Dagblaðið - 15.06.1976, Síða 10

Dagblaðið - 15.06.1976, Síða 10
BIAÐffl frfálst, óháð dagblað l'lucfimdi Daííhlartidlif. I'iamk\a*imlasljóri: Svcinn l< Kyjólfssor.. Kilsljóri: Jónas Kristjánsson. Fi'i'Uast.jóri Jón Biruir l'ólursson. Hilsijornarlulllrúi: llaukur llcluason. Aósloóarfrcúa- sljóri: Alli Slcinarsson. I|>róttir: llallúr Simonarson. Hönnun: .lóhanncs Kcykdal llandril Ásurimur i'álsson. Blaóamcnn: Anna Bjarnason. Asucii' Tómasson. Bcrulind Asucirsdóiiir. Bra«i Siuurósson. F.rna V. Inuólfsdóitir. (íissur Siuurósson. Ilallur Ilallsson. IIclui l'ctursson. Jóhanna Biruis- dóllir. Kalrin 1‘álsdóltir. Krisiin Lýósdóttir. Ólafur Jönsson. Omar Valdimarsson Ljósmyndir: Arni l’áll .lóhannsson. Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björuvin Fálsson. Kaunar Th. Siuurósson. • (ijaldkcri: Fiáinn Forlcifsson. Drcifinuarsljóri: Már K M. Halldörsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánuói innanlands. 1 lausasölu 50 kr. cinlakió. Kitsljórn Sióumúla 12. simi K5522. auulýsinuar. áskriflir ou afuiciósla Incrholii 2. simi 27022. Sdninu «>u umbrot: Dauhlaóió hf. ou Stcindórsprcnl hf.. Ármúla 5. Mynda-ou plöluucró: Ililmir hf . Sióumúla 12. Frcnlun: Árvakur hf . Skcifunni 10 Kúvendingin Sumir íesendur Dagblaðsins hafa spurt, hvers vegna blaðið hafi snúizt á sveif með „landráða- mönnum“ í landhelgismálinu, þegar samningar voru undir- ritaðir, þótt blaðið hafi frá upp- hafi barizt gegn samningum. Hvað á þessi kúvending að þýða, spyrja Allt til hins síðasta var íslendingum boðið upp á ómöguleg býti. Fyrst var Hattersley með tilboð, sem í rauninni fól í sér aukna sókn Breta á íslandsmið. Síðan flutti Geir forsætisráð- herra tilboð frá Wilson um 80—90.000 tonn án viðurkenningar á 200 mílna landhelginni. Og loks kom norska málamiðlunin á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins um minnkaða brezka sókn á miðin en enga viðurkenningu á hinni nýju lándhelgi. Allan þennan tíma hvöttu Morgunblaðið og Vísir til samninga. Og allan þennan tíma var viss stuðningur við samninga innan ríkis- stjórnarinnar og þingflokka hennar. Dagblaðiö skipaði sér í hóp þeirra, sem vöruðu við áróðri Morgunblaðsins og Vísis og hvöttu þjóðina til að hleypa ríkisstjórninni ekki út í ótímabæra samninga. Kúvendingin í málinu varð á Oslóarfundi Einars Ágústssonar og Matthíasar Bjarnasonar með Crosland utanríkisráðherra Breta. Þar féllust Bretar á einhliða og óskertan ákvörðunarrétt íslendinga um veiðar innan 200 mílna landhelginnar eftir 1. desember á þessu ári. Þeir gáfust upp í öllum meginatriðum, þótt samiö hafi verið um sex mánaóa aðlögunar- tíma. Þetta höfðu Bretar aldrei áöur mátt heyra nefnt. Og það var þetta frávik frá fyrri samningshugmyndum, sem olli því, að Dag- blaðið taldi ríkisstjórnina gera rétt í að fallast á samning. Það kemur nefnilega stundum að því, þegar menn eru búnir aó þjarka lengi í viðræð- um, að mótaðilinn gefur svo verulega mikió eftir, að þér finnist sanngjarnt að koma til móts við hann, svo að deilan verði úr sögunni og málsaðilar skilji sáttir að kalla. Dagblaðiö taldi strax, að möguleikinn á aftur- kalli bókunar sex hjá Efnahagsbandalaginu væri mikill galli á samningnum. Bret- ar munu án efa sjá til þess, að tollfríðindi þessarar bókunar verði afnumin eftir 1. desember, ef íslendingar vilja ekki framlengja veiðiheimildir þeirra. Þeir munu ekki hlusta á túlkun Hans G Andersen, þrátt fyrir óskhyggju íslenzku ríkisstjórnarinnar á því sviði. Því miður ætla íslenzkir útflutningsatvinnu- vegir að grípa bókun sex fegins hendi. Þjóðin verður því að gæta þess vel, að hinir nýju útflutningshagsmunir magni ekki linkind ríkis- stjórnarinnar, þegar aftur verður setzt niður til að ræða framhald á veiðum Breta eftir 1. des. En Dagblaóið taldi þennan galla samningsins ekki nægilega veigamikinn, þegar hann er borinn saman við kostinn, sem felst í viður- kenningunni á einhliða rétti íslendinga til að ákveða veiðar í 200 mílna landhelginni. Með þessum samningi hafa andstæðingar fyrri samningshugmynda í rauninni unnið mik- inn sigur. Þeir hafa þvælzt fyrir hinum, sem jafnan hafa viljað semja, og látið rás tímans vinna okkur í hag. Þeir eiga því að gleðjast yfir árangrinum og ekki einangra sig í stífri and- stöðu gegn hvers konar samningi, jafnvel góðum samningi. DAOBLAÐIÐ — ÞRIÐ.JUDAGUR 15. JÚNÍ 1976. tm' ' ' ■■■■■——-.. Kjarvalsstaðir: GAMALT EN GOn Kjarvalsstaðir: Tónleikar Ars Antiqua. 12.6. '76. Það er ekki óalgengt að hljómsveitir og/eða hljóðfæra- flokkar einbeiti sér að ein- hverju ákveðnu tímabili tón- listarsögunnar. Kemur þetta ef til vill skýrast fram hjá söngv- urum, svo sem óperusöngvur- um, ljóðasöngvurum, o.s.frv. Ars Antiqua flokkurinn, fjórir hljóðfæraleikarar, þar af einn söngvari, leita einna lengst aft- ur í tónbókmenntirnar, eða allt aftur til þess tíma er fyrst var farið að festa tónlist á blað. Öll þeirra tónlist er leikin á eftir- Ííkingar þeirra tíma hljóðfæra, 19 strengja lútu, 14 strengja chittern, bjölluraðir af tveimur stærðum, hand- og skellitromm- ur, hristur, 5 strengja vielle, 6 strengja bassa-viol, blokkflaut- ur, krummhorn, shawm og racket af ýmsum stærðum og síðast en ekki síst söng counter- tenór. Leikin og sungin var tónlist allt frá 11. öld, bæði al- þýðusöngvar og hirðlög. Tónleikarnir voru með afbrigð- um skemmtilegir, snilli hljóð- færaleikaranna í meðferð þess- ara gömlu hljóðfæra var einstök, sérstaklega Josephs Hér sést leikið á vielle og n.k. kontrabassa-blokkflautu. Sage, sem söng og lék á slag- hljóðfæri, og Michels San- voisin, sem lék á blásturshljóð- færin og var kynnir. Engin leið er að lýsa þeirri tónlist sem Ars Antiqua flytur, tónlist sem pessa er yfirleitt eKki að finna í dagskrá hljóðvarpsins, en þar sem sjónvarpið tók dagskrána upp á myndsegulband gefst landslýð tækifæri til að heyra jg sjá þessi aldagömlu hljóð- færi á skjánum, og mæli ég eindregið með þeim þætti. « Meðal hljóðfæranna voru krummhorn, shawm, blokk- flautur og racket. myndir:jkc V. J r Auðlindatottarar „Að lokum leggur starfs- hópurinn áherslu á að enn verði að líta á tsland sem vanþróað land á tæknisviðinu að minnsta kosti i samanburði við nágrannaþjóðirnar." Þessar línur getur að lesa í skýrslu Rannsóknaráðs ríkis- ins um þróun iðnaðar frá því í okt. 1975. Ekki getur þetta talist glæsileg umsögn um tæknikunnáttu íslendinga. Dæmin um sannleiksgildi þess- ara orða má sjá hvarvetna. I stóriðjumálum endar tækni- þekking okkar við verk- smiðjuvegginn. Hún nægir einungis til virkjunar fallvatna og til að leiða rafmagnið að verksmiðjuvegg. Íslensk framleiðsluiðnaðar- fyrirtæki eru smá og þróttlítil. Þar fer ekki fram nein vöruþróun nema í einstaka undantekningartilfellum. endjt eru flestar íslenskar iðnaðar- vörur vart samkeppnishæfar tæknilega séð við sams konar erlendar iðnaðarvörur. Fjármögnun iðnaðar bæði til reksturs og uppbvggingar er í fullu samræmi við iðnaðar- vörurnar sjálfar. Fiskveiðar á íslandi hafa um langan aldur verið hrein veiðimennska. Fyrst og fremst hefur verið hugsað um að ná sem mestu magni á land á sem skemmstum tíma, en sáralítið hugsað um gæði hráefnisins eða skynsamlega nýtingu auðlindanna sjálfra, þ.e. fiskstofnanna. Fiskvinnslustöðvarnar hafa orðið að taka við hverju því hráefpi sem að landi berst og hafa reynt að gera úr því söluhæfa vöru eftir föngum. Arðsemi fiskveiða og afli á sóknareiningu hafa verið tiltölulega mikil í samanburði við aðrar þjóðir allt fram á siðustu ár, en fara nú ört minnkandi. Er nú svo komió að við sitjum uppi með tæknilega séð vel búinn fiskveiðiflota, sem hefur sáralitil eða engin verkefni. Flestir helstu nytjafisk- stofnar á íslandsmiðum eru nú ofveiddir sem þýðir í raun að h.etta er á útrýmingu þeirra. íslendingum hefur auðnast að skilja að laxveiðiár þola ekki ótakmarkaða sókn því laxa- stofninn er lítill og er fljótur að eyðast upp ef leyft er að veiða ótakmarkað 1 ánum. Einhvern veginn gengur mönnum verrað skilja að sömu lögmál gildi um hafið. Til veiða i ám og vötnum hafa verið stofnuð sérstök veiðifélög sem um gilda strangar reglur, sem miðast við að halda afrakstri stofnanna í hámarki. Nýting þessara auðlinda er ekki lengur á sam- eignargrundvelli eins og nýting auðlinda sjávarins. Landbúnaður er hér á landi vandræðabarn eins og í flestum nágrannalöndum okkar. Land- búnaðinn þarf að styrkja með margvíslegu móti. Land- búnaðarstörfin eru erilsöm og bindandi og fáir gerast nú orðið til þess að brjóta land og stofna nýbýli og gera þannig búrekstur að ævistarfi sinu. Stofnun nýbýlis ef heldur enginn barnaleikur, því fjár- festingin að baki meðalstórs bús er talin vera um 30 millj. kr.. en afraksturinn, eða laun bóndans. ná vart meðaltekjum verkmanns í Reykjavík. Landbúnaðarframleiðslan er

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.