Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 5
DACBLAÐIÐ. FIMMTUDAÍU’R 3. FEBRÚAR 1977. 5 Pabbi Emils íKattholti fær nú íslenzka adstoö — Björn Björnsson leikmyndateiknari gerir leikmynd í Noregi við leikrit Allan Edwald Pabbi Emils í Kattholti. sem leik- inn er af sænska leikaranum Ailan Edwaid, (iensst t. vinstri) er höfundur nýs leikrits sem ver- ið er að setja upp í Noregi ok B.jörn B.jörnsson gerir leikmvnd við. Björn Björnsson. leikmynda- teiknari. sem um skeið vann h.já Sjónvarpinu, er þessa daKana i Þrándheimi við leikmyndagerð þar. Starfar hann við leikhúsið þar og skapar hann þar umgjörð um nýtt leikrit Allans Edwalds, sem er frægur leikari og leikur engan annan en pabba Emils í Kattholti. Að sögn Þóru Jónsdóttur, konu Björns, stendur til að frumsýna leikritið eftir páska og verður Björn af og til við leikmyndagerð- ina þar til. Eftir því sem henni skilst, er þetta stykki úr daglega lífinu, einhvers konar ádeila í léttum dúr. Um það hversvegna leikhúsið í Þrándheimi hafi falazt eftir Birni í starfið sagði hún, að Björn hafi unnið þar áður, en hann og Sveinn Einarsson Þjóðleikhús- stjóri settu þar upp Kristnihaldið í fyrra. Mannskapurinn þar þekkti hann því og hefði dottið hann í hug til verksins. -G.S. Olíuleitarnefnd skipuð og send til Noregs: Stöndum f svipuðum sporum ogáriðl974 — þá buðu Norðmenn einnig aðstoð sem ekki var þegin Þriggja manna íslenzk nefnd er senn á förum til Noregs til að kanna möguleika á olíuleit á ís- lenzka landgrunninu og undir- búning i sambandi við það. B.jöða Norðmenn þessa aðstoð fram og kom það boð í tengslum við fund forsætisráðherranna á Norður- löndum i Helsingfors í des. sl. Nefndarmenn eru Árni Tryggva- son, sendiherra í Noregi. Guð- mundur Pálmason og Arni Þ. Árnason frá iðnaðarráðune.vtinu. Eins og DB hefur skýrt frá. hefur okkur borizt fjöldi um- sókna um rannsóknaleyfi hér, og standa þau beinlínis í sambandi við auknar líkur á að hér kunni að finnast olía austur af landinu. Árið 1974 komu hingað til lands tveir fulltrúar norska olíumála- ráðurieytisins og buðu fram að- stoð ráðuneytisins við athuganir. i fullu samráði við okkur. Það boð var ekki þegið og hefur undirbúningur þessara mála velkzt á milli nefnda án nokkurr- ar alvöru niðurstöðu. Þá hefur það gerzt í millitíðinni. að hinn heimskunni jarðvísindamaður, Belosov frá Sovétríkjunum, lýsti því yfir. á fundi hérlendis í fyrra, að hann teldi líkurnar það sterk- ar. að þær réttlættu frekari at- huganir. Tæpu hálfu ári eftir það, buðu Norðmenn svo aftur aðstoð sína, sem f.vrr segir, og nú. tæpum tveimur mánuðum eftir ítrekun boðsins. hefur verið ákveðið að þiggja það. Má því seg.ja að við stöndum enn í sömu sporunum og 1974 og höfum þannig hugsanlega tapað tveimur til þremur dýrmætum undirbúningsárum. •G.S. í auglýsingu um aðalskoðun bifreiða ílögsagnarumdæmi Reykjavíkur, sem birt var í dagblöðum, misritaðist af- greiðslutími bifreiðaeftirlitsins. Kom f ram að bif reiðaeftirlitið f ramkvæmdi skoðun f rá kl. 08,45—16,30. Hið rétta er f rá kl.08,00-16,00. Þetta er hér með leiðrétt. Lögreglustjórínn íReykjavík l.febrúarl977 Teppa- og bandiítsala hjá Vefaranum í Mosfellssveit stendur þessa viku, fró kl. 10—20 daglega. Heilar og hólfar tepparúllur, margs konar smœrri faldaðar mottur og ound í rýateppi o.m.fl. Allt ull — Góður afsláttur Vefarinn, Kljásteini Litur: Millibrúnt H leður. Il, Stærðir: Bk Nr. .{()—41 Litur: Millibrúnt leður. Stærðir: Nr. 36—41 Verð kr. 4.385. Verð kr. 4.385. Stærðir: Nr. 36—41. Litur: ~ Millibrúnt % eða svart Jeður. Litur: Grátt Ieður. Stærðir: Nr. 36—41 Verð kr. 4.285. Verð kr. 3.985. Litur: Rautt ieður. Stærðir: Nr. 36—41. Verð kr. 5.995 Litir:'Svart eða dökkbrúnt leður Stærðir: Nr. 36—41. Verð kr. 5.995.- Teg. 2297 Litur: Dökkbrúnt leður. ^ Stærðir: Nr. 36—41 É vcrð kr. 5.285.- Teg. 2296 Litur: Svarl leður. Stærðir: Nr. 36—41 Verð kr. 5.285,- Teg. 860 Litur: Ljósbrúnt leöur. Stærðir: Nr. 36- Verð kr. 3.985,- Litur: Dökkbrúnt leður. Stærðir: Nr. 36—39 Verð kr. 3.985 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 ÚRVAL AF MOKKASÍUM Á GÓÐU VERÐI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.