Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NOVEMBER 1976. Getur draumsýn land- búnaðarins rætzt? — rætt við Jónas Bjarnason, einn höfunda landbúnaðarskýrslunnar Er þaö annað en draumsýn, að við gætum flutt út dilkakjöt og selt erlendis á kostnaðar- verði? „Aðalgagnrýni min á út- reikninga um þetta er, að við verðum að gefa okkur, að út- lendingar sitji í sama farinu í tækninni, meðan við tökum framförum, " sagði Jónas Bjarnason, eiiin nefndarmanna sem stóðu að nýgerðri landbún- aðarskýrslu. Til að finna útkomu, sem ger- ir ráð fyrir sllkri „byltingu", að selja megi dilkakjöt á kostnað- arverði i samkeppni á erlendum mörkuðum, hugsaði nefndin sér „kjörbú", þar sem allt væri með sem fullkomnust- um hætti. „Við gáfum okkur anzi miklar forsendur," sagði Jónas. „Ekki er hægt að reikna Island suður til miðbaugs." Við breytum ekki þeirri megin- staðreynd, að ísland er tiltölu- lega illa f allið til landbúnaðar. Þá verður að gera ráð fyrir mikilli hækkun markaðsverðs erlendis, eigi dæmið að ganga upp. „Spár um hækkun á mark- aðsverði eru óskaplega óljós- ar," sagði Jónas. Hann nefndi, að góð landbúnaðarriki, svo sem Nýja-Sjáland og Ástralia hefðu haldið aftur af sér við framleiðslu vegna þröngs markaðar. Framleiðslugetan í heiminum væri geysimikil. Engar sérstakar líkur væru til hækkunar verðs, tiltölulega, fremur en til lækkunar þess. Jónas nefndi áhrif orkuverðs. Hækkun orkuverðs mundi al- mennt draga úr kjötneyzlu og auka neyzlu afurða úr jurtarik- inu. Orkan væri ennfremur þyngri liður i framleiðslu okkar en i framleiðslu keppinaut- anna. Markaðsverð gæti hækk- að en tilkostnaður ykist einnig. í skýrslu Rannsóknarráðs segir, að hægt sé með vinnuhag- ræðingu, bættri fóðuröflun og fóðrun, aukinni afurðasemi og bættum afurðum að auka framleiðni i sauðfjárrækt veru- lega'frá þvi sem nú er. Miðað við, að allir umbótamöguleikar yrðu nýttir, væri „hugsanlegt" að lækka breytilegan markaðs- kostnað framleiðslunnar úr 197,20 krónum á hektógramm i 78,90 krónur. Ef þvl til viðbótar væri gert ráð fyrir 30 prósenta lækkun slátrunarkostnaðar og 30 prósenta hækkun markaðs- verðs, miðað við verð árið 1974, væri loks hugsanlegt að flytja dilkakjöt út á kostnaðarverði. Önnur tœkifœri Jónas lagði I viðtalinu á- herzlu á, að menn ættu ekki að einblina á sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu, heldur nýta önnur tækifæri I landbún- aði. „Þetta var skoðanavægi I nefndinni, grunntónninn i af- stöðu meirihlutans," sagði Jónas um þá niðurstöðu henn- ar, að æskilegast væri, ef sú leið reyndist fær að auka verulega framleiðsluna á sauðfjárafurð- um. „Menn voru sammála um, að þessa leið bæri að athuga, en skoðanir voru skiptar um, hve raunhæf hún væri." HH aieingrimur aigurðsson er afkastamikill málari. Hann heldur nú 30. sýningu sina en fyrsta sýning hans var f Bogasalnum fyrir tæpum 10 árum. DB-mynd Bjarnleifur LJUFIR TÓNAR — á málverkasýningu Steingríms Sýning Veturliða á Kjarvalsstöðum Dómararnir að hlaða púður- DySSUl ilar — því er enn engin krítik komin „Jú, þetta er að nokkru leyti yfirlitssýning, en ég þyrfti vit- anlega miklu stærra hús og fá fjöldann allan af myndum lánaðan ef svo ætti að vera að öllu leyti," sagði Veturliði Gunnarsson listmálari er við komum við á Kjarvalsstöðum í gær. „Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum til þess að allir þess- ir nýju listfræðingar og gagn- rýnendur fái tækifæri til að sjá þróunina," sagði hann. „Ég er að biða eftir hæstvirtum dómurum, en þeir eru með svo stórar púðurbyssur og eru þess vegna lengi að hlaða." Veturliði hafði orð á þvi að hann hefði yndi af að mála báta, gamla og þreytta báta með mikla lifsreynslu að baki sem mætast svo í f jörunni eins og gamlir elskendur. „Síimir hafa spurt mig af hverju ég máli ekki skepnur eða fólk. Það er út af þvi að þegar ég fer út i náttúruna að mála, þá er fólk upptekið við að horfa á sjón- varp. Þetta er Hka ósköp einf alt með skepnurnar, i minni sveit i Súgandafirði voru-engin hross og við átiurn bara Vi belju á Veturliði Gunnarsson við eitt listaverka sinna á Kjarvalsstöðum þar sem hann heldur nú sýningu. DB-mynd Bjarnleifur móti öðrum." Hann sagðist sem betur fer ekki vera kominn með þá arki- tektakomplexa að nota reglu- striku, mislitt limband og rúll- ur við þessi svokölluðu lista- verk sin. „Það er harmleikur fyrir hrausta menn að leggja sig niður við slikt föndur, klippa þessi „tape" niður og lima þau upp á nýtt. Sýningin byrjaði á happa- tölu, þann 13. nóvember. Annars eru allar tölur mínar happatölur. Henni lýkur þann 23. nóv. kl. 10. Það er að segja ef ég verð þá ekki að f á táragas til þess að koma f ólki út." Við spurðum um verð. „Það er allt eftir samkomu- lagi. Guð skapaði ekki heiminn með það i huga hvað hlutir kostuðu." U.þ.b. 130 listaverk eru á sýningunni. Veturliði er búinn að selja 22, eitt verk Listasafni ríkisins. Sýningin er opin 4-10 og 2-10 á laugardögum og sunnudög- um. EVI „Hann Alfreð Wáshington Þórðarson frá Vestmannaeyjum, listamannsnafn hans er Alli Vosi, ætlar að spila ljúfa tóna við opn- unina hjá mér'," sagði Steingrim- ur Sigurðsson, sem opnar 30. málverkasýningu sina á fimmtu- dagskvöldið kl. 21.00. Hún verður i félagsheimili Ölfusinga I Hvera- gerði. Það var mikið að gera við að ramma inn myndirnar hans, þeg- ar við litum inn hjá honum, og voru myndir af öllum stærðum og gerðum. Steingrimur bauð í nefið og sagðist vera hættur allri reyk- tóbaksnotkun, enda væri nef- tóbak sitt af beztu tegund og ekki þyrfti nema nokkur korn af þvi til þess að verða sem nýr og betri maður. „Sumir halda að þetta sé hass," sagði hann og rak dósina upp að vitum okkar, „en hundur- inn minn er þegar búinn að kanna að svo. er ekki". Neftóbakslyktin leyndi sér heldur ekki. „Já, elskurnar minar. Þessar 55 myndir sem ég sýni núna eru all- ar málaðar frá því á páskum, en þá hélt ég sýningu i Eden. Nú bý ég i Hliðarhaga i Hveragerði, sem er gömul kaffistofa undir hamrin- um i Hveragerði. Þar er afskap- lega friðsælt. Það tók mig að vísu dálitinn tima að kornast i vinnu- form, en i seinni tið hef ég færzt I vinnuham og orðinn hamingju- samur. Ég læt mig haf a það að lif a á því að mála. Flýtur á meðan ekki sekkur. Nú er ég búinn að f á báða strákana mina til mín og' stelpan min kemur i vor." Sýningin verður opin daglega frá kl. 10 til 23.30. Henni lýkur á sunnudagskvöldið; „Klukkan 12 á miðnætti", sagði Steingrimur. .„Eg lýk öllum sýningum minum á miðnætti: „L'heure de crime" (stund glæpsins) eins og Frans- maðurinn segir." EVI, Suðurnesjabúar Opnum fatadeildina Á MORGUN Dömudeild Herradeild Táningadeild Barnadeild Einnig blóma- og GIFURLEGT URVAL AF OLLUM FATNAÐI &m>*mu VÍKURBÆR Tízkuhæðin-Keflavík 2042 og 2044

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.