Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976 — 260. TBL.
RITSTJO^N SIÐUMULA 12, SIMI 8.!:122. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022
Vélbáturinn Jón Ágúst tók niðri við Hafnaberg
Náðu landi á elleftu
stundu á sökkvandi bát
Um sexleytið í morgun tók
v.b. Jón Ágúst niðri er hann var
á línuveiðum undan Hafna-
bergi á Reykjanesi. Kom mikill
leki að bátnum og báðu skip-
verjar um aðstoð. Slysavarna-
félagið fékk v.b. Dagfara
fráiSandgerðitil að fara til móts
við Jón Agúst og vera til taks ef
hann sykki. Jafnframt var
björgunarsveitin Sigurvon
kölluð út og annar viðbúnaður
hafður í landi að sögn
Hannesar Hafstein hjá SVFÍ.
Dagfari fylgdist síðan með
Jóni Ágústi á siglingu hans í átt
til Sandgerðis sem var næsta
höfn. Var mikil hætta á því um
tíma að illa tækizt til því skil-
rújn milli lestar og vélarrúms
gat brostið vegna þess hve mik-
ill sjór var kominn í skipið.
En Jón Ágústkomst af sjálfs-
dáðum til Sandgérðis og á
bryggjunni beið slökkviliðsbif-
reið með öflugar dælur og
dældi úr bátnum. Báturinn var
orðinn mjög djúpsigldur er
hann náði til hafnar, en
dælurnar voru fljótar að virka
svo sýnt var að bátnum yrði
borgið. Engan mann um borð
sakaði.
Jón Ágúst er 125 tonna stál-
bátur byggður 1960. Hann er í
eigu Asgeirs hf. í Garði.
Suðvestan bræla var á
þessum slóðum og gerði það
heimförina erfiða.
-Ast.
Verða
drykkju-
veizlur
bannaðar
hjá
Sameinuðu
þjóðunum
— Sjá erlendar
fréttir á bls. 6-7
Samtök
barna
drykkju-
pao var aiu a tuuu a Dryggjunnt 1 sandgerði. siokkviliðlð dældi
fjórum tonnum á mínútu upp úr Jóni Agústi og gerði það iitið meir
en hafa við iekanum. Verið var aðná i fieiri dælur til að létta bátinn
svo honum yrði komið á land. Ljóst var að rifan á botni hans er stór.
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
— stofnuð
— Sjá baksíðu
J
Reykjavík vill hraðbraut í
Fossvogi í landi Kópavogs
hraðbrautin teiknuð í Reykjavík meðan
Kópavogsmenn gæla við hugmynd um úti-
vistarsvæði í dalnum
„Það er ekki möguleiki á að
leggja hraðbraut í gegn um
Fossvogsdalinn i þvi landi sem
Reykjavíkurborg á og það er
gert ráð fyrir í skipulaginu að
hún verði að mestu leyti í landi
Kópavogskaupstaðar," sagði
Hilmar Olafsson hjá Þróunar-
stofnun Reykjavíkurborgar í
samtali við DB í morgun. Hilm-
ar sagði ennfremur að brautin
væri i skipulaginu frá því árið
1976. Hann sagði að engar
breytingar hefðu verið gerðar á
aðalskipulagi dalsins siðan og
unnið væri að þvi að kanna
þörfina fyrir þessa braut ásamt
því að áætla og gera áætlanir
um gatnakerfið nokkuð fram í
tímann.
Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri sagði í samtali við
DB að fyrir um það bil 2 árum
hefði verið gert samkomulag á
rrulli Kópavogskaupstaðar og
Reykjavíkurborgar um lagn-
ingu þessarar brautar ef þröf
krefði.
Og núna er verið að
vinna við könnun á því hvort
þessar framkvæmdir verða
nauðsynlegar og að sögn
borgarstjóra er verið að kanna
þörfina á breytingu á gatna-
kerfinu næstu 20 árin. Þetta
skipulag umferðarinnar verður
væntanlega tekið fyrir á fundi
n.k. mánudag og þar verður
m.a. um það fjallað hvort þessi
framkvæmd verður nauðsynleg
yegna umferðarinnar í fram-
tíðinni.
„Hraðbraut um Fossvogsdal
breytir engu umþaðhvort hægt
vcrður að hafa útivistarsvæði í
dalnum," sagði Jón Guðlaugur
Magnússon bæjarritari i Kópa-
vogi i samtali við DB í morgun.
A föstudaginn var ákveðið að
efna til samkeppni á vegum
Kópavogskaupstaðar um úti-
vistarsvæói í dalnum. Jón sagði
ennfremur að viðræður væru
aðeins á frumstigi um þessi mál
milli Revkjavíkur og Kópavogs.
-KP-
Metafli í reknet
— hæsti bátur með 700—800 tonn
Algert síldveiðimet var
slegið í nótt á miðunum við
Suð-Austurland og fengu rek-
netabátarnir þar sjö til átta
þúsund tunnur, að sögn Víg-
steins, fréttaritara DB á Höfn.
Fyrra met er hátt á annað
þúsund tunnum ef ekki tvö
þúsund tunnum lægra.
Einnig sló Steinunn frá
Ólafsvík aflamet og fékk 700 til
800 tunnur. Fyrra met er eitt-
hvað um 500 tunnur. Æskan frá
Höfn var næst með 500 tunnur.
Ekki verður unnt að vinna
nema hluta þessa afla á Höfn,
en bátarnir munu sigla með afl-
ann til Austfjarðahafna og
Vestmannaeyja.
Sildin er nú magrai i en
áður og veiðitímabilinu að
ljúka. Því lýkur þann 25.
nóvember.
-V.V./-G.S.
Aldrei glæta hjá
Englendingum í Róm
— Sjá íþróttir bls. 12-13
sjúklinga —
ALA-TEEN