Dagblaðið - 04.10.1976, Page 17
DACBl-AÐIi). MAN'UDACl’K 4. OKTOBKK
17
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
"3
óttir
H unnu upp
forustu ÍR
sigurmarkið aðeins minútu fyrir leikslok,
leikhléi. Dómarar leiksins grýttir
annað brunuðu leikmenn ÍR upp,
og skoruðu á svo auðveldan hátt.
Eftir 13 mínútna leik var staðan
orðin 8-1 — breyttist síðan í 5-10
en fimm mörk ÍR í röð kom liðinu
í 15-5 — já, gegn sjálfum íslands-
meisturum FH. FH tókst að
minnka muninn í 15-6 — en ÍR
svaraði með tveimur mörkum —
17-6 í hálfleik.
En ÍR-ingar komu kærulausir
til síðari hálfleiks — héldu greini-
lega að leikurinn væri unninn.
Hver getur álasað þeim það —
með 11 mörk yfir í hálfleik. Það
kom brátt á daginn að FH var alls
ekki á þvi að gefa neitt eftir og
brátt tók að saxast á forskot lR.
Nú voru það leikmenn iR sem
gerðu sig seka um byrjendamis-
tök.
FH-ingar pressuðu vel í vörn-
inni og að baki henni stóð Birgir
Finnbogason sig frábærlega í
markinu — varði hvað eftir annað
stórvel. iR-ingar misstu knöttinn
klaufalega hvað eftir annað og
það var ekki fyrr en á 15. mínútu
að Brynjólfur Markússon skoraði
fyrsta mark ÍR í síðari hálfleik —
og þá eftir að Þórarinn
Ragnarsson hafði sent knöttinn
beint í hendurnar á honum, svo
hann get brunað einn upp. Þá
breytti hann stöðunni i 18-13 —
FH-ingar höfðu skorað sex fyrstu
mörk hálfleiksins.
En áfram héldu íslandsmeistar-
ar að saxa á forskot ÍR. Geir,
hreint óstöðvandi, skoraði hvert
markið á fætur öðru með glæsi-
legum skotum og er aðeins tvær
mínútur voru eftir jafnaði hann,
19-19 — hafði þá skorað 6 mörk i
röð. En gæfan sneri þá baki við
FH. Geir brunaði upp í hraðaupp-
hlaupi — „maðurinn setti báðar
hendurnar í bakið á mér svo ég
missti jafnvægi. Skotið geigaði —
ef þetta var ekki víti þá eru aldrei
víti dæmd í handknattleik," sagði
Geir Hallsteinsson um atvikið.
Já, handknattleikur er óút-
reiknanlegur — vissulega óút-
reiknanlegur. Mikið rifrildi upp-
hófst eftir leikinn — FH-ingar
voru gramir út í dómarana — þá
Björn Kristjánsson og Óla Ólsen,
sem að öðru leyti dæmdu mjög
erfiðan leik vel. Ahorfendur
sýndu gremju sína með að grýta
þá félaga — köstuðu peningum að
þeim. Sannarlega slæmur endir á
annars einhverjum skemmtileg-
asta og um leið furðulegasta
igen,
tapaði
fyrir Dankersen, van Oepen
einnig þrjú, tvö úr vítum, Becker
tvö, en aðrir færri.
Derschlag er eina liðið, sem
sigrað hefur í þremur fyrstu
umferðunum í norðurdeildinni.
Vann Nettelstedt á laugardag í
hörðum leik á heimavelli 13—12.
Þá vann Gummersbacli Welling-
hofen 16—10 og Berlínarliðið
Fusche sigraði Phönix Essen á
heimavelli með 29—21 — tölur.
sem sjaldgæfar eru í þýzkum
handknattleik.
Hamborgar-Iiðinu, sem Einar
Magnússon lék með í 2. deild,
hefur gengið illa. Tapað tveimur
Icikjum í þremur fyrstu umferð-
iinum.
handknattleik sem fram hefur
farið hér á íslandi.
íslandsmeistararnir misstu
þarna af tveimur dýrmætum stig-
um — en ótrúlegur munur var á
leik liðsins. Fyrri hálfleikur eitt
það lakasta sem íslenzkt lið í 1.
deild hefur sýnt lengi. Hins vegar
var síðari hálfleikurinn algjör
andhverfa þess. Geir fór á kost-
um. — Birgir Finnbogason varði
mark FH eins og berserkur og
nýliðinn Janus Guðlaugsson
skoraði skemmtileg mörk en
Janus er þekktari sem knatt-
spyrnumaður með FH. Mörk FH
skorðu Geir Hallsteinsson 7 — 1
víti. Viðar Símonarson 6 — 3 víti.
Janus Guðlaugsson, Þórarinn
Ragnarsson og Árni Guðjónsson 2
mörk hver. Já, og FH missti þrjú
víti í leiknum.
Mörk ÍR skoruðu Brynjólfur
Markússon 6 — Vilhjálmur Sigur-
geirsson 4 — 3 víti, Gunnlaugur
Hjálmarsson og Hörður Hákonar-
son skoruðu 3 mörk hvor. Bjarni
Hákonarson og Sigurður Svavars-
son skoruðu 2 mörk hvor.
Gunnlaugur Hjálmarsson var liði sínu drjúgur — skoraði 3 mörk. Hér
vippar Gunnlaugur knettinum yfir Birgi.
DB-mynd Bjarnleifur.
Úthaldíð bróst hjá
Þróttí - Yalur vann
— eftir að Þróttur hafði skorað þrjú fyrstu mörkin
Ekki tókst hinum nýju Reykja-
víkurmeisturum Þróttar í hand-
knattieiknum að sigra í sínum
fyrsta leik í isiandsmótinu —
þrátt fyrir góða tilburði framan
af. Eftir slaka byrjun náði Valur
sér vel á strik iokakafia fyrri
hálfieiks og þeim góða ieik héidu
Valsmenn áfram. Fimm marka
munur var í Iokin, 21-16 fyrir Val.
Það var úthaidið, sem brást hjá
Þrótti, enda keyrt á nær sömu
leikmönnum allan leikinn — og
þegar þreytan gerði vart við sig
var skammt í vilíurnar.
Þó verður að segjast eins og er.
að á einhvern hátt nutu Vals-
menn talsverðra forréttinda hvað
dómgæzluna varðaði og það án
þess maður merkti nokkru sinni
hjá dómurum leiksins, Hannesi Þ.
Sigurðssyni og Karli Jóhannssyni,
að þeir drægju taum Valsmanna
— eða beinlínis væru hlutdrægir.
Síður en svo. Þó fengu Valsmenn
fimm vítaköst í leiknum. Skorað
úr þeim öllum og þar til dæmis lá
munurinn í mörkum á liðunum í
lokin. Þróttur fékk eitt vítakast,
sem Óli Ben. varði. Tveimur leik-
mönnum Þróttar var vísað af leik-
velli í tvær mín. hvorum —
engum Valsmanni. Leikur
Þróttar var ívið grófari — en
varla þessum mun.
Þróttar-liðið drifið áfram af
Bjarna Jónssyni byrjaði skínandi
vel. Óli Ben. fékk hörkuskot
Bjarna í magann strax á fyrstu
mínútu leiksins og var nokkra
stund að jafna sig. Þegar ein og
hálf mínúta var af leik skoraði
kappinn Halldór Bragason fyrir
Þrótt. F.vrsta mark íslands-
mótsins 1976—1977. Síðan fylgdu
mörk Sveinlaugs Kristjánssonar
og Konráðs Jónssonar. Staðan 3-0
f.vrir Þrótt eftir rúmar fimm
mínútur. Þegar átta mín. voru af
loik skoraði Valur loks. Jón Karls-
son úr víti, en Konráð skoraði
fyrir Þrótt og hafði möguleika á
að koma Þrótti i 5-1. Öli Ben.
varði þá heldur slakt vítakast
hans. Sveinlaugi var visað af velli
— og þegar 17 mín. voru af leik
skoraði Valur annað mark sitt.
Aftur vítakast — Jón Karlsson.
Jóhann Frimannsson skoraði
fyrir Þrótt, 5-2.
En þá kom Jóhann Ingi
Gunnarsson inn á hjá Val og
leikur liðsins gjörbreyttist til hins
betra. Þar var Jóhann Ingi drif-
fjöður í öllum sóknaraðgerðum —
ákaflega útsjónarsamur og
flinkur leikmaður. Valsmenn
fléttuðu stórfallega á köflum —
línusendingar frá hornum inn á
miðju, sem gáfu falleg mörk. Þó
Jóhann Ingi skori varla mark —
íþróttir
var hann maðurinn bak við flétt-
urnar. Munurinn minnkaði, 6-3,
'6-4 og 6-5. Aftur komst Þróttur
tveimur mörkum yfir, en Valur
jafnaði fyrir hlé i 7-7.
Talsvert jafnræði var með
liðunum framan af síðari hálfleik
eða meðan úthald lykilmanna
Þróttar hélzt. En svo fóru þeir að
gefa eftir Bjarni, Halldór og Kon-
ráð og Valsmenn gengu á lagið.
Jón Pétur Jónsson skoraði falleg
mörk fyrir Val — sló eitt sinn
knöttinn í markið
— og Jóhannes Stefánsson var
mjög virkur í hornunum. Um
miðjan hálfleik var Valur kominn
tveimur mörkum yfir og jók for-
skotið svo í 16-12. Þá var útséð
hver úrslit yrðu. Munurinn var
fjögur, fimm og upp í sex mörk —
og lokatölur 21-16. Góður sigur
Valsmanna og oft stórfallegur
handknattleikur, sem liðið sýndi.
Þróttur á eftir að bíta frá sér í
mótinu. Liðið virkar mun
sterkara en síðasta leiktímabil —
og það þó einn maður liðsins þá,
landsliðsmaðurinn Friðrik Frið-
riksson, geti ekki leikið vegna
meiðsla. Konráð Jónsson er bráð-
efnilegur leikmaður — og
markvörður liðsins, Kristján
Sigmundsson, vakti mikla ath.vgli.
En það er erfitt að þurfa að keyra
nær allan leiktímann á sömu leik-
mönnum — og kannski heldur
ekki þörf.
Mörk Vals skoruðu Þorbjörn
Guðmundsson 6 (2 víti) og flest
þeirra glæsileg af linu. Jón Karls-
son 6 (3 víti), Jón Pétur 3, Steín-
dór Gunnarsson 3, Jóhannes 2 og
Gunnsteinn Skúlason eitt — stór-
fallegt úr horninu. F.vrir Þrótt
skoruðu Halldór Bragason 5, Kon-
ráð Jónsson 5. Bjarni Jónsson 3.
Sveinlaugur 2 og Jóhann
Frímannsson eitt.
— lisim.
Jafntefli
Standard
— ósigur
Charleroi
„Við náðum jafntefli gegn CS
Bruges á útivelii en ég lék ekki
með. A æfingu á föstudag opnaði
sárið sig — að vísu ekki mikið en
nóg til þess að ég varð að hætta
æfingu. Því var iokað aftur með
kiemmum og ég vonast til að
byrja æfingar aftur síðdegis i
dag,“ sagði Ásgcir Sigurvinsson
er við ræddum við hann um úrsiit
í belgísku knattspyrnunni um
helgina.
„Eg fór með Standard til
Brugge og horfði á leikinn. Það
var klaufaiegt af okkur að vinna
ekki. Þeir náðu að vísu forystu í
fyrri hálfieik, en Armond
Tachter jafnaði fyrir Standard í
síðari hálficik. Við fengum góð
tækifæri til að knýja fram sigur
— þannig átti Austurríkismaður-
inn Riedl tvívegis mjög góð tæki-
færi, sem ekki nýttust.
Það er aiitaf gott að fá stig á
útivelli og ég vona og held að
Standard verði meðal efstu iiða í
deiidinni.“
En lítum á úrslitin í Beigíu:
Molenbeck—Beershot 3-1
Winterslag—Anderlecht 1-2
Antwerpen—Charlerói 2-1
Malinois-Courtrai 2-31
Waregem—Beringen 1-0
Ostende—Lierse 1-3
FC Liege—FC Brugge í-4;
Beveren—Lokeren 1-í
CS Bruges—Standard Liege 1-1
Charleroi tapaði í Antwerpen
0-1 og í sjónvarpinu var viðtai við
þjálfara liðsins. Hann sagði að
heppni Antwerpen hefði verið
mikil það sem af er keppnistíma-
bilinu og gæti ekki gengið til
iengdar. Þjálfarinn gagnrýndi
lcikmenn sína — sagði að í liðinu
væru margir góðir einstaklingar
en þeir væru aðeins fyrir sjálfa
sig — ekki liðið. Því yrði að
breyta.
Royale Union hlaut slæmt tap á
útivelli — 0-4 í Diest og hefur nú
liðið hrapað niður fvrir miðja
deild.
pumn
IÞR0TTA-
TÖSKUR
POflli
>
irnn -a.
Sportvöruverzlun
Ingólfs
Óskorssonar
Hólagarði Breiðholti
Simi 75020
Klapparstíg 44
Sími 11783