Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 7
DACBLAÐIÐ. MÁNUDACUR 4. OKTÓBKR 1976. ✓ I einu gömlu húsanna í miöbæ Akureyrar hefur um áratuga skeið verið rekin hótelstarfsemi, líklega allt frá síðustu aldamótum. Húsið að Hafnarstræti 98 er þrílyft timburhús, vinalegt eins og mörg gömlu húsin, og þar fá þreyttir ferðalangar enn inni og njóta þar hins bezta atlætis. Síðastliðið vor tóku við rekstri hótelsins hjón frá Reykjavík, Halldór Lárusson sem lengi var prestur í Mikla- bæ í Skagafirði, og kona hans, Kolbrún Guðmundsdóttir. „Þetta hefur verið mikill reynslutími,“ sagði Halldór í stuttu spjalli við Dagblaðið. „Maður kynnist ýmsu í sam- bandi við hótelstarfið, ekki þó sízt ágætum viðskiptavinum, sem við höfum verið svo heppin að fá sem gesti okkar í sumar.“ Halldór kvaðst ákveðinn í að hafa hótelið opið í vetur, enda SEX FENGU STYRKI EN SAUTJÁN SYNJUN — er úthlutað var vísindastyrkjum NATO Sex íslenzkir sérfræðingar og vísindamenn hlutu samtals 2,2 milljónir króna í náms- og rannsóknarstyrki frá Atlantshafs- bandalaginu 1976. Það er mennta- málaráðumeytið sem úthlutar styrkjunum eftir að heildarstyrk- upphæð hefur verið skipt milli aðildarríkja NATO. Umsækjendur um styrkina hér á landi voru 23 og fengu því 17 umsækjendur enga úrlausn. Þeir sem styrk fengu eru: 1. Axel Bjömsson, eölisfræðingur, 500 þúsund krónur til jaröeölisfræöisrannsókna, einkum á nýjum aöferðum í rafleiönimælingum. viö jarö- fræöistofnun Arosahaskóla og háskólana i Braunschwoig og Göttingen í Þýzkalandi. 2. Höröur Kristjánsson, B.S., 250 þúsund krónur til framhaldsnáms og rannsókna i iífefna- fræöi viö University of Maryland í Banda- rikjunum. 3. Jóhann Þorsteinsson, lifefnafræðingur, 500 þúsund krónur til aö kynnast nýjum aðferöum viö rannsóknir á nýtingu aukaafuröa i fisk- og slaturiðnaði við haskolann í Tromsö í Noregi. 4. Kristján R. Jensen, M.Sc., 250 þúsund krónur til rannsókna a sviöi taugaliffræði til undirbúnings doktorsprófi við University Coll- ege í London. 5. Siguröur B. Þorsteinsson, læknir, 200 þúsund krónur til aö Ijúka rannsóknum á öndun- arvegasýkingum á sjúkrahúsum viö Baylor College of Modicine í Houston í Banda- ríkjunum. 6. úm Holgason, dósent, 500 þúsund krónur til náms- og rannsóknadvalar viö Verk- fræöiháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn til aö kynna sér jaröeðlisfræöilegar mælingar með sérstakri geislamælitækni. Ekið ó ungan pilt á vélhjóli Umferðarslys varð á mótum Suðurlandsbrautar og Reykjaveg- ar síðastliðið föstuagskvöld. Voru þar á ferðinni ungur piltur á létt'i bifhjóli, sem ók vestur Suðurlandsbraut, og Cortina-fólksbifreið sem hugðist beygja af Reykjavegi inn á Suður- landsbraut í austurátt. Lenti billinn framantil á hliðina á hjól- inu. Pilturinn, sem bifhjólinu ók, fékk nokkuð ljóta skurði á fótleggi og var fluttur á slysa- deild, en siðan sendur heim. Öku- maður fólksbifreiðarinnar slapp ómeiddur. -JB. r •• 7 \ HOTELIÐ ER FJOLSKYLDUFRAMTAK þótt þá sé oftast fátt um ferðafólk. Hann kvaðst mjög ánægður með samvinnu hótelmanna nyrðra, hún hefði verið öllum til sóma og þar væri hreint ekki undan neinu að kvarta. Hins vegar kvaðst Halldór þeirrar skoðunar að sumarhótelin ættu hótelmenn að fá að reka, það væri ósanngjarnt að ríkisvaldið kæmi inn á markaðinn þegar ferðamannatíminn er i blóma, en pakki síðan saman þegar blómatímanum lýkur. „Við rekum Hótel Akureyri sem fjölskyldufyrirtæki. Það kostar að sjálfsögðu samheldni. Vinnan við að reka hótel, jafnvel þótt það sé ekki nema 19 herbergi, er gífurleg, það þarf að leggja nótt við dag að heita má. Þetta held ég að okkur hafi tekizt, og við ætlum að reyna að veita eins góða þjónustu og okkur er frekast unnt,“ sagði Halldór að lokum. -JBP- Þarna eru þau Halldór og Kolbrún ásamt börnum sínum og tilvonandi tengdasyni, sem sjá um að aiit sé í lagi á Hótel Akureyri. Frá vinstri á myndinni: Óskar Ingimundar- son, Hrafnhildur, Guðlaug, Kol- brún, Lárus, Halldór og Kolbrún Birna, yngsta barn þeirra hjóna. A m.vndina vantar annan soninn, Guðmund Örn. (DB-mynd Friðgeir Axfjörð). vetursem sumar Þess vegna gerir vetraráætlun okkar ráð fyrir tíðum áætlunarferðum til átta stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Sumarið er sá tími ársins, sem Islendingar nota mest til ferðalaga, þá koma einnig flestir erlendir ferðamenn til landsins. Þess vegna er sumar- áætlun okkar víðtækari, við fljúgum til fleiri staða og fjöldi áætlunarferða okkar er meiri en venjulega. En ferðalög landsmanna og samskipti við umheim inn eru ekki bundin við sumarið eingöngu- þau eiga sér stað allan ársins hring. _ Þjóðin þarf aö geta reitt sig á fastar öruggar áætlunarferðir til útlanda jafnt vetur sem sumar, það er henni lífsnauðsyn. Þaö er okkar hlutverk að sjá um að svo megi verða áfram- sem hingað til. flucfélac LOFTLEIDIR LSLAJVDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.