Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 2
TfSKUHERRANN - TÍSKUHERRANN - TÍSKUHERRANN 2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBROAR 1977. ... " " Prjónakonur Irtilsvirtar V — búðirnar selja t.d peysur á helmingi nærra verði en þær kaupa þærá Sigríður Jóhannesdóttdir skrif- ar: Eg gerói mér feró með þrjár peysur, sem ég hafði prjónað, i verzlun eina hér i borg. Þessi verzlun kaupir prjónafatnað af konum, sem prjóna úr lopa heima hjá sér. Það var reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég fór þangað. Eg hef prjónað peysur í mörg ár og ætti því að vera öllum hnútum kunnug. Jæja, mér er sagt að allt sé í lagi með peysurnar utan það að ég þurfi að gera smálagfæringu á tveimur þeirra. Ég fer heim með peysurnar og geri þær lag- færingar sem beðið var um. Kona sem ég þekki fer svo með þær sama dag en þá bíða í verzl- uninni tíu konur. Eftir heilan klukkutíma kemst hún að. Þá er henni sagt að peysurnar séu ótækar, bolur og ermar ekki í samræmi. Fór nú konan heim með peys- urnar í annað sinn. Ég var 'ákveðin að gefast ekki upp, enda peysurnar í réttum málum. Systir mín fór með þær í þriðja sinn. Það var tekið á móti þeim og allt var í lagi með þær. Eftir þessa reynslu míná hefur mér oft verið hugsað til þeirra sem eflaust hafa lent í einhverju svipuðu í samskipt- um sínum við þá sem kaupa prjónavörur. Ég kann reyndar aðra sögu um konu sem býr í efra Breið- holti. Hún fór með fimm peysur í aðra verzlun hér í borg. Hún kemur fyrir hádegið, eins og verzlunin hafði auglýst. Þá er henni sagt að það sé ekki tekið á móti fleiri peysum í dag. Hún geti komið næsta dag. Mér finnst að það séu tak- mörk fyrir því hversu hægt er að henda konum fram og til baka og lítilsvirða handaverk þeirra. Þetta virðist allt vera undir þvi komið hvernig starfs- Börn tileinka sér auðveld lega efni sjönvarpsins Guðrún Stefánsdóttir skrifar: 1 tilefni af bréfi Sigga flugs í DB 27. þ.m. og fleiri bréfum um sýningar á svokölluðum glæpa- myndum i sjónvarpi langar mig til að tjá mig lítillega um málið. Eg held að spurningin sé ekki: Á að sýna ofbgldi i sjón- varpi eða ekki? Það skiptir hiná vegar meginmáli hvernig of- beldi er tekið fyrir, þ.e.a.s. er ofbeldi lofsamað eða fordæmt? Kvikmyndin um Ameríku- bófann, sænska myndin, var fordæming á ofbeldi og það gat ekki farið fram hjá neinum, hvorki börnum né fullorðnum, að Amerikubófi þessi var' „vondur maður" í orðsins fyllstu merkingu. I hinum „sak- lausa grinþætti" Sigga flugs er söguhetjan og „góði maður- inn“ , McCloud, hins vegar hinn mesti ofbeldisseggur. Þar kemur fram dýrkun á þeim er í skjóli lögreglumerkis í barm- inum veifa byssum að vesölum smáþjófum. Ég veit ekki hvort Siggi flug hefur fylgzt með börnum horfa á sjónvarp, en þá er áberandi hve börn eru fljót að tileinka sér boðskap þess efnis sem þar er á borð borið. Þau halda með „góða mannin- um“ — aðalhetjunni en eru á móti „vondu mönnunum". Þau vilja vera eins og aðalhetjurnar og ef þessar fyrirmyndir eru veifandi skotvopnum i tíma og ótíma, finnst börnunum að það hljóti að vera æskileg og eftir- sóknarverð hegðun. Það vill hins vegar ekkert barn líkjast „vondu mönnunum". Að lokum: Meðan alls kyns ofbeldi er jafnalgengt fyrir- bæri á jörðinni og raun ber vitni tel ég það bæði ómögulegt og óæskilegt að halda slíku leyndu fyrir börnum. En það verður að fjalla um efnið á þann hátt að börn skilji að of- beldi sem slíkt er ákaflega lítið eftirsóknarvert og í bezta falli ill nauðsyn i vörn og uppreisn gegn kúgun, yfirgangi og of- beldi þeirra sem ekki skilja annað tungumál. Vörur úr íslenzkri ull eru orðnar eftirsóttar víða um netm. fólkið er í skapinu þann og þann daginn. Það er varla hægt að tala um þá skömm, hversu lítið þessar konur fá fyrir verk sitt. Verzl- anirnar selja svo peysurnar út úr búðinni fyrir t.d. helmingi hærra verð. Það mundi kannski lækka á þessum körlum risið, ef prjónakonur settu upp sina eigin verzlun og þeir fengju ekki neitt. X TISKUHERRANN - TÍSKUHERRANN - TÍSKUHERRANN Útsalan er nýhafin Enn höfum við fjölbreytt úrval af: fötum skyrtum peysum sokkum bindum 4? Ogídag opnum við nýja V t/> m </) gallafatadeild Gallabuxur á góðu verði sg Póstsendum um land allt S TÍSKUHERRANN I Laugavegi 27 — sími 12303 TÍSKUHERRANN — TÍSKUHERRANN—TÍSKUHERRANN Að græða á verðbólgunni Kristinn skrifar: Frt þvi var greint nýlega, að Rauði krossinn hefði keypt og innréttað hús á Akureyri fyrir þá, sem bíða eftir sjúkrahús- vist. Kostnaður er sagður kominn upp í kr. 17—18 millj- ónir, þar af eru 10 milljónir kr. í skuld. Er þess skemmst að minnast. að Rauði krossinn opnaði heim- ili hér syðra fyrir þá, sem koma af sjúkrahúsi og eru á batavegi. Það var í steinkumbalda við Nóatún, sem er ein mesta um- ferðaræð í höfuðborginni. Höfðu hjón nokkur ætlað að reka gistihótel þarna, en urðu auðvitað að gefast upp. Gestir gátu ekki fest svefn vegna há- vaðans af götunni. Reyndu eig- endur lengi að losna úr pen- ingaklípunni með því að selja fyrir ærið fé, en án árangurs, unz Rauði krossinn kom með hugmynd sína um enn vonlaus- ara fyrirtæki þarna: Sjúkra- hótel, sem krefst umfram allt kyrrðar og góðs lofts, en ekki bílahávaðajtg bensínstybbu. Hver ræður íerðinni hjá Rauða krossi Islands? Er þetta ekki líknarstofnun, sem á að vera til reiðu, ef náttúruham- farir eða önnur stórslys ber að höndum? Samrýmist fjárfest- ing og skuldasöfnun ætlunar- verkinu? Er ekki ríkisins að annast heilbrigðisþjónustuna og fasteignabraskaranna að stunda húsakaup?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.