Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 ALDREIGLÆTA HJA ENGLANDI í RÓM! — Italía sigraði England 2-0 í Rómaborg „Tap hér í Róm eru mér mikil vonbrigði. Við komum hingað í von um jafntefli, jafnvel sigur,“ sagði Don Revie framkvæmda- stjóri Englands eftir ósigur Eng- lendinga í Róm 0-2. ítalir höfðu töglin og hagldirnar í leiknum og áttu Englendingar sér aldrei við- reisnar von eftir að Italir höfðu náð forustu með marki Antognioni. .Jín þrátt fyrir tap,“ hélt Revie áfram, „er ég ánægður með frammistöðu ensku landsliðs- mannanna. Þeir börðust allan tímann mjög vel og við vorum óheppnir að fá á okkur fyrra markið. Knötturinn fór af fæti Keegan og breytti stefnu þannig að Clemence réð ekki við skotið. En þrátt fyrir tap munum við ekki gefast upp heldur halda bar- áttunni áfram." Já, ítalir léku sannarlega vel og langtímum saman komu Englend- ingar ekki við knöttinn. En vörn Englands var þétt — fram að fyrra markinu. Roy McFarland braut á Franco Causio og aúka- spyrna var dæmd. Hann tók spyrnuna sjálfur, sendi á Antognini sem skaut föstu skoti að marki Englands. Knötturinn kom við Kevin Keegan, breytti stefnu og í netmöskvunum hafnaði hann við óstjórnleg fagn- aðarlæti áhorfenda. Hinir 85 þús- und áhorfendur stóðu sannarlega að baki sínum mönnum. Italir bættu síðan við öðru marki í síðari hálfleik, á 78. mín- útu og var sérlega fallega unnið að markinu. Roberto Bettega, einn skæðasti sóknarmaður Evrópu, skallaði glæsilega í netið eftir sendingu fyrir markið. Englendingar voru sigraðir af sér mun betra liðið. Ahnars var leikurinn alls ekki vel leikinn. Mikið bar á taugaóstyrk, sérstak- lega af hálfu Englendinga og á köflum var vart heil brú í leik þeúra. Með þessum sigri sínum hafa möguleikar Itala aukizt mjög — en erfiðir leikir I Finnlandi eftir. Það ætti ekki að verða hinum léttleikandi ofraun að sigra í Finnlandi ef dæma má eftir leik þeirra í gærkvöld. Staðan i riðlinum er nú: Ítalía 2 2 0 0 6-1 4 England 3 2 0 1 6-4 4 Finnland 3 1 0 2 9-7 2 Luxemburg 2 0 0 2 2-11 0 Jafntefli í Dresden — A-Þýzkaland náði aðeins jafntefli gegn Tyrkjum 1-1 A-Þjóðverjar urðu fyrir miklu áfalli í undankeppni HM í gær- kvöld er Olympíumeistararnir náðu aðeins jafntefli gegn Tyrkjum og það á heimavelli — í Dresden. Þrátt fyrir að Þjóðverj- ar hafi átt allan leikinn þá gekk þeim illa að ráða við Tyrkina, sem léku mjög sterkan varnarleik. Þrátt fyrir aðeins jafntefli þá fengu Þjóðverjar sannkallaða óskabyrjun. Þegar á 3. mínutu lá knötturinn í neti Tyrkjanna. Kotte komst í sendingu ætlaða markverði Tyrkjanna, Senol. Senol brá Kotte ög honum urðu ekki á nein mistök í vítaspyrn- unni. En Tyrkir gáfust ekki upp — á 31. mínútu skoraði Cemii leik- maður Trabzonspor. Þeir sem sáu Cemil leika hér á Laugardalsvell- inum hrifust af hraða hans og leikni. Tyrkir fengu dæmda víta- Sigur Skota á Hampden — Skotar sigruðu Wales 1-0 á Hampden Park í Glasgow Skotland sigraði Wales 1-0 á Hampden Park í Glasgow í gær- kvöld. Yfirburðir Skotlands voru miklir en illa gekk að brjóta niður sterka vörn Wales — og raunar var eina mark leiksins sjálfsmark Ian Evans á 15. mínútu fyrir hálfleiks. Sigur Skota var sanngjarn en þó kom berlega í ljós að liðið á við erfiðleika að stríða — að skora mörk. Hvað eftir annað komust leíkmenn Skotlands í góð mark- tækifæri en brást bogalistin. Ein mark leiksins kom á 15. mínútu fyrir hálfleiks. Kenny Dalglish hjá Celtic skaut föstu skoti að marki Wales. Knötturinn fór í Ian Evans hjá Crystal Palace og framhjá Dai Davies í marki Skota. Wales lék illa í fyrri hálf- leik og þrívegis heimtuðu áhorf- endur vítaspyrnu, en ágætur dómari leiksins veifaði í _ hvert sinn áfram. Wales lék mun betur í síðari hálfleik en þrátt fyrir það höfðu Skotar ávallt undirtökin og tví- vegis small knötturinn i stöngum Wales. Asa Hartford hjá Man- chester City átti gott skot en rétt framhjá. Dalglish komst í mjög gott færi en brást illa, skaut yfir. Allt kom fyrir ekki og litlu munaði. að John Toshak skoraði fyrir Wales en Ross í marki Skota varði vel. " Löndin eru með Tékkum í riðli, en þeir eru sigurstranglegasta liðið í riðlinum. Staðan I 7. riðli er nú: Tékkóslóvakía 2 1 0 0 2-0 2 Skotland 2 10 11-22 Wales 10 0 10-10 spyrnu á 31. mínútu — Cemil framkvæmdi sp.vrnuna. Jurgen Croy, sem lék sinn 75. landsleik, varði en knötturinn féll fyri fætur Cemils og honum urðu ekki á nein mistök, 1-1. Það sem eftir var leiksins var látlaus sókn að marki Tyrkja en þeir vörðust vel — leiknir leik- menn sem oft hrifu áhorfendur. Með jafnteflinu i Dresden hafa Tyrkir tekið forustu í riðlinum, en þeir höfðu áður sigrað Möjtu 4-0. Þetta var fyrsti leikur A- Þjóðverja í riðlinum en að auki eru Austurríkismenn í sama riðli. 25. Evrópu- leikur FH - FH leikur í kvöld við Slask Wroclaw íslandsmeistarar FH leika i kvöld fyrri leik sinn gegn pðlsku meisturunum Slask Wroslow í Geir Hallsteinsson — hann verður Pólverjunumerfiðuref að líkum lætur. kvöld. Enginn efar að íslands- meistaranna bíður erfið raun, Pólverjar hafa á að skipa frábærum handknattleiksliðum og Slask hefur verið sterkasta lið Póllands undanfarin ár. En hitt er jafnljóst að FH á að geta sigrað pólsku meístarana. FH hefur á aö skipa leikreyndu liði, leikmönnum sem leikið hafa fjölda Evrópuleikja. Með þá Geir Hallsteinsson og Viðar Símonar- :son í fararbroddi eiga FH-ingar að geta náð sigri. Auðunn Óskars- son mun leika sinn fyrsta leik í rúmlega tvö ár í kvöld en þessi sterki varnarmaður mciddist í HM í Frakklandi og hefur ekki leikið síðan með liði sínu. Ekki er að efa að Auðunn verður FH styrkur og vel hvattir af áhorfendum eiga FH-ingar góða möguleika. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00 í Laugardalshöllini j. RITSTJÖRN: HALLUR SiMONARSON V-Þjóðverjar sigruðu Tékka Heimsmeistarar V-Þýzkalands sigruðu Evrópumeistara Tékka í Hahnover 2-0 í gærkvöld. Þar með hefndu Þjóðverjar tapsins í Belgrad — þegar Tékkar sigruðu þá á vitaspyrnukeppni og tóku Evrópumeistaratitilinn. Tékkar sem ekki, höfðu tapað landsleik í 2 ár ' áttu aldrei möguleika gegn frábærum V- Þjóðverjum, sem léku sannarlega eins og heimsmeisturum sæmir. Heins Flohe skoraði stórglæsilegt mark á 17. minútu í fyrri hálfleik — 1000. mark V-Þýzkalands. Eric Beer bætti síðan við öðru marki Þjóðverja með góðu skoti frá vítateig. Fleiri urðu mörkin ekki — en aldrei fór á milli mála hvort liðið var sterkara, hcimsmeistararnir höfðu ávallt undirtökin þrátt fyrir að Tékkar sæktu nokkuð í síðari hálfleik. WBA kaupir Cross Johnny Giles hefur fest kaup á David Cross frá Coventry fyrir 140 þúsund pund. Cross er dýrasti leikmaður sem Giles hefur keypt fyrir félag sitt — WBA — frá því hann tók við framkvæmdastjórn en hann hefur ver-ið á höttunum eftir sóknarleikmanni. Giles mis- tókst að kaupa Paul Marines frá Plymouth — sem kaus Ipswich frekar. David Cross neitaði að fara til West Ham sem vildi kaupa hann. Honum leizt ekki á stórborgina Lundúnir — kaus heldur að vera áfram í Miðlöndunum. Sigur Frakka í París Frakkar sigruðu íra 2-0 í París í 5. riðli HM í gærkvöld. Leikur- inn þótti ekki vel leikinn og raunar gerðu írar sig seka um slæm mistök sem kostuðu þá tvö mörk — og sigur Frakka var í höfn. Fyrri hálfleikur var ákaflega slakur, heimamenn náðu sér aldrei á strik og fór það í skap leikmanna. Frakkar tóku sig saman í leikhléi og í síðari hálf- leik virtist sem allt annað lið væri inni á vellinum. Þegar á 3. mínútu skoruðu Frakkar — sending var ætluð Arsenal leikmanninum O’Leary inn í hans eigin vítateig. O’Leary náði ekki knettinum og Michel Platini þurfti aðeins að ýta honum yfir marklínuna. Síðara markið kom aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok — þá var Bathenay að verki með góðuskoti. Staðan í riðlinum er nú: Frakkland 2 110 4-23 Búlgaría 10 112-22, írland 10 0 1 0-2 0 Torino sektað ítalska liðið Torino hefur nu fengið að gjalda hinnar slæinu hegðunar leikmanna liðsins í Evrópuleik við v-þýzka iiðið Borussia Mönchengladbach. - Þá voru þrír leikmenn ítalska liðsins reknir af leikvelli — þeir Luciano Castátelli, en hann var settur í fjögurra leikja bann, Renato Zaccarelli, fékk 3 leikja bann og Vittorio Caporale fékk tveggja leikja bann. Torino var auk þess sektað um 7.5 milljópir króua. Borussia Möni’heöfládbach sigraði Torino samanlágt 2-1,, á Italiu 2-1 og ger^i ya^íitiflLhéima 0-0. Þessi ' ■selít er hirj,1i»éta siðan 1974 er •Attetlco.Madrid fékk sömu sekt. ” *r-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.