Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NOVEMBER 1976. 15 Tvö skref fram, eitt aftur Um yfirlitssýningu á verkum Finns Jónssonar í Listasafni íslands Yfirlitssýningar gefa bæði al- menningi og fræðimönnum gullvæg tækifæri til úttektar eða endurmats á ferli lista- manna. Sú úttekt felst í könnun á því hvaða menningar- straumar og þjóðfélagsstað- reyndir hafa mótað listsköpun þeirra, hvernig list þeirra þróast og hvaða áhrif hún síðan hefur á það umhverfi sem hún hrærist í, bæði samfélag lista- manna og samfélagið í breiðum skilningi. Þessi rannsókn bygg- ist á nákvæmri skoðun lista- verkanna sjálfra, athugun ýmissa samtímaheimilda, við- tölum og samanburði. En list- fræði, eins og reyndar sagn- fræði, grundvallast aldrei á ógagnrýninni skýrslugerð eða samantekt. Fræðimaðurinn verður að geta skilið á milli aðalatriða og aukaatriða, bæði í heimildasöfnun og myndrann- sóknum. Hans er einnig að vega og meta hvernig listamaður vinnur úr föngum sínum og hvort honum tekst eða tekst ekki að setja fram sjálfstæðar niðurstöður. Um frumherja Þegar talað er um frumherja í íslenskum listum, þá er það ekki nóg að segja að þessi og þessi hafi verið fyrstir til að gera hitt eða þetta og þar með séu þeir sjálfkrafa komnir með fjórar stjörnur í menningarsög- unni. Það hlýtur að skipta hér höfuðmáli, ef frumherjinn er einungis að apa eftir erlendum stefnum án þess að auka við þær á neinn iiátt og jafnvel að slæva brodd þeirra með yfir- borðslegri skreytingu. í því til- felli hlýtur glansinn að hverfa af frumherjaafrekinu. Tilefni þessa formála er yfir- litssýning áverkumFinns Jóns- sonar í Listasafni Islands og vil ég taka það frarn að ég er með honum ekki að fella dóm yfir Finni, heldur aðeins að gera athugasemd við þá skoðun hans, sem fram hefur komið bæði í blöðum og sjónvarpi, að listfræðingar eigi alls ekki að gagnrýna heldur aðeins að raða saman heimildum. Á sýningu þessari eru 198 verk og hefði vansalaust verið hægt að grisja hana um V6 og hefði hún þó gefið góða mynd af göngu Finns Jónssonar eftir listbraut- inni, — auk þess sem afkára- legt er að sjá málverkum stillt upp á gólfi vegna plássleysis. Handlaginn Finnur hóf ungur nám í gull- smíði, enda laginn handverks- maður eins og Ríkharður bróðir hans. En hugur hans stóð til meiri afreka og af óvenjulegri framsýni fór hann nær þrí- tugur til náms í Kaupmanna- höfn og 1920 var hann kominn inn á einkaskóla Olavs Rude sem þá var einn af fáum Norðurlandamálurum sem. skilið hafði þýðingu expressjónismans. Af málverk- unum á sýningunni má ráða að Finnur hafi tekið ótrúlega fljótt við sér og reyndar er ferill hans fram undir 1930 næsta undraverður, ef tillit er tekið til uppruna málarans. Árið 1921 málar hann t.d. „Öræfalandslag“ þar sem fjöll og hæðir eru einfölduð 1 nær afstrakt form, fletir eru breiðir og útlínur breiðar og ákveðnar. Árið 1922 virðist Finnur orðinn leiður á lognmollunni í Kaupin- hafn og fer til Dresden og inn- ritast þar í skólann „Der Weg“. Á menningarsetri Dresden hafði verið mikið menningarsetur upp úr 1905, þar hafði „Die Brúcke" sprottið upp með þeim heiðursmönnum Kirchner, Schmidt-Rottluf, Heckel, Nolde og fleirum, en um 1910 færðist þungamiðja átaka til Múnchen og „Bláa riddarans“ þeirra Kandinskys, Jawlensky, Marc og Macke. Dresden var því varla nema svipur hjá sjón, en þó voru hlutbundin form, eins og eðli- legt er, þegar hann hafði kannað fígúratífan expressjón- isma. Árangurinn sjáum við í tæplega þrjátíu verkum sem gerð eru milli 1922 og 1925. Þetta eru að mörgu leyti ein- kennileg verk og af mörgum talin ótímabær, miðað við ís- lenska menningarsögu. En að sjálfsögðu eru þau ofur eðlileg viðbrögð Finns við hinu þýska umhverfi, þótt íslenskt list- áhugafólk hafi á þeim tíma ekki getað tekið þetta stökk inn í hið óhlutbundna með honum. Spyrja má í þessu sambandi hvort formbyltingar í listum séu nokkurn tíma tímabærar, hvort þær sjálfar skapi ekki grundvöllinn fyrir tilveru sinni. En það sem skiptir meira máli er að Finnur gerir þessar myndir með hálfum huga aðeins, gerir hlutlægar myndir samtimis þeim oginnanskamms eru teningar og kúlur hans farin að fá táknræna eða frásagnarlega merkingu, eins og í „Örlagateningi" frá 1925 og fleiri myndum. Táknhyggja Finni er því um megn til lengdar að skapa sjálfstæða óhlutbundna myndveröld, hún listamenn eins og Kokoschka og Kandinsky um stund viðloðandi þar og munu' hafa kennt við „Der Weg“. Dvölin í Dresden frá 1922-25 virðist heldur betur hafa stappað í Finn stálinu, eins og kemur fram í fyrstu myndum hans þar. Merkust þeirra er röð mannamynda þar sem Finnur fjallar á markviss- an og afdráttarlausan hátt um andlitsform og í þeim gætir óbeinna áhrifa frá frumstæðri list, svo og höfuðmynda manna eins og Jawlensky. Hér og i öðrum oliumyndum frá þessum tíma sést að málarinn hneigist að sterkri formbyggingu, „hleðslutækni", en er varla næmur á lit, — en þessir eigin- leikar held ég að loði við Finn Jónsson allar götur síðan. Af straktlist af bernskuskeiði A þessum tíma var afstrakt- listin orðin rúmlega 10 ára göm- ul og því komin af bernsku- skeiði. Afstraktlist Kandinskys var orðin að ljóðrænni geó- metríu, De Stijl-hreyfingin hafði einnig staðið fyrir „hreinsun" forma og rússinn Malevitsch byggði „súpremat- isma“ sinn á fljúgandi geómetr- ískum einingum. A þeim grunni byggir því Finnur fyrstu tilraunir sínar með ó- verður að hafa einhverja ytri viðmiðun. Að vísu höfðu aðrir gert slíkt, t.a.m. Kandinsky, sem vitnaði gjarnan í guðspeki, og Malevitsch kvað form sín tákna æðri gildi á ný- platónskan hátt. En í myndum þeirra er þó fyllilegt samræmi og myndheildin stendur styrk eftir sem áður. En í óhíut- bundnum táknmyndum Finns, eins og „örlagateningnum", fær maður á tilfinninguna tog- streitu milli þrívíðu formanna og flatanna kringum þau. Þessar myndir eru því ótíma- bærar hvað Finn sjálfan snertir og varla meir en æfingar ef á heildina er litið. Ekki sáust þær hér heima nema á einni sýn- ingu árið 1925, svo ekki náðu þær aö smita út frá sér. Finnur segist sjálfur hafa hætt að mála afstraktmyndir vegna þess að hann hefði þurft að afla sér lífsviðurværis. Nú væri svo sem hægt að segja að ekki hefðu verið vandræði fyrir útlærðan gúllsmið að lifa á íslandi og mála myndir eftir géðþótta, — eins og reyndar skeði með Bald- vin Björnsson. Afstrakt upp á bátinn En ég held aö Finnur hafi re.vndar gefið afstraktlist upp á Komposisjón 1922 AÐALSTEINN INGÓLFSSON Myndlist bátinn, þar eð hún hentar honum ekki. Það er svo ekki fyrr en nú á seinni árum að hann skemmtir sér við skreyti- kennda afstraktlist í afslöppun- arskyni. Ef við skoðum þessar af- straktmyndir nánar má greina áhrif De Stijl (nr. 35), Kandin- skys og Malevitsch (nr. 31 og 32) en auk þessa má sjá Finn teikna eftir kúbískum skúlptúr rússans Archipenko, en snýr könnun myndhöggvarans á tómarúmi upp í fremur skreyti- legan leik með bjúglínur. Einna sjálfstæðast vinnur Finnur í svarthvítum túsk- myndum eins og nr. 30, 33 og 44, þar sem hann teflir laglega saman hvelfdum formum og beinum línum. Eftir 1925-6 finnum við vart nema einstaka verk með snert af óhlutbund- inni myndhugsun og ekki verður af eftirfarandi myndum Finns séð að hann hafi mikið lært af iðkun afstraktlistar. Grunnurinn að listsköpun hans er sem sé lagður í Kaupmanna- höfn og fyrsta árið í Dresden, þ.e. einaldur og sterkbyggður expressjónismi þar sem hlut- veruleikinn er skýrt hlaðinn upp og breiðar línur greina milli hluta. Áleitnar myndir Fram yfir 1930 sýnist mér Finnur oft beisla þann stíl í þágu áleitinna mynda og með glöggt auga fyrir þjóðfélags- staðreyndum. 1 myndum eins og „Vegavinna“, „Mjaltir", ,,Bæn“ og „Morgunn á miðinu" lýsir málarinn látlaust yfir sam- stöðu með verkafólki og bregður yfir sveita þess nær hetjulegum ljóma. Finnur er t.a.m. einna fyrstu íslenskra málara til að sýna baráttu ein- staklingsins við hafið og mætti segja mér að Gunnlaugur Scheving nafi eitthvað lært af honum hvað þetta snerti. En Gunnlaugur hafði aftur á móti það til að bera sem Finn skorti tilfinnanlega, þ.e. litagáfur. Stundum, eins og í ofangreind- um myndum, virðast dökkir og þyrrkingslegir litatónar Finns við hæfi. Alltént „rómantísera" þeir ekki inntakið. En þegar á líður fer áhorfandinn bókstaf- lega að æpa á tæran lit eða óska sér votrar tusku til að hreinsa myndirnar af grámyglunni. Verst kemur þetta niður á landslagsmyndum Finns sem fyrir vikið virðast allar málaðar í haustnepju. Einnig fer að bera mjög á tilhneigingu hans til eftirlætis í teikningu, hressi- legar blakkir hverfa fyrir alls- kyns yfirborðslegum krusi- dúllum. Þær eru áberandi í landslagsmyndunum og gera „karikatúr" úr mörgum manna- myndum sem Finnur áður fór með sem heilt og voldugt form. Landslag og frósögn Landslag ásamt frásögninni, þjóðsögunni, er svo stærsti hluti myndsmíðar Finns allt fram á þennan dag og er þetta tvennt gjarnan með því marki brennt sem ég hefi lýst hér að ofan. Þessi myndsmíð hefur lítið breyst þessi 50 ár eða svo sém Finnur Jónsson hefur stundað hlutbundna, expressjóníska list, nema hvað afstraktlistin og dulhyggjan hefur á síðasta áratug tekið sér stöðu við hlið hennar á ný og ekki tekst mér að sjá nema hóg- væra skreytilist í þeirri endur- fæðingu. Þótt hið fyrsta afstraktskeið Finns hafi vart verið þroskað atliæfi, þá ber það vott um sjálfstæða hugsun og þá stað- reynd að íslenskir listamenn voru að verða gildir þátttak- endur á sviði evrópskrar nú- tímalistar. Síðari ex- pressjónismi Finns leggur siðan grundvöllinn að listrænni tjáningu þjóðlegra gilda og styður við bakið á þeim lista- mönnum sem komust til þroska eftir 1930. En þá hafði sjálf- stæði brautryðjandans snúizt í þrjóskulega og ógagnrýna ein- stefnu eftir þjóðlegum brautum, — einstefnu sem skapaði einstaka stórverk en þó fleiri bresti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.