Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 23
Sír Presturinn vill láta bóndann framselja dótturina Náttúruhamförum og hörmungum fólksins á jarðeldasvæðum lýst í leikriti kvöldsins Efni leikntsins sem við heyr- um kl. 20.00 í útvarpinu í kvöld er sótt í móðuharðindin 1783. Séra Jón heimsækir Arnór bónda sem býr í kotbæ á jarð- eldasvæðinu með Geirlaugu dóttur sinni en kona hans er látin. Geirlaug hefur eignazt barn með hollenzkum duggara. Erindi prestsins er m.a. að fá bónda til þess að framselja dóttur sína til þess að hún fái réttláta refsíngu. Einnig býðst prestur til þess að flytja bóndann af hættu- svæðinu, ef hann geri að vilja prests og framselji Geirlaugu dóttur sína. í leikritinu er náttúruham- förunum og hörmungum þeirra vel lýst og einnig kjörum fólksins. Leikritið er skrifað &. mjög kjarnyrtu máli. Þetta er leikritið Brunnir kolskógar eftir Einar Pálsson. Leikstjóri er Helgi Skúlason en með hlutverkin fara Rúrík Haraldsson, Gfsli Halldórsson, Kristfn Anna Þórarinsdóttir og Helga Bachmann. Leikstjórinn flytur inngangsorð höfundar að leikritinu. Leikritið var sýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur árið 1964 í tilefni af listahátið sem Banda- lag ísl. listamanna efndi til. Þetta er jafnframt fyrsta leikrit Einars Pálssonar sem flutt er á öldum ljósvakans. Flutningstími verksins er ein klukkustund og fimmtán mínútur. -A.Bj. Höfundur leikritsins var kunnur leikari og leikstjóri áður fyrr en rekur nú málaskóla... nám við Royal Academy of Dramatic Arts í London og hann tók BA-próf frá Háskóla íslands 1956. Einar var formaður Leik- félags Reykjavíkur og var um margra ára skeið leikari og leik- stjóri bæði hjá leikhúsunum og i útvarpi. Hann hefur einnig unnið fyrir leikfélögin úti á landi og leiðbeint áhugaleik- félögum. Einar hefur skrifað nokkur leikrit og fékk viðurkenningu fyrir einþáttunginn Trilluna í leikritasamkeppni Menningar- sjóðs árið 1961. Einar Pálsson stofnaði Mála- skólann Mími árið 1953 og hefur rekið hann síðan. -A.Bj. Leikritið Anna Pétursdóttir eftir norska rithöfundinn Hans Wiers-Jensen var frumsýnt hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó 15. marz 1950. Einar Pálsson lék einn af prestunum í því leikriti og er hann lengst til hægri á myndinni. Aðrir eru talið frá vinsri: Katrín Thors, Emelía Borg, Edda Kvaran og Margrét Magnúsdóttir. Sitjandi við borðið eru f.v. Þorsteinn ö. Stephensen, Gísli Halldórsson, Gunnar Bjarnason og Brynjólfur Jóhannesson. Höfundur leikritsins sem flutt verður í kvöld er Einar Pálsson. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1925 og er sonur Páls ísólfssonar tónskálds og organista. Einar lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1945. Hann stundaði „Alvarlegir” píanósnillingar geta líka leikið léttar og skemmtilegar útsetningar Sl. mánudagskvöld lék David Ashkenazy undir söng hjá Kristni Hallssyni í sjónvarpssal og einnig einleik á píanó. Ashkenazy er þekktur píanóleikari í heimalandi sínu og var unun að hlusta á hann leika bæði rússnesk og íslenzk lög í léttri útsetningu. Islenzkir píanóleikarar af alvariegri skólanum mega gjarnan taka hann sér til fyrirmyndar. Menn geta verið alvarlegir píanóleikarar og einnig leikið lög í léttari útsetningu. Ingi T. Lárusson hefði áreiðanlega verið ánægður að heyra Ashkenazy leika Ö, blessuð vertu sumarsól, svona leikandi létt og skemmtilega, eins og Ashkenazy gerði. Kristinn Hallsson söng að sjálfsögðu eins og jafnan áður — sérstaklega vel og skemmti- Iega. Það er gott hjá sjónvarp- inu að fá svona skemmtilega hljómlistar- og söngmenn til þess að stytta áhorfendum stundir á síðkvöldum. -A.Bj. David Ashkenazy er faðir Vladimirs. Odýr matarkaup 1 kg egg 395 - 1 kg nautahakk 700.- 1 kg kindahakk 650.- Kfnverskar niðursuðuvörur á mjög góðu verði. OPIÐ LAUGARDAGA VERZLUNIN þRÓnUR St150 Nýtt umboð Neskaupstað Kolbrún Skarphéðinsdóttir Miðstræti 8 Sími 97-7496 HMEBUWÐ Fimmtudagur 18. nóvember 12.00 DaKskráin. Tónleikar. Tilkynn- inKar. 12.25 Veðurfregnir og fróttir. Tilkynn- ingar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.30 Spjall fró Noregi. Ingólfur Mar- geirsson ræðir við Snorra Sigfús Birgisson tónlistarmann. 15.00 MiAdegistónleikar: Tónlist eftir Tsjaikovskí. Paul Tortelier og hljóm- sveitin Filharmonia leika Tiibrigði um rókókó-stef op. 33; Herbert Menges stjórnar. Sinfóníuhljómsveit- in í Fíladelfiu leikur Sinfóníu nr. 7 i Ks-dúr; Eugene Ormandy stjórnar. 10.00 Fróttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 10.40 Lestur úr nýjum barnabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga Sigurðardóttir. Kynnir: Sigrún Sigurðardóttir. 17.20 Tónleikar. 17.30 LagiA mitt. Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mól. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Gestur í útvarpssal: Viktoría Spans fró Hollandi syngur gömul sönglög. Lára Rafnsdóttir leikur á píanó. 20.00 Leikrit: „Brunnir kolskógar" eftir Einar Pólsson. Leikstjóri: Helgi Skúla- son. Persónurog leikendur: SíraJón ...........Rúrik Haraldsson Arnór bóndi ........Glsli Halldórsson Geirlaug dóttir hans ............... ........Kristín Anna Þórarinsdóttir Steinvör systir hans................ ...................Helga Bachmann 21.15 Handknattleikslysing. Jón Asgeirs- son lýsir fyrri leik F’H og Slask Wroc- law frá Póllandi í Evrópumeistara- keppninni. 21.45 Frumort Ijóö og þydd. Hjörtur Páls- son les úr ljóðum og Ijóðaþýftingum eftir Jóhann Frlmann. 22.00 Fróttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Minn- ingabok Þorvalds Thoroddsens". Sveinn Skorri Höskuldsson les (12). 22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 19. nóvember 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Sigrún Sigurðar- dóttir heldur áfram að lesa „Fiski- manninn og höfrunginn“. spánskt ævintýr í þýðingu Magneu Matthías- dóttur (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fróttir kl. 9.45. Lótt lög milli atriða. SpjallaA viA bœndur kl. 10.05. Óskatög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. I'ilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fróttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 MiAdegissagan: „Löggan, sem hló" eftir Maj Sjöwall og Per Wahlböm. Ólafur Jónsson flytur formála að sög- unni og byrjar lestur þýðingar sinnar. Haustfundur Snarfara fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 21.00 í húsi Slysavarnafélags Ísíands Grandagarði. Fundarefni: Sum- arstarfið og það sem framundan er. Oryggismál, kvik- myndasýning, innrit- un nýrra félaga. Sýn- um samstöðu, fjöl- mennum. Allir smóbótaunnendur velkomnir. Stjórnin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.