Dagblaðið - 08.11.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NÖVEMBER 1976.
i
frjálst úháð dagblað
Útgefandi Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoðarfréttastjóri: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson.
Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur
Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín
Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljosmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur
Bjarnleifsson, Sveinn Þormoðsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Askrif targjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið.
Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022.
Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf.. Skeifunni 19.
Angola:
Þannig má spara
Eðlilegt er, að Dagblaðið og
aðrir þeir, sem hvatt hafa til sam-
dráttar í ríkisútgjöldum, séu
beðnir um að benda á þá liði fjár-
laganna, sem spara megi. Gagn-
rýni er náttúrlega innihaldslítil,
nema hún sé studd ákveðnum
dæmum um, hvað megi betur fara.
Dagblaðið hefur nokkrum sinnum bent á
óhóflega fyrirferð landbúnaðarmála á fjárlög-
um. Á næsta ári á aó verja 10 milljörðum króna
til landbúnaðar og niðurgreiðslna og þar af 9
milljörðum til hins eiginlega landbúnaðar.
Aðrir atvinnuvegir eru ekki svona fyrir-
ferðarmiklir á fjárlögum. Meðan landbúnaður-
inn fær 9 milljarða, fær sjávarútvegurinn 1,2
milljarða, iðnaöurinn 0,5 milljarða og verzlunin
0,1 milljarð.
Dagblaðið hefur lagt til, að á nokkrum árum
verði mörg þessara framlaga til landbúnaðar-
ins skorin niður. Felldar verði alveg niður 5100
milljón króna niðurgreiðslur á landbúnaðaraf-
uröum, 1800 milljón króna útflutningsupp-
bætur landbúnaðarafurða, 950 milljón króna
beinir styrkir til landbúnaðar, 390 milljón
króna framlag til Stofnlánasjóðs landbúnaðar
og 130 milljón króna rekstur Búnaðarfélags
íslands.
Ekki er auðvelt að hreyfa við öðrum liðum
fjárlaga. Menn hljóta þó að staðnæmast við þá
staðreynd, að heilbrigðismálin eru orðin
stærsti liður fjárlaganna með um það bil 15
milljarða tilkostnaði. Þau nálgast að vera einn
fimmti hluti ríkisútgjaldanna og er þá langt í
frá, aó upp sé talinn allur kostnaóur þjóðar-
innar af heilbrigðismálum.
Fáir munu vilja draga saman seglin í heilsu-
gæzlu Islendinga. En greinilega er eitthvað
bogið við rekstur heilbrigðismála, þegar þau
eru svona miklu fyrirferðarmeiri hér en annars
staðar í heiminum. Hins vegar má sjálfsagt
deila um, hvað er að. Héraðslæknirinn á Sel-
fossi, Brynleifur Steingrímsson, hefur sett
fram athyglisverðar hugmyndir í því efni í
kjallaragreinum í Dagblaðinu.
Sennilega væri bezt að fá færa menn til að
gera gagnrýna úttekt á heilbrigðiskerfinu og
reyna að finna út, hvaða gagn er að ýmsum
tegundum kostnaðar á því sviði. Þessi úttekt
miðaði þá að því, að lagt yrði niður eitthvað af
þeirri starfsemi, sem minnst gildi hefur, svo að
þjóðin hafi efni á að gera eitthvað meira í
staðinn á öðrum sviðum, þar sem þörfin er
brýnni.
Þegar frá eru talin heilbrigðismál og land-
búnaður, eru aðeins þrír verulega stórir liðir á
fjárlögum. Það eru menntamálin með 13 millj-
arða, tryggingakerfið meó 13 milljarða og
samgöngurnar með níu milljarða. Sennilega er
vonlítið að lækka þessar tölur og sennilega víða
fremur nauösynlegt að hækka þær.
Næst koma liðir eins og dómsmál með fimm
milljaröa, húsnæóismál með þrjá milljarða og
orkumál með tvo milljarða. Um þá gildir líka,
aö fremur væri þörf á að hækka þá en lækka.
Af þessu má ljóst vera, að niðurskurður á
ríkisútgjöldum kemur að beztu gagni, ef hann
er á útgjöldum til landbúnaðar. Á þeim lið
einum má skera nægilega nióur til að létta
verulega ríkisbyrðarnar á almenningi og stór-
bæta lífskjörin í landinu.
LFIR
Umheimurinn lítur svo á, að
borgarastyrjöldinni í Angola
hafi lokið í febrúar sl., þegar
MPLA-hreyfing dr. Agostinhos
Netos — búin sovézkum
vopnum og studd tólf þúsund
kúbönskum hermönnum —
sigraði andstæðinga sína á víg-
vellinum og setti á laggirnar
ríkisstjórn í höfuðborginni
Luanda. En Jonas Savimbi,
«C
Borgarastyrjöldin í Angola
gæti orðið óhemju langvinn.
Þessir ungu menn er þjálfaðir
af MPLA, her stjórnar lands-
ins. Æskumenn dagsins eru
hermenn morgundagsins.
Málefni ellinnar
Talsvert hefur verið skrifað
um mál eldra fólksins að und-
anförnu og kemur ýmislegt til.
Fyrst og fremst ætti ástæðan
að vera sú, að mjög alvarlega
horfir fyrir mörgum lúnum og
aldurhnignum um að fá sama-
stað ævikvöldið — þrátt fyrir
að plássin á elliheimilum lands-
ins séu talsvert á annað þús-
und. — Átæðan — ein af mörg-
um — er sú, að yngra fólkið
þarf oft að losna við það, getur
ekki haft það vegna húsnæðis-
leysis. Arkitektar virðast oft
gleyma þvi, að afi og amma
þurfa einhversstaðar að vera.
En enda þótt erfitt sé um pláss
á elliheimilum, þá eru það smá-
munir hjá því hvernig komið er
fyrir því fólki, sem er orðið
háaldrað, veikt og hjúkrunar-
þurfi. Þar er aðalvandamálið.
Árum saman hefur verið um
þetta rætt og ritað. Samtöl við
ráðamenn eru óteljandi og held
ég sannast sagna, að þeir séu
margir hverjir búnir að fá nóg
af þessu öllu fyrir löngu. Allt
eru þetta kurteisir menn og vel-
viljaðir, að ég held — en um
framkvæmdir er svo annað
mál. Nefndir hafa verið skipað-
ar oft og mörgum sinnum,
ályktanir gerðar — en loforð og
efndir fara ekki alltaf saman.
Langlegudeildir fyrir sjúkt
fólk, ungt eða gamalt, hafa
lengi verið til umræðu og verða
eflaust í nokkur ár — áður en
nokkuð raunverulegt gerist. Að
vísu er nú svo komið, að ekki
verður endalaust hægt að halda
að sér höndum. Hjúkrunar-
heimili Reykjavíkurborgar var
reist og átti að nota fyrir lang-
legusjúklinga, þar er nú Grens-
ásdeild Borgarsjúkrahússins —
nauðsynleg stofnun — en
vandamálið, sem leysa átti eitt-
hvað úr — hjúkrunarheimilið
— er enn óleyst. Öldrunardeild-
in frá Landspítalanum í Hátúni
átti að taka á móti öldruðu fólki
— ianglegusjúklingum, þar er
nú þörf stoínun, en dvalartími
V
HEIMATILBÚIÐ
lAglaunasvæði
■ i
i
i
„Þróun efnahagsmála
þjóðarinnar síðustu árin með
óðaverðbólgu sem höfuð-
einkenni hefur brenglað al-
mennt gildismat.
Verðbólgan felur í sér
stórfellda eignatilfærslu frá
launþeguin til þeirra hópa í
þjóðfélaginu, sem greiðan
aðgang eiga að bönkum og
lánastofnunum. Oðaverðbólga
undanfarandi ára stafar ekki af
of háu kaupi launþega eða að
þeir lifi um efni fram."
Þetta er upphafið á
samþykkt nýafstaðins þings
BSRB um el'nahagsmál.
Alyktun þessi verður ekki
rakin frekar í grein þessari, en
fyrrgreindur pistill vekur
margar spurningar.
Ekki sök kauphœkkana
Mjög margir trúa því, að
samningsbundnar kaup-
hækkanir launafólks séu
meginorsök dýrtiðar hér á
landi. Þessi full.vrðing hefur
rækilega afsannast síðustu tvö
ár.
í árslok 1973 gerði BSRB
samninga, þar sem lægstu
launaflokkar fengu nokkra
kauphækkun en lítil
kauphækkun kom á hæstu
launin. Verkalýðsfélögin í
landinu sömdu að vísu í
feb. 1974 um 10-20% meiri
hækkun til ýmissa starfshópa.
En meginþorri íslensks Iauna-
fólks fékk einungis þær tak-
mörkuðu kjarabætur, sem
þáverandi stjórnarand-
stöðublað, Morgunblaðið.
reyndi að gera tortr.vggilegar
og niðra með nafngiftinni „oliu-
samníngar".