Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. NÖVEMBER 1976: m krónur Afram í fangaklefa í 3 daga án pess að við hann væri rætt. Á laugardag kom svo játningin og loforðið um bætur. En dýr var þessi kvöldskemmtun sjó- mannsi og næturævintýrið sem á eftir fylgdi. Peugeot bíllinn 'er dæmdur ónýtur og verðmæti hans er milli sjö og níu hundruð þúsund krónur. Það tjón lofar sjómaðurinn nú að bæta — og mun hafa möguleika til þess. -*St. Hér ríkir skálmöld — segir lögreglan og telur að áfengi eigi mikinn hlut að máli „Það ríkir hin mesta skálmöld hérna hjá okkur, og ég er anzi hræddur um að áfengið eigi heilmikinn þátt í þessu," sagði Gylfi Jónsson varðstjóri á aðalstöð lögreglunnar í viðtali við DB í gærdag. „Við verðum líklega að taka saman höndum og læra að drekka áfengi, bæði ungir og aldnir," sagði Gylfi. Um hverja helgi stendur lögreglan í stappi við drukkið fólk sem hún þarf að taka í gæzlu. Borgararnir eiga í útistöðum hver við annan, innbrot eru framin og lögreglan er á þönum allar nætur vegna drykkjuláta almennings. Það er greinilegt að ekki er vanþörf á að hér verði á breyting. Gylfi sagði að um helgina hefðu þrettán ökumenn verið teknir grunaðir um ölvun við akstur. -A.BJ. Klófestur við veskja- og ávísanastuld Á þriðja tímanum aðfaranótt iaugardags var lögreglan kvödd Hefndi fyrir systur sína Rétt fyrir klukkan eitt á laugar- dagskvöldið réðst tuttugu og tveggja ára maður á tuttugu og fimm ára gamla stúlku fyrir utan veitingahúsið Klúbbinn. Veitti hann stúlkunni áverka. Þegar lögreglan kom á staðinn og hugðist taka árásarmanninn í sína vörzlu kom þar annar ungur maður aðvífandi. Hafði sá engin umsvif en rak árásarmanninum hnefahögg beint í andlitið. Var þar kominn bróðir stúlkunnar, sem fyrir árásinni varð og hugðist hann hefna fyrir systur sína. Lögreglan flutti þetta fólk á slysadeild Borgarspítalans þar sem læknar fengu aðila málsins til meðferðar. -A.BJ. Nefbrotnaði á Lækjartorgi Maður nokkur, sem staddur var á Lækjartorgi um miðjan dag á laugardag hrasaði á torginu með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði og skarst i andliti. Var hann_ fluttur á slysadeild Borgarspítálans og gert að sárum hans. Maðurinn var við skál. -A. Bj. Skemmdir á kyrrstæðum bílum Skemmdir voru unnar á tveimur fólksbílum aðfaranótt sunnudags þar sem þeir stóðu fyrir utan hús í vesturborginni. Ekki er vitað hverjir þar voru að verki. -A.Bj. TILTOLULEGA ROLEGT I MIÐBORG UM HELGINA Eitthvað mun aðsókn unglinganna að hinu svonefnda Hailærisplani vera farin að dvína að sögn varðstjóra á miðborgar- stöðinni. Það var tiltölulega rólegt þar á laugardagskvöld en samt þurfti að flytja 4-5 unglinga í gæzlu vegna ölvunar. Með kólnandi veðri má búast við minnkandi aðsókn að þessu „hallærislega plani“, því ekki nenna unglinarnir að hanga úti við undir berum himni í kulda og trekki. -A.Bj. Þrír útaf en allir sluppu ómeiddir Fyrsta slydduhrið vetrarins kom á Húsavík í gær og gránaði þar í fjöll. Þar hafði helgin verið róleg og allt samkomuhald farið vel fram að sögn lögreglunnar. Þrjár útafkeyrslur urðu seint á föstudagskvöld en farþegar og ökumenn sluppu svo að segja ómeiddir. Þessar útafkeyrslur urðu í Kinn, Aðaldalshrauni og á Tjörnesi. Orsakir eru taldar vera náttmyrkur, bleyta og jafnvel hálka, en ölvun var ekki með í spiiinu. Bílarnir eru mikið skemmdir. -A.Bj. Annir lögreglu vegna ölvunar í Kópavogi Miklar annir voru hjá lögreglunni í Kópavogi um helgina vegna ölvunar. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Samkvæmt upplýsingum Kópavogslögregl- unriar eru þar aðeins fjórir menn á hvern vakt, og undir verijulegum kringumstæðum dugar það. En það rná ekkert út af bera til þess að vandræðaástand skapist. Sem dæmi um erillinn aðfaranótt laugardags urðu þrjú útköll á fimm mínútna fresti.-A.Bj. Innbrotsþjófar á ferli um helgina Brotizl var inn á fimm stöðum, fyrir utan innbrotið í verzl. Sport- val á Hlemmtorgi um helgina. Þessir staðir voru togara- afgreiðslan á Faxagarði, verzl Ríma í Austurstræti, en par vai brotin rúða, verzl. Alafoss. Vesturgotu 2 og ÞvoUahúsið Fönn á Langholtsvegi. Þá var stolið dýrum hljóm- flutningstækjum úr herbergi I húsi einu í Þingholtunum. Mál þessi eru öll í rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni. -A.Bj. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess ad frelsi geti viöhaldizt í samfélagi. að Glæsibæ þar sem ráðizt hafði verið á mann fyrir utan veitingastaðinn. Saknaði maðurinn peningaveskis sem í var ávísanahefti. Skömmu síðar komutveir ungir piltar með mann á lögregluvarðstofuna. Piltarnir höfðu verið í bifreið sem þeir yfirgáfu aðeins smástund, er þeir brugðu sér inn í hús, sem var skammt frá Glæsibæ. Þegar þeir komu aftur út sáu þeir að peningaveski, er hafði verið á mælaborðinu var horfið. Piltarnir sáu hvar maður laumaðist brott frá bílnum. Þeir höfðu engin umsvif, gripu manninn og færðu hann á lögregluvarðstofuna. Þar kom í ljós að maðurinn var með peningaveskið úr bifreiðinni og einnig hafði hann í fórum sínum eitt eða tvö óútfyllt ávísanaeyðublöð. Er talið sennilegt að þau séu úr áðurnefndu ávísanahefti, sem stolið var af þeim sem ráðizt var á við veitingastaðinn. -A.Bj. Ungir þjófar á ferli Gripnir með góssið Tveir ungir piltar voru gripnir í gærmorgun klukkan rumlega fimm, þar sem þeir voru með fangið fullt af sælgæti og sígarettum sem þeir höfðu stolið úr sælgætisbúð við Leifsgötu. Þeir voru báðir fimmtán ára og af upptökuheimili ríkisins í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum lögregluvarðstjóra er annar þeirra þekktur bllþjófur og hefur oft komið við sögu hjá lögreglunni. -A.Bj. Fæneyjar Markaður fyrir þig? Þegar islendingar leita sér aö markaði erlendis fyrir framleiðsluvörur sínar, yfirsést þeim gjarnan einn markaður, þrátt fyrir nálaegö hans og skyldleika- það eru Færeyjar. Það er ef til vill smæð færeyska markaðarins, sem veldur því að hann gleymist svo oft, og satt er það stærri markaðir finnast - en stærðin segir ekki allt, söluárangur ræðst ekki alltaf af stærö mark- aðarins. Markaður af viðráðanlegri stærð, er það sem flest íslensk framleiðslu- fyrirtæki hefur vantað - og það að færeyski markaðurinn skuli ekki vera stærri er einn af kostum hans- það gerir seljendum auðveldar með að nálgast hann, með litlum tilkostnaöi. í Færeyjum býr 43 þúsund manna dugmikil þjóð, lífskjör eru þar góð, laun há og kaupgeta mikil. Sögulegur bakgrunnur færeyinga og íslendinga er hinn sami, og margt er skylt með þjóðunum, tengsl á mörgum sviðum mjög náin og tungu- málaerfiðleikar ekki teljandi í samskiptum þjóðanna. Þessir þættir skipta miklu máli þegar á reynir - og oft hefur sannast frændsemi færeyinga og jákvæð afstaða í okkar garð og þess sem íslenskt er. Að stunda sölustarfsemi við slíkar aðstæður sem okkar bjóðast í Færeyjum, er í rauninni einstakt tækifæri - og þegar allt kemur til alls, þá eru Færeyjar ekki svo lítill markaður, íbúafjöldi Færeyja er sá sami og íbúafjöldi Akureyrar - Kópavogs - Hafnarfjarðar og Keflavíkur til samans. Og hvaða íslenskur framleiðandi eða seljandi myndi vilja vera án viðskipta við íbúa þessara staða. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa náð góðum söluárangri i Færeyjum, og sýnt þannig aö þeir markaðsmöguleikar sem kunna að bjóðast í Færeyjum eru sannarlega þess virði að þeir séu athugaðir. Hvernig væri að kanna málið? I vetur munum við fljúga tvisvar í viku um Egilsstaði til Færeyja, á fimmtudögum og sunnudögum. Við höfum náð hagstæðum samningum viö Hótel Hafnía um gistingu, og getum þannig boðið lægra verö, þeim sem kaupa saman flugfar og gistingu í 3 nætur. Fjölgun Færeyjaferða okkar í vetur gera íslendingum kleift að auka samskiptin við færeyinga á öllum sviðum. Til þess er leikurinn gerður. • ________ ÞÓRSHÖFN • VÍSTMANNAEYJAR FLycFÉLAG LOFTLEIBIR /SLAJVDS VOGAR 5

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.