Dagblaðið - 18.08.1976, Page 13

Dagblaðið - 18.08.1976, Page 13
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. AGUST 1976 13 jþróttir þróttir Nú er 1. deildin í sjónmdli hjó ÍBY Vestmannaeyingar tryggðu stöðu sína enn frekar á toppi 2. deildar þegar þeir sigruðu Ármann i 2. deiid íslandsmótsins í Eyjum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 3-1 og hefði sigur Eyjamanna átt eftir atvikum að vera mun stærri en raun ber vitni þar sem þeir höfðu yfirburði frá upphafi til enda. En engu að síður tvö dýrmæt stig og nokkuð ljóst að ÍBV stefnir á sigur í 2. deild — fátt getur nú komið í veg fyrir það. Eyjamenn fengu sannkallaða óskabýrjun því eftir aðeins 6 mínútur lá knötturinn í neti Ármer^ninga. Hver skyldi hafa skorað nema markakóngur þeirra Eyjamanna — Örn Óskarsson en í síðasta leik skoraði Örn 6 mörk. Sigurlás Þorleifsson átti góða sendingu beint á kollinn á Erni, sem skallaði af öryggi i netið framhjá Ögmundi markverði Ármenninga, 1-0. Þegar á næstu mínútum áttu Eyjamenn hættuleg tækifæri, Viðar Eliasson átti góðan skalla rétt yfir og eins var Örn skömmu síðar sjálfur á ferðinni með góðan skalla en rétt framhjá. Markið lét ekki á sér standa — á 24. mínútu skoraði Sigurlás Þor- leifsson glæsilega. Snorri Rútsson sendi góða sendingu fyrir mark Ármenninga og þrumuskalli Sigurlásar hafnaði neðst í mark- horninu alls óverjandi fyrir mark- vörð Ármenninga, 2-0 Áfram héldu Ármenningar yfirburðum sínum og aðeins mínútu síðar máttu Ármenningar enn sækja knöttinn í mark sitt og nú var Tómas Pálsson á ferðinni. Örn Óskarsson gaf góða sendingu fyrir mark Ármenninga beint fyrir fætur Tómasar, sem skaut viðstöðulaust þrumuskoti og enn þöndust netmöskvarnir út að baki Ögmundur markvarðar Ármenninga, 3-0. Þrátt fyrir að sigur ÍBV væri svo gott sem gulltryggður með þessu marki héldu þeir engu að síður uppi stöðugri sókn að marki Algeng sjón í sumar — andstæðingar Eyjamanna niðurlútir eftir að ÍBV hafði skorað. Þessi mynd var tekin í 11-0 sigri ÍBV gegn Selfossi. DB-mvnd R.S. Sigurðsson taldi Arsæl hafa hreyft sig of snemma og lét því endurtaka spyrnuna. Áhorfendur voru greinilega ekki á sama máli en Jón Hermannsson skoraði af öryggi. Eftir mark Armenninga færðist mikil harka í leikinn, beinlínis leikin gróf knattspyrna og fannst mér Ármenningar þar fyrst og fremst sökudólgarnir. Allt um það — fleiri mörk voru ekki skoruð en tvö dýrmæt stig til ÍBV og 1. deildin nálgast stöðugt. RS Reykjavíkurliðsins, greinilega ákveðnir í að skora eins mörg mörk og mögulegt var. Þannig átti Sigurlás þrumuskot af 20 metra færi en rétt framhjá, Örn skot rétt yfir en Ármenningar náðu að verjast frekari áföllum. Staðan í leikhléi var því 3-0 en fljótlega i síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna á heimamenn þegar Ölafur Sigurvinsson varði á línu með hendi. Jón Hermanns- son tók spyrnuna en Ársæll Svéinsson gerði sér lítið fyrir og varði. Dómari leiksins, Sævar — ÍBV sigraði Ármann 3-1 og er nú með 4 stiga forskot og ú aðeins þrjú leiki ef tir Uppgjörið stendur á milli erkifjendanna — í b-riðli, þar sem Valur og FH keppa um úrslitasœtið í útimótinu í handknattleik Íslandsmótið í útihandknatt- leik hélt áfram í gærkvöld og fóru þá fram þrír leikir, sem allir fóru eins og vænta mátti. FH og Valur unnu bæði sína ieiki í gærkvöld og því stefnir í úrslit þessara liða í b-riðli. Bæði FH og Valur unnu stór- sigra. íslandsmeistarar FH frá í vor sigruðu KR 31-22 en þrátt fyrir mörkin níu, sem skildu í lokin voru KR-ingar yfir í hálfleik, 10-8. En allt sprakk hjá KR í sfðari hálfleik og FH tók öll völd, sigraði örugglega 31-22. Viðar Símonarson var mark- hæstur íslandsmeistaranna með 7 mörk. Árni Guðjónsson skoraði 6, Guðmundur Árni 5 og Júlíus Pálsson 4. Þeir Þórarinn Ragnars- son, Guðmundur Magnússon og Geir Hallsteinsson skoruðu 3 mörk hver. Þorvarður Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir KR en Hilmar Björnsson aðeins þrju, en hann var tekinn úr umferð og þá hrundi allt hjá KR. Valur átti aldrei í erfiðleikum með vængbrotið lið Ármanns, sigraði örugglega 27-13. Ýmsa sterka leikmenn vantaði hjá Ármanni og það gerði eftirleikinn auðveldan fyrir Val. Þorbjörn Guðmundsson var markhæstur Valsmanna með 7 mörk. Jón Karlsson skoraði 6. Vil- berg Sigtryggsson var drýgstur Ármenninga með 4 mörk. iR vann sinn þriðja sigur í úti- mótinu og stendur nú á þröskuldi úrslitaleiks — nægir jafntefli gegn Haukum í síðasta leik sínum. í gærkvöld sigraði iR Gröttu 19-11 og höfðu ÍR-ingar undirtökin frá upphafi til enda — staðan í hálfleik var 10-5 ÍR í vil. Brynjólfur Markússon var markhæstur ÍR-inga með 4 mörk en Árni Indriðason, sem í vetur mun þjálfa Gróttu, skoraði 5 mörk fyrir lið sitt. h halls. Iþróttir róttir g) Tanaka - meistari meistaranna Nú gefst íslenzkum íþrótta- unnendum tækifæri tii að kynnast karate—sýndu af fremsta karatemanni í heimi — Sá heitir ekki ófrægara nafni en Tanaka en hann varð heimsmeistari í karate 1976. Ásamt Tanaka koma hingað sjö •manns sem munu sýna í Laugardalshöllinni annað kvöld klukkan 21.15. og ekki er að efa að margur bíður spenntur eftir þessu einstæða tækifæri til að kynnast karate, sem sífellt sækir á víða um Evrópu og þá á kostnað 'judó. Jafnframt sýningu Tanaka og félaga þá verður haldið íslands- mótið í karate — hið fyrsta hér á landi. Handknattleiksdeild Leiknis stendur fyrir heimsókn karatemannanna en aðalfrum- kvöðull ' heimsóknarinnar, og honum ber mest að þakka þessa sýningu. er Þorsteinn Viggósson, veitingamaður í Kaupmannahöfn, en sjálfur er Þorsteinn virkur 1 keppni í karate. Karate er í mikilli sókn á Norðurlöndum en í dag standa Danir fremst í flokki iðkenda karate á Norðurlöndum og hafa mjög beitt sér fyrir útbreiðslu karate á hinum Norðurlöndunum. Ekki er að efa að mörgum verður sýningin fróðleg þar sem karate er talsvert frábrugðið judo — en sjón er sögu ríkari. Bayern Munchen bar sigur úr býtum Bayern Munchen sigraði Anderlecht í keþpni Evrópu- meistaranna gegn Evrópumeist- urum bikarhafa í gærkvöld 2-1. Keppni þessi, sem á meginland- inu hefur fengið nafngiftina „super-cup“ fór af stað á síðast- liðnu ári en þá keppti Bayern við Dinamo Kiev. En ef við snúum okkur að leiknum í gærkvöld þá áttu leik- menn i erfiðleikum á Olympíu- leikvanginum í Munchen vegna mikillar rigningar sem stóð yfir á meðan léikurinn fór fram. Belgarnir tóku forystu þegar á 16. mínútu þegar fyrrum Ajax leikmaðurinn Arie Haan skoraði skemmtilega með hælspyrnu af stuttu færi sem Sepp Maier i marki Bayern réð ekki við. Þannig var staðan í hálfleik og Anderlecht hélt sínu fyllilega. Þjóðverjarnir fóru hins vegar heldur en ekki af stað í síðari hálfleik og sóitu látlaust með gömlu kempurnar Gerd Muller og Franz Beckenbauer í fararbroddi. Muller náði að jafna fyrir Bay- ern á 58. mínútu þegar hann lék skemmtilega á varnarmann og skoraði framhjá hollenzka mark- verðinum í marki Anderlecht, Ruiter. Stöðug sókn Bayern hefði átt að færa þeim víti þegar Muller var brugðið innan vítateigs en hinn enski dómari leiksins veifaði leik- inn áfram við mikla óánægju hinna 40 þúsund áhorfenda. Það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok að Bayern náði að skora sigurmark sitt og auðvitað var Muller aftur að verki þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf. Því var sigur Bayern staðreynd — en hvort það reynist nóg þegar til síðari leiksins kemur í Brussel er aftur annað mál — lið Bayern er að verða gamalt. En það hefur auðvitað verið sagt svo oft áður.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.