Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 14
14 Sinfóniuhljómsveit íslonds Tónleikar í Háskólabiói fimmtudaginn 18. nóv. kl. 20.30. Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN Einleikari CRISTINA ORTIZ Efnisskró: Karl Ó. Runólfsson — Á krossgötum Schumann — Píanókonscrt í a-moll Nielsen—Sinfónia nr. 4 Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustíg og Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti. Sl\H>\ÍI HIIOMSNHI ÍSL.WDS KÍKISl I WRI’II) Húsnæði óskast í Ólafsvík Óska eftir að taka á leigu íbúð eða einbýlishús frá og með 1. des. Fyrirframgreiðsla ef óskað er, allt kemur til greina. Uppl. í síma 91-22948. Styrkveitingar til norrænna gestaleikja Af fé því, sem Ráðherranefnd Norðurlanda hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála er á árinu 1977 ráðgert að verja um 1.145.000 dönskum krónum tii gestasýninga á sviði leiklistar, óperu og danslistar. (Jmsóknir um styrki til slikra gestasýninga eru teknar til meðferðar þrisvar á ári og lýkur fyrsta umsóknarfresti vegna fjárveitingar 1977 hinn 1. desember nk. Skulu umsóknir sendar Norrænu menningarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskildum eyðublöðum, sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaróðuneytið, 12. nóvember 1976. Lausar stöður Lausar eru til umsóknar tvær stöður lækna við heilsu- gæslustöð á Sigiufirði. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 14. desember n.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 16. nóv. 1976. Lausar stöður Lausari eru til umsóknar tvær stöður lækna og ein staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina i Arbæ, Reykjavík. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 20. desember nk. Stöðurnar veitast frá 1. janúar 1977. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. nóv. 1976. Starfskraftur óskast til almennra verkamannastarfa strax. Uppl. að Þverholti 2. (ekki í síma) Dagblaðið ’—VESTMANNAEYJAR- \ Símanúmer umboðsins i Vestmannaeyjum er 98-1343 > ■■■—— Dagblaðið"— r DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976. -------------------------------- Varíð ykkur á hvað þið borðið — allt getur verið stórhættulegt Það er ósköp auðvelt, ef sá gállinn er á manni, að verða yfirkominn af þunglyndi yfir því hversu hættulegt það er að vera til. Að maður skuli lifa af einn einasta dag er í sjálfu sér algjört undur. Það er nefnilega stórhættulegt að borða og stór- hættulegt að svelta. Það er stór- hættulegt að drekka og fólk deyr úr þorsta. Það er mjög varasamt að borða sykur og salt getur verið afar hættulegt. Allan sólarhringinn verður maður að vera á varðbergi gegn því að of margar hitaeiningar, kólesteról (of mikið af því efni í blóði flýtir fyrir æðakölkun) og önnur ósýnileg efni káli manni hreint og beint. Nútíma heilbrigðispostular eru miklu fleiri en kollegar þeirra í trúnni voru í gamla daga og þeir hafa svo. sannar- lega lærisveina. Nokkrir þeirra flakka á milli heilbrigðispostul- anna í óvissu um hverjum þeir eiga að fylgja. Hvað ætlar þú að borða í kvöld? „Roast beef“? Nauta- kjöt er banvænt. Eggjaköku? Egg eru stórhættuleg. Svína- kótelettur? Kolvetni og kólesteról. Við verðum að horfast í augu við það að matur er ákaflega hættulegur í það heila tekið fyrir mannskepnuna. Ef ekki er hugsað um hættuna á skjót- um dauðdaga verður að minnsta kosti að hugsa um lín- urnar, tennurnar, hjartað — og ekki má gleyma lifrinni og nýr- unum. Þó er það hjartans sann- færing margra að ánægjan af því að borða góðan mat sé ein af lystisemdum lífsins og sé þess vegna þess virði að taka á sig áhættuna. Enn hefur enginn getað rökstutt að það sé meira virði að lifa lengur í meinlæti — en kannski styttra lífi með hníf, skeið, gaffal og glas í hendi. Beikon, — því œtti að fylgja aðvörun líkt og á vindlingapakka Nokkrir mathákar komu saman og ætluðu að gæða sér á beikoni með fleiru góðgæti. Skyldi nú annars vera óhætt að bragða á þessu? En — það er þó staðreynd að kynslóðir Eng- lendinga hafa lifað það af að borða beikon. „Alveg óskiljan- leg tilfelli," segir goðsögnin. Sértu kominn yfir fertugt er það algjört kraftaverk. I beik- oni eru nefnilea ekki aðeins kynstrin öll af kólesteróli heldur einnig nokkuð sem er afskaplega hættulegt og nefnist nítrósaminer. Það getur orsak- að æxli hjá skepnum. Til þess að allir geri sér grein fyrir hversu alvarlegt þetta er skal það tekið hér fram að „The United States Centre for Science in the Public Interest (vísindastofnun í Bandaríkjun- um í þágu almennings) hefur mælt með því að á pakkningum á beikoni fylgi aðvörun vegna hættu á heilsufarslegu tjóni sem það veldur. Yrði þetta í líkingu við það sem lögboðið er að hafa á vindlingapökkum. Við getum líka bent á að einn af „yfirstærðinni" fékk að vita það hjá lækni sínum að þessi 5 kg yfirvigt, sem hann burðaðist með, væri jafnhættuleg heil- brigði hans og ef hann reykti 25 sígarettur á dag. Þessi feiti vinur okkar telur — og hann hefur áreiðanlega rétt fyrir sér — að það ætti að setja að- vörunarmiða án undantekn- ingar á alla hluti frá karmell- um, fíkjum, fiski, rjúpum og fröskalærum upp i svínaflesk. t Bandaríkjunum var nýlega varað við vissum tegundum af kornflögum sem börn, ungling- ar og jafnvel fullorðnir hökk- uðu í sig við morgunverðar- borðið. Læknar töldu að stór- hættuleg efni væru í þeim sem orsökuðu sjúkdóma í kviðarholi og leiddu jafnvel til geðklofa. Brauð og smjör Nú, og brauðið þá. Fyrst verðum við að slást um hvað er óhollast. Rúgbrauð, heilhveiti- brauð, normalbrauð eða hveitibrauð þegar slagsmálin eru afstaðin getum við farið að hugsa um álegg. Smjör og venjulegt smjörlíki er auðvitað á bannlista. Við verðum að fá okkur eitthvað annað sem inni- heldur ekki kólesteról'. Æ, það er annars bezt að sleppa öllu frekara áleggi. Sögðuð þið sykur? Notið aldrei venjulegan sykur. Notið gervisykur en athugið fyrst að hann innihaldi ekki cyklamat. Það efni veldur krabbameini í rottum og drepur þær, auðvitað með því að þær neyti þess í óhófi. Kartöflur eru þó hollar? En kartöflur, þær eru þó hollar? Þvílík vitleysa, í þeim er stórhættulegt efni, hreint eitur. Að vísu er afar lítið af því en það er hægt að auka það með því að láta sól skína á kartöfl- urnar þangað til þær verða grænar. Nei annars, við hér sunnanlands þurfum ekkert að óttast í þessum efnum. Það eru bara Norðlendingar. Spínat og rabarbari er mjög slæmt. Það drepur á auga- bragði, ef einhverjum fávita skyldidetta í hug að háma hvort tveggja í sig í einu í stórum stíl. Á hverjum rabarbaralegg og hverju spínatblaðið ætti að vera mynd af hauskúpu. Við vonum að þið hafið ekki misst matarlystina — heldur ekki lífslöngunina — því enn fleira ber að varast. Avocado- peran. Peran sú er sem betur fer litt þekkt á fslandi en í henni finnst hreint út sagt eiturefni sem kálað hefur hjörðum af hestum, geitum, kanínum og kanarífuglum og færi sjálfsagt létt með að kála fullorðnum manni æti hann nógu margar perur. En hinn ómissandi laukur? Nei, nú skulió þið fara að hugsa ykkur vel um. Það eru nefni- lega dæmi til um að laukát í stórum stíl valdi blóðleysi hjá hestum og hundum. Ef svo' mannskepnunni dytti í hug að háma í sig svo sem 400 g á dag væri betra að fara að vara sig. Já, við vorum ekki búin að ræða neitt um kaffi eða te. Þið verðið að muna að hvort tveggja inniheldur koffein (meðal annars) og það er örvandi og mjög hættulegt. Auðvitað verður að drekka 100- 200 bolla yfir daginn til þess að verða verulega meint af, en varið ykkur samt sem áður, svo sem 10% af því magni gæti skaðað hjartað. Sem lokaorð: Hvað ætlið þið eiginlega að borða í dag? Þið ráðið því sjálfsagt sjálf hvenær „hin síðasta máltíð" verður snædd. Þýtt og endursagt úr grein sem byggir á upplýsingum frá læknum og visindastofnunum. EVI Si ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.