Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 12
12 IMÍiBI-AíMf). MANUDACUH 4. OKTOBKK 1976. „MEÐ GÓÐU HAUSTITEKST AÐ LJÚKA VERKINU A RETTUM TIMA## - segir verkstiórinn við inntakið „Vinnuaðstaóa er hér mjög erfið, en vart gjörlegt að létta neitt undir með mönnunum," sagði Grettir Gunnlaugsson sem hefur verið verkstjóri við inntak- ið. Grettir sagði, að nú væri reynt að fá fram hámarksafköst hjá fólkinu og ynnu um 100 manns að ljúka við inntakið. Kvaðst hann bjartsýnn á, að lokið yrði við að gera inntakið fyrir 15. nóvember. Þá ætti að vera unnt að taka á móti vatninu. Hins vegar mætti svo ganga frá ýmsum útlitsat- riðum seinna. Sterkur vindur til trafala Grettir sagði, að hávaðarok væri oft á þessum stað og seinkaði það oft vinnu. Þannig hefðu nýlega 5 vaktir í röð lítt getað unnið á krönum. Grettir sagði, að keppzt væri við að ljúka sem mestu áður en færi að frysta að ráði. Vinna menn 12 tíma vaktir í senn, frá kl. 7 að morgni til 7 að kvöldi og þá tekur annar flokkur við og vinnur til kl. 7 að morgni. Hann sagði, að fyrirsjáanlegt væri að þeir yrðu búnir með beygjur í inntaksskálinni, en ýmsan frágang í botni skálarinnar væri unnt að vinna, þrátt fyrir snjókomu og frost. Þar væri unnt að einangra að einhvérju leyti. Verkið sagði hann, að hefði í heild gengið vel og afköst hjá mönnunum aukizt verulega. Nefndi hann sem dæmi, að til að byrja með hefði tekið 18—20 tíma að steypa eina 47 metra línu í skálinni, en menn væru jafnvel komnir niður í 12 tíma. Grettir sagðist telja líklegra, að ekki yrði lokið við inntakið fyrr en í lok nóvember, enda þótt allt væri miðað við að ljúka því þann 15. nóvember. Grettir Gunnlaugsson getur illa án stafsins verið, en lætur sig ekki vanta, þegar allir ieggjast á eitt við að ljúka. Það eru hraustir menn.sem ráða sig í vinnu við jafnerfitt verkefni og frágangur inntaksins er. Kaupið er líka betra en almennt gerist hjá iðnaðar- og verkamönnum. Flutningabíiar eru á stöðugri ferð við að ílytja til etni á svæðinu. Hér sjáum við svæðið sem vatnið kemur til með að fara eftir á leið sinni í stöðvarhúsið. Fyrir enda myndarinnar sést skálin, sem verið er að steypa. „Pressan nú ekki meiri en hún var í fyrrahaust" - segir Stefún Björnsson eftirlitsmaður „Það tókst að ganga frá malbik- 'nu við stífluna í fyrrahaust þráct fyrir erfið skilyrði og ég hef trú á að það takist að fullgera inn- takið,“ sagði Stefán Björnsson, sem sér um leigu á tækjum til Sigölduvirkjunar. Hann kvaðst telja ástandið nú sambærilegt við það sem hefði verið í fyrra og að þá hefði ekki verið minni pressa en i fyrra. Stefán er aðstoðarmaður Péturs Péturssonar starfsmanna- stjóra. Hann sagði, að lítil vand- ræði hefðu verið á svæðinu nú síðari hluta sumars. Menn virtust leggja áherzlu á það að ljúka við verkið og þar að auki væru menn orðnir þreyttir. Verkið gengi vel og vinnufriður myndi vonandi haldast. Deilur hefðu komið upp þessi tvö ár, sem hann hefði starfað, en þær hefðu ekki verið meiri en búast mætti við á svona fjölmenn- um vinnustað. Benti hann á að um 1400 manns hefðu starfað við Sigöldu sjálfa frá því fram- kvæmdir hófust. Stefán Björnsson, sem sýndi okkur hvern Krók og kima á svæðinu. HRIKALEGT MANNVIRKI! Þeað er hrikalegt að horfa upp ettir skálinni þar sem vatnsmagnið i vélasamstæðurnar er temprað. Mennirnir.sem við sjáum vinna, eru eins og smápeð. Niður eftir þessum halla verða starfsmennlrnir að þevtast alian daginn og alia nóttina lika. Hvet lina, sem við sjáum, er 47 metrar og hailinn er 45 gráður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.