Dagblaðið - 21.04.1976, Blaðsíða 14
Mannabreytingar í
Bay City Rollers sr
EITTHVAÐ SÆTT.
Ýmsir listamenn
LP—stereo — Hlj. 013
Hljómar 1 975.
Það cr fyrst og fremst eitt lag á
þessari plötu — er kom út fyrir
jólin síöuslu — sem hefur selt
hana. Það er „Sextán týrur” sem
Engilbert Jensen syngur í stíl
Lónlí Blú Bojs. Lagið hefur
gengið nokkuð stöðugt
undanfarna fjóra mánuði í
óskalagaþáttum Ríkisútvarpsins,
enda eldtraust formúla: gott og
gamalt amerískt skólaáralag,
íslenzkur vellutexti eftir Þorstein
Eggertsson, góðar raddir Hljóma,
flutningur allur lýtalaus.
Merkilegast á þessari plötu er
þó líklega titillagió, „Eitthvað
sætt”, eftir meistara Gunnar
Þórðarson sem einnig er sungið af
Engilbert Jensen. Engilbert
hefur verið í stöðugri framför
sem söngvari undanfarin ár og
íslenzkar
hljómplötur:
Gamli maðurinn i Bay City
Rollers, Alan Longmuir, nú 27 ára
gamall, er hættur í hljómsveit-
inni. Eftirmaður hans er 17 ára
gamall óþekktur Iri, Ian Mitchell
að nafni.
Longmuir ákvað í fyrra að
hætta í hljómsveitinni þegar upp
komst að hann var fimm árum
eldri en aðdáendum Bay City
Rollers hafði verð talin trú um.
Hann hélt samt áfram eftir að
tugir þúsunda brófa bárust með
beiðnum urn að hann héldi áfram.
Ástæðan fyrir því að hann
hættir nú er sú að hann er orðinn
dauðþreyttur á að flakka um
heiminn og leika fyrir aðdáendur.
Ilann er nú á góðri leið með að
verða yngsta milljónerapopp-
stjarna í heiminum og á tölu-
verðar eignir. Nú hyggst hann
setjast í helgan stein um tíma að
minnsta kosti og hvíla lúin bein.
Ian Mitchell var að vonum í
sjöunda himni er honum var tjáð
að hann hefði verið valinn til að
verða eftirmaður Alan Long-
muirs. „Ég trúi þessu varla enn
þá,” sagði hann er blaðamaður
Daily Mail ræddi við hann. „Það
er stórkostlegra en orð fá lýst að
vera kominn í eina af þekktustu
hljómsveitum heimsins.”
Alan kcrnur fram í síðasta
skipti með BayCity Rollers er þeir
gera sjónvarpskvikmynd til að
fylgja eftir nýjasta lagi þeirra
„Love Me Like I Love You.”
Einnig verður hann samferða
hljómsveitinni til Bandaríkjanna.
Hann munþó ekki leika með þar
heldur ferðast með þeim um
ríkin.
—AT—
Sá gamli og sá nýi:
Ian Mitchell og Alan Longmuir.
Það er misjafnlega góð hugmynd að
rusla saman efni á breiðskífurnar
líklega aldrei betri en á síðari
LP-plötu LÖNLÍ Blú Bojs sem út
kom um sama leyti og „Eitthvað
sætt".
Titillaga Gunnars er skínandi
lag og raunar furðulegt að það
skuli ekki hafa heyrzt meira en
raun ber vitni.
Á þessari plötu eru einnig tvö
lög með Hljómum, sem í þetta
skipti kalla sig „Eilífðarbræður”,
tvö með Maríu Baldursdótt-
ur, einnig tvö með Þóri
Baldurssyni, tvö með Haukum —
sem áður komu út á tveggja laga
plötu — og loks tvö með Brimkló,
sem einnig komu út á tveggja laga
plötu sl. haust. Báðar tveggja
laga plöturnar hafa áður verið til
umræðu í þessum dálkum en það
er langt í frá að Þórir Baldursson
sýni sínar beztu hliðar í þeim
tveimur lögum sem hann á á þess-
ari plötu.
TIL HVERS?
Litið eitt.
LP—stereo — MOAK 33
Fálkinn 1975.
Lítið eitt seldi fyrri LP-plötu
sína, sem ÁÁ-hljómplötur gáfu út,
í um fimm þúsund eintökum, svo
ekki var furða þótt þau Berglind,
Gunnar, Jón Árni og Steinþór
vildu bjöða upp á meira af þægi-
legri og snoturlega fluttri tónlist
sinni í svokölluðum „þjóðlaga-
stíl”, ntarkaðurinn var greinilega
fyrir hendi.
Þessi síðari plata er að flestu
leyti betri en sú fyrri, eini gallinn
er sá að fjórmenningana vantar
æfingu enda ekki komið saman
siðan fyrri platan var gerð, eða
skömmu eftir það. A því ári, sem
leið þar á milli, höfðu raddirnar
ryðgaö dálítið — nema náttúrlega
Berglindar sem leggur stund á
söngnám. Því er þó heldur ekki að
neita, að i þessu söngnámi hefur
náttúrulegur sjarmi raddarinnar
or raddbeitingarinnar breytzt
töluvert, ekki alltaf til hins betra,
eins og til dæmis í lagi Jóns Árna
„Konungurinn í Thule”.
Lagavalið er svipaö og fyrr,
nokkur þjóðlög, önnur samin í
þeim stíl (sbr. Dylan og Tom
Paxton) og svo lög eftir þá
Gunnar Gunnarsson og Jón Árna,
þau eru t vímælalaust í hópi hinna
betri. Hæst ber þar „Til hvers?”
eftir Gunnar við ljóð Davíðs frá
Fagraskógi. Lag Jóns Árna við
„Konunginn í Thule” eftir Goethe
í meistaralegri þýðingu Magnúsar
Ásgeirssonar er líka gott lag.
Sem fyrr semur Jón Árni mjög
í þjóðlagastílnum, enda ákafur
unnandi tónlistar af því tagi og
minnir gjarnan á ýmislegt af þvi
sem grafið var upp af austur-
strönd Bandaríkjanna frá öldinni
sem leið.
Að undanskildu því að bak-
raddirnar í „Til hvers?” eru
falskar á köflum, er söngurinn
nokkuð jafn góður. Þessar fölsku
raddir hefðu e.t.v. mátt fela betur
í hljóðupptökunni sem Jónas R.
Jónsson annaðist ásamt upptöku
og upptökustjórn.
Upptakan er í heildina góð,
kannski sú bezta sem hafði verið
gerð í stúdiói Hljóðrita á þessum
tíma, og hljóðfæraleikur allur
jafn og öruggur. Jón Árni er enn
einn okkar skemmtilegasti gítar-
pikkari og Karl Sighvatsson fer á
kostum í píanóinu í nokkrum
lögum.
Textarnir á þessari plötu, sem
fylgja með á fjölrituðu blaði, eru
kapítuli út af fyrir sig. Þegar er
getið Davíðs Stefánssonar og
Magnúsar Asgeirssonar en einnig
eiga hlut að máli Steinn Steinarr,
Örn Arnarson og Edgar Allan
Poe, þýðinguna á Ijóði Poes um
Annabel Lee gerði Lárus Sólberg
mjög snoturlega.
Umslagshönnun Egils
Eðvarðssonar er snyrtileg og
gerir sitt til að auka á eigugildi
þessarar plötu.
PEANUTS
Ýmsir listamenn
LP—stereo—D1-003
Demant 1975.
Umboðs- og útgáfufyrirtækið
Demant sáluga safnaði saman
öllum tveggja laga plötunum
sem það gaf út á liðnu ári, og fékk
eitt nýtt lag úr segulbandasafni
Change i Bretlandi og bjó til LP-
plötu. í upphafi sýndist okkur
hún dæmd til að mistakast eða
allavega að seljast ekki. Sann-
spáir reyndumst við.
Titillagið „Peanuts”, er flutt af
þeim Magnúsi Sigmundssyni og
Jóhanni Helgasyni sem hér nota
nafnið „Pal Brothers”. Lagið er
mjög í stíl við önnur lög sem þeir
félagar gerðu undir þessu sama
nafni, kannski heldur leiðinlegra.
Allavega hlýtur að vera leitun að
þeim manni hérlendis sem myndi
kaupa heila LP-plötu fyrir þetta
lag eitt.
Á plötunni eru líka tvö ágæt lög
sem Eik sendi frá sér í fyrra,
„Superman” Paradísar, tvö lög
eftir og með Megasi tvö lög með
Borgis og loks tvö lög með Bjarka
Tryggvasyni. Það er líklega það
merkilegasta við þessa plötu. Að
minnsta kosti annað lagið með
Bjarka, „Hver ert þú?” var
tekið suður í Hafnarfirði og
hljóðblandað upp á nýtt.
Munurinn á því á þessari LP-
plötu og tveggja laga plötunni,
sem það kom út á upphaflega, er
mikill. Lagið er I rauninni allt
annað, það er vel þess virði að
bera saman hljóðmunina á
þessum tveimur útgáfum.
Oll lögin nema „Peanuts” eru
hljóðrituð í stúdíói Hljóðrita í
Hafnarfirði og augljóst að á þeim
tíma vissu menn ekki almenni-
lega til hvers þessi takkinn var
eða hinn því hljómunin er yfir-
leitt bágborin.
HRIF2
Ýmsir listamenn
LP—stereo—ÁÁ 028
ÁA Records 1975.
Sigurvegarar þessarar plötu
eru tvímælalaust þrímenningarn-
ir sem á sínum tíma voru Spilverk
þjóðanna, þ.e. áður en þeim bætt-
ist kvenkosturinn með silfurtæru
röddina. Þegar þau fjögur lög
Spilverksins, sem eru á „Hrif 2”,
voru hljóðrituð — trúlega í
London í fyrrasumar — var trfóið
ferskt og hressandi. Með þessu er
þó ekki verið að fullyrða að svo sé
ekki lengur, en miðað við nýlegan
útvarpsþátt með Spilverkinu er
eins og mesti hressleikinn sé á
brott, að minnsta kosti í bili. Það
er kannski ekki undarlegt, það
hlýtur að vera lýjandi að vera
sífellt að verja sig og sína músík.
Kahnski væri ráð að spila meira
og tala minna.
Hvítárbakkatríó Jakobs
Magnússonar, sem jafnframt
stjórnaði upptöku flestra laganna
á þessari plötu, kemur einnig
mjög snyrtilega frá sínu. Jakob er
enginn aukvisi I hljóðfæraleik og
þá ekki heldur félagar hans i tríó-
inu. Fyrra lagið sem trióið flytur
á plötunni, „Moving On”, er lík-
lega eftir alla félagana I þvi,
snoturt lag, brezki blærinn leynir
sér ekki. Hitt lagið, „Where Were
You?”, er eftir Jakob og Tómas
Tómasson bassaleikara, sem á
þessum tíma var I tríóinu, er
einnig dágott lag en ekki frum-
legt.
Þeir Tómas og Jakob hafa
einnig samið „Lucifers Carnival”,
annað af tveimur lögum sem
Nunnurnar (Drífa Kristjánsdótt-
ir, Helga Steinsen og Janis Carol)
leggja fram á plötunni. Það kann
að reynast með betri lögum á
plötunni og líklega hefur Janis
Carol ekki sungið betur á plötu
fyrr.
Bergþóra Arnadóttir,
sómakona úr Þorlákshöfn, syngur
tvö lagleg lög eftir sig. Bergþóra
hefur litla og mjúka rödd, syngur
og spilar skemmtilega með gítar-
inn sinn í hópi fárra, eins og í
Kjallaraþætti sjónvarpsins á 2.
páskadag. Hún hefur samið heila
dobíu af lögum og mörg betri en
þau sem hún syngur hér.
Pónik er einnig með tvö lög,
fleiri þarf ekki. Pónik er prýðileg
danshljómsveit í Sigtúni, þar sem
fólk gerir ekki miklar kröfur til
hljómsveitanna, en þessi lög
hefðu betur ekki farið á plötu í
flutningi Póniks. Vissulega eru
þeir félagar ágætir hljóðfæraleik-
arar en hér rennnur allt meira og
minna í einn graut sem ekki er
skemmtilegur. Þessi lög munu
vera hin síðustu af nokkrum er
Pónik hljóðritaði í Noregi fyrir
tveimur árum og Ámundi (ÁÁ)
hefur síðan verið að senda á
markað á tveggja laga plötum.
INGIMAR EYDAL & HLJOMSVEIT
Hljomsveit Ingimars Eydals
LP — stereo — St. 001
Steinar hf. 1975.
Þau tíðindi hafa borizt frá
Akureyri að Ingimar Eydal
hyggist leysa hljómsveit sína upp
þegar kemur fram á sumarið. Það
er til efs að önnur islenzk dans-
hljómsveit hafi starfað jafnlengi
og hljómsveit Ingimars, eða allt
frá sumrinu 1962. Á þeim tíma
hefur'fjöldinn allur af skínandi
hljóðfæraleikurum verið með
Ingimar, svo sem Vilhjálmur
Vilhjálmsson, Þorvaldur Hall-
dórsson, Bjarki Tryggvason, að ó-
gleymdum Finni Eydal, og raunar
margir aðrir.
Hljómsveit Ingimars hefur
verið svo lengi í Sjálfstæðishús-
inu á Akureyri að í hugum fjölda
fólks eru Ingimar og Sjallinn
jafnmikill hluti af Akureyri og
Ráðhústorgið og Nonnahús. Vin-
sældirnar eru að sjálfsögðu til
komnar vegna óvenju næms eyra
Ingimars hljómsveitarstjóra fyrir
lögum „sem ganga í fólkið”, eins
og samstarfsmaður hans um ára-
bil hefur orðað það við okkur. En
nú á að láta staðar numið.
Þegar tekið er tillit til þess að
sú útgáfa hljómsveitarinnar, sem
nú starfar fyrir norðan, er sú
slappasta til þessa þykja manni
það ekki sérlega vond tíðindi að
hljómsveitin sé að hætta.
Hljómsveit Ingimars skilur
eftir sig tvær breiðskífuc en að
auki hafa SG-hljómplötur seit á
markað eina sem er samansafn
laga af tveggja og fjögurra laga
plötum er út hafa komið í gegnum
árin.
Þessi síðasta plata er dauf plata
og ekki skemmtileg. Lögin eru
sem fyrr úr ýmsum áttum,
ómissandi lag um sumar og sól og
sjóinn á Spáni, nokkur lög eftir
félaga í hljómsveitinni og eitt
eftir Gylfa Ægisson sem „átti”
síðustu LP-plötu hljómsveitarinn-
ar með lagi sínu „í sól og
sumaryl”.
Það kann að vera helzti gallinn
við þessa plötu að hljóðblöndunin
er miðuð við útvarp — í þeim
tilgangi að selja plötuna í gegnum
óskalagaþætti útvarpsins — en
fyrir okkur sem kjósum heldur að
hlusta á plötur heima í Stofu i
sómasamlegum hljómflutnings-
tækjum, kemur þessi ráðstöfun
illa út. Jafnvægi á milli einstakra
hljóðfæra og söngs verður stór-
lega brenglað, svo eitthvað sé
nefnt.
Ingimars Eydals og hljóm-
sveitar hans verður ekki minnzt
fyrir þessa plötu heldur líflega
dansleiki í Sjálfstæðishúsinu á
Akureyri. Ingimar sjálfum send-
um við kveðjur og óskum honum
góðs bata. —ö.vald.
í þessari Viku:
Hvernig er að vera Kanaríeyingur ó íslandi? — Fyrir þó, sem eru að byggja: Feddi ;
menn — Spennandi lifrarréttir — Snjallar sögur — Átta myndasögur —