Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRUAR 1977. i" Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir - blákalt nei ieykjavík! nsson formaður HSÍog deildi hart á stefnu nnar íleigukjörum Hallarinnar nei frá Reykjavík," hélt Sigurður áfram. ,,í síðustu viku komu hingað tvö af fremstu handknattleiksliðum heims — lið Tékka og Pólverja. Þrátt fyrir mjög góða aðsókn að leikjunum, já.eins góða og hægt var að gera sér vonir um, kom HSÍ út úr heimsókn- 'unum tveimur með tapi — 100 þúsund króna tapi. Kostnaðarliðir vegna heimsóknar þessara frægu liða voru einkum tveir — annars vegar húsaleiga og skattar — hins vegar ferða- og dvalarkostn- aður. Samtals voru greiddar í dvalar- og ferðakostnað um 4 milljónir króna rjar koma Rudolf Rauer Wellinghofen 25 Rainer Niemeyer Dankersen 6 Aðrir leikmenn: Harry Keller Rheinhausen 5 Dieter Waltke Dankersen 8 Gerd Leigieger Hofweier 2 Peter Kleibrink Rheinhausen 18 Jochen Frank Milbertshofen 4 Harald Ohly Huttenberg 7 Horst Spengler Huttenberg 70 Richard Boozkowski Rrémen 14 Hans Grund Dankersen 2 Manfred Freisler Wiesbaden 4 Arno Ehret Hofweier 37 Kurt Kluhspies Grosswallstadt 52 Sex þessara leikmanna léku með V-Þýzkalandi í Montreal en þá hafnaði Þýzkaland i fjórðasæti. en í húsaleigu og skatt um 1.5 milljón- ir króna. Fyrir þessi fjögur kvöld var greidd í húsaleigu rúm milljón — já, rúm milljón fyrir fjögur leikkvöld. Skattar til HKRR og ÍBR námu á fjórða hundrað þúsund. Tap HSl var 100 þúsund — það sér hver maður að grundvöllur fyrir erlendum sam- skiptum handknattleiksmanna er brostinn. Það sem við höfum farið fram á af borgaryfirvöldum er hámarkshúsa- leiga — þannig að hægt sé að fá hingað erlend lið. En nei — þeir hafa einungis rekið framan i okkur tung- una. Borgarráð hefur ávallt neitað beiðnum okkar um hámarkshúsa- leigu en áður en málið hefur verið rætt í borgarráði hefur íþróttaráð Reykjavíkur sent umsögn sína — hún hefur ávallt verið neikvæð. En þeir sem í íþróttaráði sitja láta sig ekki vanta á landsleikina—þeir skammta sér 84 boðsmiða, handa sér og velunn- urum sínum. HSÍ fær hins vegar 76 boðsmiða — og verður að kaupa um 100 miða á hvern landsleik þar sem velunnarar og aðstandendur eru margir. Þarna sér hver maður að svona getur ekki gengið — maður skyldi ætla að þeir menn, er í íþrótta- ráði sitja, sjái sig um hönd — þeir ættu að minnsta kosti að vera hand- knattleiknum velviljaðir — en þeir eru Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ, Árni Árnason, fyrsti formaður HSÍ, Jón Aðalsteinn Jónasson for- maður Víkings, Sigurður Magnússon rafvélavirki og Sigurgeir Guðmanns- son framkvæmdastjóri IBR,“ sagði Sigurður Jónsson formaður HSl að lokum Já, vandamál handknattleiksins eru margvísleg en gleðilegt er að við- horf ráðherra gagnvart hinu almenna íþróttastarfi er metið — þó seint sé. Hins vegar er afstaða borgaryfirvalda óskiljanleg. Sveitarfélög, sem HSÍ hefur leitað til þegar um erlendar heimsóknir hefur verið að ræða, hafa góðfúslega fellt niður húsaleigu — að minnsta kosti okurhúsaleigu og skatta, sveitarfélög eins og Vest- manneyjar, Akureyri og Akranes. En þegar höfuðborgin á í hlut er svarið blákalt nei — okurleigu skal innheimta. Til er nokkuð sem heitir lágmarksgjald á húsaleigu — því mætti eðlilegt teljast að hámarksleiga væri einnig innheimt. Stefna borgar- yfirvalda í þessu máli er fjandsamleg vinsælustu innanhúsíþrótt á íslandi — beinlinis skaðleg. h halls. s. Þeir kalla hann Töfrámanninn í ð hann að lúta lægra haldi fyrir ið af Janusz Czerwinski. Verður helgina fyrir dr. Czerwinski? Bikarkeppni HSÍ Nú hefur verið dregið í 3. um- ferð bikarkeppni HSÍ — og varð drátturinn FH — KA, ÍR — Þróttur, Fram — KR og Haukar — Víkingur/Valur, en leikur Reykjavikurrisanna fer ekki fram fyrr en í marz. Eins hefur verið dregið í aðra umferð hjá konunum — þar mætast: Armann — FH, Víkingur — KR, UMFG — Valur og Haukar — Fram. Þrjú kát — Bjarni Björnsson með afreksbikarinn og bikarinn fyrir 400 metra skriðsundið — Þórunn Alfreðsdóttir með flugfreyjubikarinn og bróðir hennar Axel með Sindrabikarinn— öll úr Ægi. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Taldi vitlaust og missti af bikamum — Sigurður Ólafsson hafði forustu eftir 350 metra, hætti þá og missti af af reksbikarnum í sundmóti KR Sigurði Ölafssyni varð heldur en ekki á i messunni í gærkvöld á sundmóti KR þegar hann synti 400 metra skriðsund karla — hann hafði góða forustu en taldi vitlaust og hélt að hann hefði lokið sundinu — en þá hafði hann aðeins farið 350 metra. Hann áttaði sig ekki á mistökunum fyrr en of seint — missti 5-6 sekúndur og hafnpði j f jórða sæti. Sigurvegari í sundinu varð Bjarni Björnsson— synti á 4:24.5 og hlaut fyrir afreksbikar keppninnar — hlaut 785 stig fyrir sundið. Þórunn Alfreðsd. hlaut næstflest stig 769 — fyrir 100 metra skriðsund en þar sigraði hún á 1:04.4 og hlaut fltigfreyju- ‘bikarinn svonefnda. Bróðir Þórunnar — Axel Alfreðsson hlaut Sindrabikarinn fyrir sigur sinn i 200 metra fjórsundi — synti á ágætum tíma 2:22.3 og vann Axel þetta sund fjórða árið í röð. Þórunn Alfreðsdóttir sigraði einnig í 100 metra baksundi kvenna — á 1:14.3. Eitt telpnamet var sett — og það setti hin bráðefnilega Sonja Hreiðarsdóttir — hún sigraði í 100 metra bringu-, sundi kvenna á 1:21.9. örn Odds- son SH sigraði í 100 metra bringu- sundi karla — á 1:14.1, Sigurður Björnsson úr Keflavík varð annar á 1:14.2 og þrjðji var Hermann Alfreðsson — já bróðir Axels og Þórunnar á 1:14.2. Sveinbjörn Gissurarson sigraði í 100 metra baksundi drengja á 1:11.4 og í 50 metra flugsundi telpna sigraði Guðný Guðjónsdóttir á 35.1. Ægir sigraði í báðum boðsund- unum — í 4x100 metra skriðsundi karla á 3:54.9 — seit Armanns varð önnur á 4:10.0 og KR þriða á 4:17.6. I 4x100 metra skriðsundi kvenna sigraði Ægir á 4:38.1 — Ármann varð í öðru sæti á 4:46.8 og SH þriðja á 5:08.8. Ungur piltur — Arni G. Haraldsson vann afreksbikar KR en hann er mikið sundmannsefni — 14 ára gamall. Hann synti 100 metra bringustund á 1:15.0 — en sundið vannst á 1:14.0. F0RUSTA LUGIÞRÁTT FYRIR GLATAÐ STIG — Jón Hjaltalín skoraði tvívegis gegn SAAB Lugi frá Lundi — sænska hand- knattleiksfélagið sem Jón Hjalta- lín Magnússon leikur með — missti af gullnu tækifæri til að ná eins stigs forustu i Allsvenskan um síðustu helgi. Lugi lék þá á heimavelli gegn Saab — og náði sjö marka forskoti í fyrri hálf- leiknum, 14-7. Ekki nægði það þó til sigurs í leiknum. Saab vann smátt og smátt upp muninn í siðari hálfleik og tveimur sek- úndum fyrir leikslok tókst Jan „Lill-Blöta“ Jonssson að jafna í 20-20 fyrir Saab. Það er ekki i fyrsta skipti á leiktímabilinu sem Lugi tapar niður miklu forskoti. Lokakafl- ann gegn Saab skoraði Lugi aðeins tvö mörk gegn átta. En í fyrri hálfleik sýndi Lugi leik eins og bezt gerist í Allsvenskan, þrátt fyrir að landsliðsmaðurinn Claes Ribéndahl væri langt frá sínu bezta. Hann misnotaði tíu skottil- raunir í leiknum ■— þar af tvö vítaköst. Þrátt fyrir litla æfingu vegna sífelldra ferðalaga lék Jón Hjaltalín vel, skoraði tvö mörk. Markahæstur hjá Lugi voru Ribendahl og Ingvar Persson með fjögur mörk hvor. Göran Gustavs- son og Torben Berggren gerðu þrjú mörk hvor og Jón Hjaltalín tvö, aðrir færri. Hjá Saab var Jan Jonsson markahæstur með átta mörk en Björn Andersson var næstur með sjö. Það er afar óvenjulegt að Björn sé ekki markahæstur í Saab-liðinu. Keppnin i Allsvenskan er nú. gífurlega hörð. Lugi og Hellas eru efst með 20 stig — síðan koma 'jón Hjaltalin — skoraði tvö. Heim og Kristianstad með 19 stig. Á sunnudag léku Kristianstad og Hellas í Kristianstad. Heimaliðið sigraði með 22-18 eftir 11-11 í hálfleik. Lennart Ebbige var langmarkahæstur í liði Kristian- stad með níu mörk en fyrir Hellas skoruðu þeir Dan Eriksson 5, Kurt Göran Kjell 4 og Johan Fischerström 4, mest. Á sama tíma léku Guif og Heim — og þeim leik lauk með öruggum Guif-sigri, 27-20 eftir 14-8 í hálf- leik. Flest mörk Guif skoruðu Bo Andersson 11 og Anders Wretling 6. Hjá Heim var Curt Magnusson markahæstur með fjögur mörk. Úrslit í öðrum leikjum á sunnu- dag urðu þau að Lidingö og Malmö gerðu jafntefli, 16-16, og einnig varð jafntefli hjá Frölunda og Vikingarna, 18-18. Staðan í Allsvenskan er nú þannig: Lugi 16 9 2 5 343-304 20 Hellas 16 9 2 5 319-296 20 Heim 16 8 3 5 340-315 19 Krist.st. 16 9 1 6 327-314 19 Vikingarna 16 8 1 7 322-337 17 Guif 16 7 2 7 331-323 16 Lidingö 16 7 2 7 324-326 16 Ystad 15 5 5 5 311-295 15 Droft 15 7 1 7 313-311 15 Saab 16 5 5 6 305-322 15 Malmö 16 5 2 9 283-310 12 Frölunda 16 2 2 12 255-320 6

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.