Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 24.05.1976, Blaðsíða 18
r Leiklist ÞjóAleikhúsiA: ÍMYNDUNARVEIKIN eftir Molióre ÞyAing: Lárus Sigurbjömsson, Tómas GuA- mundsson. Tónlist: Jón Þórarinsson. Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir. Leikmynd og búningar: Alistair Powell. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Ivan Illich heitir maður, þýskur að ætt og eðli, held ég, enda doktor bæði í guðfræði og heimspeki, búsettur í Mex- ikó og stendur þar fyrir ein- hvers konar rannsóknastofnun í samtíma-menningu með tilheyrilegum nefndum, fundum, ráðstefnum, ræðu- höldum og ritstörfum. Ein af kenningum hans gengur út á háska sem almennu heilsufari í iðnaðar- og velferðarríkjum stafi af ofvexti og yfirgangi læknavísinda og heilsugæslu og starfstéttum og hagsmuna- hópum sem þar eigi hlut að máli. Læknastéttin er orðin stórhættuleg heilsu alls al- mennings, segir Ivan. Kenningar Ivans Illich eru svo sem nógu eftirtektarverðar afspurnar, og i öllu falli sýnast þær vel lagaðar til þess að hrófla við og hafa jafnvel enda- skipti á viðtekinni vísindatrú og helgihaldi allt að tilbeiðslu á læknisfræði, læknum, meðölum og spítölum sem heilsulind og sannri sálubót. En haldi einhver að hugmyndir hans séu barasta einhver nýmóðins fyrirtekt, ein af þessum hug- myndatískum sem upp koma hvert og annaðhvert ár, og eru óðasta gleymdar á ný, þá ætti sá hinn sami að leggja leið sína í Þjóðleikhúsið þessa dagana. Það heyri ég ekki betur en kjarn- inn í málflutningi Illich sé hinn sami sem heyra má í skörulegri ræðu sem Béralde, bróðir Argans ímyndunarveika, heldur í umvöndunarskyni yfir HUS- byggi- endur Fyrirliggjandi: Glerullar- einangrun Glerullar- hólkar Plast- einangrun Steinullar- einangrun Spóna- plötur Milliveggja- plötur Kynnið ykkur verðið - það er hvergi lœgra JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 Éí 10 600 UMSÓKNIR um skólavist í tónlistar- skólanum skólaárið 1976—77 þurfa að berast til bæjarskrifstofu Seltjarnar- ness fyrir 1. júní nk. Umsóknum, sem síðar berast, er ekki víst að hægt veröi að sinna. Umsóknareyðublöö fást á bæjarskrif- stofunni. Skólastjóri DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MAl 1976. Tónlistarskólinn Seltjarnarnesi EINS OGIVAN SEGIR sárlösnum sjúklingnum. Náttúran er besti læknir mannlegra meina, náttúrlegir lífshættir besta heilsuvarslan, lífsmátturinn býr í manninum sjálfum, og séu lífshættir manns heilbrigðir sigrast hann af sjájfsdáðum á tilfallandi sjúkdómskvillum. Að hinu leytinu er ekkert náttúrlegra en deyja þegar lífsmáttur manns loks er þrotinn. Það þarf ekki að spyrja að því: Béralde (sem Árni Tryggvason leikur i Þjóðleik- húsinu) flytur tölu sína fyrir daufum eyrum. Skynsemi kemur ekki sjúklingnum né sjúkdómi hans neitt við. Og svo mikið er líka víst að Imyndunarveikin er ekki klassískur gleðileikur vegna þess að hún beri eina eða aðra, rétta eða ranga kenningu um heilbrigðismál, né er það þá ástæða til að leika hana nú að nýju í Þjóðleikhúsinu. Hitt er kannski sönnu nær að í sjónarmiðju. Imyndunar- veikinnar, gervi Argans, geti að líta sígilda persónugervinga mannlegra eiginleika sem uppi munu á meðan heimurinn stendur, einfeldni, trúgirni og sérgæsku, en kannski líka og ekki síst góðlyndis og hrekk- leysis. Svo mikið er víst að „tjáning og túlkun" hins sígilda gleðileiks veltur einkum og sér- ílagi á skilningi sem í Argan er lagður, en af honum helgast önnur persónusköpun og öll skripa- og gleðilæti leiksins. Það er nú ekki alveg ljóst af hverju ástæða þótti til að leika akkúrat Imyndunarveikina núna: vel hefði það verið vert að fá að sjá einhvern annan af hinum meiriháttar gleði- leikjum Moliéres á sviði Þjóðleikhússins. En i Bessa Bjarnasyni á leikhúsið vissulega á að skipa mikils- háttar gamanleikara, sem oft hefur verið misfarið með krafta hans, og sannarlega átti það inni að spreyta sig á stóru klassísku hlutverki. Hvað gerir Bessi úr Argan? Það er nú svo skrýtið að í meðferð Bessa fannst mér aðaleinkenni á Argan vera heilbrigði og meinleysi hans: Bessi er svo heilbrigðislegur að unun er á að horfa. Og fyrst og síðast er Argan hans besti karl. Sann- leikurinn er samt auðvitað sá að Argan er sjúkur maður, á sálinni ef ekki líkama sínum, og sjúkdómur hans, sprottinn af umhverfi og kringum- stæðum hans, gerir hann að sínu leyti hættulegan umhverf- inu og fjölskyldu sinni. Þótt Imyndunarveikin sé gleði- leikur vantar það ekki að efni hennar er alvarlegt. Sýning Þjóðleikhússins er einkar vöndugleg til að sjá, stílhrein og smekkleg, og sýnist fáguð út í æsar. Það kann að vera smekksatriði hvort menn vilja telja það kost eða galla að Sveinn Einarsson leikstjóri skuli ekki í sviðsetningu sinni „leggjast dýpra“ en raun ber vitni í túlkun Argans imyndunarveika og þar með hugarheims og samfélags- lýsingar leiksins. En segja má að sýningin eins og hún er úr garði gerð fylgi fram „hefð- Dóttirin (Anna Kr.istín Arngrímsdóttir), Argan og vinnukonan Toinette (Herdís Þorvaldsdóttir). son leggur kannski engan nýskapandi skilning í hlutverk Argans við leiðsögn Sveins Einarssonar. En innan viðtekins ramma hins afvega- leidda einfeldnings fer hann af mikilli háttprýði, útsmoginni gamansemi með hlutverkið. Einatt eru svipbrigði hans hreint dásamleg: þetta góða bros þegar hann kemur alsæll inn af salerninu, lostafullt upplit hans andspænis stólpípu Fleurants apótekara, föður- sem sýnist eins og sniðið handa henni: Toinette er hinn verðugasti andstæðingur Argans, heilbrigðin og lifsþrótturinn sjálfur, létt og leikandi túlkun kankvísi og kímni. Kvenhlutverkin eru hér öll hið besta skipuð: Sigríður Þorvaldsdóttir fer vitanlega létt með Béline, konu Argans, þótt hún fái lítt að njóta þess hversu margt hún hefur til sins máls gegn karlsauðnuih, og Anna Kristín Arngrímsdóttir Korlakór Reykjavíkur 50 óra: Bjóða 3 erlendum kórum heim ó af mœlinu 1976 er afmælisár Karlakórs Re.vkjavikur í margföldum skilningi. Afmælisdagurinn. sá fimmtugasti, var 3. janúar. Þá var haldinn hátíðarfundur. Þá koma hljómleikarnir nú 27., 28.og 29. mai. í júni kemur kórinn fram á norrænu músíkdögunum. í haust flvtur kórinn ásamt Sinfóníu- hljómsveitinni Hátíðarmessu Sigurðar Þórðarsonar. Einnig vinnur kórinn aó útgáfu á 14 lögunt eftir Sigurð Þórðarson sem gefin verða út á hljómplötum. Aðalhvatamaður að stofnun kórsins var Sigurður Þórðarson og var hann söngstjóri i 36 ár eða til 1962. að einu ári undanskildu er liann var veikur. Saga kórsins er þvi mjög samtvinnuð Sigurði bundnum skilningi" leiksins, og Imyndunarveikin er sá klassískur gleðileikur sem lang- mest hefur komið við íslenska leiklistarsögu. Það held ég að sé enginn eðlismunur á sýningu Þjóðleikhússins og ótöldum áhuga- og leikfélagasýningum leiksins áður á íslensku sviði, aðeins sá munur sem kemur til af starfskröftum og vinnu- brögðum í Þjóðleikhúsinu. En útífrá þessum bæjar- dyrum hygg ég að margt megi segja loflegt um sýninguna og hafa af henni heilmikla ánægju, eða það var að minnsta kosti min reynsla. Bessi Bjarna- legir tilburðir við Louison litlu dóttur sína (sem Kristín Jónsdóttir lék með miklum þokka). Og öfgun- um í skapferli hans er svo sem 'til skila haldið: yfir- ganginum yfir sína nánustu, angist hans og umkomuleysi þegar hann heldur að fólk hafi loks slegið að sér hendinni. En víst saknar maður þess að allri þessari tækni skuli hafa vera einbeitt að sjálfráðri meðferð og útleggingu hlutverksins. Og það er ekki að spyrja að Herdísi Þorvaldsdóttur: eftir alltof fáar og stopular stundir á umliðnum árum er hún loks komin á ný í stórt hlutverk Karlakór Reykjavíkúr heldur upp á 50 ára afmæli kórsins á fimmtu- daginn, föstudaginn og laugar- daginn kemur. Auk þess sem kór- inn syngur til að minnast afmæl- isins koma fram þrír kórar sem boðið hefur verið hingað vegna afmælisins. Gestakórarnir eru: Muntra Musikanter frá Helsinki, Gulberg Akademiske Kor frá Osló og Norwegian Singing Society frá New York. Kórarnir þrír syngja f.vrst og fremst fyrir styrktarfélaga Karla- körs Re.vkjavíkur. Einn gestakór- anna. Muntra Musikanter. heldur sérstaka hljómlelka í Háskólabíói f.vrir almenning. Hinir gestakór- arnir tveir halda hljöntleika utan Reykjavikur. norski kórinn í Mos- fellssveit en bandaríski kórinn á Kel'lavikurflugvelli. Hafa borið hróður Íslands til yfir 100 borga í 3 heimsólfum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.