn þcssa skips mun ekki vera.
drykkfelldari eða verri viðskiptis
en gerist og gengur með sjómenn
sem eru langdvölum í hafi og geta
því ekki farió á skemmtistaði um
helgar eins og fólk sem í landi
vinnur.
Togarinn heíur aflao vel að
undanförnu og þvl skapað næga
atvinnu í þorpinu því lítið hefur
aflazt hjá bátunum í vetur. Má því
segja að hann standi uð meslu
undir atvinnulifi staðarins, a.m.k.
yfir vetrarmánuðina
Fréttaflutningur sem þessi er
engum til sóma en gæti orðið
öðrum til tjóns sem hlut eiga að
máli.
Vona ég því að áhöfn þessa
skips, svo og allir sem hlut eiga að
máli, fái hér leiðréttingu ómak-
legs áburðar og geti hér eftir sem
hingað til landað afla sinum á
Raufarhöfn án frekari blaða-
skrifa. —A.B.
2ja—3ja herb. íbúðir
Við Langholtsveg, Reyni-
mel, Asparfell, Ránargötu,
(sérhæð), Hverfisgötu,
Snorrabraut, Efstasund,
Bólstaðarhlíð, Nýbýlaveg
(m/bilskúr), Grettisgötu, í
Kópavogi, í Garðabæ, Hafn-
arfirði norðurbæ, Breiðholti
og víðar.
4ra—6 herb. íbúðir
Við Fellsmúla, Bræðra-
borgarstíg, við Safamýri, við
Nóatún, í Hlíðunum, við
Flókagötu, Hallveigarstíg,
við Álfheima, i Smáíbúða-
hverfi, við Skipholt, í Laug-
arneshverfi, á Seltjarnar-
nesi, við Háaleitisbraut,
Hraunbæ, í vesturborginni,
Hafnarfirði, Kópavogi,
Breiðholti og víðar.
Einbýlishús og raðhús
í Smáíbúðahverfi, Engjaseli,
Kópavogi, Garðabæ og víðar.
Óskum eftir öllum
stœrðum íbúða á
söluskrá.
r
Ibúðasalan Borg
Laugavegi 84. Sími
14430.
Vantar umboðsmann
í Njarðvíkum
BIAÐIÐ
Dagblað
án ríkisstvrks
EIQNAÞJÓNUSTAW
FASTEIGNA OG SFIFA8AU
NJÁLSGÖTU 23
SÍMI: 2 66 50
Jörð í Dalasýslu
Skiptamöguleiki á íbúð á
Reykjavikursvæðinu. Auk
þess ýmsar stærðir íbúða og
fasteigna á söluskrá. Ýmsir
eignaskiptamöguleikar.
mfíO ÞÉR HÍBÝU
Fálkagata
2ja herb. íbúð. Verð 3.8—4
millj. Útb. 2.8 millj.
Nýbýlavegur, Kóp.
Ný, 2ja herb. íbúð m/
bílskúr.
Neshagi
3ja herb. íbúð, auk 1 herb. í
risi m/eldunaraðstöðu.
Breiðholt
4ra herb. ibúð. 1 stofa, 3
svefnherb., eldhús, bað og
þvottahús.
Espigerði
4ra herb. ibúð m/bílskúr
Falleg íbúð.
Ljósheimar
4ra herb. íbúð í háhýsi.
Ibúðin er 1 stofa, 3
svefnherb., skáli, eldhús og
bað. Fallegt útsýni.
Breiðholt
Fokhelt raðhús. Bílskúrs-
'réttur. Húsið er tilb. til afh.
strax.
Gorðabœr
Fokhelt einbýlishús m/bíl-
skúr.
Fífuhvammsvegur
Einbýlishús á tveimur
hæðum. Stór lóð.
Seltjarnarnes
Einbýlishús m/bílskúr.
Húsið selt uppsteypt, pússað
að utan, m/gleri og útidyra-
hurðum.
HÍBÝLI8 SKIP
Garoastræti 38.
Sími 26277.
Heimasími 20178.
ítfMMit. tougavegl 32. ]
| lf Crö sími 28150 I
bréfasalan
mm
■ w w Annast kaup y-,.
V; og sölu
|fastaignatryggðro * - |
skuldabréfa m