Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 04.10.1976, Blaðsíða 32
Sviptingar í stjórn Vœngja hf.: Meirihluti stjórnar kaupir hlutabréf af sjólfum sér ó allt að fimmföldu verði — en sinnir ekki boðum um nafnverðskaup. Bókhaldið í gagnrýnni endurskoðun, skv. kröfu kjörins endurskoðanda Einn hluthafi, starfsmaöur og stjórnarmaður flugfélagsins Vængja hf. hefur sagt sig úr stjórninni, þar sem hann treysti sér ekki lengur að bera þá ábyrgð, er fylgi því að vera stjórnarmaður í félaginu, enda liggi fyrir rökstuddur grunur um bókhalds- og fjármála- óreiðu hjá félaginu skv. heim- ildarmönnum og gögnum hjá Dagblaðinu. Bókhald fyrirtækisins er nú í gagnrýnni endurskoðun lög- gilts endurskoðanda. Þar til fyrir aðeins nokkrum vikum hafði bókhald ekki verið fært síðan Guðjón Styrkársson, hæstaréttarlögmaður, keypti meirihluta í Vængjum hf. 28. maí í vor og varð formaður stjórnarinnar — um leið og ,,lausn“ fannst á Vængjadeil- unni svokölluðu. Félagið fékk í sumarleyfi við- skiptaráðuneytisins til að „eiga sjálft allt að 30% af hlutafé sinu. Heildarhlutafé félagsins er kr. 12.139.000,“ eins og sagði í leyfisveitingu ráðuneytisins 16. júlí sl. Síðan hafa umtalsverð eig- endaskipti orðið á hlutabréfum í félaginu og hefur nafnverð bréfanna sem stjórnin hefur keypt, m.a. af einstökum stjórnarmönnum, allt að fimm- faldast. Þessi kaup hafa verið gerð án formlegs samþykkis stjórnarinnar. Jafnframt hefur forgangsboðum um kaup á hlutabréfum á nafnverði verið hafnað eða ekki sinnt, í trássi við samþykktir stjórnar • þar um. Stjórnarfundir hafa verið fáir haldnir að undanförnu og stjórnarmenn ekki átt þess kost að fylgjast með því er varðar fjárreiður félagsins. Fleiri stjórnarmenn bíða spenntir eftir bókhaldinu úr endurskoð- uninni, sem hófst þegar kjörinn endurskoðandi fékk því til leiðar komið um 20. ágúst sl. Guðjón Styrkársson sagði, í samtali við fréttamann blaðsins í gærkvöld, að hann kannaðist ekki við að bókhaldið væri í „krítískri" endurskoðun. „Þetta er allt venju sam- kvæmt,“ sagði Guðjón. „Sömu menn sjá um þessa endurskoð- un og alltaf áður, svo þetta er aðeins venju samkvæmt." Hann benti á, að oft væru gerð upp- gjör eftir ákveóið tímabil, t.d. 3 eða 6 mánuði. Guðjón Styrkársson sagði að sér væri ekki kunnugt um að nokkuð sérstakt væri að frétta af starfsemi Vætigja hf. „Ekki annað en það, að okkur vantar flugvirkja,“ sagði Guðjón. „Var einhver að hætta?“ spurði fréttamaður. „Nei, já, bæði það og svo vantar okkur fleiri," sagði Guð- jón Stvrkársson. — ÓV. Reiðhjdaran p6|kjnn 0g Dagblaðið í efstu sœtunum Reiðhjólarall, KFUM, fór fram við Ulfarsfell í gær Um fimmtíu drengir 13 ára og eldri, tóku þátt i því og var hver þeirra fulltrúi ákveðins fyrirtækis. Eftirtaldir drengir lentu í fyrstu ellefu sætunum: 1. 36 stig Ingi Erlendsson, Fálkinn hf. 2. 38 stig Þorsteinn Ölafur Þor- steinsson, Dagblaðið. 3. 38 stig Valdimar Guðlaugs- son, Fálkinn hf. 4. 39 stig Alfons Jónsson, Ingv- ar Helgason heildverzlun. 5. -7. 42 stig. Runólfur Bjarnas., Ræsir hf„ 42 stig ' Erling Bergþórsson, Islendingasagna- útgáfan, 42 stig Sigurjón Sigurðsson, Skógarmenn KFUM. 8.-9. 45 stig Bjarni Karlsson, Hekla hf. 45 stig Magnús Þ. Jónsson. Toyota-umboðið. 10.-11. 47 stig Egill Stefánsson, Bókav. Sigfúsar Eymunds- sonar, 47 stig Stefán Guðmundsson, Hekla hf. Eins og sést af ofangreindu, sigraði sá sem fæst stigin fékk. Dregið var á milli þeirra drengja, sem urðu næstefstir og bar Þorsteinn O. Þorsteins- son sigur úr bvtum. -JB. Keppandi okkar Dagblaðsmanna leysir hér erfiða þraut, áhuginn skín úr andlitum dómaranna. (DB-mynd Sv. Þorm). 30 ára gamall eikar- bátur sökk í gœrkvöld Tveggja manna áhöfn bjargað í gúmbát Hafursey GK 84, 37 tonna eikarbátur smíðaður í Dan- mörku 1946, sökk i gærkvöldi út af Reykjanesi, eftir að tvö skip höfðu gert tilraun til að draga bátinn til hafnar. Tveir menn voru á Hafursey. Björg- uðust þeir í gúmbát yfir í olíu- flutningaskipið Kyndil og varð ekki meint af volkinu, að því er Hannes Hafstein hjá SVFÍ skýrði DB frá í morgun. Mennirnir tveir á Hafursey fóru frá Grindavík um kl. 5 í gærdag og ætluðu til Njarðvík- ur. Er þeir voru komnir norður fyrir Öngulbrjótsnef urðu þeir varir við mikinn leka í bátnum og báðu um aðstoð. Kyndill var næsta skip og kom fljótt til að- stoðar. Tóku kyndilsmenn Hafurseyna i tog og gerðu til- raun til að draga hana til Grindavíkur. Lekinn i Hafursey jókst er á leið kvöldið og um kl. 8 fóru í Kyndil mennirnir í gúmbát og voru dregnir yfir í Kyndil. Mb. Hrafn Sveinbjarnarson II kom einnig til aðstoðar þvi kvndill átti í einhverjum erfið- leikum. Sú aðstoð bar ekki árangur og sökk Hafurse.vin út af Reykjanesi um kl. 11 í gær- kvöld . Mönnunum tveimur varð ekki meint af volkinu. — ASt. Sigurður Jóhanns- son vegamála- stjóri látinn Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri varð bráð- kvaddur sl. laugardag er hann var á ferðalagi í Fær- eyjum. Sigurður heitinn var 58 ára að aldri, fæddur 16. marz 1918. Sigurður gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sambandi við embættisstörf sín. Hann tók auk þess virkan þátt í félags- og menningarstörf- urn. Hann var forseti Ferða- félags Islands um fjölda ára. Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri var á ferða- lagi i boði Vegamálastjórnar Fære.vja. þegar hann varð bráðkvaddur á laugardags- morguninn. BS. frjálst, nháð dagblað MANUDÁGUR 4. OKTÓBÉR 1976. Dauðaslys í Vestmannaeyjum: 54 ára maður drukknaði Aðfaranótt laugardags klukkan rúmlega sjö varð banaslys í Vestmannaeyja- höfn. 54 ára gamall einhleypur Vestmannaeyingur, Ingi Guðmundsson að nafni, féll þar milli skips og bryggju og drukknaði. Var hann á ferð við höfnina við annan mann og voru báðir nokkuð ölvaðir. Fékk hinn ekkert við ráðið en fljótlega bar að stýrimann sem gat dregið hann upp. Var Ingi úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahúsið, en þangað var hann fluttur str-ax. Fyrr um nóttina, nánar til- tekið skömmu eftir mið- nættí, féll annar maður milli skips og bryggju á svo til sama stað, en fyrir mikið snarræði vaktmanns á ms. Herjólfi bjargaðist hann og varð ekki alvarlega meint af. —JB ítalinn kominn aftur - Verður fluttur til baka með fríðu föruneyti við fyrsta tœkifœri Island virðist hafa mikið aðdráttarafl fyrir Italann sém sagt var frá að hefði verið fluttur til heimalands síns við fjórða mann fyrir skömmu. Hann mun nú vera kom- inn hingað til lands aftur, öllum til mikillar undrunar. Það var á fimmtudaginn sem ítalinn kom til baka og hef- ur honum einhvern veginn tekizt að komast fram hjá öllu eftirliti á Keflavíkur- flugvelli, því hann leikur nú lausum hala hér í Reykjavík. Ekki er vitað hvert erindið er, nema ef vera skyldi að hressa upp á kunningsskap- inn við landann. Að sögn lögreglunnar verður hann trúlega fluttur til baka f.vrr en seinna í góðra manna samfylgd, en líklega verður fylgdarliðið eflt í þetta sinn til að koma í veg fyrir allan misskilning af hálfu íslands. —JB Slökkviliðið tvívegis á ferð Slökkviliðið var tvívegis kallað út í gærkvöld. en í báðum tilfellunum var unt óverulegan eld að ræða. Að Sm.vrilsvegi 29 hafði orðið vart við re.vkjarlykt á litlu salerni. Kom í ljós að hana lagði frá rafmagnslinu í lofti. Varð lltið sem ekkert tjón af. Þá var slökkviliðið kvatt að nýb.vggingu við Norður- fell. Þar hafði verið kveikt i einhverju timburrusli. Var búið að slökkva er slökkvi- liðið kom á staðinn. —ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.