Dagblaðið - 24.05.1976, Page 1

Dagblaðið - 24.05.1976, Page 1
\ t frfálst úháð datfblað RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Svona gerast hlutirnir: LEYNIFUNDUR I FLUGVELINNI Mikill hamagangur var í Osló hjá þeim er vildu sætta Breta og Islendinga, svo sem Norð- mönnum. Norski utanríkis- ráðherrann, Frydenlund, gerði það ekki endasleppt. Þegar Geir Hallgrímsson forsætis- ráðherra og Einar Ágústsson utanríkisráðherra voru komnir um borð í flugvélina í gær, á leið til lslands.elti norski utan- ríkisráðherrann þá um borð. Hann kallaði þá á leynifund úti í horni í flugvélinni, og ræddust þeir þar við drykklanga stund, svo að enginn annar heyrði, hvað fór á milli þeirra. Töldu menn helzt, að sá norski væri með síðasta svar frá Bretum, hvert sem það nú var. Norski utanríkisráðherrann var glaðklakkalegur eftir leyni- fundinn. Hann vatt sér að norskum blaðamanni og sagði: „Nú hef ég gert allt, sem ég get.“ Samningaviðrœður liggja í loftinu — BAKSÍÐAN 2. AR(i. — MANUDAGUR 24. MAI 1976 — 11.3. TBL. UPPLAG DAGBLAÐSINS í DAG: 27.200 EINTÖK Ungi maðurinn á myndinni var einn af fjolmorgum ,,leikurum“ á æfingunni á Reykjavíkurfiugvelli á laugardaginn. Hann stóð sig vel, og það gerðu reyndar flestallir aðilarnir. (DB-mynd. R.Th.Sig.) Slysið## var óhugnanlega eðlilegt — bls. 9 Blaðaprentsmalið: Hver skuldar hverjum? bls. 12 og 13 Karen Ann Quinlan neitar að deyja — sjá erl. f réttir á bls. 6-7 Þrír menntqskólqr útskrifa: STÚLKURNAR ALLS STAÐAR Á TOPPNUM — baksiða TVEIR YFIRMANNA TOLL- GÆZLUNNARIVARÐHALD Tveir yfirmennn í tollgæzlunni voru handteknir á laugardaginn. Var þetta gert í framhaldi af rannsókn á hugsanlegri aðild starfsmanna tollgæzlunnar að smygli, sem fram hefur farið um nokkurt skeið nú að undanförnu. Tollstjórinn í Reykjavík sagði í viðtali við Dagblaðið í morgun, að hann gæti ekki sagt um það, hversu langt væri komið rannsókn þeirri, er leiddi til handtöku þessarra manna enda væri hún svo nýskeð. Dagblaðið hefur haft spurnir af rannsókn þeirri, sem hér er um að ræða, en að sjálfsögðu ekki á hvaða stigi hún væri hverju sinni. Hér er um að ræða rannsókn á hugsanlegri aðild gróinna starfsmanna í tollinum iReykja- vik, yfirtollvarðar og varðstjóra í tollinum, eftir því, sem næst verður komizt. Einnig er ekki útilokað að rannsóknin.sem hér um ræðir, kunni að vera tengd öðrum málum, sem að undan- förnu hafa verið mjög til meðferðar og umræðu. -BS. „Farðu til helvítis" — sagði Braziliumaður- inn á íslenzku. Símon Símonarson skrifar um Olympíumótið i brídge - bls. 15 og 17

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.