Dagblaðið - 13.07.1976, Side 6

Dagblaðið - 13.07.1976, Side 6
ti DA(iBLAt)Ii) — l>KIt)JUDA(iUK 13. JÚLl 1976. Carter tilkynnir um varaforsetaefnið á fimmtudag Næsta forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, Jimmy Carter, lauk í gær að ræða við tvo þá síðustu af sjö manns, sem koma til greina sem vara- forsetaefni hans. Carter mun ekki tilkynna flokksþinginu um, hvern hann velur fyrr en á fimmtudagsmorgun. Þangað til verða flokksþingsmenn bara að skemmta sér við hróp og köll og langar, leiðinlegar ræður. Meðal þeirra sem koma til greina sem varaforsetaefni eru Frank Church, Adlai Stevenson og geimfarinn fyrrverandi, John Glenn. Church stjórnaði rannsókn á aðgerðum leyni- þjónustunnar CIA hér um árið. Edmund Brown, fylkisstjóri Kaliforníu, sem keppti við Carter í prófkosningunum, sagði á þinginu í gær, að hann ætlaði að berjast við Carter um útnefningu fram á síðasta dag. Flestir telja þó, að það verði vonlaus barátta, þar eð Carter hefur mikla yfirburði á þing- inu. Frá undirbúningi flokksþingsins. Iðnaðarmenn gera klárt í Madison Square Garden. Aðgerðirnar á Entebbe rœddar íÖryggisráðinu Fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna, William Scranton, sagði í gær á fundi í ráðinu að aðgerðir ísraelsmanna á Entebbeflug- velli þann 4. júlí síðastliðinn, væru réttlætanlegar sem neyðaraðgerðir og að ,,hug- rekki og hugvit ísraelsmanna yrði seint við jafnað," eins og hann komst að orði. Sendíherra Bretlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Richard tók í sama streng. Fulltrúi Tanzaníu í Öryggis- ráðinu var á öðru máli. Hann talaði í nafni Afríkuríkja og bað ráðið að fordæma að- gerðirnar á Entebbe. Richard sendiherra Bret- lands sagði í Öryggisráðinu í gær, að öðrum ritara sendi- nefndar Bretlands i Kampala, konu og hans tveimur öðrum brezkum íbúum í Uganda hefði verið vísað úr landi. Hann sagði einnig að þeir 500 brezku íbúar, sem eru eftir í Uganda, hefðu fengið slæma meðferð að undanförnu, af hálfu yfirvalda í Uganda. — Fyrstaritari sendi- nefndarinnar hefur þegar verið vísað úr landi. f reisun gislanna á Entebbe-flugvelli vakti mikinn fögnuð viða um heim. Hér gleðjast Israelsmenn yfir fregnunum. ERU LOKS KOMNIR 2 nýjar gerðir Dönsku ófóðruðu tréskórnir með þykku svampsól- unum Litir: Ljósbrúnt brúnt og rauðbrúnt Nr. 36—40. Verðfrá 6.835,- Postsendum DAGBLAÐIÐ er smáaug- lýsingablaðið GIFTINCARFRETTIN m PRESLEY VAR TILBÚNINGUR Fréttin um að Elvis Presley hefði ætlað að kvænast stúlku að nafni Sky Alexander í gær re.vndist hið alvarlegasta gabb. Tom Parker, umboðsmaður Presleys, bar þessa fregn til baka í gær og sagðist ekki vita til þess að stjarnan væri i neinum hjónabandshugleiðing- um. Það var konurödd sem til- kynnti fréttastofu Reuters og öðrum fréttastofnunum að hún væri með fréttatilkynningu frá Alan Wexler, forstjóra RCA- hljómplötufyrirtækisins, um að Presley hefði í hyggju að kvænast gamalli vinkonu sinni. Stuttu síðar var haft samband við giftingarkapelluna í Las Vegas og tími tekinn frá fyrir Presley og fröken Alexander. Og ekki nóg með það: fimm hótelherbergi voru tekin frá fyrir Parker umboðsmann, Presley og fleiri á hóteli í Las Vegas. RCA-fyrirtækið sagði í gær að það kannaðist ekki við neinn Wexler forstjóra. Þá var sagt að þetta væri í annað skiptið á þremur mánuðum sem orðrómi um giftingu Presleys væri komið á kreik. Erlendar fréttir REUTER verði látnir lausir og krafist umbóta i lýðræðisátt. Þessi mynd er tekin i Madrid sl. sunnudag og sýnir mólmælendur með borða þar sem kröfur þeirra voru ritaðar. Lögreglan tók harkalega á fólkinu sem átti fótunt sínum fjör að launa. I sumgrfríjð Kvenkjólar, morgunkjólar, stór númer Elízubúðin, Skipholti 5 Mótatimbur i!! III 9VIU 1x6, 1 V4x4, 2x4, 2x6. Sími 44144. Mikils óróleika gætir nú i sptenskum stjórnmálum. Ilroyf- ingar vngri vinstrisinna hafa heimilað að póiitiskir fangar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.