Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. MMBIABW Irjálst, nháð dagblað Utgefandi Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjori: Sveinn R. Eyjolfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjórnar: Johannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfrottastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamonn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi SigurAsson, Ema V. Ingolfsdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnloifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Práinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskríftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þymum stráð Nýir og nýir gallar eru smám saman að koma í ljós á skatta- frumvarpinu, sem fjármálaráð- herra hefur lagt fyrir alþingi. Það er sífellt að koma betur og betur í ljós, að endurbætt skattakerfi er ekk; markmið frumvarpsins, held- í’T er markmiðið aukin skattheimta ríkissjóðs. Ýmsir hafa bent á, hversu illa frumvarpið fer með einstæða foreldra. Reynir Hugason verk- fræðingur benti á það hér í blaðinu á mánudag- inn, að hrein skattahækkun frumvarpsins nemur 26.000 krónum á hvert barn einstæðs foreldris. „Einkum er það ámælisvert, að skatt- arnir skuli hækka þeim mun meira sem börn hins einstæða foreldris eru fleiri,“ segir Reynir réttilega í greininni. Aðrir hafa bent á, að frumvarpið gengur út frá þeirri forsendu, „að konur séu og verði láglaunahópur og varavinnuafl í landinu,“ eins og Sólveig Ólafsdóttir orðaði það á umræðu- fundi Kvenréttindafélags íslands. Enda segja höfundar frumvarpsins sjálfir: „Almennt sagt er þess að vænta, að hjón, þar sem eiginkonan starfar ekki utan heimilis, mundu hafa ávinn- ing af þessari breytingu.“ Ennfremur hefur Reynir Hugason reiknað út áhrif breytingarinnar úr vaxtafrádrætti yfir í vaxtaafslátt. í fyrrnefndri grein hans kom fram, að breytingin jafngildir 3% vaxtahækk- un í landinu á skuldum allra þeirra, sem hafa meira en 925.000 krónur í tekjur á ári. Þetta kemur að sjálfsögðu mjög illa við ungt fólk, sem er að byggja. Einnig hefur það komið fram, að ýmis kostn- aður útivinnandi kvenna er hrapallega vanmet- inn í frumvarpinu. Eins mánaðar kostnaður við gæzlu eins barns er svipaður og frumvarpið gerir ráð fyrir, að sé á heilu ári. Þá hafa margir bent á, að svonefnd sérskött- un hjóna í frumvarpinu er bara það orðalag, sem stjórnmálamenn nota um sámsköttun hjóna. Kerfi frumvarpsins er samsköttun, þar sem sameiginlegum tekjum er skipt til helm inga. Að kalla slíkt sérsköttun er lélegt orða- gjálfur. Af þessu má vera ljóst, að frumvarpið ræðst á einstæða foreldra, útivinnandi konur og ungt fólk í byggingaframkvæmdum. Hins verður ekki vart, að frumvarpið geri minnstu tilraun til að ná skattalögum yfir ýmsa skattleysingja, sem hafa mikil umsvif og lifa sældarlífi, er venjulegir skattgreiðendur verða að borga fyrir. Óánægjan með þetta síðasta var þó kveikjan að hinum miklu skattaumræðum síðastliðins árs. Það var hún, sem leiddi til fagurra loforða stjórnvalda um úrbætur. Þau loforð hafa ver- ið svikin á sérlega grófan hátt í frumvarpi fjármálaráðherra. Sem betur fer hefur komið í ljós, að margir þingmenn stjórnarinnar og jafnvel ráð- herrar eru andvígir þessu ömurlega frumvarpi. Væntanlega nægir sú andstaða til að hindra framgang þess á alþingi. Gætu þá ráðamenn gefið sér tíma til að kanna raunhæfar endur- bætur á skattakerfinu, til dæmis í líkingu við þær, sem raktar voru í leiðara Dagblaðsins á þriðjudaginn var. Ljósasti punkturinn í þessu öllu er, hversu margir óbreyttir borgarar hafa rannsakað skattafrumvarpið og tjáð sig um það. r Frú Haavik hafði aðgang að ríkis- leyndarmálum Enn er ekki vitað, hversu þýðingarmiklar upplýsingar Gunvor Galtung Haavik, 64 ára gömul norsk kona, hefur gefið leyniþjónustu Sovétríkjanna. En sendiherra Norðmanna í Moskvu, þar sem hún var við störf fyrir nokkrum árum, segir, að hún hafi haft aðgang að öllum skjölum, sem þar var að finna, meira að segja þeim, sem sérstimpluð voru sem leyndarmál. Sem starfsmaður i utanríkis- ráðuneytinu í Osló hefur hún ekki haft þennan sama aðgang að skjölum, en sagt er, að þar ríki góður andi og trúnaðar- traust, svo það er ekki ólíklegt, að hún hafi haldið njósnum sín- um áfram þar. A blaðamannafundi, sem haldinn var í Osló vegna málsins sl. föstudag, sagði Odvar Nordli, forsætisráð- herra, að ríkisstjórn landsins liti mjög alvarlegum augum á málið og tilkynnti jafnframt, að fjórum sendifulltrúum sovézka sendiráðsins þar í borg yrði vísað úr landi og ennfremur tveimur óbreyttum starfsmönn- um. Gromyko í heimsókn Þýðingarmesta og erfiðasta málið í sambandi við sambúð Norðmanna og Sovétmanna þessa stundina eru samning- arnir um skiptingu Barents- hafs. Hafa samningaviðræð- urnar fjallað um það að finna linu. sem draga má um yfir- ráðasvæði hvers lands fyrir sig og felast þar í mikil fiskveiði- réttindi, ásamt réttindum til oliuborana og námuvinnslu. Er raforkuverð til stóriðju niðurgreitt? Allt frá því, að ávörðun var tekin um byggingu álverk- smiðjunnar í Straumsvík og Búrfellsvirkjunar, hefur menn greim á um það, hvort greitt sé með raforkunni til Islenzka ál- félagsins eða ekki. í umræðum um byggingu álverksmiðjunnar var því haldið fram af opinber- um aðilum, að fyrirhuguð raf- orkusala til stóriðju mundi gefa .aöguleika á ódýrari raforku,til almennra r.ota, þ.e. tiý al- mi’nnings'1 cna, en ella. Fullyrð; jessi var að mínu mati studd sannfærandi rökum 0 hefi ég frá upphafi málsins verið annarrar skoðun- ar’. Strax hér í upphafi skal á það lögð rík áherzla, að í grein þess- ari er einungis leitazt við að svara þeirri spurningu, hvort raforka til stóriðju sé niður- greidd eða ekki, án þess að nokkur afstaða sé tekin til þess, hvort ákvörðun um byggingu álversins í Straumsvík hafi verið skynsamleg eða ekki. Enda þótt niðurstaða mín sé sú, að verðið hafi veriðTiiðurgreitt árin 1974-1976, kann vel að vera, að kostir álversins réttlæti niðurgreiðsluna. Um það er ég ekki dómbær. Ég tel hins vegar rétt, að það sé viður- kennt, að um niðurgreiðslu sé að ræða, en ekki að halda fram hinu gagnstæða. Nú hefur fengizt umtalsverð bót með hinum nýja raforku- sölusamningi við ísal en áhrifa hans gætti ekki nema að hluta síðasta ár umrædds tímabils. Niðurstaða athugana minna fyrir árin 1974-76, er því ekki mælikvarði á hagkvæmni fram- tíðarsölu til ísal. - Nú er fengin u.þ.b. áratuga reynsia af sölu raforku til stóriðju og því fróðlegt að líta .il baka og sjá hvernig útkoman hefur orðið. Spurningin um það, hvort raforkusala til stór- iðju hafi leitt til lægra raforku- verðs til almenningsveitna eða ekki er tvíþætt. í fyrsta lagi, hvað raforkuverð hefði orðið frá virkjun án stóriðju og í öðru lagi, hvort almenningsveitur og stóriðja greiða núverandi fram- leiðslukostnað í réttu hlutfalli við tilkostnað. Varðandi fyrra atriðið skal viðurkennt, að þeirri spurningu er vandsvarað, þ.e.a.s hvað hefði orðið, ef öðru visi hefði verið að -farið í virkjunarmálum. Virkjun án stóriðju hefði verið fram- kvæmd, annað hvort með því að virkja Þjórsá í áföngum eða reisa minni virkjun annars staðar, er telja verður líklegra. Því er oft haldið fram, að með stærri virkjun fáist lægra raf- orkuverð. Miðað við sam- bærilegar virkjunaraðstæður og sambærilega sölumöguleika raforkunnar er þetta rétt. En hafa verður í huga við umrædd- an samanburð, að virkjunarat- stæður geta haft mun meira að segja en stærðin. Þetta kom skýrt fram í töflu, sem birt var í skýrslu stóriðjunefndar, þegar verið var að ráðgera byggingu Búrfellsvirkjunar og álverk- .smiðjunnar. í töflunni var sýndur áætlaður kostnaður raf- ‘orku frá ýmsum virkjunarval- kostum, ýmist með eða án stór- iðju Ekkert samhengi reyndist milli stærðar virkjunar og raf- orkuverðs. Ljóst er af þeim mikla mun. sem ávallt hefur verið á milli raforkuverða til almennings- veitna og stóriðju að raf- orkuverð frá minni virkjun án stóriðju hefði mátt vera all- mikið hærra en raforkuverðið frá Búrfellsvirkjun án þess að það ieiddi til hækkaðs verðs til almennra veitna, þar sem stóriðja notar yfir 60% þeirrar raforku, sem Landsvirkjun framleiðir. Oft'hefur því verið haldið fram, að raforkusala til stóriðju hafi verið nauðsynleg til að skapa möguleika á nauðsynleg- um erlendum lánum til hag- kvæmrar stórvirkjunar. Eg dreg í efa, að virkjun Þjórsár við Búrfell hafi verið það mikið meira átak í virkjunarmálum heldur en virkjanir Sogsins voru á sínum tima, að ekki hefði tekizt að afla lána til nauðsynlegra virkjana eins og áður án stóriðju. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið, er augljóst, að ekk- ert verður fullyrt um það, hvað raforkuverð hefði orðið, ef aðeins hefði verið virkjað fyrir almenna notkun. Hitt skiptir þó ef til vill meira máli, hvort al- menningsveitur greiða í dag stærri hluta í framleiðslu- kostnaði Landsvirkjunar á móti stóriðju heldur en þeim ber eða með öðrum orðum, hvort hinn almenni notandi njóti hag- kvæmni stórvirkjunarinnar til jafns við stóriðjuna. Er þá kom- ið að síðari þætti spurningar- innar um það, hvort raforku- salan til stóriðju hafi leitt til lægra raforkuverðs til al- menningsveitna eða ekki'. ■

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.