Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 24
f ■ ■' " Mál vegna f urðulegrar íbúðasölu: Seldi íbúð án þess að verða löglegur eigandi Ibúðareigandi einn að Hamraborg 8 í Kópavogi stendur nú frammi fyrir hótun frá Veðdeild Landsbanka Islands um sölu á íbúð er hann keypti um mánaðamótin maí/júní 1976. Þá er kaupin fóru fram var gjaldfallin af- borgun á láni með veði í ibúðinni hjá Veðdeildinni. I sölusamningi er skýrt tekið fram að seljandi íbúðarinnar skuli greiða þessa skuld við Veðdeildina. Það hefur hann ekki gert og nú á að ganga að núverandi eiganda. Málið hefur verið fengið hæstaréttarlög- manni til meðferðar. Seljandi þessarar íbúðar er Guðjón Styrkársson og skrifar hann undir samninginn sem gerður var þá er kaupin fóru fram sem slíkur. Hinn nýi íbúðareigandi sagði í viðtali við DB að Guðjón hefði engu anzað kröfunni frá Veðdeildinni og vísað til Eigna- markaðarins (fasteignasöl- unnar sem sá um sölu íbúðar- innar j.Þessi fasteignasala var eitt sinii í eigu Guðjóns Styrkárssonar, en síðar seldi hann hana Kristjáni Knútssyni. Þegar nýi íbúðareigandinn sneri sér til Eignamarkaðarins vísa forráðamenn fasteigna- sölunnar málinu til Guöjóns!! Núverandi Ibúðareigandi kveðst aldrei hafa séð skjöl er sýndu að Guðjón Styrkársson væri eigandi íbúðarinnar sem hann seldi. Telur hann að Guðjón hafi keypt íbúðina í byggingu og fengið húsnæðis- málastjórnarlán út á hana. Síðan eru það Borgir s.f. sem afsala núverandi eiganda íbúðina framhjá Guðjóni Styrkárssyni seljanda. Guðjón selur því íbúðina en virðist aldrei og hvergi koma fram sem eigandi hennar. Nú stendur núverandi íbúðareigandi ábyrgur fyrir vanskilum seljandans. Ibúðareigandinn kvaðst nundu höfða endurkröfumál á hendur seljanda íbúðarinnar að Hamraborg 8. Kveðst hann hafa haft af því spurnir að slík mál hafi verið höfuð gegn Guðjóni og hann hafi haldið uppi mála- myndavörnum og tafið mál í allt að 2 ár. Þá hafi venjulegast dómur fallið honum í óhag og hann þá greitt vanskila- skuldina sem verðbólgu vegna verður tiltölulega lítil upphæð. Lögmaður íbúðareiganda er Jón Oddsson hrl. -ASt. KORKURINN VAR ORÐINN „ÍSLENDINGSLEGUR” Þegar Korkurinn, Christopher Barbar Smith fannst í fyrrinótt, kom f ljós að hann hafði breytzt verulega í útliti. Skegg hans, svart og mikið, var nú horfið og hár hans var orðið ljóst eins og algengt er meðal íslendinga. Eflaust hefur Smith og vitorðsmenn hans talið að sá háralitur mundi henta betur til að leynast hér á landi og hann líta „Islendingslegar“ út en áður. Tveir menn eru nú í gæzlu í fangelsinu á Keflavíkurflugvelli grunaðir um að hafa verið f vitorði með Korknum. Gæzla á eiturlyfjasmyglaranum hefur nú verið hert, að sögn tals- manna Varnarliðsins og væntan- lega mun hann ekki fá að horfa á kvikmyndir á göngunum eins og þegar hann slapp og þá verður hann væntanlega ekki heldur með hengilás í vasanum „af tilviljun“ eins og gerðist á dögunum. Bfður Smiths nú her- dómstóll og væntanlega fangelsis- vist ytra. -JBP- Á stærri myndinni sýnir Howard Matson, blaðafulltrúi Varnarliðsins, staðinn þar sem Smith fannst undir skrifborðinu. Litla myndín var tekin af Korkin- um skömmu síðar af herlögregl- unni. Var hann þá orðinn ljós- hærður og skegglaus, eins og sjá má. (Ljósmyndir: Arni Páll og . herlögreglan). Þriðja morðið ekki til rannsóknar Örn Höskuldsson neitaði því á fréttamannafundinum í gær að verið væri að rannsaka hugsan- legt morð Kristjáns Viðars Viðarssonar á Færeyingi sem tal- inn er hafa horfið hér á landi seinni hluta árs 1974. „Það er ekki verið að rannsaka þefla mál hér. Við erum að tala um Geirfinnsmálið," sagði Örn. Fréttamenn spurðu hann hvort gæzlufangarnir hefðu verið spurðir um afdrif umrædds Færeyings. „Nei,“ svaraði Örn. Hafa þá komið fram upplýsing- ar af hálfu fanganna? örn brosti tvíræðu brosi og kvaðst ekki vilja ræða málið. -ÓV/BS. CORTINA-BILL STENDUR ÓBÆTTUR í GEYMSLUNNI — lenti íárekstri við Mustang sem var með stolin númer og stolin skoðunarmerki Útlit er fyrir að maður, sem saklaus lenti í árekstri og það svo harkalegum að bíll hans gereyðilagðist, verði að bíða til vors eftir því að úr þvf verði skorið hvort hann fær bfl sinn bættan eða ekki. Bíllinn sem eyðileggingunni olli var ekki til í kerfinu. A honum voru númer sem hvergi eru til á skrá og enginn veit enn hvernig þau eru á bílinn kominn. Helzt er hallazt að þvf að númera- plöturnar séu stoinar, svo og sko^unarmiði frá 1976 sem var á framrúðu bílsins. DB skýrði frá þéssu máli fyrir tveimur vikum. Síðan hefur ekkert gerzt í málinu. Þarna var um Mustang-bifreið að ræða. A númeraplötum var R-23587. Segir ökumaður hans að bíllinn hafi lent á klaka- oakKa á gotunni snúizt og kast- ast vfir á hinn götuhelminginn. Þar lenti hann svo harkalega á Cortinubifreið að hún er ger- ónýt. í Mustang-bílnum voru tveir menn. Hafa þeir báðir verið yfirheyrðir en þær yfirheyrzlur hafa fátt leitt f ljós. Þeim ber þó saman um að eigandi bflsins sé sjómaður sem nú er á loðnu- veiðiskipi fyrir austan. Hafi þeir ekið honum til skips dag- ínn sem onappio var og verið að koma frá því erindi. Bað sjó- maourinn þann er bílnum ók að sjá um hann fyrir sig meðan hann væri fjarverandi. Um númerin segjast þeir ekkert vita né. það að billinn væri hvergi i^tryggingu. Cortina-bifreiðin sem eyðilagðist var tryggð hjá Sam- vinnuiryggingum, svo og sá bfll, sém númeraplöturnar R- 23587 voru síðast á. Var það gamall Trabant bfll. Gunnar Sigurðsson deildar- stjóri bifreiðadeildar Sam- vinnutrygginga kvaðst ekki hafa heyrt um þetta mál. Hann kvað númerastuld ekki nýjan af nálinni, ef um slikt væri að ræða i þessu tilviki. Um bóta- skyldu kvaðst Gunnar álíta f fljótu bragði að það félag sem síðast hafði MUstangbifreiðina i tryggingu væri bótaskylt, en ekki það félag sem sfðast hefði haft bifreiðina R-23587 f tryggingu. Engar tilraunir munu hafa verið gerðar til að ná f umrædd- an sjómann og gæti málið þess vegna beðið til vors. -ASt. fijálst,úháð da§Mað FIMMTUDAGUR 3. FEBR, 1977 Leikiðvið dauðann á Elliðaánum EUiðaárnar eru nú uppbólgnar og stórhættulegar því að börn og unglingar freistast til að vera á fsnum. Þannig hafa t.d. börn f Afbæjarhverfi fengizt við þann stórhættulega leik að vera á hjól- um milli vaka á ísnum gegnt Fylkisvelli. Þarf ekki að leiða IfKum að því hvernig fara munjii ef Unglingur á hjóli félli í vök þvl undir er víða straumhart vegna rennslistruflana annars staðar. Hefur lögreglan haft talsvert fyrir því að afsfýra hættu vegna þessa stórhættulega leiks. -ASt. „Skothvell- ir” frá sand- dæluskipi Alloft hefur verið undan því kvartað að skothvellir heyrðust við Elliðaárvog, en aldrei hefpr lögreglulið, er kvartað hefur veríð til, fundið skotmann eða skot- mennina. Nú er komið f ljós að þegar landað er úr sand- dæluskipinu við Ártúns- höfða framkallar grjót, sem í sandinum er, hávaða í lík- ingu við skothvelli í Voga- hverfi þá er grjótið kastast eftir dælurörinu frá skipi til lands. Kannski er þarna lausnin fundin á öllum skot- hvellunum. Slíkar kvartanir bárust f gær og þá var skipið einmitt að landa. Með stolna dýrgripi í sængurveri Áræðii þeirra sem fara ruplandi um borg og bí eru oft lítil takmörk sett. Einn slíkur næturhrafn var á férð á Laufásvegi í fýrrinótt og komst þar inn í fbúðarhús án þess að til haris heyrðíst eða sæist. Þar hóf hann iðju; sfna, fann sængurver og byrjaði að safna í það ýmsum hlutum, sem hann taldi verðmæta. En hann fór ekki nógu varlega og einn fbúi hússins • vaknaði og kom hann þjófnum í opna skjöldu. Greip hann til fótanna með sængurverið í fanginu og fbúinn á eftir honum. Þjóf- urinn sá að sængurverið mundi hefta för hans og tók hann þann kostinn að losa sig við það os komst þá . undan — þýfislaus. -ASt. Lágtgeta sumir lagzt Það tók tvo daga að hafa upp á ungum manni sem lagðist svo lágt að hrifsa eina áfengisflösku f bréf- poka af gömium manni á Lindargötu. Ahorfandi að ráninu var óeinkennis- klæddur lögreglumaður sem veitti þjófnum eftirför og sá númer bfls hans. Nú er þjóf- urinnJundinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.