Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976. MMBIAÐW frjálst, úháð dagblað Utgofandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfrettastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjamleifsson, Svoinn Þormóðsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerð: Hilmirhf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Nöturyrði um landbúnað Svo er nú komið, að jafnvel talsmenn landbúnaðarins treysta sér ekki til annars en að taka undir ýmislegt af þeirri gagnrýni, sem hin opinbera stefna í land- búnaði hefur sætt á síðustu tveim árum. Kemur þetta fram í tveimur skýrslum Rannsóknaráðs ríkisins, ann- arri um landbúnað almennt og hinni um sauð- fjárrækt sérstaklega. Höfundar þessara skýrsla eru að meirihluta til starfsmenn og stjórnarmenn Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda, þeirra stofnana, sem harðast hafa staðið gegn efa- semdum í garð landbúnaðar. Til viðbótar eru svo í hópnum fjórir verkfræðingar, flestir á sviði efnafræði, hvernig svo sem á því stendur. Enginn kunnur gagnrýnandi landbúnaðar er meðal höfundanna, né neinn hagfræðingur, viðskiptafræðingur né rekstrarfræðingur, sem ekki er tengdur stofnunum landbúnaðarins. Samt er ein af þremur leiðum, sem þeir telja koma til álita í frekari þróun landbúnaðar, einmitt sú leið, sem gagnrýnendur hafa bent á. Sú leið stefnir að nokkrum samdrætti í land- búnaði, svo að hann miðist eingöngu við innan- landsþarfir. Útflutningi á verðbættum af- urðum verði hætt, en innflutningi beitt til uppfyllingar innlendri framleiðslu. Jafnframt yrðu ábúendur óhentugra jarða styrktir til að hætta búskap. Athyglisverðust eru ummæli höfundanna um gjaldþrot núverandi stefnu í sauðfjárrækt. Þar eru m.a. ákaflega kaldranalegar máls- greinar, sem hljóða svo, með athugasemdum Dagblaðsins innan sviga: „Miðað við, að allir (athugið: allir) um- bótamöguleikar í sauðfjárrækt séu nýttir, er hugsanlegt (athugið: hugsanlegt) að lækka breytilegan markakostnað framleiðslunnar úr 197,20 kr /hg í 78,90 kr/hg (þeir ættu að prófa svona kostnaðarlækkun í Reykhólaverksmiðj- unni). Með heildarátaki, sem innifæli slíka lækkun markakostnaðar, svo og (sem sagt til viðbótar við kraftaverkið) 30% lækkun slátur- kostnaðar (aumingja kaupfélögin) og 30% hækkun markaðsverðs (segið Efnahagsbanda- laginu þetta) miðað við 1974 væri hugsanlegt (takið vel éftir: hugsanlegt) að flytja út dilka- kjöt á kostn'aðarverði (árangur kraftaverksins er sem sagt kpstnaðarverð). Þar með er Ijóst, að háðfuglar eru til víðar en á Dagblaðinu. Nöturlegri lýsing á íslenskri sauðf járrækt heýur enn ekki sézt á prenti. í skýrslunni 'segir einnig skýrum stöfum: „Framleiðni á Nýja-Sjálandi virðist mun hærri en hér, eins og ef til vill sést bezt á því, að framleiðslukostnaður nýsjálenzks bónda á 16,8 tonnum af kjöti og 6,6 tonnum af ull eftir 1650 kindur sýnist vera um það bil jafnhár og fram- leiðslukostnaður íslenzks bónda á 6,9 tonnum af kjöti og 0,62 tonnum af ull eftir 355 kindur.“ Fleiri dæmi úr skýrslunni sýna, að íslenzkur landbúnaöur er óralangt frá því að vera sam- képpnishæfur og að hann stuðlar með himin- háu verði sínu að mjög lélegri kaupgetu íslend- inga í samanburi við nágrannaþjóðirnar. Samt heldur ríkið áfram að hossa landbúnaði marg- falt umfram aðrar atvinnugreinar á íslandi, svo sem sést á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinn- ar. Hvemig munum við dæma Kissinger? Þegar allt kemur til alls verða menn sennilega sammála um að hinn langi ferill Henry Kissingers í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna hafi frekar stjórnazt af atburðum, sem hann hafði ekki getað séð fyrir heldur en hitt. Enda þótt hann hafi rætt um það að segja af sér einu sinni eða tvisvar í stjórnartíð Nixons og hafi látið í það skína, að hann myndi helzt ekki halda áfram, ef Ford forseti yrði endurkjörinn, myndi ánægja sú, sem hann hafði af starfi sínu og sú tilfinning hans, að hann væri ómiss- andi, áreiðanlega hafa orðið til þess, að hann héldi áfram. Sjálfur áleit hann, að hann væri einna mest skapandi og frumlegasti utanríkis- ráðherra sem Bandaríkjamenn hafa haft í langan tíma og sennilega er mikið til í því. Sagnfræðingar eiga þó örugglega eftir að rífast um hvað Kissinger hafi látið eftir sig liggja á því sviði og sjálfur á hann eftir að auka á það rifrildi með endurminningum sínum. Hann var heimsfrægur og þeirri frægð fylgdi bæði gott og illt, kímni, hugmyndaauðgi og snilld, en um leið hroki, lítill samningavilji og sífelldur ótti við gagnrýni. Sem fyrsti sagnfræðingurinn er valdist til starfans vildi Kissinger verða fyrstur til að gefa utanríkis- stefnu þjóðarinnar blæ hreyfan- leika og hlutleysis um leið og hann vildi fyrir alla muni bæta sam- búðina við Sovétríkin. En I dag halda menn því frekar fram, að hans verði fyrst og fremst minnzt, sem mikilhæfs sáttaaðila og fyrir endalaus úrræði í deilum annarra, en að hann hafi komið á nýrri al- heimsstefnu og reglu. Kissinger kom til Washington með þrjár grundvallarhugmyndir I fararnesti. Ein þeirra kemur fyrir I einni af nýrri ræðum hans, „stefna okkar er gífurlega umfangsmikil, en henni eru takmörk sett“. Hann vildi hreinsa utanríkisstefnu Banda- ríkjanna af einstrenginslegri óþolinmæði, tilfinningunni um að þeir væru fremstir í flokki hvar sem er. Þa var þaö trú hans og sannfæring, að áhrif Sovétríkjanna færu sífellt vaxandi. Væri þeim sífellt að vaxa fiskur um hrygg og um síðir myndu þau hnekkja einveldi Bandaríkjamanna, ekki aðeins í Evrópu og við Miðjarðar- haf, heldur einnig um heim allan. Afleiðing þessa væri sú, að finna yrði nýjar leiðir til þess að viðhald jafnvægi meðal vestrænna þjóða. Með þíðu-stefnu sinni (detante) reyndi Kissinger að fá Rússana til þess að setja sjálfum sér takmörk. Þeir myndu ekki hopa af sjálfs- dáðun og ekki væri hægt að neyða þá til þess með alls kyns aðgerðum, eins og John Foster Dulles gerði hér um árið. í stað þess vildi Kissinger trúa því, að Rússar hefðu áhuga á auknum viðskiptum við Bandaríkja- men-á sviði landbúnaðar og vísinda og vildi láta gera meira úr þætti Sovétríkjanna sem jafninga þeirra. Bandaríkjamenn ættu því að tengjast Sovétmönnum á ýmsan hátt og þá sérlega áhrifamikinn fyrir fjölmiðla (SALT-viðræðurnar, billjóndollara lánsamningar, hveitikaup, árlegir fundir). Þetta myndi ekki aðeins koma í veg fyrir mislukkuð sambönd milli þjóðanna áður fyrr, heldur koma á fót ákveðnu kerfi þess sem þjóðirnar gætu bæði talið sér til góðs og ills og því ennfremur komið í veg fyrir alls kyns skammvinn sambönd Sovét- manna við aðrar þjóðir og „ævintýramennsku". Fyrsti ávöxtur þessarar stefnu kom þegar í Vietnam stríðinu, er Kissinger tókst að fá Sovétmenn til þess að leyfa Bandaírkjamönnum að sleppa út úr þvi með tiltölulega virðulegum hætti með friðar- samningunum í París. En þíðan hafði auðvitað sínar aukaverkanir. Það varð til þess, að menn fóru að gera of mikið úr samkomulagi stór- veldanna tveggja og grunsemdir vöknuðu með þróunarþjóðum og í Vestur-Evrópu. Þjóðir Austur- Evrópu höfðu heldur slærnan bifur á stefnu þessari, samanber Sonnen- feld-samþykktina. Kissinger er stundum borið á brýn að hafa gert of mikið úr þíð- unni og því verið kennt um er á- rangur hennar var hægfara. Réttara væri að segja, að almenningur í Bandarikjunum, sem yfirleitt hefur tilbúna, en þó skiljanlega afstöðu til utanríkismála, hafi gert of mikíð úr henni. Þá er á það að líta, að ekki var við því að búast, að Sovétmenn, sem nú voru að komast inn í heims- myndina sem annað stórveldanna á öllum sviðum myndu hopa og eins var óraunverulegt að ætla að Banda- ríkjamenn myndu láta eitthvað af sínum áhrifum af hendi. Svo lengi sem Bandaríkin eru númer eitt og Sovétmenn eru mót- leikarar þeirra koma þeir fram sem þeir er ýta á, þeir sem gera kröfurnar. En samt, nú á tímum "þíðunnar, var tillögum þeirra og kröfum tekið með semingi fyrir utan það, sem áður er hefnt. Þíðu- stefnu Kissingers var gefið nafnið „einstefnuakstursgata". Og satt er það, sama hvaða kröfur Sovétmenn hafa gert á undanförnum árum, eina breytingin, sem orðið hefur í valdajafnvægi í heiminum er, að Kissinger hefur tekizt að halda Sovétmönnum nánast algjörlega fyrir utan átökin í Miðausturlönd- um. Asökumna um „tvöfeldni" tók hann alltaf sérlega nærri sér. Fyrir rúmu ári sagði hann nánum vini sínum, að „sá sem stöðvar Allende, reynir auðvitað að stöðva Brezhnev". Vandræði hans lágu fyrst og fremst i því, að vegna samskipta þjóðanna á milli gat hann ekki sagt bandarískum almenningi, að þíða væri aðeins dulbúin aðferð til þess að stöðva sókn Rússanna. Stjórnmálaskýrendur deila enn um hugsanleg áhrif Richard Nixons á Kissinger og öfugt. I stjórnartíð Gerald Fords var Kissinger, eins og Jimmy Carter sagði, „forseti utan- ríkismála". Stefnan í Vietnam og um það að taka höndum saman við valdaöfl í vestrænum heimi kom greinilega fram í langri grein eftir Nixon árið 1967. Ef innihald hennar er haft til hliðsjónar er ferð hans til Kína kaldhæðnisleg, en ekki órökrétt. Arangur hinnar nýju stefnu hefur enn ekki komið í Ijós og fram að því mun heimurinn fyrst og fremst muna Kissinger sem leikinn sáttaumleitara, sérstaklega í deilun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Enda þótt honum hafi ekki tekizt sérlega vel upp i S-Afríku, má segja, að honum hafi þó tekizt að vinna sér traust beggja aðila sem skapandi sáttaaðili. Þess háttar hans að fljúga á milli samningaaðila mun án efa verða minnzt sem sérstaks bragðs til þess að auka á það hald manna, að nauðsyn væri á samningum og það fljótt. Þ^u mistök hans sem mestar grunsemdir vekja eru þá á sviði stjórnsýslu og skriffinnsku, en tortryggni hans í garð samstarfs- manna sinna og sá háttur hans að skrifa aldrei hugmyndir sínar á blað til þess að koma í veg fyrir að upplýsingar bærust demókrötum í hendur ollu honum oft vandræðum. Þá má með sanni segja að samband hans við þingið hafi fyrst og fremst mótazt af sigrum hans, þar eð óraunverulegt er að ætla að demó- kratar myndu styðja við bakið á tillögum repúblikana um alla eilífð. Sæludagar Kissingers voru því á enda. Þó er talið, að í víðari merkingu hafi Kissinger fyrst og fremst ekki áttað sig á tímánum. Margir þeirra sem gagnrýnt hafa stefnu hans eru sammála honum um að SoYétríkin séu ört vaxandi aðili á sviði alþjóðamála, en segja að sem þróunarríki sem á við. næg innlend vandamál að stríða, sé það ekki á eins hraðri uppleið og Kissinger vill vera láta. Og á meðan segja þeir, að Bandaríkjamenn ættu að hætta að líta á öll vandamál sem upp koma sem vandamál Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.