Dagblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 8
8
r
Vi
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976.
'
Fer gatnagerdardeilan á
Eskifirdi fyrír dómstóla?
hvorki íbúar við Strandgötu né bæjarstjórn hvika frá ákvörðunum sínum
„Viö sjáumst þá fyrir
dómstólunum," sagði bæjarlög-
maðurinn á Eskifirði við einn
ibúa Strandgötunnar, er hann
var að innheimta þar gatna-
gerðargjöld aftur í tímann án
árangurs. Virðist því deila
bæjaryfirvalda og ibúa við
þessa götu vera orðin svo alvar-
leg að lögmaður telji rétt að
skjóta henni til domstóla.
Blaðið rakti á sinum tima
upphaf þessa máls sem var i
stuttu máli það að i nærfellt tíu
ár hefur verið unnið að endur-
byggingu Strandgötunnar, sem
er aðalgata bæjarins ogaðhluta
þjóðbraut. Siðasta haust voru
svo gatnagerðargjöld lögð á
ibúana langt aftur í tímann og
námu þau allt að milljón á
greiðanda. Töldu ibúarnir
álagningu þessa ólöglega og
mótmæltu henni.
Þó féllust þeir á að greiða
uppsett gjöld ef bæjarsjóður
féllist á það greiðslufyrirkomu-
lag sem ibúarnir vildu helzt og
án vaxta. Bæjaryfirvöld hafa
ekki fallizt á þeua og hetur
deilan harðnað stöðugt. Sum-
ir hafa að vísu greitt eitthvað
upp i gjöldin, en þá ei ágrein-
ingur um vaxtagreiðslur, en
aðrir hafa ekkert greitt og ætla
ekki að greiða fyrr en skorið
hefur verið úr um rétt þeirra
fyrir dómstólum.
Nýlegar heimildir eru til um
álagningu gatnagerðargjalda í
allt að fimm á'r aftur i tímann,
en blaðinu er kunnugt um
a.m.k. eitt byggðarlag, sem vel
er á veg komið með lagningu
varanlegra gatna, en þar á ekki
að leggja þessi gjöld fyrir fyrri
ár.
-G.S.
-. —.......—
Fáein tilfelli af
heilahimnubólgu
hafa stungið
sér niður
VERIÐ
Á VERÐI!
— einkennin eru hár
hiti og útbrot
„Læknavaktin gefur ekki beinl
til kynna að veikindatilfelli sée
með meira móti hjá borgurum um
þessar mundir, en töluvert hefur
borið á hálsbólgu," sagði Skúli
Johnsen borgarlæknir i viðtali við
DB.
„Fáeinna tilfella af heila-
himnubólgu hefur orðið vart und-
anfarið. Það eru alltaf nokkur
slik á ári, þótt þau séu sem betur
fer fá. Bólusetning gegn heila-
himnubólgu er ráðgerð um leið og
böiuefni fæst.
Eftirsókn eftir vindi er þetta strandlíf vort
Það er nauðsynlegt að fólk sé
vel á verði og dragi ekki að ná i
lækni ef grunur leikur á að um
heilahimnubólgu sé að ræða.
Veikin leggst aðallega á börn á
öðru til fjórða ári, þau fá mjög
háan hita og oft fylgja útbrot.“
—Er heilahimnubólga smit-
andi?
„Heilahimnubólga er ekki
beint smitandi. Hún orsakast af
mörgum bakteríum, en þessi sem
hér hefur orðið vart orsakast af
bakteriu er heitir meningo
coccus. Sú baktería er alltaf fyrir
hendi í hálsi og munni um 5%
Vélskólanemar
rifu ekki
fötin utan af
dyravörðum
Sesars
Símon Olafsson, formaður
skemmtinefndar Vélskólans,
hafði samband við DB i gær og
óskaði að koma á framfæri þeirri
athugasemd, að það hefðu ekki
verið Vélskólanemar, sem stóðu
fyrir þvi að rifa fötin utan af
dyravörðum, heldur utanaðkom-
andi Grindvíkingur. Dansleikur
nemanna hefði ekki verið lokaður
að öllu leyti og hefðu þvi komið
ýmsir utanaðkomandi sem gestir.
Formaðurinn sagði ennfremur,
að framkvæmdastjóri Sesárs
hefði ekkert haft yfir framkomu
\ élskólanemanna að kvarta og
hcl'ði viðhaft þau orð, að þetta
hel'ði verið „ágætis ball". Þessari
athugasemd er hér með komið á
framfæri. -AT-
fólks. Svo gerist það að þeim sem
hafa þessa bakteriu fjölgar og þá
um leið fjölgar tilfellum af heila-
himnubólgu."
—Hvernig gengur bólusetning-
in gegn svinainflúensunni?
„Hún hefur staðið yfir undan-
farið i Heilsuverndarstöðipni, en
þátttaka hefur verið heldur
dræm. Það er nú svo að fólk er
gjarnt á að byrgja ekki brunninn
fyrr en barnið er dottið ofan i
hann. Ef fréttist af inflúensutil-
fellum, þá rjúka allir upp til
handa og fóta.
Það eru sérstaklega aldraðir,
öryrkjar og fólk sem hefur iang-
vinna sjúkdóma sem hvatt hefur
verið til þess að láta bólusetja sig.
DB-mynd : Árni Póll.
En bólusetningin kostar 1200 kr.
og getur hugsazt að það standi í
vegi fyrir að fólk komi til bólu-
setningarinnar, sem stendur út
þessa viku,“ sagði Skúli Johnsen
borgarborgarlæknir.
A.Bj.
„SAMKEPPNIN GENGUR
FYRIR ÖLLU HJÁ OKKUR”
segja Flugfélagsmenn, Flateyringum finnst sú samkeppni æði undarleg
„Hér ríkir mikið vandræða-
ástand vegna þess þjónustu-
Ieysis sem er í samgöngum okk-
ar við umheiminn og þykir
mönnum hér einkennilegt að
Flugfélagið skuli ekki koma tii
hjálpar, á meðan áætlunarflug
Vængja hingað til Flateyrar
liggur niðri,“ sagði Kristinn
Snæland, sveitarstjóri á Flat-
eyri i samtali við DB í morgun.
I lesendabréfi sem Kristinn
skrifar i Timann i gær, heldur
hann þvi fram að sú þjónusta.
sem Flugfélagið hafi hingað til
veitt Flateyringum í formi á-
ætlunarferða til og frá tsafirði,
hafi einungis vcrið til að halda
uppi samkeppni við Vængi.
Þessum ferðum var hætt um
siðustu mánaðamót eða
skömmu áður en flug Vængja
lagðist niður. Hefur þetta bitn-
að mjög illa á þorpsbúum, sem
nú l'á ekki viirur nema endrum
og eins. Verða engar reglu-
bundnar ferðir til Fláteyrar,
fyrr en flóabáturinn Fagranes
hefur mjólkurflutninga þegar
Breiðadalsheiðin lokast endan-
lega. Kristinn segir Flateyringa
vera mjög ánægða með þjón-
ustu Vængja og starfsliðs þess,
en þeir geti að sjálfsögðu ekki
lagt blessun sina yfir þau mál
sem upp hafa komið i kringum
flugfélagið nýlega. Segir hann
það vera yfirlýsta stefnu
hreppsnefndarinnar að þiggja
frekar þjónustu Vængja en
Flugfélagsins, þar sem Vængir
hafi hingað til haldið uppi
reglubundnum áætlunarferð-
um allt árið um kring en þjón-
uslu Flugfélagsins i tengslum
við flug á ísafirði, sé aðeins að
fá yfir sumartimann, eða þar til
að Breiðadalsheiðin hafi lokazt
cndanlega ár hvert. Telur hann
það mjiig cinkennilegt að t'erðir
hafi verið lagðar mður svo
snemma þetta árið, þar sem
heiðin sé ennþá vel fær.
Kristinn segir hreppsnefndina
ekki hafa beðið um aðstoð Flug-
félagsins, þar sem vonast sé til
að Vængjádeilan leysist hve-
nær sem er.
„Þetta bitnar mjög illa á allri
verzlunarþjónustu og vöruúr-
vali hér á staðnum,“ sagði
Greipur Guðhjartsson, kaup-
maður, i samtali við DB. „Einu
ferðirnar hingað eru með Ríkis-
skip og margs konar varningur
sem æskilegt er að hafa á boð-
stólum, t.d. bananar og aðrir
'nýir ávextir og grænmeti, er
svo viðkvæmur að hann þolir
ekki slika flutninga."
..Ilérna gætir verulegs ntis-
skilnings," sagði Einar Helga-
son hjá Flugfélagi Islands.
„Þessar áætlunarferðir hafa
verið i tengslum við póstflutn-
inga milli Þingeyrar og
tsafjarðar, en við höfum inni-
falið i þeim smávegis þjónustu
við Flateyringa. Póstflutning-
arnir á Þingeyri lögðust niður
um siðastliðin mánaðamót og
þar með ferðir á Flateyri, ein-
mitt vegna þess að við viljum
ekki standa i samkeppni við
Vængi. Við höfum hingað til
verið reiðubúnir til þjónustu
þegar á hefur þurft að halda og
er þar skemmst að minnast þeg-
ar verkfall kom upp hjá Vængj-
um i vor. Þá bættum við inn i
einni ferð til Þingeyrar i viku,
til að auka þjónustuna við Flat-
eyri, að beiðni sveitarstjórnar-
innar þar. Ef slík beiðni yrði
lögð fram nú, reikna ég fastlega
með að tekið yrði jákvætt i
hana. en sú leið hefur ekki
verið farin enn.“
JB