Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976. 3 Svar til OUT. Konur leita eftir því sama og karlmenn Sigríður Þorsteinsdóttir skrifar: Reykjavík 15/11 76 Kæri hr. OUT. Ég stíla þetta til þín vegna skrifa þinna í DB í dag, en þar sem ég veit að þú ert ekki einn um speki þína vona ég að skoðanabræður þínir lesi þetta og taki það til athugunar. Til að forðast misskilning tek ég fram að ég álít, og hefi sjálf lifað eftir því, að hver skuli borga sitt vín eða annað, bæði karl- menn og kvenfólk. Mér finnst dálítið sorglegt að Iesa greinarstúf þinn vegna þess að hann endurspeglar fáfræði og fordóma á háu stigi í garð kvenna. Ég veit ekki hvort ég á að gráta eða hlæja yfir því að það virðist ekki hvarfla að þér að nokkrum kvenmanni lítist á þig sjálfs þín vegna. Lélegur hlýtur sá að vera sem verður að kaupa sér fullnæg- ingu! Það er líka greinilegt að þú hefir lítið vit á kynlífi (þó þú sért alltaf að æfa þig) því eftir orðum þínum að dæma er þetta bara eins manns leikur: karlmannsins, kvenaðurinn gerir þetta bara sem borgun fyrir brennivín. En það eru nokkur atriði sem þú gleymir: 1. Konur hafa kynhvöt frá náttúrunnar hendi. Þó hún hafi verið bæld niður öldum saman er hún staðreynd engu siður, sem þú og fleiri ættu að taka tií greina. 2. Konur eru líka mann- eskjur MEÐ ÖLÍKA PER- SÓNULEIKA, þarfir og hvatir. Við erum ekki fróunarvélar. 3. Það er því miður enn ríkj- andi að karlmaðurinn, í hvaða tilgangi sem er — ,,blæði“ á dömuna. I eigingirni og nizku finnst mörgum kvenfólki það sjálfsagt. Þær skiptast aðallega í þrjá hópa: þær sem hafa kynferðis- legan áhuga, þær þiggja í glas til að sýna að áhugi sé fyrir hendi. Vínið auðveldar þeim að brjóta á móti því sem hefir verið þruglað yfir þeim svo lengi sem þær muna, að svona hagi góðar stúlkur sér ekki, þó löngunin sé fyrir hendi. Það er aldeilis munur að vera karl- maður og geta verið stoltur af og þjónað kynhvöt sinni út í yztu æsar. Við höfum lika kyn- hvöt, en við eigum að skammast okkar fyrir það. Prófaðu næst þegar þú býður ,,bráð“ upp á sjúss og hún er „tilkippileg", að hugsa út i það að hún er á höttum eftir því sama og þú! Henni gæti fundizt þú kynferðislega aðlaðandi. Það er kannski bara sjálfs- blekking en áfengið sljóvgar dómgreindina eins og allir vita. En það hefir sjálfsagt komið fyrir þig líka? 2. hópurinn eru alkóhólistar, er hægt annað en að vorkenna þeim? Eg býst við að sjöfiska stelpurnar frá Nígeríu passi inn í þann hóp. Af hverju fisk? Þær skyldu þó aldrei líða af þeim óþekkta sjúkdómi hér- lendis sem kallast hungur? Við megum sannarlega vera stolt af höfðingsskap Islendinga, okkar þroskaða skopskyni og bróður- kærleika. 3. hópurinn gerir ykkur alveg að fíflum. Þær vilja bara drekka og skemmta sér en eru of nízkar að gera það á eigin reikning. Þær leika með ykkur þangað til þær eru búnar að fá ykkur til að splæsa á sig, síðan stinga þær af og gera grín að heimsk- unni í ykkur. Að vísu finnst mér þetta vera að niðurlægja sjálfar sig, en þær ganga bara að því sem að þeim er rétt eins og margir aðrir í okkar þjóð- félagi. Þar sem bæði kynin hafa frá náttúrunnar hendi fengið kyn- hvöt í íæðingargjöf, þá svarið mér, hvar hafið þið fengið vkkar einkaleyfi? Svo þykist þið líta kynlif eðli-. legum augum! Ég er ekki með þessu að segja að það sé sama hvernig fólk hagar sér. En taktu bjálk- ann úr þínu eigin auga áður en þú rífur flísina úr auga náunga þíns! Hríngið í síma 83322 milli kl. 13 og 15 eða skrífið Suðumesjamenn, fáið ykkur endurskinsmerki á ytri föt Arngunnur Jónsdóttir skrifar: „Eg er dreifbýliskona hér á Suðurnesjum og mig langar að vekja athygli á einu. Það er um s.iálflýsandi merki á ytri flíkum. Ég hef þurft að aka til Keflavíkur öll kvöld undan- farið þar sem bóndi minn liggur á sjúkrahúsi og eru heimsóknartímar aðeins á kvöldin í miðri viku. Ég ek iðulega í gegnum Garðinn, en þó stundum Sandgerði. Það er alltaf myrkur á þessum tíma, frá kl. 6-8, sem ég ek. Allt hefur gengið slysalaust hingað til. Ég tók bílpróf í sumar og hef tvö lítil börn í bílnum, svo ég hef reynt að vera eins varkár og hægt er. Hingað til hef ég ekki séð manneskju á gangi sem hefur þetta umtalaða merki. Hef ég oft fengið „hjartað niður í buxurnar" þegar ég hef ekið fram hjá fólki. Yfirleitt er litið um gangstéttir og gengur fólk þá iðulega á akbraut eða jaðri akbrautar. Fólk er yfirleitt klædd dökkunt úlpum eða yfirhöfnum og akandi bilstjóri sér það ekki fyrr en í ea 2ja metra fjarlægð. Götulýsingar eru lélegar bæði í Garðinum og Sandgerði. Það sem hvatti mig til að skrifa var að í kvöld mætti ég tveim gangandi með vasaljós. Það var í Garðinum og hélt ég fyrst að þar væri bifhjól á ferð og lækkaði ég ljósin mín strax. Er ég ók framhjá þeim sá ég að sá er nær var umferðinni var með vasaljós. Þetta er strax í áttina, þó það hefði getað verið villandi, því ljósið var flöktandi. Þess vegna bið ég ykkur, Suðurnesjamenn og konur, fáið ykkur sjálflýsandi merki á ytri föt. Annars vil ég líka taka fram jákvæða hlið á Suðurnesja- búum í umferðinni. Þeir sýna alltaf fyllstu tillitssemi með há og lág Ijós. Ef einhver gleymir að lækka ljósin er nóg að blikka og um leið er tilkynningu svarað. Sama með mig. Ég á til að gleyma ljósum þegar ég er að koma frá þessum illa upplýstu stöðum (Sand- gerði—Garði), þá blikkar fyrsti bill er ég mæti ljósum og minnir mig á. Annað er að segja um Keflavíkurveginn. Þar er allt of mikið af ósvífnum ökuföntum. Mig hefur lengi langað til að minnast á það. Þar er auðvitað allir mögulegir lands-.bæjar- og borgarmenn á ferð. Margir svífast einskis og hafa háu Ijósin á (kannski þau lágu séu biluð). Sérstaklega er mikið um að bílstjórar aki með háu ljósin á eftir bíl með lítilli fjarlægð á milli bila. Blindar þetta auðvitað ökumann og þrátt fyrir ítrekuð merki fyrra ökumanns, skeður ekkert. Éina leiðin við þessa menn er að hleypa þeim fram hjá og setja háu ljósin á þá. Verði þeim að góðu. Jæja, nóg um umferðina í bili. Eg er fædd og uppalin í Reykjavík en mér hefur aldrei liðið eins vel og síðan ég flutti hingað á Suðurnesin. Hér er gott fólk alls staðar og hér er mjög gott að vera. Margir segja að það sé flatt og ljótt hérna en ég vil ekki viðurkenna það. Hér er veðrasamt og hér er fallegt. Eg held mig fara með rétt mál er ég segi -að hér sé ómengaðasta loft sem hægt er að fá á suðvesturhluta landsins. Hér er fuglamergð mikil og af því að Reykjanesið er flatt höfum við þá sérstöku aðstöðu að njóta hraunflatneskjunnar (sem er ekki svo flöt) og fjalla- hringsins frá Snæfellsjökli austur fyrir og suður að Keili. (lengra kann ég ekki að neína, vill einhver fróður upplýsa mig?). Þar að auki höfum við hafið sem okkar þjóðarbú hefur haft not fyrir í áratugi. Við njótum fegurðar hafsins og hlustum á drunur brimsins, sem vaggar okkur í ró á kvöldin. Ur djúpum hafsins sóttu forfeður okkar sitt lífs- viðurværi. Það er gamalt báta- naust í fjörunni hérna hjá okkur. Núna er siglt lengra og á dýpri mið og fiskað fyrir alla þjóðina. Fyrir utan það að færa landsmönnum í soðið er líka verið að ala aðrar þjóðir á okk- ar ágæta fiski, til að afla gjald- eyris segja þeir sem ríkinu ráða. En rányrkjan er svo mikil frá öðrum þjóðum að ráðið er farið að skammta hverjum skerf er hefur bát aflögu til að ala konu og börn á þeim af- urðum, sem hann dregur úr sjó. Öðruvísi mér áður brá, munu einhver segja í dag. Það sem áður voru nauðsynlegar afurðir til ltfsviðurværiseruí dag lúxus sem almúgurinn þarf að streitast fyrir með sveittan skallann til að afla þjóðinni tekna og sérstaklega gjaldeyris. Þessir menn, sem eins og for- feður þeirra margra, eru að reyna að draga björg í bú en fá ekki spyrðu fyrir tonnið." Spurning dagsins Hver er uppáhaldsrit höfundurinn þinn? Jóhann Sæmundsson gjaldkeri: Ég les næstum allt sem ég kemst yfir. En ég held að ég nefni Gunn- ar Gunnarsson sem minn uppáhaldshöfund. Sofanías Pétursson: Ég á svo marga uppáhaldshöfunda að það er erfitt að taka einn fram yfir annan. Uppáhaldsleikritahöfund- urinn minn er O’Neil og ætli ég nefni ekki Hemingway sem minn uppáhaldsskáldsagnahöfund. Ólöf Pálsdóttir: Ég held mest upp á Davíð Stefánsson. Annars finnst mér mjög gaman að lesa alls konar heimildabækur t.d. öldina okkar. Andrés Guðjónsson: Eg þarf nú ekki að hugsa mig neitt um, það er Laxness. Ég á allar hans bækur. Reynir Kristófersson: Ég á engan sérstakan uppáhaldshöfund. Eg les það sem ég rekst á og langar að lesa. Margrét Helgadóttir: Það er Þórbergur Þórðarson. Eg er að lesa Ofvitann og finnst sú bók alveg frábær.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.