Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 6

Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 6
6 DACBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÖVEMBER 1976. Sólarhrings fyllirí stýrimanns Játaði stuld tveggja bíla, eyðilagði annan sem hann lofar að bæta Það er nú orðin staðreynd að sólarhrings fyllirí ungs stýrimanns á aðkomubáti sem stundar síldveiðar frá Höfn í Hornafirði, kostaði hann tæpa milljón króna. Stýrimaðurinn sem setið hefur í fanga- geymslum lögreglunnar á Höfn síðan á þriðjudag játaði á laugardaginn að hafa stolið bilunum tveimur, öðrum frá Höfn en hinum frá Kirkjubæjarklaustri. Tjónið af þessu ' næturævintýri stýrimannsins nemur 7-900 þúsund krónum. Það vill hann bæta og mun hafa möguleika til að gera það. Málsatvik voru þau að sl. mánudag var bíl stolið á Höfn kl. 11 um kvöldið. Var sjómaðurinn þar að verki.Hafði honum verið neitað um aðgang að kvikmyndahúsinu vegna ölvunar. Vildi hann þá ekki lengur una á Höfn. Kom hann að opnum bíl af Peugeot gerð. I vasa úlpu er i bílnum var fann hann bíllyklana og ók sem leið lá í átt til Reykjavíkur. Er að Skaftá kom við Kirkjubæjarklaustur telur hann sig hafa dottað. Lenti billinn út af og stöðvaðist á toppnum á árbakkanum. Stuttu eftir að bíllinn fannst á árbakkanum og leit var hafin að ökumanni kom í ljós að bíl hafði verið stolið á Klaustri. Var sjómaðurinn þar enn að verki. Hafði hann leitað skjóls í hlöðu en var kalt og er hann kostaði hann nær millji fann bil með kveikjulyklum í tók hann bilinn og ákvað að komast í bát sinn á Höfn. Ók hann því til baka, en er hann kom að Kolgrímu varð farkosturin bensínlaus. Hljóp hann nú og gekk áfram í átt til Hafnar. Bar þá að mjólkurflutninga- bíl og fékk hann far með honum til Hafnar og var þangað komið á þriðjudags- morgun. Skildu nú leiðir sjómannsins og mjólkurbíl- stjórans í bili. Er lögreglan Ieitaði ökumanns sem hana grunaði að hefði stolið báðum bílunum gaf mjólkurbílstjórinn sig fram. Lýsti hann farþega sínum' vel og fannst hann eftir lýsingunni. Neitaði maðurinn þó staðfastlega og kvaðst hafa sofið í verbúð á Höfn. Enginn hafði séð hann og mjólkur- bílstjórinn sór að hér væri um sama mann að ræða og fengið hafði far með honum. Ekki gaf sjómaðurinn sig þrátt fyrir eiðinn og sat nú bjjl m f/i o Þreföld afköst Við höfum þrefaldað afkastagetu okkar með eftir- farandi ráðstöfunum: 1. Flutt í stærra húsnæði. 2. Fengið fullkomnari bókhaldsvél. 3. Bætt við okkur starfsfólki. Vegna þessarar auknu afkastagetu getum við bætt við okkur viðskiptamönnum með möguleika á að að veita þeim eftirfarandi þjónustu: • Vélabókhald — Uppgjör • Skattauppgjör — Ráðgjöf • Eftirlit með rekstri • Endurskoðun • Eignaumsýsla Magnús Hreggvidsson vidskiptair. VÉLABÓKHALD og RADGJÖF Sidumúla 33 símar: 86 888 - 86 86 8 MARGT „SMÁTT” GERIR EITT STÓRT Stærsta grafa landsins flutt í 20 tonna pörtum upp í Borgarfjörð Hvernig skyldi tækið allt líta út, þegar undirstaðan er eins og á myndinni má sjá? Þannig hugsuðu ýmsir er sáu belti stærstu gröfu landsins á þunga- flutningsvagni frá Gunnari Guðmundssyni inn við Glæsibæ í gær. Þarna er á ferðinni belti stærstu gröfu landsins. Þau ein vega um 20 tonn en grafan öll um 160-170 tonn. Grafan hefur undanfarin rúm tvö ár verið að greftri við Þórisvatn og í aðrennslisskurði úr því að Sigölduvirkjun. Nú á að flytja gröfuna'uppí Borgarfjörð þar sem hún mun verða notuðvið stærstu brú landsins. Verður grafan skrúfuð sundur þannig að sem næst 20 tonn verði á hverjum vagni. Þarf því a.m.k. átta vagna til að fl.vtja gröfuna. Slikur flutningur er heljarmikið fyrirtæki. -ASt. DB-mvnd Arni Páll. MÁLVERK PRÝÐA UMHVERFIÐ & Einstakt tækifæri til að eignast LISTAVERK sem fegrar heimilið, vinnustað eða stofnun /»> D Á V/ B -BöftA LlTIÐ INN — SJON ER SOGU RÍKARI ! HÖHHUSIÐ LAUGAVEGI 176, simi 86780

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.