Dagblaðið - 08.11.1976, Page 17

Dagblaðið - 08.11.1976, Page 17
DAC.BLAÐIÐ. MANUDAGUR 8. NOVEMBER 1976. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir uu u. Á DB-mynd Bjarnleifs ittaf mörkum sínum í leiknum. ISLANDSMEISTARAR KAFSIGLDU GRÓTTU — Geir Hallsteinsson skoraði 11 mörk í 29-19 sigri FH íslandsmeistarar FH kafsigldu Gróttu í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik i íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gær, stórsigur 29-19 sem í raun hefði getað orðið mun stærri. FH féll ekki í þá gryf ju að slaka á í byrun eins og í tveimur fyrstu leikjum sínum í Íslands- mótinu, sem kostuðu liðið sigur. Þegar frá upphafi var keyrt á fullu og stórsigur varð staðreynd. Já, sannarlega keyrðu íslands- meistararnir á fullu frá upphafi og eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 7-1 og þá þegar ljóst hvert stefndi. Bilið hélt sifellt áfram að aukast og bókstaflega allt lak inn í marki Gróttu. Lán- leysi liðsins var líka algjört — þannig komst Arni Indriðason tví- vegis inn í sendingar hjá FH og stöðvaði gu Vals! leik íslandsmótsins hingað til meiddist og var frá leik drjúgan tíma. Þetta var við nefið á Kristjáni Erni. En hvað skeöi?, ja, hvað skeði? — Ekkert. Ekki áminning. Víkingur byrjaði mjög vel í leiknum. Komst í 2-0, 3-1 með þremur stórglæsilegum mörkum Ólafs Einarssonar — en þá fóru dómarnir heldúr betur að bitna á þeim. Viggó Sigurðsson rekinn af velli af Kristjáni Erni — og þegar Valur hafði jafnað í 3-3 fengu þeir Þorbergur og Magnús reisupassann með stuttu millibili. Auk þess dæmd þrjú vítaköst á Víking — eitt nýtt .— og Valur gekk á lagið. Öli Ben varði Vals-. markið með miklum tilþrifum og Jón Karlsson komst í harn. Tölurnar breyttust, Valur komst yfir 7-4, 8-4, og mest fimm mörkum yfir, 10-5. Karl Ben. breytti þá um leikaðferð hjá Víking — lét taka Jón Karlsson úr umferð, og þar með hafði lykillinn að sigri Víkings verið smíðaður. Víkingur fór að minnka muninn, 10-8, sem var staðan, þegar leiktíma í fyrri hálfleik lauk. Valur átti auka- annarra leikmanna Aberdeen í leiknum. Eins og áður segir var þetta 13. úrslitaleikur Celtic í röð i deildabikarnum — sjöundi ósigurinn, en í fyrra tapaði liðið í úrslitum fyrir Rangers. Liðin voru þannig skipuð í leiknum. Aberdeen: —Clarke, Kennedy, Williamsson, Smith, Garner, Mill- er, Sullivan, Scott, Harper, Graham og Jarvie — og Robb kom svo í stað Jarvie. Celtic: — Latchford, MacGrain, Lynch, MacDonald, Jóhannes Eð- valdsson, Aitken, Doyle, Galvin, Dalglish, Wilson og Burns. Lennox kom í stað Burns. Ekki verður leikið í úrvals- deildinni skozku nk. laugardag vegna HM-leiks Skotlands og Wales. Celtic mun hins vegar leika á sunnudag við Ipswich og verður leikurinn á Parkhead í Glasgow. kast. Þorbjörn Guðmundsson skoraði beijdúr því. 11-8 í hálfleik í síðari hálfleiknum hélzt tveggja til þriggja marka munur Vals fram á sjöundu mín. Þá skoruðu Víkingar þrjú mörk í röð og jöfnúðu i 14-14, en Valsmenn komust í 16-14 með tveimur víta- köstum Þorbjörns.Tveggja marka munur hélzt um stund, en svo fekk Viggó að kæla sig í fimm mínútur. Víkingar tóku kipp við það mótlæti. Björgvin, sem skorað hafði þrjú mörk framan af síðari hálfeiknum, kom inn á aftur eftir meiðslin og gerði mikin usla í vörn Vals. Víkingar skoruðu næstu fjögur 'mörk. Komust í 20- 18, þegar átta mín. voru til leiksloka. Eftir það léku þeir ákaflega yfirvegað — rólega upp á mark, og þó Valur minnkaði muninn af og til í eitt mark, virtist sigur Víkings í höfn og liðið hafði tvö mörk yfir fram á lokamínútuna. Valur skoraði síðasta mark leiksins, en það var of seint til að bjarga stigi. Loksins sýndi Víkingsliðið þann leik, em búizt hafði verið af því í upphafi mótsins. Karl Bene- diktsson hefur tengt saman hæfileikana, sem þar eru— gert Víking að liðsheild. Björgvin skoraði nokkur frábær mc^k j leiknum —sum hreint á undra- verðan hátt. Ólafur var einnig ákafléga hættulegur, og af öðrum leikmönnum Kom Ólafur Jónsson mest á óvart. Skoraði þrjú góð mörk. Rósmundur varði prýðilega allan síðari hálfleikinn. Leikur Vals riðlaðist mjög, þegar Jón Karlsson var tekinn úr umferð. Sóknarleikurinn varð ákaflega einhæfur, þegar skipulagshæfileika Jóns naut ekki við — og öðrum leikmönnum tókst ekki að nýta þær glufur, sem mynduðust i Víkings- vörnina við það. En oft —einkum um miðjan fyrir hálfleik — náði Valsliðið skemmtilegum fléttum, sem gáfu af sér gullfalleg mörk. En leikur liðsins Niaðnaðí um of. þegar Jón Karlssonfókk ekki að leika lausum hala. Mörk Víkings skoruðu Björgvin 7, Ölafur 7, (eitt víti), Ólafur Jónsson 3. Þorbergur 3, Viggó 2 og Magnús 1. Mörk Vals skoruðu Þorbjörn 8 (4 víti), Jón P. Jónss 5, Jón Karlsson 3, Jóhannes Stefánsson 3. Bjarni Guðmunds- son 2 og Björn Björnsson 1. -hsim. brunaði einn upp en Birgir Finn- bogason gerði sér lítið fyrir og varði í bæði skiptin. t leikhléi skildu liðin 9 mörk — 17-8 og leikmenn FH gátu nánast leyft sér allt, slík var mót- staðan Gróttu. Það kom heldur ekki að sök að Viðar Símonarson meiddist fljótlega í fyrri hálfleik og lék ekki meira með liði sínu. En Geir Hallsteinsson, sá frábæri leikmaður átti stjörnuleik og skoraði nánast þegar hann vildi. Réyndu leikmenn Gróttu að taka Geir úr umferð en hann hristi þá iðulega af sér — opnaði skemmti- lega fyrir samherja sína eða skoraði sjálfur. Já, Geir Hall- steinsson er frábær leikmaður og íslenzkum handknattleik mikið lán að eiga slíkan leikmann. FH keyrði ekki á fullu í siðari hálfleik — en Grótta náði aldrei að nálgast íslandsmeistarana sem sigruðu örugglega með 10 marka mun — 29-19. Já, Geir var í banastuði og 11 sinnum sendi hann knöttinn í net- möskva Gróttu en hitt hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir FH að breidd vantar tilfinnanlega í liðið. Þórarinn Ragnarsson skoraði 6 mörk — 4 úr vítaköst- um, Sæmundur Stefánss. skoraði 4 mörk. Júlíus Pálsson og Janus Guðlaugsson skoruðu 2 mörk hvor. Þeir Helgi Ragnarsson — knattspyrnumaður með FH ásamt Janusi — Guðmundur Arni Stefánsson, Viðar Símonarson og Guðmundur Magnússon skoruðu eitt mark hver. Þór Ottesen var sá eini sem eitthvað kvað að í liði Gróttu en hann skoraói 7 mörk fyrir lið sitt. Arni Indriðason og Grétar ViL- mundarson skoruðu 3 mörk hvor — Árni sín mörk úr vítaköstum. Hörður Kristjánsson skoraði • 2 mörk og þeir Magnús Sigurðsson, Halldór Kristjánsson, Gunnar Lúðvíksson og Axel Friðriksson skoruðu 1 mark hver. Leikinn dæmdu Ólafur Stein- grímsson og Gunnar Kjartansson. h halls. Skinner áfram með IBV Þórður Hallgrímsson var kjör- inn „Knattspyrnumaður Vest- mannaeyja“ í hófi, sem haldið var í Eyjum á iaugardag til að fagna því, að ÍBV hefur endurheimt sæti sitt í 1. dcildinni á ný. Það var bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem stóð fyrir þeim fögnuði. George Skinner, þjálfara liðsins sl. leiktímabil, var sérstakiega boðið til hófsins frá Englandi ásamt eiginkonu sinni. Þar kom fram, að Skinner verður áfram þjálfari ÍBV næsta leiktímabil. Einn leikur í 3. deild var leik- inn í Vestmannaeyjum í hand- boltanum á laugardag. HK, Kópa- vogi, sigraði Tý með 30-18. RS. Danir unnu Englendinga í badminton Danir sigruðu Englendinga í landskeppni í badminton i Carlisle á Englandi í gær með 5-4. Danirnir, sem keppa .hér á NM eftir hálfan mánuð stóðu sig vel. Svend Pri vann Ray Stevens 15-7 og 15-7 og Flemming Dclfs vann Dcrek Talobot 15-10 og 15-12. Pri og Steen Skovgaard unnu Stevens og Mike Tredget í tvíliðaleik með 15-9, 7-15 og 15-3 og Lena Koppen vann Gillian Gilks í einliðaleik kvertna, 3-11, 11-8 og 11-6. Hringavitleysa þegar ÍR vann! — Furðulegur leikur Fram og ÍR í 1. deild Hringavitleysa. Það hæfir ekki annað orð betur þeim ósköpum, sem leikmenn Fram og ÍR sýndu í 1. deild handknattleiksins i Laugardalshiill í gærkvöld. Þar stóð sjaldan steinn yfir steini, en ÍR-ingar voru betri aðiiinn og sigruóu öruggiega 23-19. Sá sigur byggðist þó mest á ágætri mark- vörzlu Arnar Guðmundssonar, hins nýja markvarðar ÍR, sem vakið hefur svo mikla athygli í haust. Hann var áberandi bezti maður á vellinum. IR náði strax forustu í leiknum, sem liðið hélt' nær óslitið til loka. Aðeins einu sinni tókst Fram að jafna í 9-9, en ÍR-ingar svöruðu strax með tveimur mörkum. Unnu auðveldlega sinn þriðja sigur i mótinu og eru [ öðru sæti — aðeins stigi á eftir Val. Fram-liðið var algjörlega heill um horfið og innbyrðis missætti bætti þar ekki úr skák, þegar líða tók á leikinn. Að vísu er rétt að taka fram, að það var eins og allt væri á móti Fram í leiknum. Fjöl- rriörg stangarskot — og opin færi misnotuð. einkum þegar tR-ingar voru orðnir sigurvissir og kæru- lausir undir leikslokin. En hvað um það. Slakari leik hefur Fram- liðið ekki sýnt um langt árabil. Það er heldur ekki mikið til að hrópa húrra fyrir hjá ÍR-ingum, þegar markvarzla Arnar Guð- mundssonar er frátalin —en hjá Fram var markvarzlan líka skást. Einkum Guðjóns Erlendssonar. iR-ingar eiga margar stórskyttur og fallegust voru mörk Harðar Hákonársonar utan af velli — Sigurðar Svavarssonar af línu. Þá er nýliði í liói IR — ákaflega athyglisverður varnarmaður, Sigurður Gíslason. Mörk IR skoruðu Brynjólfur Markússon 5, Agúst Svavarsson 5, Hörður 3, Sigurður Svavarsson 3, Sigurður Gíslason 2, Bjarni Bessa- son 2, Bjarni Hákonarson 2 og Vilhjálmur Sigurgeirsson 1. Mörk Fram skoruðu Arnar Guðlaugs- son 4, (2 víti). Sigurbergur Sig- steinsson 4, Jens Jensson 3, Pálmi Pálmason 3 (allt víti), Jón Árni Rúnarssson 2, Arni Sverrisson, Birgir Jóhannsson og Gústav Björnsson eitt rnark hver. Dómarar Björn Kristjánsson og Oli Olsen. Jóhannes fékk góða dóma Jóhannes Eðvaldsson fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn í úrslitum deildabikarsins í skozku blöðunum. Þrjú þeirra gefa leik- mönnum einkunnir. 1 Sunday Mail voru þeir Jóhannes, MacGrain, MacDonald og Dalglish allir með fjóra — en flestir aðrir með tvo. 1 Sunday People voru þeir Jóhannes og Roddy MacDonald efstir Celtic- leikmannanna — hlutu fimm í einkunn hjá blaðinu. í Sunday Post var Danny MacGrain efstur með átta — Jóhannes, MacDonald og Kenny Dalglis með sjö. Aðrir leikmenn Celtic með færri stig. Þegar einkunnir blaðanna eru lagðar saman er Jóhannes, Mac- Donald og MacGrain efstir og jafnir. 3ja stiga forusta Dundee Utd. Dundee Utd. er komið með þriggja stiga forustu í skozku úr- valsdeildinni eftir leikina á laugardag. Þrír Ieikir voru háðir og úrslit urðu þessi: Ayr — Partick 2-1 Dundee Utd. — Hibernian 2-1 Motherwell — Kilmarnock 5-4 Staðan er nú þannig: Dundee Utd. 10 8 0 2 21-13 16 Aberdeen 9 5 3 1 19-9 13 Celtic 9 4 3 2 19-9 11 Partich 9 3 3 3 10-10 9 Rangers 8 2 4 2 11-11 9 Motherwell 10 3 3 4 17-19 9 Hibernian 9 1 6 2 10-11 8 Hearts 9 0 7 2 13-16 7 Ayr 10 2 2 6 12-28 6 Kilmarnock 8 1 3 4 14-20 5 STAÐAN Urslit leikja í 1. deild hand- knattleiksins urðu þessi í gær: Haukar — Þróttur 22-11 FH — Grótta 29-19 Valur — Víkingur 22-23 Fram—ÍR 19-23 Staðan er nú þannig: Valur 5 4 0 1 113-87 8 ÍR 5 3 1 1 107-106 7 Haukar 4 3 0 1 85-77 6 FH 4 2 0 2 92-82 4 Víkingur 4 2 0 2 89-89 4 Fram 4 1 1 2 85-87 3 Þróttur 5 0 3 2 87-103 3 Grótta 5 0 1 4 97-120 1 Markahæstu leikmenn: Hörður Sigmarss. Haukum, 38/13 Þorbjörn Guðmundss. Val, 31/6 Jón Karlsson, Val, 30/6 Konráð Jónsson, Þrótti, 28/3 Geir Hallsteinsson, FH, 27/6 Brynj. Markússon, iR, 24 Arnar Guðlaugsson, Fram, 21/3 Jón P. Jónsson, Val, 21 Arni Indriðason, Gróttu, 20/14.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.