Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 24
( Tillaga Alþýðubandalagsmanna: ] Hámarkslaun verði tvö- fóld laun verkamanns Hámarkslaun veröi ekki hærri en sem svarar tvöföldum vinnulaunum verkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku. Þetta er stefnan í þings- ályktunartillögu þriggja þing- manna Alþýðubandalagsins sem fram kom í gær. „Jafnframt veröi loku fyrir það skotið að einstaklingar gegni nema einu fastlaunuðu starfi og eins fyrir hitt, að átt geti sér stað duldar launa- greíóslur í forfni neins konar fríðinda umfram hámarks- laun,“ segir í tiilögunni. „Með breytingu á skattalögum skal að því stefnt að einkafyrirtæki hagnist ekki á lögbundinni lækkun hæstu launa og skal því fé sem rennur til ríkissjóðs af þessum sökum eða sparast með niðurskurði á launum embættismanna í efstu launa- þrepum, varið til almennrar kjarajöfnunar og annarra félagslegra umbóta." Flutningsmenn segjast stefna að því að kjarabætur handa þeim sem lægt eru launaðir, verði alger forsenda hverrar launahækkunar til þeirra, sem betur eru settir í þjóðfélaginu. Eftir setningu slíkra laga yrði til dæmis óframkvæmanlegt fyrir bankastjóra, sem nú munu hafa að öllu meðtöldu sexföld laun verkamanns að veita sjálfum sér kauphækkun samtímis því sem þeir úrskurðuðu að ekki væru efna- hagslegar forsendur fyrir ahnennri kauphækkun verka- fólks. Fyrsti flutningsmaður er Stefán Jónsson. -HH. A AÐ MISSA HÖFUÐIÐ " (AF SKÖMM?) Það er engu líkara en maðurinn á myndinni, bíleigandinn, hafi misst höfuðið (af skömm?). Hann hefur lent í þeirri slæmu klípu að verða bensínlaus við fjölfarna umferðargötu. Þegar svo ber undir er víst ekki annað að gera en arka a næstu bensínstöð, sem getur verið langt undan* biðja þar auðmjúklega um olíubrúsa og síóan er haldið að blikkbeljunni og henni líknað með eldsneytinu þar til hún hressist (DB-mynd Árni Páll). „Ungfrú Fellaskóli” Nemendur Fellaskóla tóku upp þá nýlundu á skólaballi sem naldið var í gærkvöld, að kjósa „Ungfrú Fellaskóla“. Sú sem titilinn hreppti var Gunnhildur Ulfarsdóttir, nemandi í öðrum bekk og hlaut hún stóran konfektkassa og blóm í verðlaun. t öðru og þriðja sæti lentu þær Ester Jónsdóttir og Auður Braga- dóttir, sem báðar stunda nám í fyrsta bekk, en þær fengu rósir í verðlaun. Það voru þrír drengir, valdir af handahófi úr hópi sam- komugesta, sem dómnefndina skipuðu. Völdu þeir fyrst sex stúlkur en þrjár þeirra komust i úrslit. Rúmlega tvö hundruð nemendur sóttu dansleikinn í Fellaskóla í gærkvöld og voru hinir ánægðustu með þessa nýbreytni. JB/DB-mynd Bjarnleifur. Lögreglulið gabbað í Búnaðarbankann 14.50. í bæði skiptin reyndist allt með felldu í bankanum nema einhver sjálfvirkur útbúnaður neyðarbjöllunnar. I hvorugt skiptið voru takkar snertir en um einhvern samslátt var að ræða. -ASt. Tvo daga í röð hefur orðið uppi fótur og fit hjá lögreglu- mönnum á miðborgarstöðinni. Neyðarbjalla Búnaðarbankans hefur hringt báða dagana og lögreglulið þeytzt á staðinn. Bjallan hringdi kl. 15.38 á þriðjudaginn og aftur í gær kl. fxjálst, óháð daghlað FIMMTUDAGUR 18. NÓV. Í976! Böm áfengissjúklinganna: ALA-TEEN STOFNAÐ í KVÖLD Ala-teen nefnist ný deild í tengslum við AA-samtökin, sem stofnuð verður í Safnaðarheimili Langholts- sóknar í kvöld kl. 21. Er hér um að ræða deild fyrir unglinga á aldrinum 12-20 ára, sem eiga virka áfengissjúklinga að for- eldrum. Deildin er byggð á sama grundvelli og Ala-non samtökin, sem eru samtök aðstandenda drykkju- sjúklinga. Veitt verður fræðsla og útskýringar á því hvað se eiginlega að gerast 1 heimi áfengissjúklingsins og unglingunum hjálpað til að umbera ástandið, án þess að eyðileggja sitt eigið líf, ep: oft hefur viljað bera á því áð börn áfengissjúklinga verði sjálf fórnarlömb Bakkusar. Með samstarfi ungl- inganna sjálfra ætti að takast að losa þau við þann innbyrgða ótta, sem oft vill myndast og hefur mjög slæm sálræn áhrif. Unglingarnir munu kynnast innbyrðis og hafa samband. sín á milli til að vera hvert öðru til aðstoðar og upp- byggingar. Það voru Kusack-hjónin sem voru aðalhvatarnir að stofnun þessarar deildar og verða þau á stofnfundinum í kvöld ásamt fulltrúum frá AA- og Ala-non sam- tökunum. -JB.. Fasteigna- miðlun ríkisins? Komið skal á fót fast- eignamiðlun ríkisins, sam- kvæmt þingsályktunartil- lögu þriggja þingmanna Framsóknarflokksins. Fyrsti flutningsmaður er Guðrún Benediktsdóttir, varaþingmaður fyrir Ölaf Jóhannesson ráðherra. Fasteignamiðlunin á að stuðla að því að „verðlag fasteigna verði sem næst kostnaðarverði á hverjum tíma.“ Á þann hátt verði komið í veg fyrir óeðlilegan gróða og fasteignabrask, segja flutningsmenn, og dregið úr verðbólgu. „Algengt er að sömu fast- eignirnar séu auglýstar á vegum mai'gra fasteigna- sala. Samkeppnin er hörð, og má gera ráð fyrir, að þessi samkeppni stuðli beint eða óbeint að hækkun fast- eignaverðs og sé þar með verðbólguhvetjandi," segir í greinargerð með tillögunni. Ríkisvaldinu er ekki ætlað að fá einokunaraðstöðu, heldur hafi einstaklingar frjálsar hendur með að leita til annarra fasteignaskrif- stofa, segja þingmennirnir. Gert er ráð fyrir að um- rædd þjónusta ríkisins verði látin í té á kostnaðarverði. -HH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.