Dagblaðið - 15.06.1976, Page 2
DAGBLAÐIÐ — ÞHIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1976.
„ÉG TÓK BARN MITT AF
LAUFASBORG
Salome Kristinsdóttir
Sogavegi 156 skrifar:
„Halldóra Ástþórsdóttir
tekur anzi stórt upp í sig í
tveim greinum sem hún skrifar
i Dagblaðiö. Öll rök for-
stöðukonu Laufásborgar segir
hún ósönn og sjálf þeysir hún
áfram sem hvítþveginn engill
og er mikið niðri fyrir. Ég er
móðir barns þess, sem Krist-
björg Steingrímsdóttir segir frá
í svari sínu við fyrstu grein
Halldóru, að hafi verið tekið af
Laufásborg vegna framkomu
Halldóru í þess garð. Vissulega
segir hún satt. Ég sá mér ekki
fært að hafa barnið hjá
Halldóru, því hennar uppeldis-
aðferðir virðast vera barsmíðar
og hróp ef barn er ódælt. Ég
hef komið að Halldóru þar sem
hún lamdi barn. Einnig hef ég
talað við sumar af þeim
mæðrum sem höfðu börn sín
hjá Halldóru og voru þær
fremur óánægðar en höfðu^
engin tök á því að koma þeim
fyrir annars staðar.
Halldóra segir að engin
fóstra hafi starfað með henni.
Það er ósatt, því áramótin 1974-
75 starfaði fóstra með henni og
hefur hún sagt mér og að
minnsta kosti einni annarri
móður að með Halldóru sé
ófært að vinna sökum yfirgangs
og ráðríkis. Kristbjörg Stein-
grímsdóttir er mjög hæf í sinu
starfi, að mínu mati, sérstak-
lega hlý við börnin og áhuga-
söm. Hún tók það mjög nærri
sér að ég þurfti að taka barnið
af Laufásborg. Sérstaklega af
því að hún passaði hann sjálf
um tíma og kom þeim mjög vel
saman og enn talar hann um
hve góð hún var.
Varðandi meðmælin sem
Halldóra talar um er eftir-
tektarvert að þar kemur hvergi
fram að hún sé barngóð, þar
sem hún starfaði jú með
börnum.
Halldóra Ástþórsdóttir hefði
betur átt að láta vera að skrifa
róg um manneskju sem ber á
allan hátt höfuð og herðar yfir
hana, því eins og Halidóra segir
sjálf: Sannleikurinn er sagna
beztur. Einnig vil ég að fram
komi að ég hef unnið við 3
barnaheimili í Þýzkalandi og
Sviss í samtals 3 ár vegna náms
míns svo ég veit hvað ég er að
tala um.“
Barnaheimilið Laufásborg í
Reykjavík.
— vegna f ramkomu Halldóru í
þess garð,
segir Salome Kristinsdóttir
HERSTÖÐIN ER
ERLEND
ÁSÆLNI í
ÍSLENZKT LAND
Einn góðborgari þessa lands,
sem vill láta kalla sig sjálf-
stæðismann vildi koma eftirfar
andi á framfæri vegna skrifa
sjálfstæðismanns síðastliðinn
fimmtudag:
„Síðastliðinn fimmtudag
birtist í DB lesendabréf frá
manni er kallaði sig sjálf,-
stæðismann. Tæplega á
maðurinn nógu sterk orð til að
lýsa aðdáunsinniog hrifningu á
veru herliðsins á Miðsnesheiði.
Sjálfstæðismaðurinn hélt því
blákalt fram að dvöl herliðsins
á Miðnesheiði væri vegna
Islendinga sjálfra og engra
annarra. Eins og hann sagði „að
sjálfsögðu á að vera varnarlið á
íslandi. Ástandið í heiminum í
kringum okkur er þess eðlis, að
varnarlaus þjóð má sín lítils
gegn oki einræðisríkja. Banda-
ríkjamenn eru hér til varnar
okkur — ef þeir fara er allt
eins víst að Rússarnir komi.“
Og síðar. „Bandaríkjamenn eru
hér til að verja íslenzkt land
erlendri ásælni."
Heyr á endemi. Sjálfur tel
ég mig gegnarn og nýtan sjálf-
stæðismann. En að bera slfkt á
borð fyrir sæmilega skynsama
menn er firra — fjarstæða.
Á síðustu misserum hafa
íslendingar gert sér æ ljósar
eðli herstöðvarinnar suður á
Miðnesheiði. Auðvitað er
herliðið eingöngu vegna þess að
Bandaríkjamenn og NATO sjá
sér hag af því. Með öðrum
orðum — Island er hlekkur í
varnarkeðju Bandaríkjanna,
útvörður USA í Atlantshafinu.
Herinn á Miðnesheiði er liður
Bandaríkjanna í og þetta vil
ég að mepn geri sér ljóst —
sjálfstæðismenn eða ekki
sjálfstæðismenn — að ná
tökum á íslenzku landi. Með
öðrum orðum, herinn er erlend
ásælni i íslenzkt land.
Þrátt fyrir þetta er ég
fylgjandi herstöð á íslandi. Ég
tel að ísland eigi að vera í
nánum tengslum við vestræn
lönd. Herstöðin er liður í
þessum tengslum okkar við
þau. Hún er framlag okkar til
viðhalds vestrænnar
menningar.
Einungis þarf að upplýsa
fólk um eðli herstöðvarinnar,
halda henni innan vissra marka
og auðvitað taka gjald fyrir.“
HVER BROSIR EKKI
þegar hann kemst ó
auðveldan hátt hjá einhverju?
1459-8764 skrifar:
„Ég er hlynntur vestrænni
samvinnu, en ég er ósammála
þeim, sem ekki vilja taka gjald
fyrir aðstöðuna á Keflavíkur-
velli. Eg er furðu lostinn yfir
skoðunum núverandi utan-
ríkisráðherra sem hefur margt
gott gert fyrir land okkar, en
segir að ekki megi gera herliðið
að féþúfu.
A sama tíma sem þjóðin
stynur undan drepþungum
sköttum leyfa einhverjir sér-
vitringar sér að halda fram mis-
skildu þjóðarstolti, sem er eitt-
hvert ræflastolt. Eða halda því
fram að við séum að selja land
er óheiðarlegt en að selja
aðstöðu það er annað mál. Hver
brosir ekki þegar hann getur
komizt hjá þvi að greiða
himinháar upphæðir, sem hann
er tilbúinn til aö greiða þegar í
hart fer.
Arðn Guðbrandsson er einn
mesti fjármálaspekingur
þjóðar vorrar. Hann hefur um
langt árabil opinberað
kenningu sína, en talað fyrir
daufum eyrum, þangað til fyrir
stuttu. Hvenær förum við að
taka staðreyndum. Við erum
lítil þjóð i stóru landi og getum
ekki einu sinni haft sómasam-
legar samgöngur vegna
fátæktar. Við þurfum digra
sjóði til að þola náttúruham-
farir og allir landshornamenn
heimta sitt. Hvað er svo til
ráða? Hvað eiga ráðamenn
að gera? Svarið er nýir skattar,
sem aldrei verða afnumdir.
Þjóðin stynur undan byrðinni.
Allt hækkar nema kaupið.
Eg er fremur ihaldssamur
borgari, aðhyllist þó að vissu
marki sósíalisma og vil engan
stéttarmismun, ef hjá því
verður komizt með nokkru
móti. Þess vegna tek ég undir
með þeim fjölmörgu, sem hafa
einurð gagnvart forríkum
nágrannaþjóðum. En hvað á að
gera við það fé sem kemur af
hersetunni?
1. Að standa í skilum við
erlenda aðila.
2. Að verja því til framkvæmda
sem eru varanlegar.
3. Að láta af þeim hætti að
sækja á lágkúruleganháttí vasa
áfengissjúklinga pemnga í
skattaformi. Þessa einstaklinga
ætti fremur að vernda."