Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976. 11 Afhverju þetta pukurmeð sjálfsagðar uppiýsingar? I frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1977 er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður af Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins verði 7 milljarðar 230 milljónir króna. Ekkert ríkisfyrirtæki aflar jafnmikilla tekna í ríkis- sjóð og ÁTVR. Það er til dæmis sláandi að hagnaður ÁTVR slagar hátt upp í þann tekjuskatt sem áætlað er að allir skattskyldir þegnar þjóðfélagsins greiði á næsta ári. Af þessum sökum og ýmsum öðrum ákvað ég að afla mér upplýsinga um þetta merka fyrirtæki. Ég ætlaði að fara mér hægt og reyna að fá sem gleggstar upplýsingar um ÁTVR og reiddi mig að sjálf- sögðu á gott samstarf og sam- skipti við forráðamenn fyrir- tækisins. Ekki varð hjá því komizt að spyrja óþægilegra spurninga. Alls kyns óstaðfestar sögusagnir hafa gengið um fyrirtækið í fjölda ára. Ýmsar þessara sagna lang- aði mig til að bera undir for- stjórann, Jón Kjartansson, og heyra skýringar og svör hans. Þetta þóttu mér sjálfsögð og heiðarleg vinnubrögð. En ýmislegt fer öðruvísi en ætlað er og hafði mér ekki veitzt tækifæri til að bera fram nema nokkrar spurningar, tiltölulega almenns eðlis, fáar óþægilegar, þegar forstjórinn grípur til þess ráðs að boða blaðamannafund. Honum var fullvel kunnugt um að ég var með i undirbúningi greinar sem ég ætlaði að birta hér I Dagblaðinu. Sennilega hefur hann óttazt að greinar mínar yrðu ekki samdar eftir pöntun og því haldið klókt af sinni hálfu að gera það sem enginn getur gert, að draga annars fisk úr sjó, eins og segir í máltækinu. Fyrirmœli ráðuneytisstjórans Það er ekki venja að frétta- menn skýri frá því hvernig þeir gangi til verks eða skýri í smáatriðum frá samskiptum sfnum við viðmælendur sína. En í þessu tilviki sé ég mig tilneyddan að greina frá. Kjarni málsins er sá að í fyrstu er mér neitað algjörlega um tilteknar upplýsingar en vegna tilmæla Jóns Sigurðssonar ráðuneytisstjóra I fjármálaráðuneytinu sam- þykkir forstjórinn að veita mér umbeðnar upplýsingar. Eg var hins vegar dreginn á þeim dag eftir dag. Á fundi sem ég átti með forstjóranum slðdegis á fimmtudegi biður hann mig um að hringja daginn eftir. Það gerði ég en þá er ég beðinn um að hringja á mánudag. Það geri ég, og þá tilkynnir forstjór- inn mér að hann ætli að halda blaðamannafund. Þar geti ég fengið upplýsingarnar og hann spyr fyrir hvaða dagblað ég muni koma. Ég verð að sjálf- sögðu furðu lostinn því for- stjórinn hafði aldrei sagt mér frá þvi að hann væri með blaða- mannafund í undirbúningi. Enda var enginn slíkur fundur í undirbúningi. Hugmyndin að honum hefur fæðzt yfir helgina. Þetta var skyndi- ákvörðun. Ég bcnti for- stjóranum vinsamlegast á að ég ynni ekki við dagoiau cms og honum var raunar kunnugt um, heldur ynni ég að þessu í frí- stundum mínum. En ákvörðun Jóns Kjartans- sonar merkir með öðrum orðum, að forstjórinn ,rbísar“ spurningum mínum, útbýr svör við þeim og boðar þvínæst blaðamannafund. Þannig virð- ist hann ætla að pygjast hafa átt frumkvæði að þvl að al- menningi væru birtar þessai upplýsingar. Þessi vinnubrögð verða varla talin Jóni Kjartans- syni til sóma. Mér hefur reynzt það erfitt verk að fá nákvæmar upplýsingar og skýlaus svör hjá æðstu embættismönnum ÁTVR. Dagana 10., 11., 12. og 15. nóvember, þ.e. á mánudag, hef ég bæði átt símtöl við skrif- stofustjóra fyrirtækisins og for- stjórann, auk eins fundar með þelm síðarnefnda. Verða nú þessi viðskipti mín rakin: Miðvikudagui 10. nóvembei Ég hringi í ÁTVR og bið un forstjórann. Hann er á fundi og þess vegna bað ég um samband við skrifstofustjór- ann, Ragnar Jónsson. Eg bað hann um upplýsingar um kostnaðarverð áfengis, útsöluverð og álagningu. Skrifstofustjórinn: „Við höfum aldrei gefið þetta upp.“ —„Okkur finnst það ástæðulaust að gefa þessar upp- lýsingar." — „Það vita allir að þetta er skattheimta." — „Al- menningur veit þetta.“ — Spurning: „Af hverju er þessum upplýsingum haldið leyndum fyrir almenningi? Á fólk ekki rétt á að vita hvað það greiðir í skatt?“ Skrifstofustjórinn: „Ég gef þetta ekki upp.“ — „Það verður þá að eiga við fjármálaráðu- neytið um þetta. Ef þeir vilja birta þetta þá á það að vera I lagi.“ — „En ég sé ekki hverju fólk er nær.“ — „Annars hringdi eitthvað blað hérna um daginn og við gáfum þeim þetta ekki upp.“ — „Ef einhver á að gefa þetta upp, þá eru það inn- flutningsfyrirtækin." — Skömmu áður hafði skrifstofustjórinn sagt að „þeir“ hefðu ýmiss konar upp- lýsingar „hérna" en það væri mikil vinna að fara I gegnunr þær. „Ég veit eiginlega ekki hvernig maður ætti að fara að þessu,“ sagði hann. Eg benti honum á, að sennilega væri sú leið, sem hann benti mér á að fara, að leita til fyrirtækjanna, margfait seinlegri en sú að fletta þessu upp I bókum ÁTVR. Sama dag, nokkrum mínútum síðar Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins: „Þetta er náttúrlega ekkert leyndarmál. Eg sé ekkert því til fyrirstöðu að gefa þessar upp- lýsingar." Ráðuneytisstjórinn sýndi málaleitan minni skiln- ing og röbbuðum við stutta stund um verðlagningarreglur ÁTVR og fleira því skylt. Siðan kvaðst hann ætla að hringja strax fyrir mig I skrifstofustjór- ann og biðja hann um að gefa mér þessar upplýsingar um verðlagninguna. Sama dag, 15 mmútum síðar Skrifstofustjórinn: „Jú, Jón Sigurðsson hringdi, en þú verður að tala við forstjórann." Spurning: „Er hann við?“ Skrifst.stj.: „Nei, hann var að fara út.“ Nokkrum mfnútum áður hafði forstjórinn verið á fundi og raunar rætt beiðni mína við ráðuneytisstjórann 1 símann. Og enn var skrifstofustjórinn við sama heygarðshornið og sagði: „Eg held að almenningur græði mjög lítið á þessu." Fimmtudagur 11. nóvember Um morguninn hringdi ég og fæ samband við forstjórann og við ákveðum að hittast kl. 16 síðdegis. Þegar við höfum heils- azt var það fyrsta sem hann sagði að upplýsingar um verðlagningu ÁTVR hefðu aldrei verið gefnar eins ítarlegar og ég óskaði eftir. Slðan læddist forsíiórinn eins og lús með saumi meðtram spurningum mínum. Hann hef- ur sennilega haldið, að ég væri I leit að hneyksli, og kannski ekki litizt á blikuna. Hann vildi hins vegar ólmur láta mig fá upplýsingar, sem ég var alls ekki að sælast eftir. Hann hrósaði góðum rekstri fyrirtækisins og talaði yfirleitt um allt annað en það sem ég spurði um. Þegar ég hafði spurt sömu spurningarinnar fjórum sinnum var ég orðinn þreyttur og dró upp blað með nákvæmlega sams konar upplýsingum og ég var að biðja hann um, nema að mínar upplýsingar voru frá desember í fyrra, þ.e. fyrir siðustu áfengishækkun. Þá var eins og forstjórinn tæki við sér. „Hvao er þetta? Má ég líta á þetta? Hvar fékkstu þetta?“ Það var engu líkara en ég hefði komizt yfir hernaðar- leyndarmál. Ég gat huggað hann með þvi að þessum upplýsingum hefði ekki lekið úr hans stofnun. Hann sagði reyndar að svona samantekinn listi hefði aldrei verið unninn hjá ÁTVR, en hann staðfesti að hann væri réttur. For- stjóranum lék mikil forvitni á að vita hvar ég hefði fengið listann en sagði svo: „Mér finnst að það hefði verið heiðarlegra hjá þér að koma bejnt til okkar." í þessu kom einkaritari forstjórans inn og rétti hann henni listann og bað hana að taka ljósrit af honum, sem hún og gerði. Forstjóran- um láðist að biðja mig um leyfi. Nú fór að ganga betur. Það var eins og „leyndarmálið" með kostnaóarveroir.u ogálagningar- prósentunni heíói haft góð Kjallarinn Halldór Halldórsson Vegna yfirlýsingar Jóns Kjartanssonar forstjóra ÁTVR I Dagblaðinu 1 gær vil ég segja þetta: í frétt Dagblaðsins þriðjudaginn, 16. nóvember segir hvergi að forstjórinn hafi neitað mér um upplýsingar. Það gerði skrifstofustjórinn. Forstjórinn kveðst hafa lofað mér svörum á mánu- dag. Það er rétt en hann var áður búinn að lofa mér svörum á föstudegi. Um það að ég hafi fengið um- beðin svör á mánudegi er rétt að taka þetta fram: Ég fékk upplýsingar um kostnaðarverð og álagn- ingu nokkurra tegunda, sem ég hafði tilgreint, en varðandi önnur atriði sagði forstjórinn: „Þú getur reynt að hringja á morgun." Ég hringdi en þá var forstjórinn á fundi. Hvort ég hef orðið þess valdandi að boðað var til fréttamannafundar er erf- itt að fullyrða um. Hins vegar leyfi ég mér að stór- efa að „þessi fundur (hafi verið) búinn að vera 1 und- irbúningi i alllangan tima.“ Þær upplýsingar, sem ég bað um, eru margar hverjar þær sömu og komu fram á fundinum. Skrif- stofustjórinn sá I fyrsta samtali okkar, 10. nóvem- ber, öll tormerki á að hægt yrði að leysa úr spurning- um mínum með svo litlum fyrirvara, eins og raunar forstjórinn tekur undir I yfirlýsingunni. Var undir- búningnum kannski í ein- hverju áfátt? áhrif. Nú átti að athuga málið og ég að hringja daginn eftir. A fundi okkar var komið viða við. Það verður ekki rakið hér. Hins vegar þykir mér rétt að láta koma fram skýringar Jóns Kjartanssonar á þvf hvers vegna upplýsingum um áfengis- skattlagningu væri haldið frá almenningi. „Þetta er ekki gert á öðrum Norðurlöndum," sagði hann. „Þettaer viðskiptaeðlis." Spurning: „Attu við að þetta sé viðskiptaleyndarmál?“ Svar: „Já.“ Föstudagur 12. nóvember Ég hringi í Jón og fæ þá skýringar á undarlegu verði á tveimur vfntegundum. Og enn var slegið á frest að gefa mér umbeðnar upplýsingar, enda lá mér í sjálfu sér ekkert á þá. Hugmyndin að blaðamanna- fundinum hefur sennilega ekki verið fædd ennþá. Mónudagur 15. nóvember, kl. 16.30 Ég fæ strax samband við for- stjórann, eins og starfsfólkið kallar Jón. Forstjórinn: „Já, varðandi allar þessar upplýsingar, sem þú baðst um, Halldór, þá koma þær allar fram á blaðamanna- fundi sem ég ætla að halda á morgun eða fimmtudag..." Þarna var þá svarið komið. „Það er bezt að við höfum frumkvæði að blaðamanna- fundi, þannig lftur þetta allt betur út,“ hefur Jón sennilega hugsað. Þegar ég lýsti yfir undrun minni á þessum skyndilega og óvænta blaðamannafundi sagði forstjórinn: „Við getum nú ekki verið að ' bfða með blaðamannafund til þess að þú getur selt einhverja blaðagrein." Þessum augum lftur Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, sjálfstæða ’blaðamennsku. Þetta er hræsni. Með herkjum tókst mér að hamra út úr forstjóranum núgildandi „álagningalista". Þvf næst bað ég hann um aðrar upplýsingar, sem ég hafði beðið um, en hann sagði að ég gæti reynt á morgun, þ.e. þriðjudag. Þriðjudagur 16. nóvember Talað var um ao ég hringdi milli kl. 11 og 12. Þetta gerði ég og símastúlkan svarar: „Hann ér á fundi.“ Nokkrum klukku- stundum siðar hélt svo Jón •Kjartansson forstjóri blaða- mannafund. Þar með var öll fyrirhöfn mín orðin að litlu eða engu. Og þó. Eg held að honum verði varla kápan úr því klæðinu. En hvaða lærdúmur verður af þessu dreginn? Að minnsta kosti sá, að vilji fréttamaður afla sér upplýsinga um Afengis- og tóbaksverzlun rfkisins þá á hann alls ekki að snúa sér beint til forstjóra þess fyrirtækis. Og við skulum vona að ÁTVR og Jón Kjartansson séu einsdæmi. Af þessum samskiptum mfnum við ATVR verður mér ffka enn Ijósari en fyrr nauðsyn þess að fastar reglur verið sett- ar um upplýsingaskyldu opin- berra embættismanna. Ilalldór Halldórsson. í ELTINGflLElK VIÐ UPPLYSINGAR - í ELTINGALEIKVIÐ UPPLÝSINGAR — í ELTINGALEIK VID UPPLÝSINGAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.