Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 8
8 DA(iBLAÐIí). MANUDAC.UR4. OKTÓBER 1976. Vestur-Þýzkaland: Stjórn Schmidts hélt velli Samsteypustjórn Jaínaðar- manna og Fjrálsra demókrata i Vestur-Þýzkalandi hélt velli — naumlega þó — í þingkosning- unum sem fram fóru þar í gær. Stjórnarflokkarnir hafa átta þingmanna meirihluta í neðri deild (Bundestag) þingsins. Jafnaðarmannaflokkur Schmidts kanslara fékk 42.6% atkvæða og 213 menn, kjörna, en fékk fyrir fjórum árum 45.8% og 230 menn kjörna. Hinn stjórnarflokkurinn, Frjálslyndir demókratar, fékk 7.9% atkvæða og 39 menn kjörna. í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8.4% atkvæða og 41 mann kjörinn. Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu mjög á í þessum kosning- um. Kristilegir demókratar fengu 48.6% atkvæða og 244 menn kjörna, en fengu í síðustu kosningum 44.9% og 225 menn kjörna. Kjörsókn var mjög góð. Búizt er við að samsteypu- stjórnin sitji áfram en dr. Helmut Kohl, leiðtogi Kristi- lega demókrataflokksins, var mjög broshýr í gærkvöld og nótt eftir að úrslit lágu fyrir. Hann sagði að sem leiðtogi stærsta flokksins á þingj ætti hann von á að verða kallaður á fund forseta landsins og beðinn að mynda nýja ríkisstjórn. „t þvi tilfelli," sagði Kohl 1 sjónvarpsviðtali, „mun ég bjóða Frjálsum demókrötum að taka þátt í samsteypustjórn undir mínu forsæti. Það sem við viljum í þessu landi með tilliti til stjórnmála- ástandsins heima og heiman, er sterk stjórn,“ sagði hann. „Átta sæta meirihluti núverandi stjórnar er ekki grundvöllur fyrir fjögurra ára stjórn til við- bótar.“ Hans-Dietrich Gencher leið- togi Frjálslyndra og Willy Brandt, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, sögðu báðir í nótt að stjórn þeirra myndi sitja áfram. Brandt viðurkenndi þó að flokkurinn hefði tapað illa og sagði að gerðar yrðu breytingar á ýmsum sviðum starfsemi hans. Hann útskýrði ekki nánar ummæli sín, en aðeins örfáum minútum eftir að kjörstöðum var lokað sagði forsætisráð- herra Hessen af sér vegna bankamálahneykslis, sem skemmdi illa fyrir Jafnaðar- mönnum í kosningabaráttunni. Stjórnmálafréttaritarar eru flestir sammála um, að stjórnarflokkarnir hefðu farið mun ver út úr kosningunum en raun varð á ef ekki hefði verið fyrir mikið persónufylgi Schmidts kanslara. Helmut Kohl, leiðtogi Kristilegra demókrata, gefur Helmut Schmidt, kanslara, rauða nelliku skömmu fvrir kosningarnar. 1 gærkvöld hefði Schmidt átt að gefa Kohi, — sigurvegara kosninganna — nellikuna til baka. Ali er blankur —þarf e.t.v.að halda áfram að berjast Hnefaleikaheimsmeistarinn Muhammad Ali, sem kom heiminum á óvart á föstudag- inn með því að segjast vera hættur að keppa, kann að verða að hajda því áfram enn um sinn af fjárhagslegum ástæðum. A blaðamannafundi sem kappinn boðaði til í gær í Chicago sagði andlegur leiðtogi hans í trú- málum að Ali væri nú að hugsa sig um. — Sjálfur mætti Ali ekki á fundinn. Eins og flestir vita hafa hnefaleikamenn góðar tekjur. Til dæmis hefur Ali haft 14 milljón dollara tekjur á þessu ári (2.6 milljarðar ísl. króna) Leiðtogi Alis, Wallace Mu- hammad, sagði á blaðamanna- fundinum að gagnstætt áliti fólks væri Ali ekki ríkur maður af fé. Hann hefði þegar eytt allri summunni sem hann fékk fyrir að berjast við Ken Norton á dögunum. r Muhammad Ali hefur tvisvar sagzt vera hættur að berjast, — 1975. t bæði skiptin var hann byrjaður að berjast nokkrum mánuðum seinna. J ... Telly hér, Teffy þar Bandaríski sjónvarpsleikar- inn Telly Savalas þykir nú á dögum eitt helzta tákn heims- byggðarinnar um sanna karl- mennsku. Hann er nú á Bermuda-eyjum, þar sem hann leikur ásamt Nick Holte og Jacqueline Bisset i kvikmynd- inni „The Deep“, sem gerð er eftir nýrri skáldsögu Peter Benchley (Jaws). Stúlkan, sem Telly er með á myndinni, er ungfrú Bermuda, Vivienne Hollis. „Hinztu orð Maos": „SUMIR YKKAR VILJA LOSNA VH> MIG" Skömmu fyrir dauða sinn sagði Mao Tsetung það skoðun sína, að sumum hefði ekki þótt leiðsögn hans góð og að þeir hefðu viljað sjá hann hverfa af sjónarsviðinu, að því er kín- verska blaðið Ming Pao í Hong Kong sagði í gær. „Eru ekki einhverjir meðal ykkar, sem vona að ég hverfi fyrr en síðar á fund við Marx?“ hefur blaðið eftir Mao. Blaðið birti það sem það sagði vera heildartexta „hinztu orða“ Maos formanns. Þau eiga að hafa verið skrifuð niður og dreift á stjórnarskrifstofur í Peking. Mao mælti þessi orð á fundi í júní, en þar voru auk hans sjö helztu áhrifamenn landsins, þeirra á meðal Hua Kuo- feng, forsætisráðherra, að sögn blaðsins. Mao lézt 9. september. Hua forsætisráðherra and- mælti orðum formannsins og taldi útilokað að nokkur væri andvígur leiðsögn Maos. „Raun- verulega enginn?“ svaraði Mao. „Ég trúi því ekki.“ Hann nafngreindi síðan þá, sem hann nefndi „svikara“ og „andstæðinga" — Liu Shao-sji, fyrrum þjóðhöfðingja, Lin Piao, fyrrum varnarmálaráð- herra, og Teng Hsiao-ping, sem í annað skipti á ferli sínum var sviptur öllum embættunj og virðingarstöðum í apríl sl. „Sumir hafa jafnvel ráðizt gegn mér í nafni Chous for- sætisráðherra og um tíma var ég skotspónn allra og einmana maður," segir blaðið Mao hafa sagt. „Eg hef sagt að þetta er ekki neitt. Sannleikurinn liggur alltaf með minnihlutanum. Jafnvel æðsta ráðið og öll miðstjórnin voru á móti mér. Jörðin snýst enn og ef allt um þrýtur mun ég snúa aftur til Chingkengshan". Chingkengshan er fjalla- svæðið í Kiangsi-héraði, þar sem Mao hóf skæruhernað sinn í lok þriðja áratugarsins áður en gangan mikla hófst. Samkvæmt frásögn Hong Kong-blaðsins var Mao sam- mála þeim, sem kölluðu hann þrjózkan og ósveigjanlegan, en hann gat þess, að marxískar kennisetningar og grundvallar- stefna flokksins yrðu stöðugt að vera leiðarljósið. Hann taldi að bezta lausnin eftir dauða hans yrði að æðsta- ráðið skipaði þríeykisráð til að stjórna rfkinu. Blaðið sagði einnig að það hefði verið að ósk Maos sjálfs, að lík hans var sent heim til Hunan. Hann kvaðst ekki óttast að farið yrði að naga á sér hryggjartindana eftir sinn dag. Þeir silja nú við stjórnvölinn í Kína. Frá vinstri: Hua Kuofeng, forsætisráðherra, Wang, varaformaður flokksins, Yeh, varnarmálaráðherra og ekkja Maos, Chiang Ching. Fyrir aftan Hua er Chang Chun-ehiao, varaforsætisráðherra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.