Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 6
6 DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976. Nýjar uppljóstranir í rannsókn Kennedymorðsins: Vissi FBI um ætlun Oswalds? Svo virðist sem Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, hafi vitað um fyrirætlanir Lee Harvey. Oswalds um að ráða Kennedy Bandaríkjaforeta af dögum, ef marka má seðil nokkurn er J. Edgar Hoover yfirmaður alríkis- lögreglunnar reit skömmu eftir morðið. Segir ennfremur, að Hoover hafi sent Warren- nefndinni bréfið 17. júní árið 1964, en þá stóð rannsókn málsins sem hæst. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar segir ennfremur að FBI hafi komizt að því, rúmum sjö vikum fyrir morðið í Dallas, að það væri fyrirhugað og að Oswald yrði morðinginn. Mikil leit hefur nú verið gerð að bréfi þessu af aðilum í rann- sóknarnefnd þingsins um banatil- ræði sem vikið er að annars staðar hér á síðunum. Sagt er einnig að Castro hafi stutt fyrirætlanir Oswalds vegna margendurtek- inna tilrauna Bandaríkjastjórnar til að ráða hann sjálfan af dögum. Ekki hefur verið vitað um seðil þennan fyrr en nú og Warren- nefndin minntist aldrei á hann, enda komst hún að þeirri niður- stöðu, að Oswald hefði verið einn að verki. Rannsóknin á Kennedy-moröinu: VITNIKVODD FYRIR RÉn MEÐ DÓMI Erlendar fréttir Rannsóknarnefnd bandaríska þingsins hefur nú fengið þeirri kröfu sinni framgengt að nokkur vitni í sambandi við morðin á John F. Kennedy og Martin Luther King verði látin bera vitni fyrir rétti. Richard Sprague, formaður sér- stakrar rannsóknarnefndar um banatilræði sem sett var á lagg- irnar af fulltrúadeild þingsins, sagði að nefndin hefði krafizt þess að „töluverður fjöldi" manna verði leiddur fyrir rétt, en vildi ekki segja hvernir þeir væru. Samkvæmt heimildum er talið að flest verði vitnin úr röðum starfsmanna bandarísku alrikis- lögreglunnar og leyniþjónust- unnar, CIA, auk annarra emb- ættismanna er höfðu með rann- sókn þessara morðmála að gera. Ákvörðunin um dómkvaðningu þessa kom eftir daglangar vitna- leiðslur fyrir nefndinni, sem m.á. fékk að sjá litmyndir af sönnunar- gögnum varðandi morðið á Martin Luther King árið 1968. Rannsóknarnefnd þingsins var sett á laggirnar í vor eftir að sérstök rannsóknarsveit öldunga- deildarinnar skýrði frá því að FBI og CIA hefðu ekki látið Warren- nefndinni í té öll gögn varðandi málið er hún vann að rannsókn morðsins á Kennedy forseta árið 1963. E.nn eru að berast fréttir af nýjum uppljóstrunum i sam- bandi við rannsókn morðsins á Kennedy forseta. MIKIL OLÍUMENGUN FINNST Á BOTNINORDURSJÁVAR Nórðmenn hafa fyrirskipað tveimur erlendum olíufyrir- tækjum, Esso og Elf, að fjar- lægja tafarlaust alls kyns óhreinindi sem þau skildu eftir sig eftir boranir á einum auðugustu fiskimiðum i Norðursjónum, að sögn tals- manns ríkisstjórnarinnar. Frederik Hagmann, for- maður umsjónarnefndar olíu- vinnslu við Noregsstrendur, sagði fréttamönnum fyrir skömmu að ýmis óhreinindi hefðu sézt á botni á Patch- bankans, enda þótt fyrirtækin tvö hefu talið sig geta tryggt að öll óhreinindi, sem orðið hefðu eftir við olíuboranir þeirra á árunum 1967-68, hefðu verið fjarlægð. Rannsóknir nefndarinnar og Sjávarbotnsstpfnunar Noregs, sem notuðu sjónvarpsmynda- vélar við verk sitt, sýndu hins vegar að alls kyns óþverri og drasl lægi á hafsbotninum. ,.Um slíkt gilda mjög ákveðnar reglur sem báðum fyrirtækjunum var kunnugt um,“ sagði Hagmann ennfrem- ur. Sagði hann að ' efið væri að íhuga málsókn á hendur fyrir- tækjunum. AIls kyns drasl liggur nú á hotni Norðursjávar eftir oliu- horanir alþjóðafyrirtækja. Hafa sjómenn orðið fyrir miklu veiðarfæratjóni af völdum þessa og íhugar norska rikisstjórnin nú mátsóku.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.