Dagblaðið - 18.09.1976, Page 24

Dagblaðið - 18.09.1976, Page 24
Ávísanamólið: Fimmtánmennmgarnir játa tilvist ávísanakeðjunnar — en segjast hafa samið munnlega um aukreitis yfirdrátt við banka sína Vi Hrafn Bragason, umboðs- dómari í ávisanamálinu, lét þau orð falla á fundi með frétta- mönnum í gær, að þegar fyrir lægi „hlutlæg" skýrsla um málið, þá yrðu nöfn aðila þess ekkert leyndarmál af sinni hálfu. Hrafn vildi ekki segja til um hvenær sú skýrsla gæti legið fyrir en lét þó að því liggja, að það gæti orðið innan mánaðar. „Þeir fjórtán menn, sem nú hafa verið yfirheyrðir, hafa flestir viðurkennt að hafa gefið út ávísanir eða átt hlut að ávísunum, sem ekki var inni- stæða fyrir," sagði Hrafn í greinargerð, sem hann dreifði meðal fréttamanna á fundin- um. Þar sagði einnig: „Hins vegar halda þeir því fram, að þeir hafi þá haft yfirdráttar- heimild fyrir upphæð ávísunar- innar. Þeir hafi þó stúndum farið fram úr þeirri yfirdráttar- heimild sem jafnaðarlega var umsamin, en þá hafi þeir samið munnlega um þann yfirdrátt við bankann." Virðist ljóst af þessu, að næst liggur fyrir að yfirheyra ýmsa bankamenn í tengslum við þetta mál, enda gat Hrafn þess á fundinum í gær. í greínar- gerð umboðsdómarans gat hann þess einnig, „af gefnu til- efni", að fréttir Dagblaðsins í .vikunni af þessu máli væru ekki komnar frá sér né nokkr- um þeim, er aðstoðaði sig við rannsóknina. DB þykir ástæða til að taka undir þessi orð, enda sagði Hrafn ekkert um að frétt- ir blaðsins væru rangar. í greinargerðinni segir einnig: „Framburðir hafa verið nokkuð svipaðir því, sem við var búizt. Ljóst er, að sumir þeirra, sem stórtækastir hafa verið við tékkaútgáfu af þess- um mönnum á rannsóknartíma- bilinu, hafa eitthvað borið sig saman og ráðgazt við lögmenn áður en þeir komu í réttinn, enda hefur málið verið lengi á döfinni og kunningsskapur virðist vera með þessum mönnum flestum." Síðan segir: „Þeir hafa sagzt hafa lánað hver öðrum stundum stórar upphæðir endurgjaldslaust í formi ávísunar. Ávís,unin hafi þá verið greidd síðar, stundum með annarri ávísun. Það hafi komið fyrir að þeir skiptust á ávísunum, en þá hafi alltaf önnur verið heimil, en með hina hafi átt að fara í banka síðar.“ Loks segir í greinargerð Hrafns Bragasonar í gær: „Þeir segja að tékkarnir sem þannig fóru á milli á rannsóknartíma- bilinu hafi vel getað verið mjög margir og þegar þeir séu lagðir saman numið tugum milljóna Hins vegar nemi hæstu láns- upphæðir. sem nefndar hafa verið í hvert sinn, um einni mílljón. Skammur tími gat liðið milli láns og greiðslu, t.d. einn eða tveir dagar eða jafnvel að þetta gerðist samdægurs.“ Af framangreindu má telja ljóst, að fimmtánmenningarnir hafi viðurkennt tilvist ávísana- keðjunnar, en jafnframt að hún hafi verjð rekin með vitund og vilja viðskiptabank- anna. Rannsókn þessa máls verður haldið áfram. Sjómenn hefja undirskriftasöfnun Það sem gerir lög þessi for- kastanleg er að engin gild ástæða er fyrir setningu þeirra og að þau gilda aftur fyrir sig, frá 16. febr. sl. allt til 15. maí næsta ár , eða í rúma 15 mánuði, og eru þar af þegar liðnir sjö mánuðir, segja fulítrúar aðstandenda undir- skriftasöfnunar sjómanna og stuðninfesmanna þeirra. Að fjölda undirskrifta fengn- um stendur til að skora á Alþingi að ógilda lögin og verður það væntanlega gert undir lok næsta mánaðar. Sjómenn telja lögin hlutdræg, eða öðrum aðilum í vil, og vekja sérstaka athygli á því að þeir hafi unnið með lausa samn- inga frá 16. febr. í vetur. Telja aðstandendur undir- skriftasöfnunarinnar sjómenn frekar verðskulda virðingu og þakklæti fyrir þjóðhollustu sína, sem felst í að vinna án kjara- samninga mánuðum saman, en að vera að niðra þá með þessum lög- um. Þá benda þeir á að lögin séu einnig aðför að samningsrétti alls vinnandi fólks og engin viti hver verði næst fyrir þess háttar. Því ganga nú tvenns konar undir- skriftalistar, annar fyrir sjómenn og hinn fyrir launþega sem vilja sýna þeim stuðning sinn. -G.S. í múrnum Þessi múrveggur er rammger enda ætlað að halda ófrjálsum inönnum. Vegfarendur um Skólavörðustíg í Reykjavík sjá yfirleitt ekkert lífsmark í þessu húsi númer níu —nema ef vera kynni að sæist í fanga- verði inn um glugga á framhlið þess. Árni Páll tók þessa mynd í gær. frfálst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 18. SEPT 1976. Stolið af flugfreyjum um borð í flugvélum: Vilja nú lœstar hirzlur eða verðmœti sín tryggð Við höfum engar læstar hirzlur um borð í flugvélun- um fyrir fjármuni okkar eða verðmæti og ekki getum við borið það á okkur við störfin, sagði flugfreyja í viðtali við blaðið vegna fréttar í blaðinu fyrr í vik- unni um að algengt væri að stolið væri af flugliðum á erlendum hótelum og fyrir skömmu hafi 80 dollurum verið stolið úr veski flug- freyju um borð í flugvél. Veskið geymdi hún í eldhúsi flugvélarinnar. Flugfreyjan sagði enn- fremur að verðmæti þeirra fengjust ekki tryggð gegn þessu, þær yrðu sjálfar að bera tjónið. Benti hún á að flugfreyjunum væri nauð- synlegt að hafa allnokkra fjármuni á sér, enda vissu þær aldrei' hversu langar ferðir þeirra kynnu að verða vegna veðra eða bilana. Sagði hún hug í flugfreyj- um að ganga tryggilega frá þessum málum í næstu samningum sinum við flug- félögin. Þetta atriði hefur áður borið á góma á samn- ingafundum en aldrei verið frágengið. —G.S. „RÍKISSAKSÓKNARI HRIFSAR MÁL ÚR HÖNDUM BÆIARFÓGETANS í KEFLAVÍK" — segir Kristján Pétursson deildarstjóri í Keflavík „Þessi tilfærsla seinkar málinu og svo kann að fara að það upplýsist aldrei," sagði Kristján Pétursson í tollgæzl- unni i Keflavik sem unnið hefur að rannsókn smyglsins á litsjónvarpstækjunum. Ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að fela Þóri Oddssyni í Sakadómi Re.vkjavíkur að rann- saka þetta mál. Hefur engin skýring komið fram af hálfu rikissaksóknaraembættisins á því hvers vegna bæjarfögetinn i Keflavík mátti ekki annast frumrannsókn málsins. Rannsókn hefst í Keflavík „Við fjórmenningarnir hófumst ekki handa fyrr en okkur var farið að lengja eftir einhverri úrlausn af hálfu Toll- gæzlunnar í Reykjavík og Saka- dóms,“ sagði Kristján, sem ásamt þeim Hauki Guðmunds- syni og tveimur lögreglumönn- um úr Reykjavík hóf rannsókn fyrir fáeinum vikum. Þá hafði málið verið í athugun hjá Toll- gæzlunni og Sakadómi í nokkra mánuði. Árangur þess starfs er sá að skipstjóri úr Kópavogi hefur verið hnepptur í gæzluvarð- hald. Mál þess manna hefur nú verið afhent Sakadómi ásamt þeim gögnum sem málinu f.vlgja. Að sögn Knstjáns sendu hann og Lukui .>ma ...... isiu nl bæjarfógetans og Revkviking- arnir sendu sina skýrsiu til lögreglustjóraembættisins í Reykjavík. Eftir að skýrsla þeirra félaga Kristjáns og Hauks barst til bæjarfógetans hófst rannsókn málsins fyrir alvöru. Voru þá lögreglumennirnir i Reykjavík vfirheyrðir sem vitni. „Sendum gögnin samkvœmt skipum ríkissaksóknara“ „Ríkissaksóknari bað okkur að ganga frá þeim gögnum sem við hefðum og senda,“ sagði Jón E.vsteinsson bæjarfógeti í Keflav. Sagði hann að ríkissak- sóknari hefði falið Sakadómi að annast rannsókn þessa máls með bréfi 13. september, sem mun vera sama daginn og skip- stjórinn var hnepptur í varð- hald. Jón sagði að ríkissaksóknari hefði gert þessa breytingu á því hvar rannsóknin færi fram með tilliti til lögsögu. Sakadómur valinn með tilliti til lögregluskýrslna Hallvarður Einvarðsson vara- ríkissaksóknari sagði að þegar lögregluskýrslur þær sent bárust til embættis lögreglu- stjóra í Reykjavík hefðu verið athugaðar af ríkissaksóknara, Þórði Björnssyni, hefði hann talið að málið félli undir Saka- dóm Reykjavíkur. Sagði Hallvarður að ljóst væri að rannsókn hefði hafizt í Keflavík án þess að nokkur gögn væru fyrir hendi og hefði því sakadómara í Keflavík verið gert að ganga frá þeim gögnum sem fyrir hendi voru. Hallvarður lagði áherzlu á það að hlutverk ríkissaksókn- ara væri að samræma rann- sóknir og kvaðst vonast til að samstarfið yrði gott á milli þeirra umdæma sem að rann- sókninni stæðu. Ekki vitað hvar brotaþingin eiga að vera Kristján benti á það að ekki væri vitað hvar brotaþing ættu að vera í þessu máli. Gætu jafn- vel 5 til 10 embætti blandazt inn í þetta mál. Kristján sagði að þegar farið væri fram á það að öll gögn væru afhent vildu oft gleymast þau trúnaðarsambönd sem mynduðust við rannsókn jafn- mikilvægs máls. Gögn sem fengizt hefðu í gegnum slík sambönd væri ekki unnt að af- henda á meðan rannsókn væri á frumstigi. „Við fjórmenningarnir töld- um okkur geta upplýst þetta mál og höfðum hagað vinnu- brögðum okkar á þann veg að góð von var til þess. Skyndilega er málið hrifsað úr höndum okkar og það án nokkurrar skýringa," sagði Kristján sem telur að ríkissaksóknari sem er erlendis, hafi ekki svarað þeirri spurningu hvers vegna málið var flutt á milli embætta. Benti Kristján á að auðvelt hefði verið að fá setudómara til að dæma í þessu máli þegar ljóst væri hvaða lögsagnarum- dæmi lægju fvrir. —BA

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.