Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÖVEMBER 1976,- Eftir ósigur Fords í forsetakoSningunum verður hann að sætta sig við það að vaxmynd af honum i vaxmyndasafni Madame Tussaud í London hefur nú verið tekin niður og nýrri af Jimmy Carter komið fyrir. Hér er verið að koma myndinni fyrir til sendingar í geymslu safnsins í Sommerset, þar sem hún verður áfram til sýningar. Ford leggur höfuðið í bleyti Ford Bandaríkjaforseti hóf í dag stutt frí á Palm Springs ströndinni í Kaliforníu þar sem hann mun dveljast við golfiðk- anir um leið og hann reynir að gera sér grein fyrir framtíðinni eftir að hann verður að flytja úr Hvíta húsinu 20. janúar nk. „Tíminn verður notaður til þess að kanna möguleika," sagði Robert Barrett, ráðunaut- ur forsetans. „Ég á ekki von á því, að hann taki neinar stór- ákvarðanir." Yfirleitt er búizt við að Ford, sem nú er 63 ára að aldri, muni flytja til síns forna heimilis í útjaðri Washingtonborgar og deila tíma sínum milli golfiðk- ana og lögfræðistarfa. Enda þótt hann missi nú for- setalaun sín, 200.000 dollara (um 38 milljónir ísl.) er hann sæmilega vel stæður. Hanri fær sem svarar um 20 milljón- um ísl. króna í eftirlaun sem þingmaður og forseti og svipaða upphæð til þess að ráða sér starfsfólk. Til viðbótar því mun hann fá ókeypis póstburðargjöld, skrif- stofuhúsnæði og vernd leyni- þjónustunnar fyrir lífstíð. Ford sagði fréttamönnum við komuna til Palm Springs, að hann ætlaði sér eingöngu að eiga náðugar stundir án nokk- urs utanaðkomandi þrýstings. Israel: ÁTTIAÐ GERA INNRÁS AF HAFI? Ellefu Arabar, sem grunaðir eru um að vera skæruliðar, hafa verið til yfirheyrslu í Tel Aviv síðan í gær, er ísraelskur fallbyssubátur kom í veg fyrir að þeir gætu hrundið í fram- kvæmd ætlun sinni um árás á ísrael af hafi. Einn Arabi var skotinn til bana í átökum sem urðu snemma í gærmorgun á hafinu út af landamærum ísraels og Líbanons, en þar hafa tsraels- menn haldið uppi stöðugum vöktum síðan borgarastyrjöldin brauzt út þar i landi. Það er hald manna i Israel að mennirnir, sem voru um borð n tveim átta metra löngum fiski- bátum, muni hafa ætlað að gera árás á borgina af hafi. Hópur skæruliða gerði árás á hótel á ströndinni fyrir utan átökum með því að 18 menn lágu í valnum, skæruliðar, ísra- elskir hermenn og erlendir ferðamenn. Þá kom hópur manna á land á ströndinni íyrir utan borgina nú í september undir þvi yfir- skini, að þeir ætluðu að biðja um hæli sem pólitískir flótta- menn. Við yfirheyrslur kom þó í ljós að vélbáti þeirra hafði verið skotið á flot frá vöruflutn- ingaskipi og höfðu þeir átt að gera árás í landi. Þeir höfðu þó hent vopnum sínum fyrir borö er öryggisverðir komu auga á Þá. Fréttamönnum var boðið að skoða báta skæruliðanna í gær i flotastöð skammt frá Haifa. t öðrum bátanna var mikið safn skotvopna, sprengiefnis og aukaeldsneytisbirgða. tólf arabískir skæruliðar teknir höndum, — einn felldur Tel Aviv í fyrra og lauk þeim Líbanon: FRIÐARGÆZLULIÐIÐ HEFUR STÖRF í DAG Elias Sarkis, forseti Líbanon, hefur hvatt þjóð sína til að sýna auknu friðargæzluliði Arababanda- lagsins bræðralag og kærleika. Talið er að þetta aukna lið hefji störf sín í dag. Forsetinn sagði ekkert um það í ræðu, er hann flutti til þjóðarinnar í gærkvöld, hvenær þetta aukna lið væri væntanlegt til landsins en sýrlenskar hersveitir — sem álitið er að eigi að skipa liðið að tveimur þriðju — sáust safnast saman í fjöllunum austur af Beirút í gærkvöld. Þetta var fyrsta ræðan, sm Sarkis flutti í útvarpi til þjóðarinnar eftir að ha .1 tók við völdum í september. Hann hvatti hin stríðandi öfl í landinu til að Ieggja niður vopn sín og bætti við: „Við höfum fengið nóg af blóðsúthellingum og eyðileggingu....ég bið ykkur að taka þeim (friðargæzlumönn unum) með bræðalagsanda og kærleika...1' Friðargæzlusveitir Araba- bandalagsins eru megininntak áætlunar um að gera vopnahlé, sem nú hefur staðið í nítján daga, að varanlegum friði. Þær áttu að hefja störf fyrir viku síðan, samkvæmt þeirri áætlun er arabískir þjóðhöfðingjar gerðu í Kairó í síðasta mánuði. Mózambík: Landsvæði endurheimt frá Ródesíumönnum Her Mózambík hefur aftur náð á sitt vald þeim þremur héruðum sem ródesískar her- sveitir tóku með hervaldi í síðustu viku er þær gerðu innrás í landið, að sögn hinnar opinberu fréttastofu Mózam- bík. í Tete-héraði í norðurhluta landsins tókst mózambískum hersveitum að snúa vörn í sókn, að sögn fréttastofunnar. Sagði einnig að átta hermenn frá Mózambik — tveir þeirra konur — hefðu fallið. Hin tvö héruðin í suðurhluta landsins, Manica og Gaza, eru undir öruggri stjórn hers Mózambík, að sögn fréttastof- unnar. Stálu 13 tonnum af súkkulaði Öféfengjanlegar sannanir eru nú fengnar fyrir því, að íbúar borgarinnar Rheims í Frakklandi eru miklir sælkerar, — að minnsta kosti þegar súkulaði er annars vegar. Bílstjóri, sem var að flytja svissneskt súkkulaði, varð fyrir því óhappi nú um helgina að velta vörubíl sínum skammt frá Rheins. Á meðan hann fór i næsta síma til að tilkynna um óhapplð notuðu nokkrir borgkr- búar tækifærið og nældu sér í súkkulaðibita. Þegar farið var að vega farminn eftir að súkkulaðið var komið á áfangastað, kom í ljós, að þrettán tonnum af súkkulaðinu hafði verið stolið. íran/Filippseyjar: Tveir snarpir jarðskjálftar — tólf manns létu lífið og tugir slösuðust Mikill jarðskjálfti varð í norðausturhluta írans í gær, nánar tiltekið í héraðinu Khorasan. 12 manns létu lífið og um 20 særðust, samkvæmt fréttum Pars-fréttastofunnar. Jarðskjálftinn, sem mældist fimm stig á Richter-kvarða, lagói öll hús í 150 manna þorpi til grunna. Þá varð jarðskjálfti á austur- hluta Mindanao á Filippseyjum og óttast menn nú að mann- skæð flóðbylgja, eins og sú er þúsundir manna fórust í fyrr á þessu ári, kunni að fylgja í kjöl- farið. Ekki er vitað hverjar af- leiðingar skjálftinn hafði, en hann mældist 6,8 á Richter- kvarða. Fremur dauflegt yfirbragð var á hátiðarhöldum vegna 59 ára afmælis b.vltingarinnar í Moskvu í gær. Myndir. af leiðtogunum 15, sem skipa æðsta ráð Kommúnistaflokksins prýddu götur, en síðan var um tveggja tíma samkoma á Rauða torginu. Sjálf hersýningin, sem oft hefur þótt tilkomumikil og átt að vekja ugg með mönnum um allan heim, stóð aðeins í um stundarf jórðung, en þá tók við skrúðganga valtlra hersveita úr Rauða hernum og verkamanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.