Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. Geirfinnsmálið upplýst—26 mánuðum eftir morðið „EKKIUM MAFÍU EDA FJÁR- STERKA AÐILA AD RÆÐA” —segir Karl Schiitz af brotaf ræðingur Guöjón Skarphéðinsson, 33 ára, Kristján Viöar Viðarsson 21 árs_ og Sævar Marínó Ciesielski, 21 árs, réðu Geir- finni Einarsyni bana í fjörunni við Dráttarbrautina í Keflavík kvöldið 19. nóvember 1974. Frá þessu var skýrt á blaðamanna- fundi sem boðað var til af Saka- dómi Reykjavíkur í gær. Banamenn Geirfinns Einars- sonar börðu hann til dauða með hnúum og hnefum og barefli. Segjast þeir ekki hafa haft þann ásetning fyrirfram að bana honum. „Engin mafía eða fjársterkir menn stóðu að baki þessum verknaði," sagði Karl Schiitz á blaðamannafundinum. „Glæpurinn var framinn af þröngum hópi afbrotamanna sem notað hafa öll tækifæri til að komast yfir peninga, allt frá vasaþjófnaði til innbrota, fíkni- efnasölu, fjársvika og ávísana- fals,“ sagði Schiitz. Til Keflavikur var farið að kvöldi hins 19. nóv. 1974 á ljós- bláum Volkswagenbíl sem Erla Bolladóttir fékk lánaðan hjá af- greiðslumanni Bílaleigunnar Geysis, sem hætti þar störfum um áramótin 1975-76. Enginn samningur var gerður um leigu bílsins en Erla greiddi af- greiðslumanninum kr. 5 þús. og lofaði honum jafnframt að taka til í íbúö hans fyrir greiðann. Til ferðarinnar til Kefla- víkur þetta örlagakvöld var og fenginn frændi Kristjáns Viðars, Sigurður Öttar Hreins- son sem þá ók sendiferðabif- reið, Mercedes-Benz. Var hug- myndin að hann tæki ótiltekinn farm af spíra sem átti að fást hjá Geirfinni eða að ábendingu hans, til Reykjavíkur. Frá veigamiklum atriðum þessa máls hefur verið skýrt í Dagblaðinu. Atburðarásin, sem skýrt var frá á blaðamanna- fundinum í gær, er í aðalatrið- um þessi: Hinn 17. nóvember 1974 fór Geirfinnur Finarsson á dans- leik í samkomuhúsinu Klúbbn- um í Reykjavík. Neytti hann áfengis og var talsvert ölvaður Þetta kvöld voru þar einnig Sævar Marínó og Kristján Viðar. Reyndu þeir að stela veskjum gesta á þann hátt að annar þeirra gaf sig á tal við þá en hinn sætti á meðan lagi að stela veski úr vasa þess sem rætt var við. í þessu augnamiði gáfu þeir sig á tal við Geirfinn. Þegar Sævar Marínó heyrði að maðurinn hét Geirfinnur og var frá Keflavík, segir hann svo frá að sér hafi dottið í hug að þar væri maður, sem hann hafði heyrt kallaðan „Geira" og var frá Keflavík, orðaður við áfengissölu, meðal annars smyglaðan spíra. Akvað Sævar Marínó að komast í nánara sam- band við „Geira" þennan. Kynnti hann sig fyrir honum sem Magnús Leópoldsson og ræddu þeir eitthvað um spíra- viðskipti. Fékk Sævar Marinó nafn og heimilisfang Geirfinns. Skildu svo leiðir þeirra. Daginn eftir hinn 18. nóv. 1974 hitti Sævar Marínó Guðjón Skarphéðinsson á Mokka-Kaffi, í Reykjavík og fóru þeir saman heim í íbúð Guðjóns. Segist Sævar Marínó hafa hitt mann og þurfi hann að fara til Keflavíkur í bisness- erindum við hann. Biður hann Guðjón að koma mér sér. Guðjón lofar því ekki ákveðið. Hringdi nú Sævar Marínó í 03 og fékk gefið upp símanúmerið heima hjá Geirfinni. Einnig hringdi hann í Kristján Viðar og sagði honum að hann ætlaði að fara til Keflavíkur daginn eftir til að stela spíra. Biður hann Kristján Viðar að útvega sendiferðabifreið til farar- innar. 19. nóv. fengu þau Erla Bolladóttir og Sævar Marínó fyrrgreindan bílaleigubíl. Um kvöldmatarleytið þennan dag hringdi svo Sævar Marínó í Geirfinn. Höfðaði hann til sam- tals þeirra í Klúbbnum og mæltu þeir sér mót í Hafnar- búðinni i Keflavík kl. 22.00 um kvöldið. Þau Erla og Sævar Marínó fóru heim til Guðjóns en-hann var þá ekki heima. Hittu þau hann nokkru síðar í húsinu Lambhóli við Starhaga, þar sem Guðjón var staddur hjá kunn- ingja sínum. Féllst Guðjón þá á að fara með þeim til Kefla- víkur. Fóru þau saman upp á Vatnsstíg þar sem þau hittu Kristján Viðar og sendibílstjór- ann. Fór hann á undan áleiðis til Kelavíkur en Kristján Viðar fór inn í Volkswagenbílinn til þeirra. Tók Guðjón við stjórn hans og héldu þau einnig til Keflavíkur. Þegar þau komu að Hafnar- búðinni í Keflavík fóru þeir þar inn Sævar Marínó og Kristján Viðar. Þangað hafði Geirfinnur komið en var þá farinn þaðan. Virðistenginn hafa veitt þeim félögum eftirtekt í Hafnarbúð- inni að þessu sinni. Frá Hafnarbúðinni var þá farið í Dráttarbrautina, þar sem sendiferðabíllinn var lát- inn bíða. Var bílstjóra hans sagt að drepa á bílnum og hafa engin ljós á honum. Þá er ekið að söluturni við Aðalstöðina til þess að hringja. Þar var þá svo margt manna að ekki var lagt til inngöngu. Aftur var ekið til Hafnarbúðarinnar. Þar fór Kristján Viðar inn og hringdi til Geirfinns. Spurði Geirfinnur þá hvort Maggi væri þarna. Svaraði Kristján Viðar: „Við erum hér.“ Kom Geirfinnur skömmu síðar að Hafnarbúð- inni og settist inn í bílaleigu- bílinn. Þegar þeir Sævar Marínó og Geirfinnur fara að ræða um spíra kemur í Ijós mis- skilningur.Taldi Geirfinnur að verið væri að bjóða sér spíra til kaups. Taldi Sævar þessi viðbrögð Geirfinns klókindi af hans hálfu, viðhöfð í þeim til- gangi að athuga hvað hann gæti haft upp úr fyrirhuguðum viðskiptum. Rétti nú Sævar seðlabúnt, 70 þús. krónur, að Geirfinni. Tók Geirfinnur i fyrstu við þvi en kastaði því jafnskótt frá sér á gólfið og vildi komast út úr bifreiðinni. Þegar þetta gerðist var komið í Dráttarbrautina. Fóru þá allir út úr bifreiðinni. Nú ætlaði Geirfinnur á brott en Guðjón greip til hans og stöðvaði hann. Hófust nú átök milli Geirfinns annars vegar og Guðjóns, Kristjáns og Sævars hins vegar. Nokkurt ósamræmi er í frásögn af átökunum, en þó virðist sem Guðjón hafi í fyrstu tekið Geirfinn hálstaki. Tók Kristján þá Geirfinn hálstaki aftan frá og setti hnefann í bak hans. Greip þá Sævar lurk sem þar lá og barði framan á fætur Geirfinns og í maga hans. Að sögn Kristjáns losaði hann háls- takið á Geirfinni og barði hann með lurk á brjóstið og á vinstri vanga ofan og aftan við eyrað. Dimmt var í Dráttarbraut- inni, þegar þessi átök áttu sér stað, rigningarúði með 5 vind- stigum og um það bil 5 gráða hita. Sigurður Óttar Hreinsson kveðst ekkert hjafa séð af því er fram fór en þó heyrt mál manna. Þegar Geirfinnur lá óvígur eftir höggin gáðu þeir Sævar Marínó og Kristján að andar- drætti og tóku á slagæð. Voru þeir sannfærðir um að Geir- finnur væri þá látinn. Sævar skipaði nú Erlu að hafa sig á brott og komast á puttanum til Reykjavíkur, þar sem ekki væri pláss fyrir hana í bílnum, þvi að þeir myndu flytja líkið með sér. Settu þeir síðan lík Geirfinns við glugga í aftursæti bif- reiðarinnar og vöfðu höfuð hans með kápu Erlu. Hún hvarf út í myrkrið. Um fe'rðir Erlu er það vitað að hún faldi sig í gömlu mann- lausu húsi þar skammt frá og fór síðan snemma morguns áleiðis til Reykjavíkur með bíl, sem tók hana upp í, að Grinda- víkurafleggjaranum og síðan með öðrum bíl þaðan til Hafn- arfjarðar. Þaðan fór hún með strætisvagni til Reykjavíkur. Banamenn Geirfinns fóru með líkið í bílaleigubilnum til Reykjavíkur. Ræddu þeir sín á milli.um hvar þeir ættu að fela það. Var ekið að húsi við Grett- isgötu þar sem Kristján bjó. Þar var sparkað upp hurð á geymslu í kjallara og líki Geirfinns vafið inn í gervi- leðuráklæði og komið fyrir á bekk þar. Þarna var líkið í einn og hálfan sólarhring. Hinn 21. nóvember fóru þau Sævar, Kristján og Erla með líkið í Landróverbifreið, sem þau höfðu til afnota, upp i Rauðhóla. Á leiðinni tóku þau bensín, er þau helltu yfir líkið þar upp frá og kveiktu í. Logaði skamma stund að þeirra sögn. Grófu þau síðan gröf og mokuðu yfir. Þarna var jörð léttfrosin og auðvelt að grafa í rauðamöl. Eins og frá hefur verið greint í fréttum áður hefur mikil leit verið gerð að líki Geirfinns, meðal annars í Rauðhólunum, en það ekki fundizt. Víðar hef- ur verið leitað en án árangurs. Ekki er talið útilokað að bana- menn Geirfinns skýri ekki frá felustaðnum af þeirri ástæðu að það beri með sér að dáuða Geirfinns hafi borið að með öðrum hætti en hér hefur verið greint frá. -BS/ÓV. „FRABÆRIR LOGREGLUMENN —segirKarl Schiitz ENILLA LAUNAÐIR” „Óvíða í Evrópu hefi ég hitt jafnduglega lögreglumenn og hér,“ sagði Karl Schútz á blaða- mannafundinum í gær,“ og lík- lega hvergi jafnilla launaða." Undir forystu Arnar Höskuldssonar með fulltingi Karls Schútz og Pétur Eggerz sendiherra hefur 12 manna hópur rannsóknarmanna einkum unnið að rannsókn Geirfinnsmálsins. Lagði Schútz áherzlu á það að góður árangur í þessari umfangsmestu rann- sókn sakamála á tslandi, fyrr og siðar, væri þessu samstarfi að þakka. Um rannsókn þá, sem sér- staklega tók til Sævars Marinós Siesielskis, sáu þeir Eggert Bjarnason, Rúnar Sigurðsson- og Jónas Bjarnason. Með rann- sókn Kristjáns Viðars fór sér- staklega Haraldur Árnason. Með rannsókn Guðjóns Skarp- héðinssonar fór Grétar Sæmundsson. Sigurbjörn Víðir Eggertsson annaðist rannsókn á hlut Erlu en Eggert Bjarnáson á hlut Sigurðar Öttars Hreinssonar. ívar Hannesson átti mestan hlut að því að kanna allar aðstæður og lífsferil Geirfinns Einarssonar, fórnarlambsins í þessu sérstæða, óhugnanlega máli. Allri tæknivinnu hér á landi stjórnaði Ragnar Vignir en einnig var leitað til Rann- sóknarstofnunar Háskólans og raunar tæknideildar vestur- þýzku rannsóknarlögreglunnar í Wiesbaden. Allar þýðingar á fram- burðum og skjölum hafa auk Péturs Eggerz sendiherra ann- azt tvær stúlkur, frú Áuður Gestsdóttir, löggiltur skjalaþýð- andi, og Renata Einarsson dóm- túlkur. -BS/ÓV Frá blaðamannafundinum í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Frá vinstri er Örn Höskuldsson rannsóknardómari, Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari og Kari Schiitz, afbrotafræðingur. A veggnum fyrir aftan þá eru Ijósmyndir, uppdrættir og teikningar af Dráttarbrautinnl, bílunum sem notaðir voru til fararinnar og fleiru. (DB-mynd Arni Páll).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.