Dagblaðið - 08.11.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDACUR 8. NÓVEMBER 1976.
9
Erlendar
fréttir
REUTER
Alsír:
Fyrstu
forseta-
kosningar
113 ár
Boumedienne einn
í kjöri
Samkvæmt fréttum í
stjórnarblaðinu E1
Moudjahid í Alsír munu
fyrstu forsetakosningarnar í
þrettán ár fara fram þar í
landi í næsta mánuði.
Houari Boumedienne,
forseti byltingarráðsins og
forsætisráðherra, var ígæi
tilnefndur af ráðherrum í
stjórn landsins, sem eini
frambjóðandinn í
kosningunum.
Þá sagði í fréttum
blaðsins að fyrstu almennu
kosningarnar . til
þjóðþingsins, síðan árið 1964
yrðu - haldnar í
janúarmánuði.
V-Berlín:
Þrettán
nasistar
handteknir
Lögreglan í Vestur Berlín
tók í sína vörzlu brjóstmynd af
Adolf Hitler og eina vélbyssu
er húsrannsókn var gerð í ibúð
þar i borginni, þar sem a.m.k.
13 manns höfðu ætlað að stofna
skrifstofu nýnasista, að sögn
talsmanna lögreglunnar í gær.
Við húsrannsóknina, sem
framkvæmd var seint á
laugardagskvöldið, fundu
lögreglumenn mikið af
bókmenntum um nasisma,
hlaðna skammbyssu, hnífa og
sönnunargögn sem bendla
hópinn við nasistísk samtök í
Bandaríkjunum og í einni
annarri borg'í V-Þýzkalandi.
Tveir þrettánmenninganna
voru sakaðir um að hafa ólöleg
vopn í fórum sínum, en hinum
var sleppt eftir yfirheyrslur.
Segir lögreglan að rannsókn
verði haldið áfram.
Þá sagði í frétt frá V-Berlín,
að þrettánmenningarnir hafi
ætlað að koma á fót skrifstofu
Sósialistiska verkantanna-
flokksins, (nasista), sem
bannaðurer í V-Þýzkalandi.
Eftir húsrannsóknina voru
gerðar athuganir i tíu öðrum
íbúðum í borginni.
Þessi mynd var tekin á aðalgötu Plains i Georgiu á kosninganóttina, er nokkur þúsund manna söfnuðust þar saman til að fylgjast með
niðurstöðum. Húsið tii vinstri voru aðalstöðvar kosningabaráttu Carters.
Carter leggur línurnar
— einn ráðherra repúblikani
Jimmy Carter, hinn nýkjörni
forseti Bandarikjanna, sagði í
viðtali í gær að hann mundi
skipa repúblikana sem
ráðherra í ríkisstjórn sinni og
að hann mundi leita eftir
góðum ráðum hjá leiðtogum
repúblikana, bæði á þingi og í
viðskiptaheiminum.
„Stefna Repúblikanaflokks
ins er enn stjórnmálastefna
milljóna Bandaríkjamanna og
ég mun því skipa ráðherra úr
þeim flokki,“ sagði Carter í
viðtalinu.
„Þá mun ég leita ráða hjá
. leiðtogum flokksins á þingi, úti
í viðskiptaheiminum og annars
staðar og það er von mfn, að
margir þeirra muni styðja mig í
endurbótatilraunum mínum.“
Sagði hann að hann vildi ekki
fá einhvern „dæmigerðan“
repúblikana í stjórnina en
sagði að hlutfallslega ætti
a.m.k. einn repúblikani að eiga
sæti i ríkisstjórn 12 manna.
Þá sagði Carter í viðtalinu að
þjóðin mætti ekki búast við
flóði nýrra lagasetninga er
hann tekur við embætti. ,,Ég
held, að bandaríska þjóðin vilji
heldur fá vel grundaðar laga-
setningar og ákvarðanir, heldur
en skæðadrífu af breytingum á
fyrstu vikum nýs forseta í emb-
ætti.“
Frakkland:
„Klóakrottumar” byggðu attt
sitt á einni vekiaraklukku
Einföld tilraun með
vekjaraklukku varð til þess, að
„Klóakrotturnar" svonefndu,
bankaræningjarnir í Frakk-
landi, létu til skarar skríða
og rændu fimmtíu milljónum
franka nú i sumar, eins og
greint hefur verið frá í fréttum.
Þeir létu klukkuna í
bankahólf sem þeir höfðu
tekið á leigu og er ekkert
aðvörunarkerfi fór í gang, enda
þótt klukkan hringdi fjórum
sinnum hátt og mikið voru þeir
vissir um að þeir þyrftu ekki að
hafa áhyggjur af slíkum
kerfum í bankanum.
Herma fréttirfráFrakklandi,
þar sem a.m.k. átta menn hafa
játað aðild sina að
bankaránunum, að hugmyndin
að þessu hafi Albert Spaggiari
átt, en hann er talinn vera
„heilinn“ að baki ránanna.
Það sem mennirnir vissu
hins vegar ekki var að skömmu
áður en þeir frömdu ránið hafði
verið komið fyrir slmalinu í
bankahvelfingunni þar sem
koma átti fyrir hlustunartæki.
Hún hafði hins vegar ekki verið
tengd.
^ KENWOUD
Hl FI-STEREO SAMSTÆÐUR í SÉRFLOKKI
MEÐ KENWOOD FÁIÐ
ÞÉR BEZTU
HLJÓMGÆÐI SEM
VÖL ER
Á
KENWOOD
AÐEINS
ÞAÐ
BESTA
Q Síi tii í» í
wSk&íik
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Sími 8 46