Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.02.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1977. 105 DAGA SAKLAUSIR í GÆZLUVARÐHALPINU 9 N „Rannsóknin hefur jöfn- um höndum beinzt að því hvort þeir menn, sem sátu í gœzluvarðhaldi, séu sak- lausir. Við teljum að svo sé,“ sagði Örn Höskulds- son, rannsóknardómari í Geirinnsmálinu, í gœrdag. Um þetta atriði hafði Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari þetta að segja: „Á þeim mönnum hvílir enginn grunur.“ Hér er að sjálfsögðu átt HINIR Guðjón Skarphéðinsson, fæddur 19. júní 1943. Hann varð fyrstur til að stöðva Geirfinn, þegar hann vildi hverfa af fundinum í Dráttarbraut- inni 19. nóvember 1974, og hóf þannig átökin. sævar Marinó Ciesieiski, fæddur 6. júlí 1955, óformiegur leiðtogi hópsins. Hann greip lurk- inn og barði Geirfinn með honum i fætur og maga á meðan Kristján hélt honum hálstaki. Kristján Viðar Viðarsson, fæddur 21. apríl 1955. „Tilviljun réð því hvort menn komust líffs af úr slagsmálum við hann,“ segir félagi hans, Sævar. Erla Boiladóttir, fædd 19. júlí 1955, unnusta Sævars og barnsmóðir. Hún stóð álengdar og fyigdist með átökunum við Geirfinn en tók tveimur dögum síðar þátt i að flytja iík hans frá Grettisgötu 82 og grafa það í Rauðhólum. ,STÓRHÆTTULEGUR FRÉTT AFLUTNINGUR' — sagði Örn Höskuldsson rannsóknardómari „Stöðugar fréttir í blöðum af gangi rannsóknarinnar voru mjög til trafala og raunar stór- hættulegar," sagði Örn Höskuldsson rannsóknardóm- ari á fundinum með frétta- mönnum í gær. Fóru Örn og Karl Schutz hörðum orðum um fréttaflutn- ing af málinu og töldu blöðin hafa sýnt afar lítinn samstarfs- vilja. Er ekki loku fyrir það skotið að sú skoðun sé gagn- kvænt um afstöðu sakadóms- manna gagnvart blöðunum. Kváðu þeir gæzlufangana hafa skýrt frá því að það hefði mjög auðveldað þeim að dyljast i upphafi hversu nákvæmlega var skýrt frá öllum gangi rann- sóknarinnar (í Keflavík) í fjöl- miðlum og raunar allt fram í ágúst á siðasta ári. Nefndi Örn sem dæmi um „stórhættulegar" fréttir frá- sögn Vísis af því sl. haust að Kristján Viðar Viðarsson hefði skýrt svo frá við yfirheyrslur að Geirfinnur hefði fallið aftur f.vrir sig fram af kletti við Dráttarbrautina í Keflavík“og dauði hans því verið slys. v,,Ef Guðjón Skarphéðinsson, sem þá var enn laus, hefði lesið þessa frétt hefði hann getað borið hið sama fyrir rétti og þá væri sannleikurinn ef til vill ekki kominn í ljós,“ sagði Örn. „Það var einnig mjög ergi- legt að vita til þess að upp- lýsingar lækju héðan út og til fjölmiðla," sagði hann. „Þið, sem eruð að berjast á móti spill- ingu, megið vel vita að ég tel þetta spillingu; lögreglumenn hafa brotið trúnað í opinberu starfi og réttargæzlumenn einnig. Það er spilling,“ sagði Örn Höskuldsson. -ÓV/BS við þá Einar Bollason kennara, Magnús Leó- poldsson framkvœmda- stjóra, Sigurbjörn Eiríksson veitingamann og Valdimar Olsen verzlunarmann. Örn Höskuldsson greindi blaðamönnum frá því að sakborningarnir hefðu játað við yfirheyrslur að hafa haft um það saman- tekin ráð að benda á þessa fjóra menn en þœr ábendingar leiddu síðan til gœzluvarðhaldsúrskurðar þessara fjögurra manna. „Þetta er sjálfstœtt brot,“ sagði Örn. „Alvarlegt brot.“ Dagblaðið hafði í gœr- kvöldi tal af þrem mann- anna sem saklausir urðu að hlíta gœzluvarðhaldi í 105 daga hver. í Sigur- björn Eiríksson, veitinga- mann og bónda, sem sat í gœzluvarðhaldi í 90 daga, náðist ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. -BS/ÓV „Hvernig á aö bæta fyrir mannorðsmorð?” —spyr Einar Bollason, saklaus „Jú, þú getur rétt ímyndað þér hvort ég er ekki ánægður,** svar- aði Einar Bollason spurningu DB i gærkvöld um viðbrögð hans við því að hann hefur nú verið hreinsaður af öllum grun um aðild að hvarfi Geirfinns Einars- sonar. „Sá langi tími sem liðið hefur með þetta allt í lausu lofti hefur að sjálfsögðu farið afskaplega í taugarnar á manni," sagði Einar. „Mér finnst satt að segja heldur litið tillit hafa verið tekið til þess að fjölskyldur okkar hafa mátt þjást allan þennan tíma. Það er rétt núna að maður er að byrja að átta sig almennilega á þessu, að þetta skuli loks vera búið,“ sagði Einar enn fremur. „Nú vil ég sjá hvernig þessir menn ætla að fara að því að bæta fyrir þetta á einhvern hátt; ég á ekki annað orð en mannorðsmorð yfir þetta.“ Um hugsanlegar skaðabóta- kröfur á hendur ríkisvaldi og ein- staklingum, sem fjölluðu opinber- lega um meintan hlut Einars í hvarfi Geirfinns á meðan hann var enn undir grun, sagði Einar að hann hefði lítinn áhuga á að fara að draga fjölskyldu sína inn í margra ára málavafstur, enda teldi hanp skyldu ríkisvaldsins að koma í veg fyrir slík málaferli. „Því er ekki að neita," sagði Einar, ,,að maður hefur lært ýmis- legt af þessari hræðilegu reynslu Fyrst og fremst er það hversu marga afskaplega góða og sterka félaga maður á sem hafa staðið með manni í gegnum súrt og sætt, einkum félagar mínir í KR og samkennarar í Flensborg. Ég get glaðzt innilega yfir þvi.“ -ÓV/BS „Hvaö segja sjálfskip- uðu dómararnir núna?v —spyr Magnus Leöpoldsson, saklaus „Nei, ég get ekki sagt ao ég se ánægður en þetta er stórbót," sagði Magnús Leópoldsson þegar fréttamaður DB náði tali af honum í gærkvöld. Kvaðst Magnús gjarnan hafa viljað fá af- dráttarlausari yfirlýsingu um sak- leysi sitt. „Mér finnst ekki beinlínis ástæða til að halda veizlu þótt minn þáttur og hinna þriggja sé uppkláraður," sagði Magnús. „Þetta er natturlega viss áfangi, maður er hressari en áður en þó hryggur líka. Þetta ógæfusama fólk á líka sína aðstandendur og þá er ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig.“ Magnús kvaðst ætla að fróðlegt væri að vita hvað „allir þessir sjálfskipuðu dómarar** héldu nú um málið, þeir sem „voru virk- astir á meðan ég var í tukthús- inu,“ eins og hann .orðaði það. -ÓV/BS „Þungu fargi hefur verið af mér létt" — segir Valdimar Olsen, saklaus „Það gefur auga leið að þungu fargi er at manni létt,“ sagði Valdimar Olsen, einn fjórmenn- inganna sem sátu í gæzluvarð- haldi í 105 daga vegna Geirfinns- málsins, í samtali við DB í gær- kvöldi. Valdimar hefur nú verið hreinsaður af öllum grun um aðild að málinu ásamt hinurá þremur. „Annars getur maður lítið um þetta sagt að svo stöddu,** sagði Valdimar. „Þetta hefur náttúr- lega breytt lifi manns ofboðslega en það er erfitt að henda reiður á i hverju það er fólgið. Ég hef reynt eftir beztu getu að láta þetta ekki hafa áhrif á mig og geri mér enn ekki fulla grein fyrir hvaða afleiðingar*þetta kann að hafa.“ Valdimar vísaði öllum spurn- ingum um hugsanlegar skaða- bótakröfur til lögfræðings síns en taldi það þó „óaðskiljanlegan hluta af öllu saman“ að gera slíkar kröfur. -ÓV/BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.